Þjóðviljinn - 16.01.1957, Side 11

Þjóðviljinn - 16.01.1957, Side 11
Miðvikudagur 16, janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (lt i eftir SRN&ST OANN \ / ’í \ 85. dagur flogið fráknhjá þeim með miklum hraða, þeimhraða sem gaf honum gildi. Gömlu mennirnir, með öðrum orðum þeir sem höfðu flötið fyrir 1935, voru eins og fomfáleg húsgögn — sem hlutu ef til vill aðdáun og ást, en þeim var tæpiega treyst til að gegna sínu uþprunalega hlut- verki. Og upp á síðkastið fleygði fiugtækninni svo ört fram, að jafnvel ungu mennirnir áttu fullt í fangi með að fylgjast með henni. En sarnt sem áður, fari þaö kolað .... þetta ásta.nd kom ekki vísindum við. Það var heppnin sem gilti. Dan neyddi sjálfan sig til að rifja upp orð Garfields. „Þú rnunt komast að raun um, að þinn tími er liðinn. Dan. Nú er þetta barnaleikur .... fyrir unga, greinda stráka með fullan kollinn af menntun og heila sem starfa eins og þrýstiloftsdælur. Leggðu frá þér hattinn og stafinn og gleymdu þessu“. Jæja? Þrátt fyi’ir stundarveikleikann var Sullivan einmitt ungur maður af því tagi sem Garfield talaði um. Hann var jafnvel meira. Hann hafði þegar langt úthafsflug að baki og hann hafði fulla ástæðu til að vanmeta skoðanir manns, sem hann vissi að einkum hafði flogið minni vélum yfir þurru landi. Og hann gæti haft rétt fyrir sér, Dan — bæði aö því leyti að taka ekki ábendingar þínar til greina og einnig í sambandi við ákvöröunina sem hann er þegar búinn að taka. Þú hefur eiginlega ekki viðurkennt það. _ Hann rétti fram sígarettuna svo að hún lenti undir lekanum og lét regndropana drepa í henni. Hann sótti skjalatösku sína sem var skorðuð hjá vaskinum, og kraup hjá henni. Hann leitaði öruggum höndum að litlu innrömmuðu myndinni af brosandi, ljóshærðri stúlku og litlum dreng. Alice og Tony. Þau sátu á múr- vegg í sterku sólskini og Dan mundi eins og svo oft áður að rnyndin var tekin fyrir frarnan húsið þeirra í Cali — aðeins þrem dögum áður en hinn skelfilegi atburður gerðist, sem veitti honum aldrei fullkomna hugarró. Hve mikil áhrif hafði minningin um Alice og Tony á hugsanir hans þessa stundina? Hann spurði myndina fremur en sjálfan sig? Er það rangt af mér að trúa því að Sullivan ætti að halda áfram þar til geym- arnir eru þurrir? Er rangt af mér að trúa því að við komumst á leiðarenda með því að treysta á heppnina ? Er ég að fremja annan glæp meö því að reyna að breyta ákvörðun hans .... ef til vill með góðum árangri? Hánn reis á fætur og gekk yfir klefann aö kistunni. Hann teygöi sig yfir hana og náði í þrjú björgunarvesti uppi á hillu. Hann tók hlífðarumbúðirnar utanaf einu, leit eins og í kveðjuskyni á myndina og vafði henni síðan varlega inn í umbúðirnar, stakk henni í vasa sinn og smeygði björgunarvestinu yfir höfuð sér. Hann spennti ólarnar um fæturna og brjóstið og sneri sér síðan að því að losa björgunarflekann sem var vandlega skorðaður yfir ofan kistuna. Óútblásinn var flekinn áþekkastur samanvöföu, risa- stóru rúmteppi. Hann var mjög þungur og erfitt aþ eiga við hann. Síðarmeir, þegar flugvélin væri stönzuð á sjónum, myndu þeir losa öryggislásinn á glerhvolfinu og vonandi hafa næga krafta til aö ýta flekanum beint upp um litla opiö. Hann kom flekanum fyrir í ganginum framanvið flug- þiljurnar, tók upp hin vestin tvö og hélt áfram inn. Hann rétti Leonard annaö vestið. „Liturinn fer þér ef til vill ekki vel, Lennie .... en þau eru í tízku“. „Þökk fyrir ekki neitt“. Leonard staröi hátíölegur á svip á gula vestið. „Mér datt aldrei í hug aö ég þyrfti að fara í þetta fyrirtæki“. „Yfirlíttu það til vonar og vara“. „Jamm“. Meðan Leonard fjarlægði umbúðirnar utanaf vestinu, gekk Dan áfram til Sullivans. Hann lagði þriðja vestið á hnén á honum. Sullivan þakkaöi fyrir, en leit ekki af tækjunum. Don settist niður í sætið til hægri. Hann gaf sér góðan tíma, gætti þess að fara að engu óðslega, lösaði um slifsi sitt, spennti öryggisbeltiö og setti á sig heyrn- artækin. Svo hallaði hann sér yfir til