Þjóðviljinn - 29.11.1956, Page 1

Þjóðviljinn - 29.11.1956, Page 1
« Fimmtudagur 29. nóvember 1956 — 21. árg. — 272. tölublað Jnni í blaðinn Minning Pálina Hannessonar* — 7. síða. Brezka ihaldið að klofna —« 6. síða. Frelsisútvarp í Skotlandi —«■ 5. síða. Ekki horfur á að bilið milli vesfurveldanna verði brúað Ágreiningurinn milli Bandarik]anna og Bretlands og Frakklands hefur vaxicS Það er nú ljóst að bilið milli afstöðu Bandaríkjanna annars vegar og Breta og Frakka hins vegar til mála í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs verður ekki brúað, nema þá með þeim hætti að hinir síðamefndu breyti um stefnu og fallist á sjónarmið Bandaríkj astj órnar. Selwyn Lloyd, utanríkisráð- herra Bretlands, kom í gær- morgun til Lundúna frá New York þar sem hann hafði setið allsherjarþing SÞ. Hann sagði við fréttamenn á flugvellinum að enginn vafi væri á því að Bretland og Bandaríkin yrðu að samræma betur stefnur sín- ar í löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafs, enda væni það að- eins kommúnistaríkin sem hag hefðu af því ástandi sem nú ríkti. Djúpstæður ágreiningur Hann sagði að menn yrðu að horfast í augu við þá staðreynd að djúpstæður ágreiningur væri milli stjóma Bretlands og Bandaríkjanna í þessum mál- um og sá ágreiningur hefði ekki minnkað. Hann sagðist hafa farið vest- ur um haf í þeim tilgangi að sýna mönnum fram á að stefna brezku stjóraarinnar hefði ver- ið rétt, en mörgum væri það dulið enn hve mjög ástandið væri að versna. Þeim skjátlaðist alvarlega sem héldu að rétt væri að hverfa aftur til þess ástands sem ríkt hefði áður en Bretar hófu aðgerðir sínar. Lloyd ræddi við Butler, sem nú gegnir embætti forsætisráð- herra, í 2y2 klukkustund og í dag er búizt við að hann muni gefa brezka þinginu skýrslu. Talið er að harðar umræður verði á þinginu í dag. Andbandarískir íhaldsmenn Rúmlega hundrað þingmenn brezka íhaldsflokksins, eða um þriðjungur þingflokks íhalds- manna, hafa lagt fram álykt- unartillögu, þar sem hörmuð er afstaða bandarísku stjóraarinn- ar til Súezmálsins og einnig samþykkt allsherjarþings SÞ um tafarlausan brottflutning erlendra herja úr Egyptalandi. Aðrir þingmenn flokksins, að- eins 30 að tölu, hafa borið fram ályktunartillögu þar sem fagn- að er yfirlýsingu Eisenhowers um afstöðu Bandaríkjastjórnar til bandamanna sinna. Til að draga úr andúð Þessi yfirlýsing var falin í svari við heillaóskaskeyti frá forseta Frakklands til Eisen- howers vegna kosningasigurs hans. Langt er liðið síðan heillaóskaskeytið var sent og þykir einkennilegt að svarið skyldi ekki birt fyrr en nú. Fréttaritarar segja að það tali sínu máli að svarið skuli birt nú þegar andúð á Bandaríkj- Framhald á 10. síðu. Sjú Enlæ fagm hann kom til ln Búizt við að Nehru reyni að mið?a málum milli Kínverja 09 Bandaríkjamanna Tuttugu þúsund manns fögnuöu Sjú Enlæ, forsætis- og utanríkisráðherra Kína, þegar hann kom í gær til Nýju Delhi, höfuðborgar Indlands, í opinbera heimsókn. Kadar sendir Tító kveðju Janos Kadar, forsætisráð- herra Ungverjalands, hefur sent Tító, forseta Júgóslav- íu, heillaóskaskeyti í til- efni af þjóðhátíðardegi Júgóslava, sem er í dag. I skeytinu segir hann að vin- átta Júgóslava og Ungverja sé báðum þjóðum mikilvæg í viðleitni þeirra við að byggja upp sósíalisma í löndum sínum. Gyðingaofsóknir í Egyptalandi? Ben Gurion, forsætisráðherra Israels, sagði á þinginu í Jerú- salem í gær, að stjórn hans hefði áreiðanlegar heimildir fyrir því að egypzk stjórnar- völd fremdu nú ofsóknir gegn gyðingum sem helzt minntu á aðfarir nazista. Fjölskyldum væri stíað i sundur og þær sendar í fangabúðir, ríkisfangs- lausum gyðingum væri vísað úr landi, en egypzkir borgarar af gyðingaættum yrðu fyrir alls kyns ofsóknum. Hann tók fram að arabar í Israel myndu ekki ofsóttir í hefndarskyni. Kúts lék eftfr czfrek Zatopeks í Helsinki Bandaríkjamenn áttu þrjá íyrstu í 110 m grindahlaupi í þriðja sinn í röð Sovézka hlauparanum Kuts tókst það á olympíuleikun- um í Melbourne sem fæstir hafa búizt viö: Hann lék eftir afrek Zatopeks á leikunum í Helsinki að sigra bæöi í 10.000 m og 5.000 m hlaupi og þaö með yfirburöum. Bvetinn Pirie hafði verið talinn langlíklegastur til sigurs í 5.000 m hlaupinu, enda á hann heims- metið í þessari grein. Kúts tók að venju forustuna í upphafi hlaupsins, en Bretarnir þrír Pirie, Ibbotson og Chattaway, fylgdu