Þjóðviljinn - 03.01.1957, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.01.1957, Blaðsíða 5
Finuntudagur 3. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (5, Ný stjórn í Jopan stefnir að nánciri samskipfum við Kína Forsœtisráðherrann boSar s'iálfstæSa utanrikisstefnu óháSa Bandarikjunum f Harðri valdabaráttu innan hins íhaldssama Demó- krataflokks, meirihlutaflokksins á þingi Japans, er lokið með sigri Tanzan Ishibashi, sem hefur myndað nýja stjórn. ! Fjallgöngumenn í ógöngiun á Mont Blanc síðan fyrir jól Hafast við í flaki helikoptervélar Þoka og þykkviðri hindruðu í gær að unnt væri að reyna að bjarga fjallgöngumönnum, sem hírzt hafa á hæsta tindi Evrópu síðan fyrir jól. Talið er víst í Tokyo, að stjórn Ishibashi muni marka sjálfstæðari og einbeittari stefnu út á við en nokkur önn- ur stjórn, sem setið hefur að völdum í Japan síðan heims- styrjöldinni síðari lauk. Nýir menn Með sigri Ishibashis innan Demókrataflokksins eru menn, sem hingað til hafa lítil bein á- hrif haft á stefnu Japans, teknir við stjórnartaumunum. Þegar Jshibashi birti ráðherralista sinn kom í Ijós, að hann hafði gengið fram hjá öllum nánustu sam- starfsmönnum Hatojama, fráfar- andi forsætisráðherra, sem lét af embætti sökum vanheilsu. Nýju ráðherrarnir eru flestir lítt kunnir japönskum almenn- ingi. Þeir hafa unnið bak við tjöldin að því að ná völdum í Demókrataflokknum. Dæmdur fyrir stríðsglæpi Utanríkisráðherrann í nýju stjórninni, Nobusuke Kishi, var verzlunarmálaráðherra um tíma á stríðsárunum. Eftir ósigur Jap- ans dæmdu sigurvegararnir hann fyrir stríðsglæpi og sat hann í fangelsi í þrjú ár. Talið er að hann gangi næstur Ishibashi að áhrifum í þeim armi Demókrata- flokksins, sem nú hefur komizt til valda. Hinir ráðherrarnir hafa fæstir áður gegnt ráðherraembættum. Færeyskur prest- or útvarpsstjóri Presturinn Axel Torgard hef- 'iir verið skipaður útvarpsstjóri á Færeyjum. Hann hefur und- anfarið verið einn af þremur þjónandi prestum í Þórshöfn. títvarpsstöð tekur til starfa á Færeyjum í febrúar og verð- ur fyrst um sinn útvarpað tvo klukkutíma dag hvern. Útvarps- reksturinn verður á tilrauna- stigi fyrstu fimm mánuðina, og á meðan á séra Torgard að sinna kalli sínu jafnframt út- varpsstjórninni. Þegar farið verður að útvarpa af fullum krafti fær hann að helga út- varpinu starfskrafta sína ó- skipta. Fyrsfi svarfi flugmaSurinn Fyrsti svertinginn hefur feng- ið flugmannsstarf hjá banda- rísku flugfélagi. Hann heitir Perry Young og er ráðinn í þjónustu lítils félags, sem held- ur uppi ferðum milli New York og New Jersey með helikopter- vélum. Stefnuyfirlýsing Eftir fyrsta ráðuneytisfundinn, sem haldinn var á sunnudaginn, flutti Ishibashi yfirlýsingu um stefnu stjórnar sinnar. Frétta- mönnum í Tokyo ber saman um, að yfirlýsingin hafi borið með sér, að nýja stjórnin muni taka upp sjálfstæða og þjóðernissinn- aða utanríkisstefnu. Reynt verði að koma hernaðarbandalaginu við Bandaríkin á jafnréttisgrundvöll og horfið frá þeirri venju jap- anskra ríkisstjórna síðastliðinn áratug að lá'ta að vilja Banda- ríkjastjórnar í hverju óg einu. Viðskiptin ganga fyrir Nýja ríkisstjórnin telur það eitt brýnasta verkefni sitt