Þjóðviljinn - 03.01.1957, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 3. janúar 1957
í dag- er fimmt’udagurinn
3. janúai''. Enok. — 3.
dag'ur -ársins. — Jörð
næst sólu kl. 5. — Tungl
i hásuðri kl. 14.24. — Ár-
degisháflæði kl. 6.46. Síð-
degisháflæði kl. 19.03.
Fimmtudagur 3. janúar
Fastir liðir eins
og venjulega Kl.
12.50—14.00 „Á
frívaktinni“, sjó-
mannaþáttur
(Guðrún Erlends-
dóttir). 18.30 Framburða'r-
kennsla í dönsku, ensku og
esperanto (í sambandi við bréfa-
skóla Sambands ísl. sam-
vinnuféiaga). 19.00 Harmoniku-
lög (plötur). 20.30 Erindi: Lönd
í fjötrum frosta; I: Ferðatækni
í heimskautalöndum (Guðmund-
ur Þorláksson kand. mag.) 20.55
íslenzkar hljómplötur; fyrri
þáttur: Jón R. Kjartansson flyt-
ur erindi með tónleikum, í til-
efni þess að liðin eru 50 ár
frá því, er íslendingur söng
fyrst inn á grammófónplötu.
21.30 Útvarpssagan: ,.Gerpla“
eftir Halldór Kiljan Laxness;
XIV. (Höfundur les). 22.10 Sin-
fóniskir tónleikar (plötur); a.
Fiðlukonsert í e-moil op. 64 eftir
Mendelshon (Isaac Stern og Sin-
fóniuhljómsveitin í Philadelpiu
leika: Eugene Ormandy stjórn-
ar). b. Sinfónía nr. 3 í D-dúr
eftir Schubert (Mozart hljóm-
sveitin i Lundúnum leikur;
Harr.v Blech stj.). 23.00 Dag-
skrárlok.
flP^Kk Fr.jáls þjóð segir
í gær að óánægja
f.. Trj manna út af
A* Í)J skilarétt Gunn-
laugs Þórðarson-
ar í Austurriki sé á „misskiln-
ingi byggð“. „því að liamingja
fólksins hér á landi er ein-
mitt undir því komin, að það
sc þannig valið. að það eigi
hér kost starfa, sem það er
lilutgengt í“. í flóttamannabúð-
uniim voru einnig öryrkjar, las-
burða fólk og aldrað; — í hvaða
landi á það kost starfa ,,sem
það er hlutgengt í?“ Eða skipt-
ir kannski „hamingja" þess ekki
máli?
Kvenfélag' Óháða safiia'ðarins
hoidur jólafund í Hdduhúsinu
-Við Lindargötu anriað kvöld, 4.
janúar, kl. 8.30. Allt safnaðar-
fólk velkomið á fundinn.
Síðastliðinn Jaug-
ardag opinberuðu
trúlofun sína
sína ungfrú Erla
Þorgilsdóttir
Laugarnescamp 36 og Þorsteinn
O. Þorsteinsson Bræðraborgar-
stig 21.
Á jóladag opinbefuðu trúlofun
sína ungfrú Guðný Hannesdótt-
ir verzlunarmær Ránargötu 33,
og Jón G. Axelsson, némandi í
Stýrimannaskólanum, Framnes-
vegi 62.
Á gamlársdag opinberuðu trú-
lot'un sína ungfrú íris B.jörns-
dóttir, Stangarholti 10, og Tóm-
as Sæmundsson, Eskihlíð 16.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína ungfrú Tlertha Andersen,
Kleppsvegi 98, og Baldur Guð-
jónsson, Engihlíð 8.
Nættirvarzla
®r í Lyfjabúðinni Iðunni,
Laugavegi 40, sími 7911.
Eigi má feigum forða
Þetta er atriði úr hinni ágætu mynd MARTY, sem Trí-
pólíbíó sýnir um þessar mundir. Á myndinni sést Ernest
Borgnine í hlutverki Martys og' Esther Minciotti í hlut-
verki móður lians. •
•Trá hóíninni
Eimskip
Brúarfoss kom til Reykjavík 27.
desember frá Kaupmannahöfn.