honum fast eftir. Þeim tókst öllum að halda i við hann þar til þrír hringir voru eftir. Þá þrutu kraftar Chattaways og hann dróst aftur úr. Á Kúts var hins vegar engan bilbug að finna, hann greikkaði sporið, skaut keppinautum sínum aftur fyr- ir sig og kom 80 metrum á und- an Pirie i mark. Úrslit: 1. Kúts (Sov.) 13,39,(1 2. Pirie (Bret.) 13,50,6 3. Ibbotson (Biæt.) 13,54,4 4. Szabo (Ung.) 14.03.4 5. Thomas (Ástr.) 14,04,8 6. Tabori (Ung.) 14.09,8 Chattaway varð ellefti í röð- inni, en Daninn Thögersen átt- undi. Kúts settí nýtt olympíumet, gamla metið, 14,06,6 átti Zato- pek. Heimsmet Piries er 13,36,8 Bandaríkjamenn héldu áfram í Framhald á 10. síðu. Nehru forsætisráðherra og ýmsir aðrir ráðamenn Indverja tóku á móti Sjú Enlæ og fylgd- Sjú Enlæ arliði hans á flugvellinum. Auk þeirra voru þar fyrir til að fagna honum leiðtogar Tíbet- Benzínskömmtun hófst í Dan- mörku á miðnætti í nótt og verður skammturinn þriðjungi minni en upphaflega var ætlað. búa, Dalai Lama og Pantséa Lama, sem að undanförnu hafa verið gestir indversku stjórn- arinnar. Til að treysta vináttubönd Sjú Enlæ sagði í ávarpi á flugvellinum, að hann væri kominn til Indlands til að treysta vináttubönd Indverja og Kínverja, en einnig til að sjá með eigin augum hve miklu Indverjar hefðu afrekað, síðan þeir öðluðust sjálfstæði. Ilann mun dveljast í Indlandi í 12 daga og mun ferðast nokkuð um landið. Miðlar Nehru málum? Fréttaritari brezka útvarps- ins í Nýju Delhi segir að þar í borg séu menn þeirrar skoð- unar að eitthvert samband sé á milli heimsóknar Sjú Enlæs og'fyrirhugaðrar ferðar Nehrus til Bandaríkjanna. Búizt sé við að Nehru muni þegar hann kemur vestur tala máli Kin- verja við bandaríska ráðamenn og leggja fast að þeim að falla frá þeirri stefnu að meina kín- versku alþýðustjórninni að taka sæti Kína hjá SÞ. Egyptar munu ekki iórna S)álf< stæði sínu fyrir heimsfriðinn Yfirlýsing egypzku stjórnarinnar sem segir miklar hœttur fyrir dyrum Egypzka stjórnin gaf í gær út yfirlýsingu þar sem hún segir mikla hættu á því aö bardagar hefjist í Egypta- landi á nýjan leik, ef hinir erlendu innrásarherir veröi ekki þegar í staö fluttir á brott. í Gaza meðan þeir börðust við Israelsmenn þar. I yfirlýsingunni er m.a. kom- izt svo að orði: Við teljum að brezka stjórn- in beri ein ábyrgð á árás Bret- lands, Frakklands og ísraels, og á þeiin liryðjuverkum sem unnin hafa verið í Port Said og á Sinaiskaga. Hún mun einnig bera alla ábyrgð á liin- um örlagaríku afleiðingum sein kunna að verða af því að hernámsliðin hafa ekki verið flutt á brott. Síðan segir egypzka stjórnin að Egyptar geti ekki fórnað sjálfstæði sínu fyrir heimsfrið- inn. Hún tekur fram að Israel hafi því aðeins getað hernum- ið Sinaiskaga að Bretar héldu uppi stöðugum spréngjuárás- um á egypzkar borgir og seg- ir, að brezk herskip hafi haldið uppi skothríð á stöðvar Egypta Mikil hætta á ferðum Fréttaritari danska útvarps- ins í New York sagði í gær, að í aðalbækistöðvum SÞ væri talin mikil hætta á því að aftur skærist í odda í Egyptalandi. Fréttaritarinn sagði að ræða Fawzi, utanríkisráðherra Eg- yptalands, á allsherjarþinginu í fyrradag hefði orðið til að auka óttann við að vopnahléð yrði rofið. Fawzi lýsti yfir því í ræðu sinni, að egypzka stjórnin teldi að hún ein réði því hvar liðs- sveitir SÞ yrðu staðsettar í Egyptalandi og hve lengi þær dveldust þar. Hann ítrekaði kröfuna um tafarlausan brott- flutning hinna erlendu herja úr landinu og lagði áherzlu á að löggæzlulið SÞ væri ekki komið þangað til að leysa nein vanda- mál, né heldur væri því ætl- að að skerða á nokkurn hátt fullveldi Egyptalands. Eina ætlunarverk liðsins væri að binda endi á innrás hinna er- lendu herja og sjá um að þeir hefðu sig á brott. Fulltrúi Indlands, Krishna Menon, lýsti yfir stuðningi stjórnar sinnar við þessi sjón- armið Egypta og sagði að lög- gæzlulið SÞ myndi ekki hafa neitt að gera í Egyptalandi eftir að herir Breta, Frakka og ísraelsmanna hefðu hlýtt fyrir- mælum SÞ að fara þaðan. . Ný árás undirbúin? Sépiloff, utanríkisráðherrá Sovétríkjanna, kom til Kaup- mannahafnar í gær á leið heim til Moskva frá New York. I viðtali á flugvellinum sagði hann að enginn vafi væri á því, að Bretar, Frakkar og tsraels- menn væru nú að undirbúa nýja árás á Egyptaland og önnur arabaríki.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.