Þjóðviljinn - 29.11.1956, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 29.11.1956, Qupperneq 7
Fimmtudagur 29. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN —• ^ Æviatriði Pálma Hannes- sonar eru í stuttu máli þessi: Hann fæddist 3. janúar 1898 á Skíðastöðum í Lýtings- staðahreppi í Skagafirði, sonur Hannesar Péturssonar og konu hans Ingibjargar Jónsdóttur, er bæði voru komin af merkum skagfirzk- um bændaættuni. Hann tók gagnfræðapróf á Akureyri 1915 og stúdentspróf við Menntaskólann í Reykjavík 1918. Hann stundaði háskóla- nám í náttúrufræði við Hafn- arháskóla og var sérgrein hans dýrafræði. Hann lauk mag. scient. prófi í þeirri grein 1926 og var sama ár ráðinn kennari við Gagn- fræðaskólann á Akureyri. Hann var settur rektor við Menntaskólann í Reykjavík 1929 og skipaður rektor þess skóla árið eftir og gegndi því starfi til dauðadags. Hlóðust brátt á hann ýmis önnur trúnaðarstörf og verður hér eigi allt upp talið. Hann var kosinn í stjórn Ferðafélags Islands 1930 og átti þar sæti æ síðan og var hin síðari ár- in varaforseti félagsins. í Út- varpsráð var hann kosinn 1934 og í Menntamálaráð sama ár. 1 Rannsóknaráði ríkisins átti hann sæti frá 1939. Hann átti og sætiíýms- um nefndum, sem fjalla um veiðimál. Hann átti sæti í rit- stjórn ritverksins TheZoology of Iceland. Rannsóknarstörf hans voru einkum á sviði ís- lenzkrar jarðfræði. Hann ferð- aðist í fjöldamörg sumur um öræfi og byggðir landsins í ránnsóknarskyni, skrifaði margar greinar og ritgerðir náttúrúfræðilegs, landfræði- legs og þjóðarsögulegs efn- is og þýddi nokkrar bækur, m.a. Ferðabók Sveins Páls- sonar (ásamt Jóni Eyþórs- syni og Steindóri Steindórs- syni). Er Sigfús Jónsson þingmaður Skagfirðinga lézt í miðri kosningabaráttunni 1937 gaf Pálmi kost á sér til fram- boðs í Skagafirði og var þá kosinn 1. þingmaður Skag- firðinga. Á þingi sat hann til 1942. Hann átti um skeið sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur. Þann 17. ágúst 1926 kvæntist Pálmi Ragnhildi Skúladóttur Thoroddsen. Varð þeim fimm bama auðið og eru fjögur þeirra á lífi. Þann 22. nóv- ember 1956, kl. 4.20 síðdegis, hné Pálmi snögglega niður í stiga Menntaskólans, er hann var á leið til skrifstofu sinn- ar. Nokkrum mínútum síðar var hann örendur. Banamein- ið var hjartaslag. Það sem hér fer á eftir eru fátækleg minningarorð byggð á rikri viðkynningu og langri. Fundum okkar Pálma bar fyrst saman haustið 1926. Hann var þá að koma til Gagnfræðaskólans á Akureyri sem kennari, ég til að þreyta inntökuþróf í 2. bekk, og Pálmi var sá, er prófaði í náttúrufræði. Það voru næsta ólíkar persónur, sem þama stóðu sín hvoru megin við kennaraborðið, hann þessi föngulegi maður, sjálfur lífs- þrótturinn persónugerður, ég smávaxnastur allra, er komið höfðu í þann skóla, og varð okkur starsýnt hvorum á annan. Mest varð mér star- sýnt á höfuð Pálma og þótti' mér, séin ég hefði eigi fyrr vitað hvað glæsimenni var. Dálítið þótti mér hann þung- ur á brúnina, enda var ég hálf viðutan og varð tregt um svör. þegar hann tók að spyrja mig um íslenzkar and- artegundir, en svo kom að stokköndinni og þar með fór að liðkast um málbein mitt og þá færðist á hið svipmikla andlit þetta óviðjafnanlega bros, sem öllum mun ógleym- anlegt, er kynntust Pálma Hannessyni. Það var sem stafaði sól eftír þrumuskúr á fagurt og stórbrotið landslag. Víst er um það, að á því augnabliki vann hann hjarta mitt og sá þráður tók að tvinnast okkar á milli, sem síðan átti eftir að treystast í þriggja áratuga viðkynn- ingu, fyrst þau árin, er ég naut afburðakennslu hans í náttúrufræði, siðan á lang- ferðum um öræfi og byggðir íslands, við langdvalir á hans góða