Þjóðviljinn - 19.01.1957, Page 5
Laugardagur 19. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Heildarfískaflinii í heiminum hefur
aukizt um 40 af hundraði á 7 árum
En á sama tima hefur fiskafíi Islendinga nœrri
þvi staBiS í staá, — mikil aukning siBan 1938
Aflamagn fiskveiðiflota heims jókst um 40%
á árunum 1948 til 1955, eða úr 19.400.000 rúm-
lestum í 27.700.000 rúmlestir. í sumum löndum
hefur aflamagnið tvöfaldazt eða meira á þessum
árum. Athyglisvert er að á þessum tíma hefur afla-
magn íslendinga svo til staðið í stað.
Frá þessu er sagt í skýrslu
sem Matvæla- og landbúnaðar-
s.tofnun SÞ, FAO, hefur ný-
lega gefið út. Skýrslan er
lyggð á gögnum frá 150 lönd-
nm og landsvæðum. Nákvæm-
Hr skýrslur eru um áflamagn-
ið í 75 löndum, sem veiða um
75% af heildaraflamagninu.
Skýrslur frá Sovétríkjunum eru
gloppóttar, en ef þær eru taldar
jrneð, eru sundurliðaðar skýrslur
inm 84% heildaraflamhgnsins.
jVIikiI aukning eftir
stríðið
Aflamagnið minnkaði að
sjálfsögðu mjög mikið á stríðs-
árunum og stóð nokkurn veg-
inn í stað fyrst eftir stríðið,
meðan verið var að endurnýja
fiskveiðiflotann.
Mesta fiskveiðiþjóð heims er
nú sem fyrr Japanir. Árið 1948
var aflamagnið í Japan
2.430.000 rúmlestir. Sjö árum
síðar, 1955, var það komið upp
i 4.720.000 rúmlestir, hafði nær
tvöfaldazt og var um 2.000.000
lestum mjeira en aflamagn
Eandarikjamanna, sem er önn-
nr mesta fiskveiðiþjóð heims.
Aflamagnið í Bandaríkjunum,
að Alaska meðtöldu, var
2.687.000 rúmlestir árið 1955.
Sovétríkin komu næst með um
2.500.000 rúmlestir.
Kína f jórða mesta
Íiiskveiðilandíð
Kína kemur næst með um'
2.000.000 rúmlestir árið 1955,
en aðeins tvö önnur lönd veiða
meira en milljón lestir árlega,
Noregur, 1.867.000, og Bret-
land, 1.099.700 Iestir.
Aukin framleiðsla mjöls
©g lýsls
Sá hluti aflans, sem breytt er
J mjöl og lýsi, hefur vaxið
mikið. 1938 var hann 656.000
lestir, en hann hefur vaxið ár-
lega síðan 1948, og var árið
1955 1.164.000 lestir.
Mikil aukning í Afríkvt
og Suður-Ameríku
Aflamagnið hefur aukizt alls
staðar, en mest í Afriku, Suð-
ur-Ameríku og Sovétríkjunum.
Fiskframleiðsla Afríkuþjóða
nær fjórfaldaðist á árunum
1938 til 1955, jókst úr 440.000
lestum í 1.620.000 lestir. Tafl-
an hér á eftir sýnir aukning-
una í hinum ýmsu álfum frá
1938 til 1955:
Afrika ....
N-Amerika
S-Ameríka
Asía .....
Evrópa
Ástnalía ..
Sovétrikin
1938 1955
440.000 1.620.000
3.150.000 3.800.000
230.000 760.000
9.350.000 11.280.000
5.540.000 7.650.000
80.000 110.000
1.520.000 2.500.000
ansjóvur o.s.frv.) eru mest
veiddir. Af þeim, veiddust um
7.000.000 rúmlestir árið 1954,
eða um 27% heildaraflans það
ár, sem var 26.600.000 rúm-
lestir.
Þorskur og honum skyldir
fiskar komu næstir, eða
4.200.000 lestir, 16%. 2.600.000
lestir veiddust af vatnafiskum,
eða 10%, og 2.500.000 lestir af
skelfiski, eða 9%.
Langmestur hluti aflans
kemur úr norðurhöfum, eða
18.700.000 rúmlestir, um 70%
af heildaraflamagninu í heim-
inum. I heitum höfum veidd-
ust 4.100.000 lestir (16%) og
1.400.000 í suðurhöfum, eða
5%.
VandfræSaástand í
Áusturríki vegna
flóttamanna
Nefnd sú sem annast mál
evrópskra flóttamanna hefur
tilkynnt að hún hafi nú ekk-
ert fé til að aðstoða ung-
verskt flóttafólk við að kom-
ast frá Austurríki, en nefndin
hefur greitt fargjöld margra,
þeirra sem þaðan hafa farið
til annarra landa.
Fulltrúi austurrísku stjórn-
arinnar hefur sagt að vand-
ræðaástand muni skapast í
Austurríki ef flóttamennirnir
verði ekki fluttir þaðan innan
skamms.
