Þjóðviljinn - 29.11.1956, Side 12

Þjóðviljinn - 29.11.1956, Side 12
 /jsffirðingar vilja kaupa tvo nýja togara til atvinnuaukningar Annan fyrir norðurfirðina, en hinn fyrir suðurfirði sem haldið var fyrir Fjórðungsþing Austfirðinga, sem haldið var nokkru samþykti eftirfarandi: „Fjórðungsþing Austfirðinga skorar á ríkisstjórnina að kaupa eða hlutast til um að keyptir verði tveir dísil- togarar, um það bil 350—450 smálestir hvor um sig að stærð til hráefnisöflunar fyrir þau frystihús á Aust- fjörðum, sem ekki hafa aðstöðu til að taka á móti stór- um togaraförmum vegna takmarkaðra afkasta og erfiðra hafnarskilyrða. Sé annað skipið fyrst og fremst notað til að sjá frystihúsunum sunnan Fáskrúðsfjarðar fyrir hráefni, en hitt afli hráefna fyrir frystihúsin norðan Seyðisfjarðar. GREINARGERÐ: Á öllum höfnum í Austfirð- ingafjórðungi eru nú starfandi hraðfrystihús. Afkastageta þeirra er mjög misjöfn og sennilega erfitt að auka hana til muna með þeim vinnukrafti sem fyrir hendi er á hverjum stað. Fiskvinnslustöðvar frá Fá- skrúðsfirði til Seyðisfjarðar, að báðum þeim stöðrm meðtöld- um, hafa á undanförnum árum byggt starfsemi sína að mjög verulegu leyti á togaraafla þó afli vélbáta sé sumstaðar, t.d. í Neskaupstað, mjög veigamik- Enn eru til frí- dagalausar stéttir Á 25. þingi Alþýðusambands íslands var eftirfarandi álykt- un samþykkt: „Þar sem það er nú almennt viðurkennt og bundið í flestum samningum, að allt vinnandi fólk eigi rétt til eins frídags í viku, en að ennþá eru þó til starfsstéttir, sem ekki hafa öðl- azt þessi sjálfsögðu mannrétt- indi, þá samþykkir 25. þing A.S.l. að fela væntanlegri mið- stjórn sambandsins að gera allt sem unnt er til þess að stéttar- félög þau, sem hér eiga hlut að máli, geti náð samningum um vikulegan frídag“. il undirstaða undir rekstri fiskvinnslustöðvanna. Þessi byggðarlög eiga nú 4 stóra togara og eignast hinn 5. nú í haust. Verður að telja að þetta sé sæmilegur skipastóll, en þó er Seyðfirðingum nauð- syn að fá nýjan togara til hráefnisöflunar fyrir hið nýja fiskiðjuver sitt. Aftur á móti verður hrá- efnisskortur frystihúsanna á hinum rrtinni höfnum tæpast leystur með útgerð stórra tog- ara. Þar þarf að leita annarra bragða. En það er brýn nauð- sjm bæði vegna rekstrarafkomu fiskvinnslustöðvanna og vegna atvinnu þessa fólks, sem bygg- ir á vinnu við þessi fyrirtæki, að rekstur þeira sé nokkurn veginn stöðugur allt árið. í þessu sambandi hefur milliþinganefnd f jórðungsþings- Framliald á 10. síðu. Hlutleysi gagnvart hernaðar- blökkum stefna Sýrlendinga Sýrlenzka stjórnin mótmælir „áróðurs- herferð heimsvaldasinna” gegn Sýrlandi Sýrlenzka stjórnin lýsti yfir því í gær, að hún héldi fast við þá utanríkisstefnu sína sem miöuð væri við al- gert hlutleysi gagnvart hernaðarblökkum stórveldanna. Þjóðvujinn Finuntudagur 29. nóvember 1956 — 21. árg. — 272. tölublaG Islenzkar þjóðsögur og ævintýri IV. komið út Út er komið 4. bindið af íslenzkum þjóðsögum og ævin- týrum. í bindi þessu eru sögur úr safni Jóns Árnasonar sem ekki hafa verið prentaðar áöur. Enn er þó eftir efni í eitt bindi enn, hið 5., sem væntanlega kemur út að ári. Utanríkisráðuneyti Sýrlands hefur sent sendiherrum Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna og sendifulltrúum annarra ríkja í Damaskus orðsendingu, þar sem gerð er grein fyrir utanríkis- stefnu Sýrlands. Er þar harðlega vítt „áróð- ursherferð heimsveldasinna gegn Sýrlandi" og sagt að eng- inn fótur sé fyrir því að landið hafi breytt um utanríkisstefnu. Hún sé nú sem áður byggð á þjóðernisstefnu araba, á virku hlutleysi gagnvart