að stór- auka verzlun við Kína, hvort sem Bandaríkjamönnum likar betur eða verr. Hingað til hafa jap- anskar stjórnir haft strangar hömlur á viðskiptum við Kína að ósk Bandaríkjamanna. Ishibashi hefur látið svo um mælt, að ekki sé á dagskrá sem stendur að koma á stjórnmála- sambandi við Kína, það sem nú kalli að sé að auka verzlun og önnur samskipti með Japönum og Kínverjum. Svar Eisenhowers til Búlganíns Eisenhower Bandaríkjaforseti er sagður hafa svarað bréfi því sem honum barst frá Búlganín, forsætisráðherra Sovétrikjanna, í síðasta mánuði, en í því voru lagðar fram nýjar tillögur sov- étstjómarinnar í afvopnunar- málunum. Eisenhower er sagð- ur hlynntur því að haldið verði áfram að ræða þau mál innan vébanda. SÞ, en hins vegar and- vígur þeirri tillögu Búlgamns, að stjómmáialeiðtogar stór- veldanna komi saman á fund til að f jalla um þau. HernaðarútgjöM að siiga Frakka Fulltrúadeild franska þings- ins hefur samþykkt fjárlaga- frumvarp stjómarinnar fyrir næsta ár og er það í fyrsta sinn eftir stríð að frumvarpið er samþykkt fyrir byrjun fjár- hagsársins. Gert er ráð fyrir um 4500 milljarða franka útgjöldum, en þar af er tæpur fjórðungur, eða 1000 milljarðar franka, til hernaðar. Þó er þar ekki gert ráð fyrir útgjöldum vegna setu tæplega. hálfrar milljónar her- manna í Alsír né þeim útgjöld- um sem Frakkar hafa orðið fyrir vegna styrjaldarævintýrs- ins gegn Egyptum. Keppa við Indverja Þeir sem kunnugir eru nýju váldhöfunum í Japan segja, að meginmarkmið þeirra sé að ná forustunni í hópi Asíuríkjanna sunnan og austan Kína. Þessir japönsku stjórnmálamenn ætl- ast til þess að fá stuðning Banda- ríkjamanna til að afla Japan sem mestra viðskiptaítaka á þessurn slóðúm. Að því fengnu eru þeir vissir um áð pólitísk áhrif fylgi á eftir. Telja þeir löðurmannlegt verk fyrir jafn iðnþróað land og Japan að ná forustunni fyrir Asiuríkjunum úr höndum Ind- verja, sem heita má að séu að byrja að iðnvæðast. Hjá föður Guy Desnoyers í sveitaþorpinu Uruffe lauk bar- áttunni milli kröfu kaþólsku kirkjunnar um algert einlífi prestrigðra manna og mann- legs eðlis með ósköpum. Faðir Desnoyers var fyrir- myndarprestur, sístarfandi að velferðarmálum sóknarbarna sinna, og hlaut að launum ást þeirra og virðingu, enda þótt kenning hans væri ströng og siðavönd. Presturinn var ungur og átti einkar auðvelt með að hæna að sér unglingana í hjörð sinni. Hann þjálfaði piltana í knatt- spymu og fékk ungu stúlkurn- ar til að hirða og fegra kirkj- una. Ein þeirra, Régine að nafni, tók að sér að annast altarið og prestsskrúðann. Þegar hún hafði sinnt því starfi af mikilli alúð um hríð urðu foreldrar hennar þess vaiúr að hún var Liðnir eru tólf dagar síðan tveir stúdentar lögðu til upp- göngu á Mont Blanc, Þegar þeir skiluðu sér ekki á tilsett- um tíma var gerður út björg- unarleiðangur til að sækja þá. Leiðangursmenn komust til stúdentanna, sem komnir voru í ógöngur pg svo máttfarnir að ekki var viðlit að koma þeim til byggða niður fjallið. Þá var helikopterflugvél send af stað, en hún laskaðist og gat ekki hafið sig á loft með þá. Að meðtaldri áhöfn vélarinn- ar eru nú 11 menn sem láta fyrirberast á fjallinu. Stúdent- arnir eru í