Þjóðviljinn - 29.11.1956, Qupperneq 10
1D) — 1>JÓÐVILJINN — Fimmtudagur 29. nóvember 1956
Minning Pálma Hannessonar
Framhald af 7. síðu
„Áður sat ítur með glöðum
og orðum vel skipti; nú reik-
ar harmur í húsum og hryggð
á þjóðbrautum". Þessi orð
komu ósjálfrátt í hugann þeg-
ar fregnin barst um hið svip-
lega fráfall Pálma Hannes-
sonar. Þeir sem kynntust hon-
um nokkuð hljótá jafnan að
minnast hans með trega og
þakklæti. Hann var dreng-
ur góður. Sérstaklega verð-
ur hann hugstæður okk-
ur, fyrsta stúdentsárgangin-
um. Við minnumst átaka og
erfiðleika fyrsta skólaársins
í Menntaskóla Reykjavíkur
undir stjórn hans, veturinn
1929—1930, og þeirra taum-
lausu ofsókna sem hið sið-
spillta afturhald Reykjavíkur
hélt uppi gegn honum. En við
munum einnig vel þann ferska
blæ sem hann flutti með sér
inn í skólann, það fordæmi
sem hann gaf, þær vonir sem
við tengdum við hann.
Daginn sem Pálmi setti
Menntaskólann í fyrsta sinn
hélt hann fræga ræðu, þar
sem hann brýndi fyrir okkur
að leita sannleikans. Á þá
ræðu var hlustað með heim-
spekilegri alvöru. En reynsla
áranna, og ekki sízt kynni við
Pálma Hannesson sjálfan,
staðfesti þau sannindi sem
Halldór Laxness meitlaði í
þessa setningu um sömu
Sjálflýsandi
merki á fleklu-
mundir: „Sannleikurinn er
ekki í bókum, og ekki einu
sinni 1 góðum bókum, heldur
í mönnum sem hafa gott
hjartalag“. Pálmi lifir í verk-
um sínum. En okkur sam-
tímamönnum hans, vinum og
samherjum í margri raun
verður þessi glæsilegi, hjarta-
hreini maður ógleymanlegur,
viðkvæmur og karlmenni í
senn, traustur vinur og nær-
gætinn andstæðingur.
Varla mun nokkur annar
maður um vora daga hafa
sameinað í jafnríkum mæli
þekkingu á landinu, skilning
á sögunni og ást á tungunni.
Slíkir menn eru salt jarðar.
Með þessum fátæklegu orð-
um vil ég bera' fram þakkir
fyrir góð kynni og færa ást-
vinum Pálma samúðarkveðju.
Þorvaldur Þórarinsson
íslenzkar þjjóðsögur
Framhald af 12 síðu.
Loks er svo 8. flokkurinn í
þessari bók: stjúpusögur, um
álögur og allskyns illar stjúpur
og kvikindsku þeirra — og þá
að sjálfsögðu hina óhjákvæmi-
legu kóngssyni er ætíð hjálpuðu
hinum hrjáðu stjúpdætrum
vondra stjúpmæðra.
Að lokum eru svo Skýringar
og athugasemdir þeirra Bjarna
og Árna sem séð hafa um út-
gáfuna. Allmargt galdrastafa er
til skreytingar í bókinni, svo og
handritasýnishorn, og er engin
bls. auð í bókinni. M.m. er þarna
sýnishorn af handriti 12 ára
drengs, Þáls Pálssonar prests
í Árkvörn, en hann hóf 11 ára
gamall að skrifa upp þjóðsögur
eftir gamalli konu á heimilinu.
Fremst í bókinni er mynd af
útilegumannakofa í Hvannalind-
um, sem grafinn var upp um
1940.
Vilja kaupa tvo togara
úip
um
Fataverksmiðjan Hekla Ák-
*reyri hefur nýlega fest kaup
á slysavarnamerkjum, sem
fylgja eiga öllum kuldaúlpum
barna frá verksmiðjunni.
Þessi merki eru sjálflýsandi
i myrkri og hafa erlendis þótt
mikilvægt framlag til slysa-
varná.
Forráðamenn verksmiðjunnar
skilja mikilvægi þessara merkja
og vilja á þennan hátt leggja-
sinn skerf til úrbóta í þessu
efni.