Sullivans. „Lofthraðinn virðist vera ögn betri“. „Já, aðeins“. „Lennie segir að viö höfum það, ef við getum bætt við okkur tíu mínútum11. „Ef þú veizt það ekki .... þá hefur Lennie alltaf verið bjartsýnismaður“. Sullivan einblíndi enn á íækin. Rauðleitt ljósið í borðinu varpaði djúpum skuggum upp á andlit hans, eins og myndhöggvari hefði mótað and- litsdrætti hans neðanfrá; sterkleg haka hans og munn- urinn voni óeölilega áberandi og augun virtust næstum villimannleg í einbeitingu sinni. „Lennie gæti haft rétt fyrir sér“, sagði Dan eins og honum stæði á sama. „Ef honum skjátlast, þá er úti um okkur .... við getum jafnvel sópað burt nokknim brúm eða íbúðar- húsum. Ég get ekki átt það á hættu“. „Það verður líka hættulegt að nauölenda. Það er býsna úfið þama niðri“. „Ég veit það“. „Ef lendingin misheppnast, þá er líka úti um okkur“. „Ég veit það, fari það kolað“. Rödd Sullivans varð óvenju hvöss. Dan beið þess að slaknaði á dráttunum umhverfis munninn. „Ef til vill .... gætum við nú reynt að létta dálítið á vélunum?“ „Það komu boð frá Garfield meðan þú varst aftur á. Hann stakk upp á lægri r.p.m.“ Iþróttir Framhald af 9. síðu miklar umræður var samþykkfc að vísa málinu til tekníský nefndarinnar til frekari athug- unar og ákvörðunar af sinni hálfu. Formaður teknísku nefndar- innar lagði á það áherzlu a3 nauðsynlegt væri að aðaidómari hvers lands og þeir sem aðal- umsjón hafa með fræðslu dóm- ara í heimalandi sínu, verði jafnan sendir á alþjóðadómará- námskeiðin til þess að fuílt samræmi náist meðal allra dómara í aðildarlöndunum. Upplýst var á ráðstefnunni að Handknattleikasamband Tékkóslóvakíu hafi boðizt til þess að gangast f\rrir dómara- námskeiði 1957 og samtímis að sjá um fund teknísku nefnd- arinnar. Holland bauðst til þess að sjá um sömu þætti 1959. ÚtbreíSiS ÞjóSviljann m m Ogn urn tízkuna Segullína Diors á tæplega framiíð íyrir sér línu, sýnum við aðra flík frá Pa-tou þar sem sniöið er hóf- legra. Þetta er samt sem áður tízkuflík. Pilsið er þröngt en með rykkingum neðanvið mitt- ið, en pils af þessu tagi eru nú mjög í tízku. Ermarnar eru hálfsíðar, axlirnar eðlilegar og hvort tveggja er einmitt ein- kennandi fyrir vetrartízkuna. Diorkápurnar með víða bak- inu láta. nú nokkuð á sér bera. Kápur þessar eru sniðnar eins AöALSTEINN TEITSSON, skólastjóri, Sandg'erði. lézt að heimili sínu 14. þ.m. Guðný líjörnsdóttir og börn. Dior talar um nýju segullín- una sína, en flestum dettur fyrr í hug annað heiti, sem sé kerlingalína, enda eru tæp- lega líkur til að hún nái mikl- um vinsældum í vetrartízkumii. Lína þessi er hér sýnd með svörtu kápunni með rykktu klukkupilsi. Pilsið nær niður á ökla; hún er ; þröng i mittið og axlirnar slappar. Þetta er ekki beinlínis heillandi. En til huggunar þeim sem verða hræddar við þessa frægu segul- og poki sem er rykktur saman að ofan, og manni dettur reyndar í hug að þessi tízka eigi að taka við af pokalínunni sem aðhlátursefni. Annars ber talsvert á rykktu baki á drögtum og kjólum og rykkingarnar koma venju- lega' undan síðu berustykki og enda er mittið. Þetta fer vel á öllum mjúkum - efnum. Af höttum ber .talsvert á kósakkahúfum sem virðast ætla að ná miklum vinsældum. Á myndinni er kósakkahúfan sýnd úr skinni og hún er t stærsta lagi, en líka sjást minni útgáfur, oft saumaðar úr flóka eða taui. ... „tltl Utgeranrtl: Samelnlngarflokkur alþýíu — Sósíallstaflokkurtnn. — Rttstjórar: Magnús Kiartaa*—a ÐIUÐVIIrllNN (áb.), SigurSur QuSmumlsson. -- FréttaþltstJÖrt: Jöii BJarnason. — BlaSamenn: Ásnrundur Stgur- “ Jónsson. Bjami Benedlktsson, Guðmundur Vlgfússon. ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. — Auglýslngastjúri: Jónsteinn Horaldsson. — Ritstjórn, afgreiSsl a, auglýslngar. prentsniiðja: Skólavörðustíg 19. - Sirni ';500 (3 linur). — AskrlftarverS kr. 25 á mánuSl I Reykjavik og nágren nl: kr. 22 anm-sstaSnr. — LausasöluverS kr. 1 - PrentsmlSJa ÞJóSvilJan! h.f .........,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.