Þjóðviljinn - 26.11.1956, Page 12

Þjóðviljinn - 26.11.1956, Page 12
25. þing Mþýðusamhands Islands lýsir trðusti á rlklsstjéminni og fordæmir tilraunir afturhaldsins til þess að ira samstarfi vinstri aflanna þJÓÐVUJINN Þriðjudagur 26. nóvember 1956 — 21. árg. — 270. tölublað AlþýðusambandsþingiÖ samþykkti einróma í fyrradag eftirfarandi traust á ríkisstjórnina og fordæmdi jafn- framt tilraunir afturhaldsins til þess að sundra sam- vinnu vinstri aflanna: Tuttugasta og fiimnta þing Alþýðusambands Islands lýsir fyllsta trausti á núver-5 andi ríkisstjórn og stefnu ; hennar og telur að með mynd-1 un hervnar hafi alþýðustétt- irnar skapað sér mögnleika til að verja fengin réttindi og sækja fram til betri lífs- kjara. •Tafnframt því sem þingið heitir á verkalýðsfélögin að standa traustan vörð um rík- isstjórnina og veita lienni all- an stuðning í orði og verki í uppbyggingarstarfi liennar og með því að halda fast að henni að standa í einu og öllu við gefin fyrirheit, fordæm- ir þingið allar tUraunir aft- urltaldsins og útsendara þess til að sundra samstöðu þeirra flokka sem að baki hennar standa“. Sjómannafé- lagskosningin er hafin og fer fram daglega í skrifstofu Sjómannafélags Reykjavíkur í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu frá kl. 3—6. Munið að Iisti starfandi sjó- manna er B-listi'. Brottflutningur að hefjast Búizt er við að næstu daga muni hefjast brottflutningur þeirra 13.000 brezkra og 9.000 franskra þegna sem egypzka stjórnin hefur vísað úr landi. Flestir hinna brezku þegna eru frá Kýpur, eða um 6.000. Gríska stjórnin hefur boðið þeim öllum grískt ríkisfang og hafa langflestir þeirra þegið það boð. Allar eignir brezkra og franskra manna í Egyptalandi hafa verið gerðar upptækar og er talið að verðmæti brezku eignanna einna nemi um 100 milljónum sterlingspunda. Danielsen setti heimsmet í spjótkasti í Melbourne Bandaríkjamenn haía náð í tvenn gull- verðlaun í viðbót, hafa nú hlotið sex Norski spjótkastarinn Eigil Danielsen setti nýtt ol- ympíumet í spjótkasti á leikunum í Melbourne, kastaði spjótinu 85.71, og varö fyrsti Norðurlandamaðurinn sem fær gullverðlaun á leikunum. Hinn fyrri heimsmethafi, Pol- verjinn Sidlo, varð annar, kast- aði spjótinu 79,98 m, en Tsibul- enko frá Sovétríkjunum varð þriðji, 79,50 m. Heimsmet Sidlos Eigii Danielsen var 83,66 m, en gamla olympíu- metið, 73,78, átti Bandaríkja- maðuritm C. Young, Bandaríkjameim hafa feng- ið sex grullverðlauu Það fór sem spáð hafði verið, að Bandaríkjamenn myndu skara langt fram úr öllum öðrum í Þing Alþýðusambands íslands brmar og fordæmir árásirnar á Ungverja og Egypta Aiþýðusambandsþingið samþykkti einróma í fyrra- dag eftirfarandi: ,,25. þing Alþýðusambands ísiands harmar og for- dæmir innrás rússneskra herja í Ungverjaland og brezkra og franskra herja í Egyptaland, og lýsir yfir dýpstu samúð sinni með þeim þjóðum sem fyrir árásum þessara stórvelda hafa orðið. Þingið finnur til sárrar hryggðar, vegna þeirra hörmulegu atburða, sem gerzt hafa í Ungvejalandi að undanförnu, þar sem þjóðin hefur þurft að ganga í gegn um hinar hræðilegustu þjáningar, og tugþúsundir frelsisunnandi manna orðið að fórna lífinu í baráttu fyrir dýrmætustu mannréttindum sínum. Einnig lýsir þingið yfir þeirri einiægu ósk sinni og von, að allar þjóðir, sem ofbeldi og kúgun eru beittar, megi sem fyrst öðlast réttlátan frið, óskorað frelsi og full umráð yfir löndum sínum“. frjálsum íþróttum. Þeir bættu við sig tvennum gullverðlaunum í gær, í 800 m hlaupi og stang- arstökki, og hafa þá fengið sex guilverðlaun. Bandaríkjamaðurinn Courtney sigraði í 800 m hlaupi, og setti nýtt olympíumet, 1,47,7. Landi hans Whitfield átti gamla met- ið, 1,49,2, en heimsmet Moens, 1,45,7, stendur enn. Annar varð Bretinn Derek Johnson, 1,47,8 og þriðji Norð- maðurinn Boysen á 1,48,1; í stangarstökki sigraði Banda- ríkjamaðurinn Richards, stökk 4,59. Landi hans Gutowski varð annar, 4,53. Richards átti olymp- iumetið í