Framnalö af 12. síðu
ins gert nokkra athugun á
því, hvernig helzt væri hægt
að leysa þennan vanda og hef-
ur hún þá einkum athugað,
hvernig hagnýta mætti togara-
afla í hraðfrystihúsunum á
hinum minni höfnum. Athug-
un nefndarinnar bendir ein-
dregið til þess, að hagkvæmt
sé að gera út litla togara, um
350 tonn að stærð, í þessu
skyni og yrði veiðisvæði þeirra
að staðaldri við austanvert
landið, milli Ingólfshöfða og
Melrakkasléttu. Gert er ráð
fyrir því, að þegar atvinnu-
þörf heima fyrir krefðist yrði
aflinn hraðfrystur, en við og
við gætu skipin fárið á veiðar
í salt eða jafnvel á síld.
Reynsla enskra togara, sem
mikið veiða á þessu svæði,
bendir mjög eindregið til þess,
að útgerð togara sem þessara
yrði hagkvæm, en nefndin afl-
aði sér góðra og öruggra heim-
ilda um þessar veiðar Eng-
lendinga.
Um það hverjir skuli eiga þessi
skip telur þingið ekki ástæðu
til að gera tillögur, enda getur
það farið eftir atvikum. Þó
telur þingið ekki óeðlilegt, að
þaú byggðarlög, sem fyrst og
fremst ættu að njóta skipanna,
ættu þau. Kæmu þá til greina
sveitarfélögin sjálf, félagssam-
tök s.s. kaupfélög og frysti-
hús og loks einstaklingar. Ef
myndaður yrði einhverskonar
félagsskapur, t.d. hlutafélög, til
kaupa og reksturs skipanna,
væri ekki óeðlilegt, að ríkið
væri beinn hluthafi í slíkum
félögum.
Það getur varla verið efa
bundið, að ef af þessum skipa-
kaupum yrði, mundi atvinna í
viðkomandi þorpum stóraukast
og rekstur frystihúsanna og
annarra fyrirtækja, sem byggja
tilveru sína á viðskiptum við
útveginn, stórbatna. Og allt
stuðlar þetta að hinu marg-
umtalaða jafnvægi í byggð
landsins.
Það er von fjórðungsþings-
ins að ríkisstjórnin athugi
hvort ekki væri skynsamlegt og
hagkvæmt, að hefja útgerð til-
tölulega lítilla togara, jafn-
framt því sem útgerð stærri
skipa verður aukin".
VÖNDUÐ ÚTGAFA
Bjarni Vilhjálmsson kvað tvö
meginsjónarmið hafa ráðið við
útgáfu þessa. í fyrsta lagi að
hún væri góð og þægileg lesút-
gáfa og i öðru lagi að fræðimenn
gætu haft gagn af henni, bæði
þeir sem fást vilja við persónu-
sögu og einnig þeir sem rann-
saka vilja málið á þeim tíma
sem handritin eru skráð. í því
bindi sem væntanlega kemur út
að hausti verður bæði atriða-
og nafnaskrá og mun Árni Böð*-
arsson, sem nú dvelst i Noregi,
sjá um atriðaskrána. Eini síð-
asta bindisins verður annars æv-
intýri og máske eitthvað af
kreddum.
Til þessarar útgáfu af þjóðsög-
unum hefur verið vandað mjög
og eiga bæði fræðimenn þeir
sem hér hafa að unnið, þeir
Bjarni Vilhjálmsson og Árni
Böðvarsson og útgefendur, þakk-
ir skildar fyrir gott verk
Olympíuleikarnir
Odýrir karlmannahattar
VERÐ AÐEINS KR. 120.00
1
Tegundir:
BATTERSBY:
VEZZANI
WOODRUP
Framhald af 1. síðu.
gær að sópa til sin verðlaunun-
um í frjálsum iþróttum karla
og í 110 m grindahlaupi fengu
þeir öll verðlaunin og var það
þriðji þrefaldi sigur þeirra í röð
i þessari grein á olympíuleik-
um. Úrslit:
1. Calhoun (Band.) 13,5
2. Jack Davis (Band.) 13,5
3. Shankle (Band.) 1.4,1
Einnig í þessari grein var sett
nýtt olympiumet, gamla metið,
13,7, áttu Bandaríkjamennirnir
Dillard og J. Davis í sameiningu.
Heimsmet Davis er 13,4.
O’Brien hinn ósigrandi
Það kom engum á óvart að
Bandaríkjamaðurinn O’Brien
skyldi sigra í kúluvarpinu, það
var eiginlega loku fyrir það
skotið að hann, sem varpað hef-
ur kúlunni 70 sm lengra en
nokkur annar, gæti tapað. Úrslit:
1. O’Brien (Band.) 18,57
2. Bantum (Band) 18,18
3. Skobla (Tékk.) 17,55
O’Brien bætti sitt eigið oíympíu-
met um hvorki meira né minna
en rúman metra, gamla met hans
var 17,41.
