Þjóðviljinn - 19.01.1957, Side 3
Laugardagur 19. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Hjúkrunarfélagmu Líkn slitið eftir
meira en f jörutíu ára mannúðarstarf
Síðasta ósk félagsins er su að komið verði upp í
Reykjavík geðverndarstöð fyrir börn
Hjúkrunarfélagiö Líkn hefur nú verið lagt niður, en Sjúkrasamiag
Reykjavíkur.
það var stofnaö árið 1915. Tilgangur félagsins var að
veita sjúkum hjálp, og var í byrjun ráðin 1 hjúkrunar-
kona til að annast sjúklinga á heimilum. Síðar færöi fó-
lagiö mjög út kvíarnar, en nú hefur Heilsuverndarstöð-
in tekið viö þeim verkefnum sem Líkn annaöist áður:
hlutverki félagsins er lokið — því hefur verið slitið.
Þær frú Sigríður Eiríksdóttir,
sem verið hefur formaður Líkn-
ar frá 1931 og löngum lífið og
sálin 'í öilú starfi félagsinsi,
og frú Anna Zimsen, ræddu af
þessu tilefni við fréttamenn í
gær; og sögðu þær frá starfi og
verkefnum þess.
Karlarnir létu
að sér kveða
Eins og áður segir var félag-
ið stofnað árið 1915, og stóðu
nokkrar konur að félagsstofnun-
inni. Fyrsti formaður var kjörin
frú Cristophine Bjarnhéðinsson,
kona Sæmundar Bjarnhéðinsson-
ar læknis; og var hún formaður
til 1931, er frú Sigríður Eiríks-
dóttir tók við. Félagar Líknar
voru þó bæði konur og karlar;
ög lét t. d. Tryggvi Gunnarsson
xnikið að sér kveða í félaginu á
fyrstu árum þess. ■— Aðrar kon-
ur í fyrstu stjóminni voru: frú
Flora Zimsen, frú Katrín Magn-
ússon, Sigríður Björnsdóttir og
frú Guðrún Finsen. Fyrsta verk-
efni félagsins var að vitja sjúkra
í héimahúsum, og var 1 dönsk
hjúkrunarkona ráðin til starf-
ans; en fyrstu íslenzku hjúkrun-
arkonurnar voru þá að hefja
nárn erlendis.
Bcrklavarnarstöð —
ungbarnavernd
Árið 1919 gekkst félagið fyrir
stofnun berklavarnarstöðvar,
sem var fyrsti vísir að skipu-
lögðum berklavörnum hér á
landi. Fyrsti læknir var Katrín
Thoroddsen, en Sigurður Magn-
ússon yfirlæknir tók síðan við
starfinu og gegndi því, endur-
gjaldslaust, til 1927 er Magnús
Pétursson tókst það á hendur.
Árið 1927 var Ungbarnavernd
Líknar stofnuð, og var Katrín
Thoroddsen ráðin þar til forustu
frá byrjun. Hún vann einnig á-
keypis fyrstu árin, en eftir að
félagið fór að njóta meiri opin-
bers styrks, breyttist þetta og
læknar hlutu laun fyrir störf
sín.
Árið 1936 voru fengin gegn-
lýsingartæki að berklavarnar-
v
stöðinni með aðstoð Berklavarn-
arfélags Islands: Þá var einnig
byrjað að gera loftbrjóstaðgerð-
ir þar, og læknum var bætt við
í starfið, enda hafði Sigurður
Sigurðsson berklayfirlæknir þá
tekið að sér yfirumsjón stöðvar-
innar, en hún var rekin áfram á
vegum Liknar.
Nokkurs fjárhagsstuðnings naut
félagið frá Hafnarfjarðarbæ,
gegn því að íbúar þar hefðu af-
not af stöðvunum.
Árið 1943 tók félagið að sér
eftirlit með barnshafandi konum
og hafði Pétur Jakobsson yfir-
læknir fæðingardeildarinnar yf-
irumsjón með því starfi, með
íjósmóður sér tii aðstoðar Þá Oíslason menntamálaráöherra. Fremst á myndinni til
hœgri sést á nokkurn hluta safnbókanna.
(Ljósm. Pétur Thomsen).
Frá afhendingu bókagjafarinnar í háskólanum í gœr; til
vinstri er Þorkell Jóhannesson háskólarektor, í miðið
John J. Muccio sendiherra og lengst til hægri Gylfi Þ.
tók félagið að sér að ráða stúlk-
ur til starfa hjá sængurkonum,
og hafði það starf með höndum
i rösk 3 ár.
Gengur ísland
l UNESCO?
