Þjóðviljinn - 03.01.1957, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Fyrsta verk íhaldsins á árinu
að afhenda einkaframtakinu
garðyrkjustöð bæjarins?
Fyrsti bæjarstjórnarfundurinn í Reykjavík á þessu ári
verður haldinn í dag. Á þessum fyrsta fundi ársins mun
íhaldið ætla að framkvæma þá ,,hugsjón“ sína að af-
henda einkaframtakinu garðyrkjustöö bæjarins.
Hér sjást kappsamir menn undirbúa áramótabrennu.
(Ljósm. Sig. Guðm.).
Útgáfa Ríninaskrár Finns Sig-
mundssonar hafin á þessu ári
Þar verða taldar allar rímur, sem vitað
er um, 09 höíundar þeirra
Á þessu ári verður hafizt handa um útgáfu Rímna-
skrár Finns Sigmundssonar, mikils rits og fróölegs.
Verða þar taldar allar rímur, sem vitað er um. Einnig
Mál þetta var mjög til um-
ræðu í sept. s.l. hausti. Bærinn
hefur undanfarin ár haft barna
heimili að Kumbravogi hjá
Stokkseyri, en húsnæði það er
orðið ónothæft og varð því
horfið að því ráði að flytja
heimilið. Petrína Jakobsson
benti þá á að rétt væri að
flytja barnaheimili þetta að
Reykjahlíð í Mosfellssveit. Þar
myndu börnin fá tilvalið verk-
efni við sitt hæfi við garð-
yrkjustöð bæjarins, — en á
barnaheimili þessu alast börn-
in upp til 16. ára aldurs.
Þegar bæjarstjórnaríhaldið
hafði þannig verið minnt á það
að bærinn ætti garðyrkjustöð
eignaðist það þá „hugsjón“ að
fá hana einkaframtakinu. Með
flutningi barnaheimilisins að
Reykjahlíð var líka hægt að
Friðsamar hátíðir
á ísafirði
ísafirði. Frá. frétta-
ritara Þjóðviljans.
Hér hefur verið ágætt veður
um hátíðirnar og mjög róleg
og friðsöm jól og áramót.
Bærinn var töluvert skreytt-
ur fyrir áramótin. Hróarskelda,
vinabær tsafjarðar sendi mynd-
arlegt jólatré, en auk þess voru
sett upp nokkur önnur stór
jólatré, flest á vegum bæjar-
stjórnarinnar. Ennfremur voru
göturnar skreyttar með sveig-
•um.
Á gamlárskvöld voru all-
margar smábrennur í hlíðinni
fyrir ofan bæinn og gengust
unglingar fyrir þeim. Voru
áramótin hin rólegustu.
Fyrsta úthlutun
Framhald af 12. síðu.
stjórnin, stjórnir rithöfunda-
félaganna og nokkrir fleiri
gestir. Formaður sjóðstjórnar,
Kristján Eldjám þjóðminja-
vörður, flutti ræðu, gerði grein
fyrir sjóðnum og tilgangi hans
og afhenti Snorra Hjartarsyni
tilkynningu um utanfararstyrk-
jnn, en Guðmundur Frímann
var ekki viðstaddur. Einnig tók
til máls Vilhjálmur Þ. Gísla-
son útvarpsstjóri. Auk þeirra
Kristjáns og Vilhjálms eru í
sjóðstjóminni Andrés Björns-
son, Helgi Sæmundsson og Ja-
ikob Benediktsson.
I viðtali við Þjóðviljann
ekýrði Snorri svo frá að hann
hefði lengi haft hug á suður-
göngu og myndi væntanlega
nota styrkinn til ítalíuferðar
í sumar.
Tregur afli Isa-
fjarðarbáta
ísafirði. Frá frétta-
ritara Þjóðviljans.
Nokkrir bátar hér hófu veið-
ar fyrir áramótin, en afli þeirra
hefur verið heldur tregur.
útvega biessuðu einkaframtak-
inu þægilegt og ódýrt vinnu-
afl!