Dettifoss kom til Gdynia á
gamlársdag; fer þaðan til Ham-
borgar og Reykjavíkur. Fjall-
foss fór frá ísafirði í gærkvöld
tii Súgandafjarðar og þaðan til
Reykjavíkur. Goðafoss fór frá
Hamborg' í gærkvold áleiðis til
Kaupmannahafnar. Lagarfoss
kom til Reykjavíkur 28. des-
ember frá New York. Reykjaí'oss
fór frá Antwerpen í gær til
Rotterdam; heldur þaðan til
Reykjavíkur. Tröliafoss fór frá
Reykjavík 25. desember áleiðis
til New York. Tungufoss fór frá
Keflavík 30. desember áleiðis til
Hamborgar.
Ríkisskip
Hekla er á Vestf.jörðum. Herðu-
breið fer frá Reykjavík á morg-
un austur um land til Seyðis-
fjarðar. Skjaldbreið fer frá
Reykjavík í dag, vestur um land
til Akureyrar. Þyrill er á leið
til Bergen. Hermóður fer frá
Reykjavík í dag, vestur um land
til ísafjarðar. Skaftfellingur fer
frá Reykjavík á morgun til
Vestmannaeyja.
Skiþadeild SÍS
M.s. Hvassafell lestar síld á
Norðurlandshöínum. Arharfell
er i Reykjavík. Jökulfell lestar
frosinn fisk á Norðurlandshöfn
um. Dísarfell fór 29. f.m. frá
Keflavík áleiðis til Ventspils og
Gdynia. Litiafell fór frá Reykja-
vík í gær til Austurlandshafna
Helgafell er í Ventspils, fer það-
an til Mantyluoto og Wismar.
Hamrafell átti að fara frá Bat-
um 1. þ.m. áleiðis til Reykja-
vikur. Andreas Boye kermir til
Reyðarfjarðar' á morgun.
Um ofái
Gráðugur halur,'
nema geðs, viti,
etur sér aldurtrega;
off fser, hlæ^is,
er með horskum kemur,
manni heimskum magi.
Hjarðir það vita,
nær þær heim skulu,
og ganga þá af grasi;
en ósvinnur maður
kann ævagi
síns of mál maga.
(Hávamál)
„Sama dag (7. apríl 1864) brá
vinnukona sér frá Skálholti,
Þórunn að nafni, austur yfir
Hvítá, að Auðsholti í Biskups-
tungum; ís var á ánni og skrof
á ofan, en þó vakir hingað og
þangað; veður var gott og
sólbráð; eftir eigi langar við-
tafir í Auðsholti sneri Þórunn
aftur suður eftir, en hirti eigi
um að rekja fyrri för sín á
ísnum, heldur veik lítið eitt
út frá þeim, en þar bilaði ís-
inn; sökk hún þó eigi þegar
en hélt sér á lofti við skörina
og kallaði á hjálp. Var Margrét
vinnukona Tómasar í Auðs-
-<t>
HJONABAND
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband af séra Kristni Stef-
ánssyni í Hafnarfirði ungfrú
Bára Marsvejimsdóftir, Álfa-
skeiði 28 Hafnarfirði, og Lúð-
vík Guðmundsson, frá Fossi á
Barðaströnd. Heimili brúð-
hjónanna er að Álfaskeiði 28.
Gjöf tll Heyrnarhjálpar
Félaginu Heymarhjálp hefur
borizt rausnarleg gjöf frá hjón-
unum Jónínu Jónsdóttur og
Kristmanni Þorgeirssyni Selja-
vegi 25 Reykjavík. að upphæð
2500 krónur til minningar um
4 böm þeirra látin. Gefendum
flytjum við alúðarþakkir. —
Vegna stjórnar Heyrnarhjálpar,
Þorsteinn . Bjarnason.
holti fyrst til að bregða við
og rann sem hvatlegast að
ánni, en er hún kom þar kall-
aði Þórunn til hennar og' bað
hana fyrir hvern mun að
ganga eigi að sér fram á skör-
ina, því ísinn væri svikull,
enda kvaðst hún sjá mann
koma að heimah hlaupandi
með reipi eða vað, og var það
líka svo þótt Margrét sæi það
eigi, er hún hijóp frá bænum
og' sneri baki að; en þetta var
Eyjólfur Guðmundsson bóndi í
Auðsholti, er hafði einnig þeg-
ar brugðið við, en hann varð
seinni en Margrét aí því hann
sótti reipin; var hann því sjón-
arvottur að þessum atburði og
heyrði aðvaranir Þórunnar, er
fyrir ekkert komu, því Mar-
grét hljóp sem hún mátti fram
á skörina og fór að reyna að
tosa Þórunni upp úr, en þá
sveik ísinn, svo báðar dróg-
ust í kaf og drukknuðu. Þær
voru báðar, einkum Margrét,
sagðar efniskvenmenn, og
hafði hún nokkru fyrr gert
ráð fyrir að dauða sinn mundi
innan skamms að bera og
lagði undir hvar sig skyldi
jarðsetja, hana rak líka upp úr
ánni, en Þórunn hef ég eigi
heyrt getið um að hafi fund-
izt“.