hernaðar- bandalögum og afskiptaleysi um átök stórveldanna. Sýrland vildi eiga vinsamlega Vilja flytja Fœreyinga inn á eyðijarðir útkjálkasveita Fjórðungsþing Austfirðinga, sem nýlega er lokið, sam- þykkti m.a. áskorun til Alþingis um kaup eyðijarða, — í því augnamiði að flytja inn Færeyinga til þess að setjast að á þeim. sambúð við öll ríki, hver sem þjóðfélagsskipun þeirra væri, en hins vegar væri þess ekki að dyljast að Bretar, Frakkar og ísraelsmenn reyndu að hlutast til um sýrlenzk málefni og gera stjórn landsins erfitt fyrir. Viðræður í Washington Fréttaritari Reuters í Wasli- ington segir að undanfarna daga hafi háttsettir brezkir, franskir og bandarískir emb- ættismenn rætt um þróun mála í Sýrlandi og þá fyrst og fremst um þær fregnir, að þangað hafi komið að undan- förnu miklar vopnasendingar frá Sovétríkjunum. Segir hann að álitið sé að Sovétríkin hafi nú komið sér vel fyrir í Sýr- landi og þau hafi með því rof- ið þá keðju sem Bretland hafi smíðað með þvi að koma á fót Bagdadbandalaginu. Endurútgáfa á Þjóðsögum Jóns Árnasonar hófst árið 1954 og komu þá út tvö bindi, er voru endurprentun á Þjóðsögunum, eins og þær voru upphaflega gefnar út. Hin nýja útgáfa var þó meira en endurprentun því tveir ágætir menn, Bjami Vil- hjálmsson og Ámi Böðvarsson — en þeir hafa séð um útgáfuna — báru saman við handrit og er hin nýja útgáfa prentuð eí't- ir þeim, en í hinni fyrstu útgáfu hafði sumstaðar nokkuð verið vikið frá frumhandriti. FYRSTA ÚTGÁFA Á s.l. hausti kom sv-o 3ja bindi Þjóðsagnanna út. Voru í því sög- ur er Jón Árnason hafði ekki tekið með í hið préntaða safn sitt og' einnig sög'ur eftir handritum er honum bárust eftir að fyrsta útgáfa Þjóðsagnanna hafði verið prentuð. í 3ja bindinu voru sög- ur af álfurrr, tröllum. nykrum, hafmeyjum, og ennfremur drauga- og galdrasögur. Sögurn- ar í þessu bindi voru því nýjar i þeim skilningi að þær komu nú í fyrsta sinn fyrir ahnennings- sjónir. 30 BINDI Handrit þau af þjóðsögum er Jón Árnason safnaði eru geymd i Landsbókasafninu og eru þau í samtals 30 bindum. Er þvi aug- ljóst að ekki hefur nema litill hluti þjóðsagnanna verið tekinn i upphaflegu útgáfuna. Bókaút- gáfan Þjóðsaga tók sér fyrir hendur að gefa út allar þjóðsög- ur þær sem geymdar eru í hand- r.itasafni Jóns Ámasoiiar. í fil- efni af útkomu þessa 4. bindis ræddu þeir Bjami Vilhjálmsson og prentsmiðjustjórarnir Gunnar Einarsson og Hafsteinn Guð- mundsson við biaðamenn í gær. Kvað Bjarni það hafa reynzt ó- gerlegt að standast hina upphaf- legu áætlun: að gefa Þjóðsögum- ar út i 4 bindum, og sé því eitt 600—700 bls. bindi væntanlegt að hausti. FJÓRDA BINDIÐ Fjórða bindið, sem nú er kom- ið út, er hið fjölbreyttasta hvað efni snertir. Eru í því náttúru- sögur, svo sem grasa-, dýra-, steina-, loftsjóna- og örnefna- sögur. Þá eru „helgisögur“, þ.e. sögur um guð og kölska, paradís og helvíti, refsidóma guðs o.fl. af slíku tagi. Undir viðburðasög- ur heyra ' kirkju- og biskupásög- ur, sögur af fornmönnum, sögur um landplágur, slysfarir, þjófn- aði, manndráp, afreksmenn, skáld og listamenn, fróðleiks- menn, kynjamenn ýmsa svo sem stórlygara. Þá eru útilegumanna- sögur á hvorki. meira né rninna en yfir 200 síðum. Framhald á 10. síðu' Sjómenn fái greitf fullt orlof Á 25. þingi Alþýðusambands íslands var eftirfarandi álykt- un samþykkt: „Tuttugasta og fimmta þing Alþýðusanibands íslands skorar á alþingi það er nú situr að breyta lögum upi orlof þannig að sjómenn fái greitt fullt orlof af kaupi sínu, hvort sem það er sem fast kaup eða aflahlutur". Samþykkt fjórðungsþingsins um þetta er svohljóðandi: „Fjórðungsþing Austfirðinga skorar á Alþingi að samþykkja lög um heimild handa Jarða- kaupasjóði ríkisins til þess að kaupa eða taka eignarnámi eyðijarðir við sjó, þar sem góð eða sæmileg aðstaða er til smá- útgerðar og landbúnaðar í því skyni að færeyskum fjölskyld- um yrði leyft að setjast þar að kgskosningin er hafin og fer fram daglega í skrifstofu Sjómannafélags Reykjavíkur í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu frá kl. 3—6. Mnnið að listi starfandi sjó- inanna er B-listi. sem innflytjendur. Verði inn- flytjendum þessum veittur nokkur fjárstyrkur til þess að setja sig niður og félagsleg réttindi. Nýbýlanefnd og land- námsstjóra verði falið að ann- ast framkvæmd laga þessara". I greinargerð fyrir samþykkt þessari ræðir um að fjöldi út- kjálkajarða hafa farið í eyði, „enda þótt þar sé víða um að ræða allgóða aðstcðu til bjarg- ræðis bæði tii lands og sjávar“. í greinargerð þessari er bent á nokkra staði sem Færeyingum muni þykja góðir undir bú, svo sem Sléttuhrepp í Norður-ísa- fjarðarsýslu, Loðmundarfjarð- arhrepp í Norður-Múlasýslu, smáútgerðaraðstöðu í Seyðis- fjarðarhreppi og Flateyjardal í Suður-Þingeyjasýslu. Loks er rætt um að Færeyingar séu duglegir að bjarga sér, séu ná- skyldir okkur og muni reynast góðir innflytjendur — og er það allt vissulega rétt. IJtför Pálma llaniiessonar var gerft í gær Útför Pálma Hannessonar rektors var gerð í gær frá Dómkirkjunni að viðstöddu f jöl- menni. Á undan kirkjuathöfninni, sem hófst kl. 2, var stutt minn- ingarathöfn í hátíðasal Mennta- skólans og voru þar viðstaddir, auk ættingja hins látna rekt- ors, samkennarar hans, nem- endur og nokkrir gestir, meðal þeirra menntamálaráðherra, biskup íslands og skólameistar- arnir á Akureyri og Lauga- vatni. Minningarathöfnin hófst með þvi að söngkennari skólans lék forleik á píanó, en síðan sungu nemendur Integer vitae. Þá flutti Kristinn Ármannsson yfirkennari, settur rektor, minningarræðu. Rakti hann helztu æviatriði Pálma Hannes- sonar, en minntist þó einkum hinna miklu starfa hans í þágu Menntaskólans í Reykjavik. Einnig flutti Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra stutta minningarræðu. Að lokinni ræðu ráðherrans minntust viðstaddir hins látna rektors með einnar mínútu þögn, en athöfninni í hátíðasalnum lauk með því að nemendur sungu sálminn Fað- ir andanna. Gengú kennarar og nemendur síðan til Dómkirkj- unnar, en þar flutti séra Jón Þorvarðsson líkræðuna og jarð- s"ng. Stóðu nokkrir mennta- skóianemendur heiðursvörð í kirkjunni meðan á athöfninni stóð, en í kórdyrum var fáni skólans sveipaður sorgarslæð- um. Pálma Hannessonar er minnzt hér í blaðinu í dag í greinum eftir Sigurð Þórarinsson jarð- fræðing og Þorvald Þórarins- son lögfræðing. Brezkur sjómað- ur króknar Brezkur sjómaður króknaði í fyrrinótt uppi í fjalli skammt frá Þingeyri í Dýrafirði. Sjómaður þessi var af brezk- um togara er kom til Þingeýr- ar í fyrradag. Þrír menn af á- höfn skipsins hugðust ganga á fjaliið Sandafeil er þeir heýrðu að aðrir brezkir sjómenn hefðu gert það. Þegar þeir komu ekki til. byggða um kvöldið var farið að leita þeirra en þá var komin kafaldsmugga og nokkurt frost. Sjómennirnir fundust á Brekkuhálsi. Höfðu þeir farið illa búnir og var einn þeirra látinn af kulda, en annar illa haldinn. Hinn þriðji var sæmi- lega haldinn. Sala Ingolfs Togarinn Ingólfur Arnarson seldi í gær í Grimsby það af afla sínum er óselt var í fyrra- kvöld. Var allur afli togarans 216.2 lestir er seldust fyrir 12051 sterlingspund, sem svar- ar kr. 2.50 fyrir kg.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.