Nú brá, sv'o við að sanii
maðurinn og rak garðyrkju-
stöðina með 24 þús. kr. tapi
árið 1955 bauðst til að greiða
bænum 30 þús. kr. ársleigu
fyrir þetta óarðvænlega fyr-
irtæki er hann hafði rekið
með tapi fyrir bæinn!! Slíkt
viðliorf fanmst Ihaldinu ekki
mega Iáta ólaunað.
Tveir menn finn-
ast örendir
Tveir menn fundust örendir
um áramótin. Annar þeirra
mun hafa fallið niður fyrir ut-
an hús sitt inni i Kleppsholti á
gamlársdag, er talið líklegt að
um hjartaslag hafi verið að
ræða.
Hinn fannst örendur í bil-
skúr inni í Blesugróf á nýárs-
dag. Sat hann undir stýri bíls-
ins. Ekki var vitað um dánar-
örsök þegar Þjóðviljinn átti tal
við lögregluna í gær.
Vöinin bílfær
Tveir hílar fóm úr Öræfum
vestur yfir Skeiðarársand í
gær og segja bílstjórarnir vötn-
in nú eins auðveld yfirferðar
og þau geta orðið.
Stillur og hlýindi hafa verið
eystra undanfarið. Autt er upp
í fjallabranir og jörð klaka-
lítil.
Torfi Hjartarson
endurskipaðúr
sáttasemjari
Félagsmálaráðherra Hannibal i
Valdimarsson, hefur endurskip- :
að Torfa Hjartarson ríkissátta- •
semjara og varamann hans •
Valdimar Stefánsson sakadóm- •
■
ara.
Héraðsáttasemjarar hafa :
einnig verið skipaðir, Hjörtur :
Hjálmarsson hreppstjóri Flat- 5
ey fyrir Vestfirðingafjórðung. :
Friðrik Magnúss. lögfræðingur :
á Akureyri fyrir Norðurland og •
sr. Þorgeir Jónsson fyrir Aust- ■
urland.
■
.... " ' ■ ■ 1 ■■■■ ■
200 þakplöt-
»
um stolið
■
Um áramótin var 200 nýjum j
þakplötum stolið í byggingu :
sem Byggingasamvinnufélag j
Reykjavikur á í smiðum inni í j
Kleppsholti. Mikið af plötunum j
mun hafa verið TO fet. — Hafi :
■
einhverjir orðið varir við flutn- ;
inga á slíku efni um áramótin j
óskar rannsóknarlögreglan að j
þeir láti sér í té upplýsingar. -
í sept. í haust gafst íhaldið
upp á að framkvæma þessa
hugsjón sína, en meirihluti
bæjarráðs endaði starfsár sitt
með því að samþykkja að
bjóða út til leigu garð-
yrkjustöð bæjarins — hvort
sem Ihaldið í bæjarstjórn
mannar sig upp í það eða ekki
á fundinum í dag að byrja
starfsárið með því að afhenda
einstaklingi garðyrkjustöð bæj-
arbúa.
(-----------—--------
Sjómenn
Hafnarfirði
Stjóruarkosning í Sjó-
mannafélagi Hafnarf jarðar
fer fra-m alla virka daga í
skrifstofu félagsins, Vestur-
gö'tu 10, frá kl. 5-6 síðdegis.
Sjómenn komið og kjósið.
Munið að ykkar listi er A-
listi.
—-J
Álfadans á þrett-
ándanum á
Akureyri
Á Akureyri gengust íþrótta-
félögin og hópar drengja fyrir
áramótabrennum og liðu ára-
mótin á Akureyri með friði og
spekt.
íþróttafélagið Þór efnir til
mikillar brennu með álfadansi
á þrettándanum.
veröur 1 ritinu höfundatal.
Frá þessu var skýrt á aðal-
fundi Rímnafélagsins 9. des. sl.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa flutti dr. Björn K. Þór-
ólfsson erindi um hið forna
skopkvæði Skipafregn og höf-
unda þess.
Blómlegt starf.
Starf Rímnafélagsins stendur
nú með blóma og voru á sl.