(Sr. Pétur Guðmundsson:
Annáll 19. aldar),
Millilandaflug:
Hasaasffiffiff* Millilandaflugvélin
„Sóifaxi er vænt-
anlegur kl. 18.00
í kvöld frá Ham-
borg, Kaupmannahöfn og Oslo.
Flugvélin fer til Glasgow kl.
8.30 í fyrramálið.
Innanlandsflug':
í dag: er áætlað að fljúg'a til
Aku'reyrar (2 ferðir), Bíldu-
dals, Egilsstaða, ísafjarðar,
Kópaskers, Patreksfjarðar og
Vestmannaeyja.
Á morg'un er áætlað að fljúga
til Akureyrar, Fagurhólsmýrar,
Hólmavíkur, Hornafjarðar, ísa-
fjarðar, Kirkjubæjarklaustui's
og Vestmannaeyja.
LISTASAFN
Einars Jónssonar er lokað um
óákveðinn tíma.
GENGISSKRÁNING
rj *
ÚTBREIÐIÐ
' * ÞJÖDVILJANN *
Þjóðviljann vantar röskan
SENDISVEiN
Vinnutími íyrir hádegi.
ÞIÚÐVII.IINN simi 7590.
SMÁSTULDIR A FÆÐINGAR-
DEILI) LANDSPÍTALANS
I gær kom maður nokkur að
máli við Þjóðviljann. Kvaðst
hann hafa heimsótt konu sina
á fæðingardeildina í fyrradag',
og var þá stolið um 10 krónum
í smámynt úr úlpuvasa hans, en
hann hengdi úlpuna upp í Jitinri
klefa við aðaldyrnar að húsinu.
Er hann heimsótti konu sína í
gær hafði hann sama háttinn á,
og að þessu sir.ni var vettlingi
um stolið úr úlpuvasanum.
Þetta eru ekki stórþjófnaðir, en
þeir eru öliurh hvimleiðir; og
væri æskilegt ef þeim vaeri liér
íneð lokið.
Kveimadeild MIR
heldur jólatrésskemmtun f-yrir
börn félagsmanna og gesti
áunnú'dáginn 6. jani ki. 3 e.h. í
■' Edduhúsinu (unpi).
Borizt hafa tvö
tbl. af íslenzk-
uiii idliafti, 75.
og 76. tbl. rits-
ins. Þar er fyrst
grein sem nefn-
ist Raunsæi.
Forustugrein er um efling Iðn-
iánasjóðs, birt er ræða eftir
Magnús Víglundsson um hrá-
efnakaup iðnaðarins. Sagt er
frá fundi í Félagi isl. iðn-
rekenda í haust, og er þar
greint frá því að bráðlega verði
sett á stofn sérstakt iðnaðar-
málaráðuneyti í stjórnarráðinu.
Þá er grein um byggingu sýn-
ingarskála fyrir iðnframleiðslu,
Már Elíasson hagfræðingur rit-
ar um vörusýningar — og sitt-
hvað fleira er í blöðunum. „ís-
lenzkur iðnaðtuJ‘ er mánaðar-
rit sem ’Félag íslenzkra iðn-
reJtenda gefur út. 1
1 Bandaríkjadollar 16.32
100 danskar krónur 236.30
1 Kanadadollar 16.90
100 norskar krónur 228.50
100 sænskar krónur 315.50
100 finsk mörk 7.09
1000 franskir frankar 46.63
100 gyllini 431.10
100 tékkheskar krónur 226.6?
100 vesturþýzk mörk 391.30
1000 lírur 26.02
100 belgiskir frankar 32.90
100 svissneskir frankar 376.00
Jólatrésskemmtun
Glímufélagsins
Armanns
verður haldin í Sjálfstæðis-
húsinu þriðjudaginn 8. jan.
kl. 3.45 s.d.
Kvikmyndasýning,
Margir jólasveinar,
jólasveinahappdrætti.
Aðgöngumiðar verða seldir í
skrifstofu félagsms í íþrótta-
húsinu Lindargötu 7, sími
3356 laugardaginn 5. jan. kl.
1—7 og mánudaginn 7. jan.
kl. 8—10 s.d.
Stjórnin