Þjóðviljinn - 29.11.1956, Side 9
ÍÞRÖTTIR
RITSTJÓRI:. FRtMANN HELGASON
Olympíufrétfir
Fiiinmtudagvir 29. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (9
Olympíuieikamir settir • Hvað varð um
ffofck Panama? • Landy sór efðinn
Það var sem tákn um vernd
guðanna yfir ÓL. að sumarið
kom með sól og hita einmitt
daginn sem leikarnir hófust.
Völlurinn, Cricket Ground, var
blómum stráður og nokkur hluti
þeirra til heiðurs hertoganum af
Edinborg, því að stúka hans var
fagurlega skreytt. Leikvangurinn
var fullsetinn og má þar þakka
mikið að „skrúfað hafði verið
frá“ sumarveðrinu, eins og eitt
blað orðar það.
Á hina stóru töflu sem úrslit
eru skráð á stóðu orð í anda
Coubertin á þessa leið: Hinir
ólympísku leikir leitast við að
safna saman á litlum ljósfleti
öllum þeim er í heimi leiða
mannkynið til fullkomnunar.
300 manna hljómsveit lék fög-
ur lög og iitklæði tónlistar-
mannanna settu svip á leikvang-
inn, og þegar ein hljómsveitin
myndaði hina fimm ólympísku
hringi kváðu við hrifningaróp á-
horfenda.
k
Filippus hertogi
kemur inn á leikvanginn
Á mínútunni kl. 3 kom Filip-
pus hertogi í fögru bifreiðinni
sinni inn um hlið vallarins. í
fylgd með honum var forsætis-
ráðherra Ástralíu, Menzies, og
formaður framkvæmdanefndar-
innar, Kent Hughes. Æðsti gestur
leikanna þennan dag var kom-
ihn Og nú hófst ganga hinna 67
flokká inn á leikvanginn. Sam-
kvæfnt vénjunni fóru GrikKir
fyrstir og síðan hvert landið af
öðru í stafrófsröð.
Hvað varð af
• flokki Panama?
Alls áttu 68 lönd að vera kom-
in til leikanna en þegar inngang-
an hófst var einn flokkur af
þeim sem höfðu tilkynnt þátt-
töku ekki viðstaddur. Við at-
hugun kom í ljós að það var
'flokkur Panama. Alþjóðaolymp-
iunefndin sendi þegar skeyti til
Panama, en fékk aðeins það
'svaf að flökkurinn hefði farið
kf stað fyrir 14 dögum.
Flestir frá Ástralíu
Eins og oft vill verða var
stærsti flokkurinn frá Ástralíu
og voru í honum 308 menn.
Næst komu: Sovétríkin 269,
Bandaríkin 209, Japan og Eng-
land 135, Frakkland 130, Þýzka-
land 117, Ungverjaland 111,
Kanada 77, Pólland 75, Sví-
þjóð og Finnland 63, Singapore
58, Pakistan 55, Rúmenía 51.
Aðrar þjóðir höfðu færri.
Að þessari athöfn lokinni á-
varpaði Hughes þátttakendur, en
formaður CIO, Brundage, bað
Filippus. hertoga að lýsa yfir opn-
Un leikanna. ,jÉg lýsi hér með yfir
að hinir olympísku leikir í Mol-
boume sem fram fara á 16.
olympíutímabilinu, eru settir.“ Á
þessa leið mælti hertoginn. í
sama mund kvað við olympíulag-
ið frá hljómsveitinni, og stóri
olympíufáninn var dreginn að
hún. í fjarska kváðu við fall-
byssuskot og 5000 þús. dúfur
voru leystar úr búrum sínum
og skyggðu um stund á sól.
2750. hlauparinn kemur
Hvorki meira né minna en
2749 hlauparar höfðu lokið við
hlaup sín með kyndilinn, sem á
sínum tíma hafði verið kveikt
á í Grikklandi. Flugvél hafði
flutt hann til Ástralíu. Því
hafði verið haldið leyndu, hver
mundi verða þess heiðurs að-
njótandi að hlaupa með kyndil-
inn síðasta spölinn. Hann var
aðeins nokkur hundruð metra í
burtu og nálgaðist óðum. Kliður-
inn á vellinum þagnaði. Allir
beindu augum sínum að aðal-
hliðinu þar sem hann átti að
koma inn. Og þar kom hann
og það var maður að nafni Ron
Clarke, einhver bezti hlaupari
sem Ástralía hefur átt. f ágætum
hlaupastíl hleypur hann einn
hring og fer síðan upp hinar 85
tröppur sem liggja að skál þeirri
þar sem ólympíueldurinn á að
loga meðan leikarnir standa,
og ber kyndilinn að og til himins
stígur breiður tindrandi logi.
John Landy
sver eiðinn
Öllum til ánægju var John
Landy valinn til þeirrar virðing-
ar að sverja hinn ólympíska eið.
