Þjóðviljinn - 03.01.1957, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.01.1957, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 3. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Yið áramótin: Frjálsar íþróttír haía - tekið mestum framförum STEYPUSTYRKTARJÁRN Okkur vantar 10 og 12 mm steypustyrktarjárn nú þegar. I Byggingafélagið BÆR hi. sími 2976 ■ B ■ fi ■ ■ Nokkrar tollvarðastöður í Árið 1956 á, eins og svo mörg önnur ár hafa átt, sina merkis- daga, daga sem hafa markað tímamót í sögu íþróttanna í landinu, og þegar litið er yfir þann árangur sem náðst hefur, má segja að árið hefur verið nokkuð gott. Það sem hæst her á liðnu ári er að sjálfsögðu þátttaka okkar í olympíuleikunum og árangur Vilhjálms Einarsson- ar þar. Sá árangur ætti að gefa okkur trúna á það að fámenn þjóð getur fóstrað af- reksmenn sem geta náð fram í fremstu röð iþróttamanna heimsins ef þeir taka iþrótt sína alvarlega. Það sýnir okk- ur líka, að þó'tt æfingastöðvar séu æskilegar og nauðsynleg- ar, þá geta líka komið fram menn frá löndum sem engar æfingastöðvar eiga, er geta náð lengra en þeir sem þær hafa í löndum sínum. Þessum árangri er þó ekki hægt að ná nema með miklum vilja og ástundun. Þetta er okkur íslendingum, svo fá- mennum sem við erum, hollt að hafa í huga, og vinna á þeim grundvelli. Ef við rennum huga yfir þann árangur sem náðst hefur í einstökum greinum, með til- liti til þess. að vega og meta framför, verða frjálsar íþróttir fyrst fyrir okkur. Þar hafa orð- ið miklar framfarir í mörg- um greinum. Sú grein getur líka minnzt sigurs yfir Dönum í landskeppni, og úrslitin í landskeppninni við Holland, sem fram fór í Hollandi, voru ágæt, þótt ekki yrði það sigur að þessu sinni. Mörg met hafa verið sett á árinu, og sá árang- ur náðst sem engan hefði órað fyrir, að kæmi svo fljótt. Aðal-<j> ástæðuna til þessarar vel- gengni, má e.t.v. rekja til öt- uls starfs forustumannanna, góðra kennara, meiri tilbreytni i starfi, svo sem unglingadags og íþróttadags. Sundíþróttinni hefu'r fleygt mikið fram á sl. ári og mörg met sett og hafa þar verið margir að verki. Mest hefur þó kveðið að hinni ungu og efrii- legu sundkonu, Ágústu Þor- steinsdóttur, sem hefur sett 11 sundmet á árinu. Hvað sund- íþróttina snertir erum við vel íþróttina snertir ættum við að vera vel settir. Heitu sundlaug- arnar um land allt ættu að opna okkur möguleika til að ná langt ef áhugi er fyrir hendi og áhugasamir kennarar. Knattspyrnan hefur að því er bezt verður séð ekki tekið framförum á sl. ári. í bezta lagi má segja að hún hafi stað- ið í stað, en ekki meira. Leikir fyrstu deildar voru yfirleitt lélegir, nema þar sem lið Akraness var annarsvegar, þar voru beztu leikirnir þó þeir væru ekki ailtaf jafn- góðir. Það kom því mikið á óvart að Akurnesingar skyldu ekki verða íslandsmeistarar árið 1956. Báðir landsleikirnir sem landsliðið lék töpuðust, þó ekki nema með eins marks mun Ágrista Þorsteinsdóttir Hún setti alls 11 landsmet í simdi á síðasta ári, þar af fjög- ur á sunchrióti, sem haldið var í Sundhölliitni s.l. sunnudag. hvor. En það er fremur hæp- inn mælikvarði á knattspyrnu- lega getu liðanna, munurinn er meiri en eitt mark okkur í ó- hag. Víst er að knattspyrnu- menn verða að herða þjálfun sína til undirbúnings ársins 1957 sem verður það við- burðaríkasta sem yfir þá hefur komið. * Handknattleikur hefur verið svipaður og undanfarið. Það markverðasta sem þar hefur skeð er sigur kvennanna í landsleiknum við finnsku stúlk- umá'r í Norðurlandakeppninni í sumar. Er það stórviðburður þar sem það er fyrsti sigur kvenna okkar í landskeppni. Framfarir í handknattleik er varla um að ræða eins og nú standa sakir. Hús þau sem við eigum eru of lítil til þess að hægt sé að vonast eftir því að leiknum fari fram. Þó væri hægt að gera hann líflegri en hárin er ef meiri æfing væri lögð í hann. Skíðaíþróttin er ekki sú al- menningseign sem hún var fyr- ir nokkuð mörgum