Eins og áður hefur verið skýrt
frá, bauð Menningarmálastofnun
Sameinuðu þjóðanna (UNESCO)
ríkisstjóminni að senda áheyrn-
arfulltrúa af íslands hálfu á ní-
undu aðalráðstefnu stofnunar-
jnnar, er haldin var í Nýju Del-
hi á Indlandi dagana 5. nóvem-
ber til 6. desember síðastliðinn.
Var því boði tekið.
Hefur ríkisstjórnin nú í athug-
un, hvort leggja á til við Alþingi
að ísland gerist aðili að UNES
CO.
(Fi'á menntamálaráðuneytinu) l
Sigríður Eiriksdóttir
Árið 1939 var dr. Óli Hjalte-
sted ráðinn fastur Iæknir að
stöðinni, en áður höfðu læknar
aðeins unnið þar í tímavinnu,
og yfirlæknir stöðvarinnar varð
hann árið 1949.
Ljósböð — eftirlit með
barnshafandi konuxn
Árið 1941 var ungbarnaeftir-
litið aukið að mun og bætt við
starfsliði, bæði læknum og
hjúkrunarkonum. Einnig hafði
verið hafin fyrir nokknim árum
starfsemi ljósbaða fyrir ung
börn, og var mikil aðsókn að
þeim. Nú átti félagið öllu hæg-
ara um vik, þar sem reksturs-
kostnaður hafði að mestu leyti
færzt yfir á ríki, bæjarfélagið og
V erkfa11
ekhi hoðað
í Alþýðublaðinu i gær er
fregn um, að vörubílstjórafélag-
ið á Akranesi lrafi boðað vinnu-
veitendum verkfall frá og með
27. janúar næstkomandi. Út af
fi-egn þessari átti Vinnuveitenda-
sambandið í gær viðtal við Jón
Árnason, framkvæmdastjóra,
formann Vinnuveitendafélags
Akraness. Kvað hann ekkert
verkfall hafa verið boðað enn af
hendi vörabílstjóra, og er fregn
þessi því röng.
Hins vegar kvað hann bil-
stjórunum hafa verið boðnir
sömu samningar og gilda milli
Vörubílstjórafélagsins Þróttar í
Reykjavík og Vinnuvei:endasam
bands íslands, en samningar
hefðu enn ekki tekizt.
Viiuiuveitendasamband íslands
Nær 300 þíisund vitjanir
Síðustu árin störfuðu 8 hjúkr-
tmarkonur hjá félaginu. Auk
tugþúsunda heimilisvitjana, sem
lijúkrunarkonurnar fónx á veg-
um berklavarnarstöðvar og ung-
barnaverndar, hafa frá stofnun
Líknar verið farnar 277.098 vitj-
anir til sjúklinga, en hver
sjúkravitjun tekur minnst klst.
og oft lengur. Öll þessi sjúkra-
miðlun hefur verið afgreidd frá
formönnum félagsins, og öll að-
stoð verið ókeypis, utan stöku
sjúkravitjana til fólks, sem ósk-
aði eftir að greiða þær.
Geðverndax-stöð fyrir börn
Hér hefur verið stiklað á stóra
í starfssögu Líknar, og vinnst
ekki rúm til að rekja hana öllu
lengur. Frú Sigríður Eiríksdóttir
sagði að það væri mikið áhuga-
mál þeirra Líknar-kvenna að
komið yrði upp í Reykjavík geð-
vemdai'stöð fyrir böm, svo sem
flestar menningarþjóðir hafa
þegar stofnað og þykja gefa
góða raun. Er fengið loforð bæj-
aryfirvalda fyrir þvi að slík stöð
verði stofnuð, og í Danmöi'ku
dvelst nú ungur sálfræðingur er
býr sig undir að veita slíkri stöð
forstjóm. Stjórn Líknar kefur
látið það vera síðustu ósk sína
til bæjaryfirvaldanna að þessari
stöð verði komið upp; og trúir
hún því að slík starfsemi geti
borið jafnmikinn árangur og
ýms sú starfsemi sem félagið
hefur haft með höndum í meira
en 40 ár.
Stjórn Líknar hefur um mörg
undanfariri ár verið skipuð þess-
um konum: Sigriði Eiriksdóttur,
Önnu Zimsen, Sigríði Briem
Thorsteinsson, Sigrúnu Bjarna-
son, og Ragnheiði B.jarnadóttur
sem hefur setið í stjórninni allt
frá upphafi.
Við þökkum Líkn mikið og
fagurt mannúðarstarf.
Verðmæt bókagjöf af-
hent Háskóla Istands
Mikið saín bóka og ritgerða um kjarn-
íræði írá Kjarnorkuneínd Bandaríkjanna
í gærdag afhenti bandaríski sendiherrann, John J.