Fánaberi Ástraliu, sem var ræð-
arinn Mervin Wood, greip hendi
um fánann meðan Landy sór:
„Við sverjum að við munum taka
þátt í ólympiuleikum þessum í
sönnum íþróttaanda og að við
skulum virða og hlýða þeim
reglum sem gilda til heiðurs
fyrir íþróttirnar og til heiðurs
fyrir land okkar.“
Síðan var þjóðsöngur Ástralíu
leikinn pg þátttakendur fóru
út af leikvanginum í öfugri röð
við það sem þeir komu inn.
Hinn mikli hiti hafði fengið
mikið á marga er þarna voru
og féllu allmargir ‘ í yfirlið.
Nokkrir þeirra sem báru skilti
fyrir flokkunum féllu í ómegin
og keppendur Jíka, t. d. rúss-
neska konan og kúluvarparinn
Galina Sybina.
,,Stærsti dagur á íþrótta-
ferli iuínum44, segir Kuts
Þnt fyrslu menn I 10000 m hlaupinu á
shemmri tíma en gamla OL-metið
Kuts hafði forustuna frá
byrjun til enda, með þeirri und-
antekningu að Pirie var um
skeið á 7. hring fyrstur, en
Vladimir Kuts
það var meðan þeir hlupu aðra
beygjuna en þá tók Kuts for-
ustuna aftur með helmingi
meiri þrótti en Pirie gerði og
eftir það gerði hann ekki fleiri
tilraunir og hafnaði í 8. sæti.
Þegar Pirie kom í mark virt-
ist hann ekki þreyttur en hann
sagði „að Kuts hefði „myrt“
sig.“ Á eftir óskaði hann Rúss-
anum til hamingju með sigur-
inn.
Þegar Kuts „flaug“ í markið
kváðu við æðisgengin fagnaðar-
læti og Kuts lyfti örmum upp
yfir höfuðið í gleði sinni og
hélt áfram og hljóp einn hring,
þar sem hann veifaði til áhorf-
enda. „Þetta er stærzti dagur-
inn á íþróttaferli míniun“, sagði
hann.
Sviinit þjáðist af
blóðeitrnn en
vann bronslð
Göngugarpurinn John Ljung-
gren varð hetja dagsins er
kappgangan fór fram. Honum
hafði verið bannað að taka
þátt í 50 km kappgöngu þar
sem hann hafði vott af blóð-
eitrun í annarri stórutánni
Enginn hafði gert sér vonir
um að hann mundi einu sinni
ljúka keppninni.
Um miðja gönguna var hann
að því kominn að gefast upp,
að hann sagði eftir á, en fæt-
umir héldu áfram. Hann hélt
sig alltaf meðal þeirra 7.-8.
fyrstu. Á síðustu km komst
hann fram fyrir einn eftir annr
an og þegar ð krn voru eftir
var hann orðinn þriðji og þar
var hann lika, er í mark kom.
Tugþrautm í dag
í dag yerður keppt til úrslita í
tveim greinum frjálsíþrótta á ol-
ympíuleikunum í Melbourne:
400 metra hlaupi og 3000 metra
hindrunarhlaupi. Þá hefst einnig
keppnin í tugþraut. Verður keppt
í fimm greinum þrautarinnar, 100 metra hlaupi,
langstökki, kúluvarpi, hástökki og 400 metra
hlaupi. Einnig verða undanrásir í 200 metra
hlaupi kvenna og 1500 metra hlaupi karla.
Békaprentvél til sölu
Tilboð óskast í notaða bókaprentvél,
stærð 63x96 (innan ramma).
Upplýsingar í Préntsmiðju Þjóðviljans
næstu viku.
Tilboð sendist á afgreiðslu Þjóðviljans
eða I prentsmiðjuna.
n
Skólavörðustíg 23, sími 1248
NYK0MIÐ:
ö ^ Fyrir
raimagnseldavélar:
^ I POTTAR
með 8 mm þykkum botni,
3ja, 4ra, 5, 7, 9, og
14 Iítra.
KAFF1K0NNUR
? með þykkum botni,
IVa, 2ja og 3ja lítra.
Pottar með þunnum botni, 10 stærðir
Skaífpott&r ......... 4 stærðir
Kökuform ............. 3 stærðir
ÞvotfaiÖt, djúp , 6 stærðir
Nestiskassar ......... 2 stærðir
Búsóhaldadeild
Nauðungaruppkoð
sem auglýst var í 68., 69. og 70 tbl. Lögbirtingablaðs-
ins 1956, á húseigninni Sóltún 7, Keflavík, þinglesin
eign Ásgeii's Einarssonar, fer fram eftir kröfu Egils
Sigurgeirssonar, hrl., o.fl. á eigninni sjálfri, miðviku-
daginn 5. desember 1956, kl. 2.00 e.h.
Bæjarfógetinn í Keflavík, 27 nóv. 1956,
A. Gíslason
I
aniun
! ailHilllitHlliliaMllflHIIHimilUIMHiaiHHIKHHHiHlxÍ