Þrcfaldur sovézkur sigur
í 20 km göngu unnu sovézkir
göngugarpar þrefaldan sigur,
fyrstur var Sparlin á 1.31,27,0.
Svíinn Ljunggren var fjórði.
Ástralska stúlkan Shirley
Strickland sigraði i 80 m grinda-
hlaupi kvenna á 10,7, næst varð
þýzka stúlkan Köhler, 10,9 og
þriðja Thrower frá Ástralíu á
11,0.
Rúmensk stúlka sigraði í
spjótkasti kvenna, 53,85, Zatop-
kova, kona Zatopeks, varð fjórða.
í fimmtarþraut hermanna, nú-
tíma fimmtarþraut, sigraði Svi-
inn Lars Hall, en Rússar unnu
flokkakeppnina í þeirri grein.
Ágreiningur vesturveldanna
AUSTURSTRÆTl
Framhald af 1. síðu.
unum magnast stöðugt í Bret-
landi og Frakklandi.
Eisenhower leggur í svari
sínu við skeytinu áherzlu á að
Bandaríkjamenn, Frakkar og
Bretar haldi samstarfi sínu og
tekur fram að ágreiningur
þeirra sé aðeins um eitt mál.
Vaxandi ágreiningur
Fréttaritari brezka íhalds-
blaðsins Daily Telegraph í New
York segir að Selwyn Lloyd
hafi farið heim með fullan
skilning á því að síðustu daga
hafi andstaða Bandaríkjastjórn-
ar gegn aðgerðum Breta og
Frakka í Egyptalandi vaxið.
The Times í London sagði í
gær í ritstjórnargrein að hætta
sé á nýjum tilgangslausum
flokkadeilum í brezka þinginu
vegna ágreinings við Bandarík-
in Blaðið segir að meiri þörf sé
nú á rólegri íhugulT þeirra al-
varlegu vandamála sem leysa
verði.
Blaðið segir að brýna nauð-
syn beri til að öll utanríkis-
stefna Bretlands verði endur-
skoðuð og sama eigi við um
stefnu annarra ríkja Vestur-
Evrópu í utanríkis- og efna-
hagsmálum. Athugun þurfi
einnig að fara fram á því hvað
sé raunverulegt gildi Atlanz-
bandalagsins og annarra hem-
aðarbandalaga. Og um Banda-
ríkin segir blaðið, að þau verði
að leitast við að koma sér nið-
ur á einhverja stefnu í utanrík-
ismálum yfirleitt.
The Times segir að mest ríði
á því að traustið á Bandaríkj-
unum verði endurvakið og blað-
ið varar eindregið við þeim
fjandskap í garð Bandaríkj-
anna sem stefna þeirra hafi að
undanförnu vakið í Bretíandi.
Alvarleg hætta
Robert Menzies, forsætisráð-
herra Ástraliu, hélt. ræðu á
stjórnmálafundi i Sydney í gær.
Sagði hann að hið alvarlega
ástand sem nú ríkti stafaði
fyrst og fremst af því að SÞ
hefðu fyrirskipað Bretum og
Frökkum að hverfa á brott
með heri sína úr Egyptalandi.
Hann sagði að afstaða Banda-
ríkjanna í þessu máli hefði
stofnað sambúð þeirra og Ástr-
alíu í alvarlega hættu.
Hernaðarbanda I ög
nöfnin ein
Ágreiningur vesturveldanna
er mjög ræddur í blöðum.
Sænska blaðið Stoekholm»-Tidn-
ingen, sem nú er málgagn
sænska alþýðusambandsins,
sagði í gær að Atlanzbandalag-
ið væri nú í rauninni aðeins
nafnið eitt. Önnur blöð láta í
Ijós svipaðar skoðanir og
franska blaðið Le Monde sagði
í gær um Bagdadbandalagið, að
það væri úr sögunni.
Handtökur í
Tékkósíóvakíu
Fréttaritari AFP í Prag segir
að tékknesk stjómarvöld hafi
að undanförnu tilkynnt um hand-
tökur fjölmargra manna sem
stundað hafi njósnir og skemmd-
arverk í landinu. í blöðum iands-
ins séu menn stöðugt hvattir til
að vera vel á varðbergi gegn
hvers konar erlendum eríndrek-
um.