heimili og síðasta ára- tuginn í samstarfi við hann í Menntaskólanum í Reykja- vik. Pálmi Hannesson var trölltryggur sinum vinum og sá var ei ber að baki, sem þann bróður átti. Um Pálma Hannesson mátti með sanni segja, að hann væri samgróinn öllu því, sem ís- lenzkast var, náttúru lands- ins, sögu þess og sögnum og bókmenntum fornum og nýj- um. Þótt sjálfur hefði hann dýrafræði að sérgrein í há- skólanámi fór honum sem mörgum öðrum íslenzkum náttúrufræðingum, að hugur hans beindist einkum að jarð- fræðinni. Á sama hátt og það réð úrslitum um lífsstarf Þorvalds Thoroddsens, að hann fór i ferð til eldstöðva í Ódáðahráun sumarið 1876, mun ferð sú, er Pálmi fór með Guðmundi G. Bárðarsyni til eldstöðva í Öskju sumarið 1923, hafa átt nokkum þátt í að hneigja hug hans að jarðfræðinni og þó einkum eldfjallafræðinni. Síðar kann- aði hann hálendi landsins í fjölmörgum leiðöngrum, oft- ast í fylgd með öðrum vís- indamönnum, Th. Bjerring Pedersen, Niels Nielsen, Stein- þóri Sigurðssyni, Steindóri Steindórssyni og fleirum. Sumurin 1922—1924 kannaði hann einkum svæðin kringum Hofsjökul, sumurin 1926 og 1927 Veiðivatnasvæðið og ör- æfin þar í kring, sumurin næstu upp úr 1930 norðaust- uröræfi landsins. Mér hlotn- aðist það lán, að vera þátt- takandi í síðasta stóra leið- angrinum, sem hann gerði út, til svæðisins suður af Snæ- felli sumarið 1935. Kynntist ég því þá í raun, hvílíkur náttúruskoðari og afburða ferðamaður hann var, síðasti stóri fulltrúi þeirra náttúru- skoðara, sem ferðuðust um landið á þann hátt, sem nú er . aflagður. með fjölda reið- hesta og klyfjahesta um við- erni og vegleysur. Hvergi naut Pálmi sín betur en á slíkum ferðum, enda hesta- maður svo að af bar. Raunar var hann bráðskemmtilegur ferðafélagi í hverskonar ferða- lögum og margir munu þeir menntaskólanemendur, sem fyrst lærðu að meta hann að verðleikum í fimmtabekkjar- ferðalögum, ekki sízt í þann tíma, er þær férðir voru nokk- uð erfiðar og „Gamli Gráni“ aðal farartækið. En innan- húss sá ég hann mest í ess- inu sínu, þegar hann sat yfir ljóðum listaskáldsins góða á- samt vinum sínum tveimur, er unnu því skáldi viðlíka og hann. Ást hans á Jónasi var djúpstæð og viðhorf þessara náttúruskoðara til íslenzkrar náttúru skylt, ljóðrænt, inni- legt og ívafið húmor. Með árunum gerðist Pálmi gagnkunnugri náttúru lands- ins, og þá einkum jarðfræði þess, en nokkur hefur verið síðan Þorvaldur Thoroddsen féll frá. Staðþekking Pálma hygg ég þó hafi verið meiri en Þorvalds, hún var með eindæmum. Komið hef ég með honum þar í sveit, sem hann aldrei hafði áður verið, og þó kunni hann ekki aðeins nafn á hverjum bæ, heldur einnig urmul annarra örnefna, svo og sagnir, er við þau voru tengdar, því þe'tta var fjarri því að vera dauð nafna- kunnátta, það var lifandi, frjór lærdómur. Úr hans þekkingarbrunni hafa margir ausið og ófátt af því, sem íslenzkir og erlendir vísinda- menn hafa skrifað um nátt- úru íslands síðustu áratugina, er- ýrá honum runnið. Sjálfur birti hann miklu minna um sínar náttúrurannsóknir en æskilegt hefði verið og bar margt til. Önnur störf og er- ilsöm voru hans aðalstörf og sannast að segja er það ekk- ert ígripaverk að vinna úr rannsóknum vísindaleiðangra. Hér til kom og vandvirkni Pálma og ströng gagnrýni á allt sem hann skrifaði, ekki kvað sízt um efnismeðferð og mál, svo að nærri gekk úr hófi fram. Hann átti erfitt með að láta neitt frá sér fara, sem hann vissi með sér, að hann gæti e.t.v. betur gert. En ég veit, að í óprentuðum dagbókum hans, sem færðar eru af þeirri natni og vand- virkni, sem einkenndi öll hans störf, er mikinn fróðleik að finná, og það er trúa mín, að prentað úrval úr þeim mundi