ári gefnar út allar rímur Hall-
gríms Péturssonar í tveim bind-
um. Sá Finnur Sigmundsson
landsbókavörður um þá útgáfu.
Mun mörgum þykja fengur í að
fá rímur sálmaskáldsins prent-
aðar í góðri útgáfu, en þær
vom sumpart óprentaðar áður.
Fyrirhugaðar iitgáfur félags-
iös á næstunni: Brávallarímur
Árna Böðvarssonar í útgáfu
dr. Björns K. Þórólfssonar, og
Pontusrímur, sem Magnús
prúði hóf að yrkja, en síðar
var lokið af þeim síra Ólafi
Halldórssyni og Pétri Einars-
syni á Ballará. Mun Grímur
Helgason kand. mag. sjá um
þá útgáfu. Stærsta verkefni fé-
lagsins er þó útgáfa Rímna-
skrár Finns Sigmundssonar,
sem fyrr er getið. Heitir Rímna-
félagið á þá sem unna íslenzk-
um fræðum, að ganga til liðs
við sig með því að gerast fé-
lagsmenn. Bókaverð félagsins
er lágt og bækur þess merki-
legar fyrir íslenzka sögu og
bókmenntir.
Stjórn Rímnafélagsins skipa
Pétur Ottesen alþingismaður,
Arnór Guðmundsson skrifstofu-
stjóri, og Baldur Steingríms-
son skrifstofustjóri. í útgáfu-
ráði félagsins eru dr. Björn K.
Þórólfsson, Finnur Sigmunds-
son landsbókavörður og Jakob
Benediktsson magister. Geta
nýir félagar skrásett sig lijá
einhverjum þessara manna.
Nær 50 brennur
Framhald af 12. síðu.
Engin spellvirki
Á ámm áður voru, eins og
flestir muna, hættuleg ólæti og
ærsl í miðbænum þetta liefur
nær algerlega horfið, aðeins
nokkrir strákar voru með ærsl
°g geymdi lögreglan nokkra
þeirra um tíma og flutti þá
síðan heim til sín.
Engin spellvirki voru unnia
: um áramótin, því vart tekur að
telja að ein gluggarúða i hlið-
argötu brotnaði.
|
Furðulegt nýársávarp |
■
Asgeirs Asgeirssonar
s
■
■
Ásgeir Ásgpirsson forseti flutti pjóðinni nýárs- j
ávarp að vanda og var a& pessu sinni síður en svo j
loðinn í málflutningi sínum. Kom fram í ræðu
hans ómengaður hernámsáróður; m.a. hélt hann j
pví fram að hlutleysi vœri gagnslaust enda vœri
sú stefna að heita niœtti úr sögunni. Staðreyndin j
er pó sú að pað eru einmitt hernaðarbandalögin j
sem sett hafa ofan að undanförnu, en hlutleysis-
stefnan er í sókn og pau riki sem aðhyllast hana
njóta vaxandi áhrifa í heimsmálunum.
Það sýnir vel málflutning forsetans aö hann
komst svo að orði að íslendingar eigi „pví að
fagna að búa við gott nágrenni öflugra pjóða, sem
hafa reynzt óáreitnar og vinsamlegar í stríði og
friöi.“ Eins og allir íslendingar vita er pessi stað-
hæfing fjarri sanni. í stríöslok sviku Bandaríkin
hátíðleg loforð Roosevelts forseta og neihiðu að
fjarlœgja herí sína. Þau kröfðust pess að fá prjár
herstöðvar til 99 ára, en pegar peirri kröfu var
hafnaö tryggðu pau sér fótfestu á annan hátt —
m.a. með mjög virkri pátttöku Ásgpirs Ásgeirsson-
ar. Og allir vita hvernig Bretar reyndu aö kúga af
okkur landhelgisréttindin meö viðskiptastríði.
Hernámsáróður Ásgeirs Ásgeirssonar er alger-
lega ósœmilegur. Á honum hvílir sú skylda að
koma fram sem embœttismaður og aðeins sem
embættismaður — hvað sem einkaskoðunum líð-
ur, en framkoma hans á nýársdag var alvarlegt
brot á peirri skyldu.