Muccio, Háskóla íslands mikla og verð'mæta gjöf frá
Kjarnorkunefnd gandaríkjanna: safn bóka um kjarn-
fræð'ivísindi, 6500 tæknilegar skýrslur og ritgerðir um
kjarnfræðirannsóknir, auk spjaldskrár um fjölda annarra
rita, sem fjalla um þessi fræði. Gylfi Þ. Gíslason, mennta-
málaráðherra, veitti gjöfinni viðtöku.
Viðstaddir afhendingu bóka-
gjafarinnar í Háskólanum i gær
voru nokkrir gestir, íslenzkir
og bandarískir.
Einn þáttur áætlunar
I í ræðu sinni lét bandaríski
sendiherrann þau orð falla, að
gjöfin væri þáttur í víðtækri
áætlun um skipti friðelskandi
þjóða á tæknilegum upplýsing-
um um kjarnfræði, en grundvöll
þeirrar áætlunar hefði Eisen-
tveir íslendingar væru nú á för-
um til Bandaríkjanna til að
kynna sér hagnýtingu kjarnorku
á sviði landbúnaðar í samræmi
við þær áætlanir, sem Fram-
ieiðniráð Evrópu hefði gert.
Morguxui nýs dags
í inannkynssögunni
Gylfi Þ. Gíslason, mennta-
málaráðherra, þakkaði hina
höfðinglegu og verðmætu bóka-
gjöf og kvað þjóðina í heild
komst m. a.
hower forseti lagt með ræðu á meta þann hug> er að bakj henni
allsherjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna fyrir rúmlega þremur ár-
um. „Einn liður þessarar áætl-
unar var að gefa út bækur,
lægi. Ráðherrann
svo að orði:
greinar og tæknilegar skýrslur
úr safni Kjarnofkunefndar
Bandaríkjanna", sagði sendiherr-
ann, „og bjóða þeim þjóðum,
sem áhuga höfðu á að fá þær,
en þó með því skilyrði að þær
láti kjarnorkunefndinni í té
samskonar efni og upplýsingar
frá vísindamönnum sínum. Is-
lenzkir sýndu mikinn áhuga á
þessu, og i febrúarmánuði s.l.
beiddist sendiherra íslands í
Bandaríkjunum þess formlega,
að slíkt safn yrði látið íslandi í
té.“ Sendiherrann kvaðst vona,
að kjarnfræðisafnið ætti eftir að
koma íslenzku þjóðinni og Há-
skóla íslands að miklum notum.
Hann skýrði ejnnig frá því, að
Ævintýramyndir í litum
sýndar í Stjörnubíói kl. 3 á morgun
Fjórar æfintýramyndir fyrir börn verða sýndar á
morgun kl. 3 í Stjörnubíói, á vegum MÍR,
Myndimar ei’U Gullna antí-
lópan, Ferðin til tunglsins, Ó-
þægi kettlingurinn og Púkk hug-
djarfj. Eru þetta bráðskemmti-
legar barnamyndir, auðskildar,
einnig ungum börnum. „Gullna
antílópan“ er teiknimynd í fögr-
um litum, sem var sýnd í Gamla
bíói fyrir nokkrum árum. „Púkk
hugdjarfi" er eftir kóreskri
þjóðsögu og mun börnum þykja
gaman að kynnast honum. Og
þá ekki síður að ráfa um skóg-
inn með óþæga kettlingnum eða
lenda óvænt í ferðalagi upp til
tunglsins.
„Við, sem lifum miðbik tutt-
ugustu aldar, lifum í rauninni
morgun nýs dags í mannkyns-
sögunni. Um þessar mundir má
segja að sé 200 ára afmæli iðn-
byltingaririnar. Tákn hennar var
gufuvélin, kolin og rjúkandi
reykháfar. Upp á þetta afmæli
hefur maðurinn haldið með því
að efna til annarrar iðnbylting-
ar, miklu stórkostlegri en hinnar
fyrri. Tákn hennar eru kjam-
orkuvísindin og kjarnorkuverin.
Þau munu gerbreyta lifsskil-
yrðum mannkynsins á næstunni,
ekki aðeins vegna þess, að orku-
framleiðslan mun margfaldast,
heldur einnig vegna nýrra skil-
yrða, sem kjamfræðin skapar í
læknisfræði, erfðafræði og fleiri
greinum náttúruvísinda.
Hver sú þjóð, sem vill ekki
eiga á hættu að verða stórlega
eftirbátur annarra í verklegum
efnum, verður að reyr.a að
fylgjast með því, sem er að ger-
ast í kjarnorkufræðum nútím-
ans. Af þessum sökum er bóka-
safn það, sem íslendingar hafa
nú eignazt um kjarnorkumál,
mjög mikils vert fyrjr þá. En á
gjöf þessari er einnig önnur hlið,
sem er ekki síður athyglisverð.
Hin nýja þekking hefur ekki að-
eins lagt mikið vald i hönd
Framh. á 10. eíðu