Þjóðviljinn - 16.01.1957, Side 10

Þjóðviljinn - 16.01.1957, Side 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 16. janúar 1957 TSTT Hyggja góðtemplarar og leikarar ekki gott til sambúðarinnar? Frá Húsráði Templara- hallar Reykjavíkur hefur Þjóðviljanum borizt eftirfar- andi: ,,í útvarpsfregn og dag- blöðum 8. og 9. þ.m. er skýrt frá samþykkt bæjarráðs Reykjavíkur um lóð undir fyrirhugað leikhús Leikfé- lags Reykjavíljur á Skóla- vörðuholti, og tekið fram að sé á horni Eiríksgötu og Barónsstígs. Með því að fregn þessi gæti valdið Þjóðdansafélag Reykjavíkur Ný námskeið hefjast í Skátaheimilinu miðviku- daginn 16. þ.m.: Framhaldsflokkur í gömlu dönsunum kl. 8 og byrjendur í þjóðdönsum og gömlu dönsunum kl. 9 og framhaldsflokkur í þjóðdönsum kl. 10. — Innritun á sama stað. Stjórnin. nokkrum misskilningi, þar sem búið er áður að úthluta öðrum aðila, Góðtemplara- reglunni, lóð á þessu svæði undir starfsemi sína, þá þyk- ir rétt að taka þetta fram: Skilyrði bæjarráðs fyrir lóð undir félagsheimili Góð- templara á þessum stað, var bundið þeirri kvöð, að á sömu lóð og í sambyggingu við hús reglunnar yrði byggt bæjarbókasafn og væri sá hluti lóðarinnar á vegum Reykjavíkurbæjar. I sam- þykkt bæjarráðs 8. þ.m. er það greinilega fram tekið, að Leikfélagi Reykjavíkur sé nú gefinn kostur á þeim hluta lóðarinnar, sem bæjarbóka- safninu hefur verið ætlaður. Áðalbygging Góðtemplara hefur verið ráðgerð og teikn- uð meðfram Eiríksgötu að horni Barónsstígs. Bandaríkin og Sovétrikin flytji burt heri Lykillinn að auknum viðskiptum er auglýsing í Þjóðviljanum. Framhald af 1. síðu á, að hugsanlegt væri að vest- urþýzk stjórn, og þar sagðist hann ekki endilega hafa í huga stjórn Adenauers, tæki í sín- ar hendur frumkvæði að samn- ingum um sameiningu þýzku landshlutanna. — Það væ/ miklu betra að við tækjum þegar til athugun- ar möguleika á að herir Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna verði smám saman fluttir burt úr Þýzkalandi, sagði Humplirey. Þessi ummæli Humphreys vekja sérstaka athygli fyrir þá sök, að vitað er að miklir ráða- menn í stjórn Bandaríkjanna eru sömu skoðunar og hann. I grein, sem birtist fyrir skömmu í bandaríska ritinu The Reporter og vakti þá mikla athygli, var frá því skýrt að Stassen, ráðgjafi Eisenhowers forseta um afvopnunarmál væri þeirrar sþoðunar að Bandarík- in ættu að semja við Sovétrik- in um brottflutning herja þeirra úr Þýzkalandi. Stassen var sagður hafa notað sömu röksemd og Humphrey, nefni- lega þá, að búast megi við að Vestur-Þýzkaland hefji sjálft beina samninga við Sovétríkin um sameiningu þýzku lands- sma hlutanna, ef sósíaldemókratar komast til valda þar eftir þing- kosningarnar í haust, en allar líkur eru nú taldar benda til þess. Afvopnunartillögur frá Bretum. Noble, fulltrúi Bretlands á þingi SÞ, lagði í gær fram í stjómmálanefnd þingsins til- lögur stjórnar sinnar í afvopn- unarmálinu. Lagði hann megin- áherzlu á að takmörkuð yrði framleiðsla langdrægra flug- skeyta sem borið geta kjarn- orkusprengjur, og kafbáta sem farið geta langar leiðir í kafi og skotið slíkum flugskeytum. Væri fullt eins mikil ástæða til að banna framleiðslu slíkra vopna og kjarnorkuvopnanna sjálfra. Hann taldi allar horfur á að samkomulag gæti tekizt milli stórveldanna um takmörkun á | þeim fjölda manna sem þau mættu hafa undir vopnum. Tékhnesk PTSNO og FLyCLSR Hin heimsþekktu merki Petrof - August Förster - Rösler Verö- og myndlistar til sýnis á skrifstofu okkar, Einkaumboð: MARS TRADING 00. Klapparstíg 20 — Sími 7373 PRAG ilJIÍJ!jlJiijiij!i!liJiil!Í]lj'í|]yyJíuillJlJii!JíííjíJlJ01]lJiJjMJíliliJlliliyjJIUJílRn1!i]lÍ!'iíí'þí!!!!íl!í!!iíI!