þessari grein, 4,55. Þriðja grein frjálsra íþrótta sem í gær var keppt til úrslita í var 100 m hlaup kvenná og sigraði ástralska stúlkan B. Cuthbert á 11,3. Þýzka stúlkán Stubnick varð önnur en ástralska stúlkan Matthews þriðja. Undanrásir I undanrásum í 5000 m hlaupi sigruðu þeir Pirie (Bret.), Lawr- ence (Ástr.) og Thomas (Ástr.) hver í sínum riðli. Meðal ann- arra sem keppa til úrslita í þess- ari grein eru Kúts (Sov.), Tabori (Ung.), Zimny (Pól.), Chattaway og Ibbotson (Bret.). Keppt verð- ur í 5000 m á morgun. Hilmar Þorbjörnsson komst ekki í úrslit i 200 m hlaupinu, Framhald á 10. síðu. Jólianna Egilsdóttir, formaður verkakvennafélagsins Framsókn- ar átti 75 ára afmæli í fyrradag. Hannibal Valdimasson forseti A.S.I. kvaddi sér liljóðs utan dagskrár á Alþýðusambandsþing- imi, ávarpaði Jóhönnu Egilsdóttur, kvað öllum þingfulitrúum ljúft að miunast hennar og þakka henni fyrir vel unnin störf í þágu verkalýðssamtakanna. Færði liann lienni fagran vasa í afmælisgjöf. Auk þess voru henni færð blóm. — Kai Nissen, fulitrúi danska Alþýðusambandsins ávarpaði Jóhönnu einnig. Myndin bér að ofan var tekin af þeim Jóhönmí Egiisdóttur og Hannibai Valdimarssyni við þetta tækifæri. — (Ljósm. Sig. Guðm. Ástandið í Ungverjalandi að verða eðlilegt aftur Vinna er nú haíin aítur víðast hvar, verkamannaráðið ræðir enn við Kadar Svo virðist sem ástandiö í Ungverjalandi sé aftur að færast í eðlilegt horf, þótt seint gangi. Verkamenn virð- ast yfirleitt hafa tekið upp vinnu, enda hefur miðstjórn, yerkamannaráðsins í landinu hvatt þá til þess. Miðstjórri verkamannaráð- anna, sem situr í Búdapest, fer með umboð allra verkamanna- ráða í landinu og hefur að und- anförnu átt i samningum við stjórn Kadars. Þeim viðræðum var haldið áfram í gær og jafnframt hvatti miðstjórnin alla verkamenn í landinu að hefja þegar í stað vinnu. Flestir verkamenn munu nú vera horfnir til vinnu, en þó ekki allir, því að i gær var les- in í Búdapestútvarpið tilkynn- ing frá ríkisstjórninni um að þeir verkamenn sem ekki hefðu mætt á vinnustaði sína í myndu missa vinnu sína. dag Flokksstjómarfundurínn hófsf í gærkvöld Flokksstjórnarfundur Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins hófst í gærkvöld kl. 8.30 í Tjarnar- götu 20. Formaður flokksins Einar Olgeirsson setti fund- inn og bauö floksstjórnarmenn velkomna til starfa. Fundarstjóri var kjörinn Þór- oddur Guðmundsson, bæjarfull- trúi á Siglufirði og til vara Steinþór Guðmundsson, kenn- ari, Reykjavík. Einar Olgeirsson flutti á fundinum í gærkvöld ítarlega ræðu um stjórnmálaþróunina frá síðasta flokksþingi og stjórnmálaviðhorfin nú. Að ræðu Einars lokinni hóf- ust umræður. Magnús Kjartans- son ritstjóri skýrði fundinum frá þeim fréttum, er borizt heiðu erlendis frá um samn- ingana milli íslands og Banda- rikjanna. Lúðvík Jósepsson ráð- herra tók einnig til máls um þetta efni og síðan héldu um- ræður áfram. Ávörp Kadars og Apvo Þeir Kadar forsætisráðherra og Apro verkamálaráðherra fluttu á sunnudaginn ávörp í Búdapestútvarpið. Báðir tóku þeir fram að samningar um brottför sov- ézka hersins myndu hefjast um leið og sigrazt hefði verið á gagnbyltingunni. í tilkynningu frá Kadar sem lesin var í Búdapestútvarpið í gær var sagt, að hann hefði í hyggju að mynda nýja stjórn á breiðari grundvelli þegar alger röð og regla væri aftur komin á í landinu. Myndu teknir í stjórnina sérfræðingar í efna- hagsmálum og tæknifræðingar, og menn óháðir stjórnmála- flokkum. Nagy og félagar Kadar hefur itrekað þá yfir- lýsingu stjórnarinnar að Imre Nagy og félagar hans hafi far- ið af frjálsum vilja til vinsam- legs sósíalistísks ríkis, og væri ekki um neina útlegð að ræða.. Ungversk stjórnarvöld hefðu ekki getað ábyrgzt að gagn- bj-ltingarmenn réðu þá ekki af dögum og hefðu þeir þvi tekið þann kost að fara úr landi. Búdapestútvarpið sagði í gær að vinna væri nú hafin aftur í öllum kolanámum landsins, en Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.