þykja merkileg bók. Ritmál Pálma var óvenju fagurt og hreint og tal sitt vandaði hann eigi minna. Þar eð þar við bættist óvenju hríf- andi málrómur er það sízt að undra, að hann var af út- varpshlustendum einna mest dáður allra þeirra, er talað hafa í íslenzkt útvarp. Von- andi hefur Ríkisútvarpið varð- veitt á þræði eitthvað af hans tali, enda væri annað vart fyrirgefanlegt. Árið 1953 var Pálmi kjörinn heiðursfélagi danska jarðfræðifélagsins fyr- ir visindastörf sín. Um skólamanninn Pálma Hannesson skal ekki fjölyrt hér, aðrir eru mér færari að dæma þar um. I meir en ald- arfjórðung veitti hann for- stöðu annarri helztu mennta- stofnun landsins; hann mun hafa stjórnað henni lengur en noHjfur annar og útskrifað meira en þriðjung þeirra stúd- enta, sem útskrifazt hafa hér syðra síðan skólinn var flutt- ur frá Skálholti. Hið um- fangsmikla og erilsama rekt- orsstarf rækti hann af stakri alúð og samvizkusemi, en þetta starf er eríiðara en flestir gera sér í hugarlund. Hann hlaut með því í bj'rjun- arlaun fyrirfram óþökk fjölda bæjarbúa ög mun það beztur mælikvarði á kosti hans sem skólamanns, að hann vann sér með árunum óskorað traust allra, bæði foreldra, nemenda og kennara. Þetta starf var honum þó því erfiðara, sem skapið var mikið og lundin viðkvæm. Umhyggja hans fyr- ir nemendunum var sívakandi og stöðugt var hann reiðubú- inn að taka þeirra málstað, ef á þá var deilt. Þeim bekk- sögnum bar hann hvað bezt söguna, sem voru honum erf- iðastar í rektorstíð hans. Þeir eru orðnir næsta margir ís- lenzku stúdentarnir, sem standa í þakkarskuld við Pálma Hannesson, fleiri miklu en vita það sjálfir. Svo sem mörgum mun kunnugt, gekk Pálmi Hannes- son eigi heill til skógar hin síðari árin. Hann þjáðist af sjúkdómi, sem um skeið virt- ist ætla að koma honum á kné, þótt úr rættist betur en á horfðist. Ýmislegt var það og annað, sem gekk honum í mót hin síðari árin. Hygg ég, að oft hafi lagzt þungt á hann hinn furðulegi seina- gangur í byggingamálum Menntaskólans og það tóm- læti, sem þeirri þýðingarmiklu menntastofnun hefur einatt verið sýnt í verki, þótt fagur- lega sé um þá sömu stofnun talað á tyllidögum. En fagur- mælin ein eru lítil huggun samvizkusömum skólamanni, sem ber andlega og likamlega velferð mörg hundruð ung- menna fyrir brjósti. Þá hygg ég að framvindan í sjálfstæð- ismálum þjóðarinnar síðasta áratuginn hafi ekki ætíð verið honum að skapi. Hann var sannur þjóðvarnarmaður í ó- pólitískri merkingu þess orðs, unni þjóð sinni fölskvalaust og var sem komið væri við kviku í honum sjálfum, ef sorfið var nærri sóma hennar. Ut úr pólitik hafði hann dregið sig að mestu síðari ár- in, enda mun hann aldrei hafa gengið glaður til þess leiks, og sannast að segja að víð- sýni og réttsýni virðast því miður ekki vænlegustu vopnin til áhlaupasigra á þeim vett- vangi. En trúr og hollráður var hann sínum flokki til hinztu stundar. Þrátt fyrir allt tel ég að Pálmi hafi verið gæfumaður. Þar í átti drýgstan þáttinn hans ágæta kona, trúfastur og umhyggjusamur förunaut- ur í þrjá áratugi. Slíkt er mikil gæfa. Eg hygg og að segja megi um Pálrna það, sem Konráð sagði um Jónas, að „slíkir menn lifa margar sælustundir, sem mikill þorri manna þekkir ekki, og getur heldur ekki þekkt, sökum eðl- is eða uppeldis eða hvora tveggja.“ Það er mín ætlan, að fáa sonu hafi ísafold fóstrað betri á okkar öld en Pálma Hannes- son, og engan, sem unni henni meir. Nú er hann genginn til móðurmoldar. Tindrándi Torti- asarhagi cr einii t.l frcur.ar. Sigurður Þórarinsson. Framhald á 10. siðu. Pálmi Hannesson fæddur 3. jan. 1898 - dáinn 22. nóv. 1956

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.