íllllii!!lil Ungmennafélagið Framhald af 3. siðu. félagið hafi ráðizt þarna í nýtt landnám og hefur borið mest á börnum og æskufólki, sem ekki hefur getað lagt fram fé í þess- ar framkvæmdir. Hafa þær því orðið að hvíla á fárra manna herðum, en æskufólkið sækir staðinn mikið, svo og sunnu- dagaskólann, en hann hafa sótt um 500 börn reglulega. Þá má geta þess, að kvöldvökur og tómstundastarf hefur farið fram í heimilinu og mun fara vaxandi. í tilefni af því, að félagið verður 15 ára verður gefið út vandað minningarrít og afmæl isins minnzt með f jölbreytni. íslenzk glíma setur mestan svip á íþróttastarfsemi félags- ins. Þar sem Ungmennasamband íslands mun lialda hátíðlegt 50 ára afmæli sitt á Þingvöllum í sumar er ætlun félagsins að vinna að því, að æskufólk komi þar fram allfjölmennt undir merkjum félagsins, en vöntun á fullgerðum íþróttavelli - mun að sjálfsögðu gera félaginu erfitt fyrir að koma fram með fjölmenna íþróttaflokka aðra en glímuflokkinn, en félagið hefur fengið nýja starfskrafta til að vinna að þessum málum. Áhugi félagsmanna spáir góðu um framtíðina. Stjóm félagsins skipa nú: Ingólfur Sigurðsson, form., Bima Bjarnleifsdóttir, vara- formaður, Sigurjón Þorbergsson, gjald keri, Sveinbjörg Guðmundsdóttir, ritari. Meðstj.: Baldur Kristjónsson, Ármann Lárasson, Karl Stef- ánsson, Hrönn Hilmarsdóttir, Ingibjörg Friðriksdóttir og Stefán Runólfsson, sem einnig er formaður og framkvæmda stjóri húsbyggingarnefndar. Kennarar félagsins era Lárus Salómonsson, Baldur Kristjóns- son og Margrét Hallgríms- dóttir. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*! í XX X NflNKIN Rætt um frjálsa verzlun í London Spaak, utanríkisráðherra Belg- íu og aðalhvatamaður þess að afnumin verði öll höft á við- skiptum miiii landa Vestur-Ev- rópu og skapaður sameiginlegur markaður þeirra, ræddi í gær við hinn nýja fjármálaráðherra Bretlands, Peter Thorneycroft. Macmillan forsætisráðherra var viðstaddur viðræðurnar. Spaak er formaður nefndar sem undirbúið hefur stofnun sameiginlegs markaðar Frakk- lands, Vestur-Þýzkaiands, Ítalíu og' Beneluxlandanna og er bú- izt við að gengið verði frá henni á næstunni. Ekki er taLið að Bretland verði aðili að þessu samkomulagi, nema að nokkru leyti. Brezk blöð eru ekki öil jafn- hrifin af nánari tengslum Bret- lands við meginlandið í við- skiptamálum. Daily Express, blað Beaverbrooks lávarðar, sagði þannig í gær: Við skulum hafna þessum svivirðilegu fyrir- ætiunum og senda Spaafc tóm- hentan heim. LandamæraverSir sakaðir um morð Réttarhöld hófust í gær í fsrael í máli ellefu landamæra- varða sem sakaðir eru um að hafa að yfirlögðu ráði skotið 47 arabíska þorpsbúa tii bana fyrstu dagana. eftir innrásina í Egyptaland. Fólkið sem myrt var bjó í fsrael og var skotið fyrir að liafa brotið gegn út- göngubanni, sem það hafði ekki hugmynd um. National Scala farið á hausinn í dag verður skemmtxstaðn- um National-ScaJa í Kaup- mannahöfn sem margir Islend- ingar kannast við, lokað fyrir fullt og allt. Fyrirtækið er gjaldþrota og skuldareigendur þess neituðu í gær að veita meiri gjaldfrest. National-Scala hefur verið einn vinsælasti skemmtistaður Kaupmanna- hafnar í 45 ár. Enn ekki skipað í mörg embætti Enda þótt Macmillan hafi nú myndað ráðuneyti sitt, á hann enn eftir að skipa í mörg há stjórnarembætti, eða um 50. Er þar um að ræðá ráðherra sem ekki sitja í ráðuneytinu og enn- fremur deildarstjóra stjórnar- deilda, Birt hefur verið bréf sem Eisenhower Bandaríkjaforseti hefur sent Macmillan. Þar ósk- ar hann honum allra heilla og ræðir um þá vjrðingu sem fyrir honum sé borin í Bandaríkjun- um. Hið áhrifamikla bandarískti blað Washingtom Post sagði | gær, að það myndi ekkí au5- velda bætta sambúð Bretlands og Bandarikjanna, að Selwya Lloyd hefði verið leyft að sitja áfram í embætti utanríkisráö* herra.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.