Þjóðviljinn - 16.01.1957, Side 9
Miðvikudagur 16. jaoúar 4957 -r ÞJÓÐVILJINN — (fi
Bakhliðin á lýðrœðinu 1
Svíar hafa löngum átt góða handknattleiksmenn. Myndin er af sænska liðinu, sem
sigraði í heimsmeistarakep-pninni í handknattleik fyrir tveim árum.
Þing alþjóSasambands handknaftleiksmanna
Síðla á síðast liðnu sumrí
var haldin í Stokkhólmi ráð-
stefna Alþjóðasambands liand-
knattleiksmanna, en þeir halda
þing sín annað hvert ár. Hef-
ur íþróttasíðunni nýlega borizt
skýrsla um fundinn og fréttir.
Átján þjóðir sendu fulltrúa
til ráðstefnunnar og þar á með-
al ísland en Hannes Sigurðs-
son var fulltrúi ISÍ sem er aðili
að Alþjóðasambandinu. Nítj-
ánda þjóðin bættist þó við er
samþykkt var að leyfa Austur-
Þjóðverjum aðild að samtökun-
um. Nokkurt þref varð um það
mál á fundinum, en það leyst-
ist í samráði við fulltrúa þeirra
austan- og vestanmanna fyrir
milligöngu sambandsins, sem
hélt sérstakan fund um málið
og fann lausn á því. I þvi öllu
var farið eftir samþykkt al-
þjóða Ólympíunefndarinnar, en
í samþykkt hennar um aðild
Þjóðverja að þeim segir svo:
Þjóðverjar eru ein þjóð, en sem
stendur tvö Iönd. Skulu þeir
því senda sameiginleg lið til
Olympíuleika og á lieimsmeist-
arakeppnir, en mega hvert í
sínu lagi heyja landskeppnir.
I skýrslu sinni um störf sam-
takanna frá því síðasta ráð-
stefna var haldin í Júgóslavíu
sagði formaðurinn Baumann
frá Sviss m.a. að mikil
vinna hefði verið lögð í það
að fá Alþjóða-olympíunefndina
til að viðurkenna. handknattleik
sem olympíuiþrótt, en það sæti
við það sama, hann væri ekki
viðurkenndur nema sem sýn-
ingarfþrótt.
Italíu vikið úr samtökunum
Á þinginu voru tvö ríki tekin
inn í sambandið, en það voru:
Kúba og ísrael. Eftir töluverð-
ar umræður var samþykkt að
víkja ítalíu úr sambandinu, þar
sem það land hefur um langt
skeið ekki staðið við skuld-
bindingar sinar við sambandið
og engin landsmót haldið svo
vitað sé.
Formaðurinn gat þess að
þetta væri í fyrsta sinn sem
landi væri vikið úr sambandinu,
en kvað rétt í þessu efni að
draga. hreinar línur í eitt skipti
fyrir öll og voru fulltúar áliti
hans sammála og var ítalía.
strikuð út sem aðili að sam-
tökunum án mótatkvæða.
Knattrek ákveðið
Mörg mál voru rædd á ráð-
stefnunni, og þar á meðal það
hvort leyfa skuli knattrek í
handknattleik, pg varð það eitt
af aðalmálunum. Kvisazt hafði
út að tekníska nefndin væri
klofin í málinu, og ættu sumir
fulltrúanna erfitt með að gera
upp við sig, hvað réttast væri
að gera í þessu, þar sem
aðeins Norðurlandaþjóðim-
ar hafa reynt þetta að ráði.