flugvélarflakinu en björgunarmennirnir í sæluhúsi kona ekki einsömul. Þótt þeir gengju á hana fékkst hún ekki til að láta uppi faðerni barns- ins sem hún gekk með. Svo bar það við kvöld nokk- urt, þegar Régine var komin á steypinn, að faðir Desnoyers kom æðandi heim til foreldra hennar afskræmdur á svip og skýrði þeim frá því að hann hefði fundið lík dóttur þeirra á afskekktri götu. Stúlkan hafði verið skotin í gegn um höfuðið, gerð á henni kviðrista, þung- inn rifinn út og stunginn mörg- um hnifstungum. Grunsemdir lögreglunnar beindust strax að prestinum, og áður en dagur rann játaði hann að stúlkan hefði verið ástmey sin og hann hefði ráðið henni bana. ,,Ég veitti Régine syndaaf- lausn áður en ég drap hana“, sagði faðir Desnoyers sér til málsbóta. þar skammt frá. 1 gær bárust fregnir af því að óðum drægi af stúdentunum. Óttast menn að þeir verði króknaðir áður en veður batnar svo að annarri helikoptervél verði fært til þeirra. Björgunarráðstafanir hafa til þessa kostað á tólftu millj. króna. Nasser tek sig lausan allra mála Útvarpið í Kairó hefur skýrt frá því að Nasser Egyptalands- forseti hafi lýst samninginn við Breta um herstöð þejrra við Súezskurð úr gildi fallinn. Samningurinn, sem gerður var 1954, veitti Bretum rétt til :\ð halda herstöðinni við i sjö ár og flytja þangað herafla efi eitthvert arabaríki yrði fyrir árás annars ríkis en ísracls. Segir Nasser, að Bretar hafi ónýtt samninginn með árás sinni á Egyptaland. Talsmaður brezka utanríkis- ráðuneytisins segir, að brezka stjórnin viðurkenni ekki að Eg- yptar hafi rétt til að fella sarnn- inginn úr gildi. SkiptasÉ á vis- Stjórnir rannsóknarleiðangra Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna, sem dvelja á Suður« skautslandinu, hafa gert með sér samkomulag um að skipt- ast á vísindamönnum. Yfirmað- ur bandarísku veðurrannsóktt- anna er lagður af stað til dvalar í Mirní, aðalstöðvum sovézka leiðangursins. Bráðlega er von á sovézkum veðurfræð- ingi til Litlu Ameríku. GórilBa fœSisf í dýrogarði : Fyrsti górilluungi sem fæðisti af ófrjálsum foreldrum kom í þennan heim í dýragarðinum i Columbus í Ohiofylki í Banda- ríkjunum tveim dögum fyrir jól. Unginn er pasturslítill, en dýraverðirnir gera sér þó vons um að hann lifi. Hingað tiJJ hafa dýrafræðingar talið úti- lokað að ófrjálsar górillur ykjui kyn sitt. Hernaðarblakkir aðeins iií ills Júgóslavneska fréttaslofan. Jugopress birti í gær viðtal við Popovic, utanrikisráðherra Júgó- slaviu. Segir hann að atburðir þess árs sem nú er nýliðið liafij sýnt að valdstefnan og hernað- arbandalög stórveldanna getl ekki orðið nema til ills. Desjxoyers sóknar- prestur á moi'S- staðnum, þar sem hann var aS fx-önsk- um slð látlmi rifja upp glæpiiin í viður- vist rannsóknardóm- arans. Litla myndin er af Régine Fays, barnsmóður lians og fóniarlambi. — Mál presfsins hefur rifj- að upp, að hann lét setja systur sína á geðveikráhæli eftir að hún hafði eign- azt tvö böm utan hjónabands. Sóknarpreslur myrðir frillu sína þungaða Á næstunni kemur sóknarprestur fyrir rétt í héraöinu Meurthe-et-Moselle í Frakklandi sakaður um að hafa framiö hryllilegt morö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.