árum. Við höfum eignazt nokkra allgóða afreksmenn sem á sl. ári tóku þátt í O.L. í Cortina og stóðu sig eftir ástæðum sízt verr en búazt hefði mátt við miðað við þær aðstæður sem okkar menn verða að búa við. Skíða- íþróttin er rhjög góð og holl sem útihreyfing og mikils um vert að hún geti orðið almenn- ingseign. Á sínum tíma var unnið að því að ná til fólks- ins með sérstökum degi til á- róðurs fyrir skíðaíþróttina en af einhverjum ástæðum hefur það fallið niður í mörg ár. Hér hafa forustumenn skíða- íþróttarinnar mikið verk að vinna og ætti næsta ár að marka þar skref. íslenzk glíma hefur ekki tekið miklum breytingum á sl. ári. Hún hefur gengið eins og af gömlum vana. Um hana er mjög hljótt og sem minnst fyr- ir henni haft. Þó á hún því nafni að fagna að vera köll- uð þjóðaríþrótt íslendinga. Það verður ekki séð að forustu- Framhald á 11. síðu. Reykjavík Fram hefur eignazt 37 brons- drengi og 5 silfurdrengi Það verður ekki annað sagt en að drengimir í Fram hafi verið duglegir við æfingar und- ir hæfnispróf KSl, því alls hafa 37 þeirra náð bronsmerk- inu og firiim þeirra hafa náð silfurmerkinu. Enn hafa þeir ekki náð gullmerkinu, en það verður varla langt liðið á næsta vor er Fram eignast sína gull- drengi. Nú um áramótin á Fram flesta drengi sem leyst hafa þrautimar. 1 nóvember sl. leystu þessir drengir úr Fram silfurmerkis- þrautirnar: Ásgeir Sigurðsson (yngsti silf- urdrengurinn); árangur 8-21- 33-7-2-35, 0,. Rúnar Jónsson 8-21-32-6-2-34, 2, Einar Guð- mundsson 8-22-33-7-2-33, 0, Valdimar Guðnason 8-23-33-6- 2-34, 2. Auk þess hafa þessir drengir náð bronsmerkinu nú í haust: Steinar Karlsson 6-16-20-34, 64, 5, Guðlaugur Ólafsson 7-15-16- 32, 5-4, 1 og Örn Söebeck 6-15- 16-33, 4-3, 9. Reynir Karlsson er aðalleið- beinandi og kennari drengjanna í Fram og sagði hann, er íþróttasíðan hitti hann sem snöggvast, að mikill áhugi væri meðal ungu mannanna í Fram í öllum flokkum. Æfirigar liafa verið mjög vel sóttar það sem af er vetrinum, og vonum við að það haldizt áfram eftir að hátíðunum er lokið. eru lausar til umsókriar. Umsóknir skulu ritaöar á sérstök eyöublöð', sem fást hjá fulltrúa tollstjóra í Hafnarhúsinu. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar n.k. TILKYNNING Nr. 1/1957. Athygli smásöluverzlana er hér meö vakin á því, áö samkvæmt lögum um útflutningssjóö o.fl. frá 22. desember sl. fellur 2% söluskattur niöur í smá- sölu frá þessum áramótum og er gert ráð' fyrir, aö vöruverð lækki, sem því svarar, frá sama tíma. Reykjavík, 2. jan. 1957. Verðlagsstjórinn. ■*■■**■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»•■■■■■»" ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Auglýsing nr. 6/1956 frá Innflutningsskrifstofunni. Samkvæmt heimild í 22. gr. reglugerðar frá 28. desem- ber 1953 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjárfestingarmála o.fl. hefur verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðlum, er gildi frá 1. janúar til og með 31. marz 1957. Nefnist hann „FYR.SH SKÖMMTUNARSEÐILL 1957“, prentaður á hvítan pappír með fjólubláum og brúnum lit. Gildir hann sam- kvæmt því, sem hér segir: REITIRNIR: Smjörliki 1-5 (báðir meðtaldir) gildi fyr- ir 500 grömmum af smjörlíki, hver reit- ur. REITIRNIR: SMJÖR gildi hver fyrir sig fyrir 250! grömmum af smjöri (einnig böggia- stnjöri). Verð á bögglasmjöri er greitt niður jafnt og mjólkur- og rjómabússmjör, eins og verið hefur. „FYRSTI SKÖMMTUNARSEÐILL 1957“ afhendist aðeins gegn því, að úthlutunarstjóra sé samtímis skilað stofni af „FJÓRÐI SKÖMMTUNARSEÐILL 1956“ með árituðu nafni og heimilisfangi, svo og fæðingardegi og ári, eins og form hans segir til um. Reykjavík, 31. desember 1956. Innflutningsskrifstofait. ■■«■«■■■■■■ N0RSK BLÖÐ Blaðatiirninii, Laugavegi 30 B. Pípuinunnstyklii Pípur Pípuhreinsarar Jvveikir Kveikjarar Steinar í kveikjara Söluturninn við Arnarhól. ! *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.