Svíar voru einkar slyngir að
fylgja fram sinu máli, en þetta
mál má kalla fyrst og fremst
þeirra mál. Aðalmaður þeirra
á tekníska sviðinu, Kurt Wad-
mark, fullyi’ti að það væri ekki
vegna þeirra sjálfra, sem til-
laga þessi væxá. fram komin af
þeirra hálfu, heldur fyrst og
fremst vegna þess að hún gæfi
leiknum aukið gildi og meiiá
hreyfingu, enda. væru allar í-
þróttir hreyfing og hefði því
Svíum komið til hugar knatt-
rekið, sem óneitanlega skapar i
leiknum aukna og meiri hreyf-
ingu. Var hann svo samxfær-
andi í málflutningi sínum að
ekki var ástæða til þess að
rengja hann og einnig má
benda á að möi'g teknísk nýnug
í leiknum er komin frá Sví-
um, og þá sérstaklega frá Wad-
mark. Til þess að kynna fyrir
fulltrúum knattrekið efndu
.Svíar til leiks milli liða frá
Örebro og Stokkhólmi og kom
í leik þeim greinilega fram
hvernig nota. má knattrekið og
skapa með því meii’i hreyf-
ingu en með gamla laginu.
Varð leikur þessi til þess, að
margir fulltrúanna, sem áður
höfðu verið á móti knattrekinu,
skiptu alveg um skoðun.
Varð leikur þessi til þess að
tekníska nefndin skaut á fundi
og að honum loknum lágði hún
eindregið til að knattrekið yrði
leyft. Við atkvæðagreiðslu var
samþykkt að leyfa knattrekið
með 10 atkvæðum gegn 5'.
Með gildistöku reglu þess-
arar verður heimilt að nota
Jmattrek á komandi landsmóti
þri reglurnar taka gildi um
áramót innan landa þeirra sem
að Alþjóðasambandinu standa
en í landsleikjum 1. apríl.
Aukaltast tekjð á hreyfingu ?
Tillaga Svisslendinga um að
ekki þurfi leikmaður er fram-
kvæmir aukakast að standa
kyrr þegar kastið er fram-
kvæmt, vakti mikla athygli.
Var tillagan eingöngu bundin
við útihandknattleik 11 manna.
Tekníska. nefndin tók tillögu
þessa til meðferðar og skilaði
ekki áliti um tillöguna, en ósk-
aði á þessu stigi eftir umærð-
um um málið, og bað fulltrúa
Svisslendinga, Mussolini að
nafni, að sýna mönnum hvernig
þetta væri hugsað.
Gerði hann svo og fannst
mönnum mikið til um þetta og
uiðu umræður miklai’. Töldu
menn þá rétt að athuga. um
leið hvort ekki skyldi athuga
þetta. einnig hvað innihand-
knattleik viðvíkur þar sem
mjög óeðlilegt væri að fara að
skilja þar nokkuð á milli við
framkvæmd aukakasta. Eftir
Framhald á 11. siðu.
Framliald af 4. siðu.
Enginn er maður með mönn-
um nema sá er getur keypt
eitthvað og selt það aftur með
50% álagi. Að vonum er hug-
ur fólks orðinn gegnsýrður
af þessari hugsjón og þarf
engan slíkt að undra. Fólkið
sér þá stærri sópa til sín auð-
æfum með lítilli fyrii'höfn og
því má það ekki gera það
líka. Það sér að enginn getur
orðið í-íkur af því að vinna,
aftur á móti þarf ekki stóra
sölu til að gefa eins mikið
og fjögurra til fimm mánaða
vinna, og þetta má gera á
einum degi. Það sér líka að
peningum fylgir álit, völd og
vegur, slíkt er aftur sjald-
gæft að vinnandi maður kom-
ist í launaðar nefndir. Því mun
það ei að ófyrirsynju að
skáldið kvað:
„Auður, dramb og falleg föt
fyrst af öllu þérist,
og menn sem hafa mör og kjöt
meira en almennt gerist.“
Sá maður, kemst yfir pen-
inga til að byggja 3 íbúðir,
er viss með að hafa eina fría,
eftir sölu hinna tveggja.
Verzlunannátinn er sá. að allir
mega selja sína vöru á því
verði sem þeim dettur hæst
í hug. Baráttan hefur staðið
um það að „stokka spilinn“
með samstarfi um það, að
innkaupsverð sé sem hæst,
svo álagningin líti betur út,
en auðvitað er hún í %vís.
Nú er hlegið að þeim sem
reynir að gera góð innkaup,
því þá fær hann minni álagn-
ingu. Síðan er hver peningur
sem gi’æðist, notaður til
nýrrar verðbólgu. Allt þetta á-
samt öði’u, þarf nýrrar endur-
skoðunar við.
Eg vil nú leyfa mér til at-®>
hugunar, að minna. á verð á
soðnum mat í búðum og
„sjoppum". Þetta verð er orð-
inn stór liður í framfærslu
manna. Fjöldi fólks hefur nú
með sér mat í vinnu og neyt-
ir hans á vinnustaðnum. Þetta
fólk verður yfirleitt að lúta
að því að kaupa þennan til-
reidda mat úr búðum. Eg er
ekki alveg dómbær á hvað
þarf að leggja á þessa vöru
til að standa undir öllum
kostnaði, en eins óg nú er,
sýnist hún í frekara lagi. Eg
hef tekið hér upp heildsölu-
verð á nokkrum tegundum af
mat, og aftur hvað hann kost-
ar tilreiddur úr búð, svo menn
geta sjálfir getið í eyðunxar.
Saltkjöt kostar í heildsölxð
21,35 pr. kg.
Soðið út úr búð í smásöltS
38,00 kg.
Hangikjöt í heildsölu 26,50 kg.
Soðið út úr búð í smásöl®
50.00 kg.
Rúllupylsur í heildsölu 35.00.
Sneiddar í smásölu út úr búð
70.00 kg.
Reyktur rauðmagi í heildsölw
22.00 kg.
Ht úr búð í smásölu 37,00 kg.
Svið í heildsölu 14.50 kg.
Soðin út úr búð 28.50 kg.
Hvalur súr í heildsölu kr.
11.00 kg.
Út úr búð í smásölu 15.56 kg.
Þorskur upp úr sjó 1.35 kg.
Hertur i smásölu um 40.00 kg.
Harðfiskur í 100 gr. pökkum
kr. 85.00 kg.
Eg efast ekki um að heild-
salan sé búin að smyrja sæmi-
lega á þessa vörur er húu
lætur hana af hendi. Þess má
geta að „krúsidúllur" úr kjöti
og fiski munu vera með enn-
þá hærri álagningu en ó-
breytti maturinn. Til gamans
má geta þess, að í vetur vai'
sjómönnum greitt fyrír sköta
þ. e. a. s. börðin kr. 1.00 pr.
kíló. Þessu fleygir svo fisk-
salinn út í horn, stráir í hana
salti, síðan er hún útbleytt,
dregin upp úr vatninu á vigt-
ina, en þá kostar hún takk
kr. 7.00 kilóið.
Eg vil hér með skjóta þessu
til verðgæzlunnar til athugun-
ar í sambandi við amiað og
skora ennþá einu sinni á fólk-
ið að standa vel á verði í
verðgæzlunni, því þar er einis
stærsti þunktur kaupmáttar-
ins falinn.
Halldór Péturssem.
Bæiaspésittrmn
Framhald aí 4. síðu.
sjúkrahúsakost er svo brýn, að
iðulega verða sjúklingar, sem
einhverjar aðgerðir þarf að
gera á að bíða vikurn og jafn-
vel mánuðum saman eftir spít-
alapláss? Það er engan veginn
nóg að gera kröfur til lækn-
anna um að sýna árvekni í
starfi sínu (hvað ég hygg þeir
geri undantekningarlítið), held-
ur verður að krefjast þessjaín-
framt að þeirn séu búin þau
starfsskilyrði, að starf þeirra
geti borið eins góðan ávöxt og
frekast má verða. Það mun
ekki sjaldgæft, að læknir úr-
skurði, að sjúklingur verði að
ganga undir uppskurð sem
allra fyrst, en sá hinn sami
verði svo að biða, eftir plássi
á sjúkrahúsi vikum saman.
Ödýr
lierraföt
T0LED0
Fisehersundi
I
í:
rr’"’ •
K*
Píl»xunumistykH
Pípur
PípuhreinsaraT
Kveikir
Kveikjarar
Steinar í kveikjara
við Arnarhól.
NORSK
BLÖÐ
Blaflatiírninn.
Laugavegi 30 B.