Það er athyglisvert hve mjög
aflamagn sumra þjóða í Suður-
Ameríku hefur aukizt á þessum
tíma og það eru einmitt þær
þjóðir sem stækkað hafa land-
helgi sína mest. 1 Chile liefur
fram,leiðslan vaxið úr 32.200
lestum árið 1938 i 214.200 árið
1955, eða um sjöfaldazt. Afla-
magnið í Perú hefur vaxið úr
35.900 lestum árið 1948 í
170.000 lestir árið 1955, eða
um fimmfaldazt.
Stöðnun í framleiðslut
Islendinga
Einna athyglisverðasta atrið-
ið í skýrslunni fyrir okkur Is-
lendinga, er að á sama tima
og margar þjóðir Evrópu hafa
stóraukið fiskframleiðslu sína
hefur framleiðsla íslendinga
staðið í stað. Er þar miðað við
árin 1948 til 1955. Ef hins
vegar er miðað við árin 1938 og
1955, hefur fiskframieiðsla Is-
lendinga aukizt meira en flestra
annarra þjóða, eða um rúmlega
70%. (Þess skal gætt að afla-
magnið 1948 byggðist að veru-
legu leyti á hinni óvenjulega
miklu veiði á Faxasíld það ár).
Fiskframleiðsla eftirtalinna Ev-
rópuþjóða hefur aukizt síðan
1938:
1938 1948 1955
Belgía 42.900 70.800 80.000
Danmörk (ekki Grænland) 97.100 225.900 425.300
Færeyjar 63.000 92.300 105.600
'Qríkkland 25.000 33.600 60.000
Holland 256.200 294.100 319.000
Island 274.300 478.100 480.300
Italía 181.200 156.600 217.900
Noregur 1.152.500 1.504.000 1.867.700
Portúgal 240.000 274.500 390.600
Spánn 408.500 547.200 762.800
Svíþjóð 129.200 193.900 200.000
Fiskframleiðsla Frakka og og sést á þvi, að Vestur-Þýzka-
Breta hefur heldur minnkað
táðan 1938, Frakka úr 530.300
'Jestum í 522.700 og Breta úr
1.197.800 í 1.099.700 lestir.
Þjóðverjar hafa hins vegar
aukið fiskframleiðslu sína eins
land eitt framleiddi árið 1955
776.900 lestir, eða 400 lestum
meira en allt Þýzkaland fyrir
strið.
Skýrslan sýnir að síld og
aðrir skyldir fiskar (sardínur,
Ðeyfilyf j anotkun hvergi
meiri en á Norðurlöndum
Danir nota meiri deyíilyf en nokkur önnur
þjóð, Svíar eru næstir þeim í röðinni
Neyzla deyfilyfja samkvæmt lyfseðlum er nú hvergi í
heiminum meiri en í Danmörku, ef miðað er við íbúa-
fjöldann. Neyzlan á mann er 60% meiri í Danmörku en í
Svíþjóð, sem kemur næst á eftir, ef miðað er við sex
algengustu deyfilyfin.
notkun, sem er mikið vandamál
viða um, heim.
Ráðið segist hafa vissa á-
stæðu til að ætla að hin ólög-
lega verzlun með eiturlyf eigi
upphaf sitt í löndunum fyrir
botni Miðjarðarhafs og í Aust-
ur-Asíu.
Frá þessu segir i skýrslu um
notkun deyfilyfja og eiturlyfja,
sem Efnahags- og félagsmála-
ráð SÞ hefur gefið út.
„Neyzla codeins, methadons
og ketobemidons er nú hvergi
meiri í heiminum en í Dan-
mörku, ef miðað er við fólks-
fjölda", segir í skýrslunni.
„Landið er annað í röðinni í
neyzlu morfíns og fjórða í
neyzlu pethidins og ethylmorf-
íns. Þegar allt er lagt saman er
neyzlan á mann ekki aðeins
mest í Danmörku, hún er 60%
m(eiri en neyzla sömu lyfja í
Svíþjóð, sem kemur næst“.
„Ef neyzla codeins og ethyl-
morfíns er ekki tekin með í
reikninginn, en mönnum hætt-
ir ekki eins til að verða þræl-
ar þeirra og hinna fjögurra
lyfjanna, er neyzlan í Dan-
mörku 11% meiri en í því landi,
Ástralíu, sem kemur næst“.
Ölögleg neyzla
I skýrslunni hvetur ráðið til
þess að hert verði baráttan
gegn hinni ólöglegu framleiðslu
eiturlyfja og segir það vera
bezta ráðið til að koma í veg
fyrir hina miklu ólöglegu eitur-
Betri skýrslur
Forstjóri dönsku lyfsölu-
stjórnarinnar segir í sambandi
við þessa skýrslu, að það sé
ekki misnotkun sem valdi því
að Danir eru þar efstir á blaði,
heldur það að í Danmörku séu
nákvæmari skýrslur um notkun
deyfilyfja en í öðrum löndum.
Því megi ekki gleyma að um-
rædd lyf komi læknum að miklu
gagni í baráttu við sjúkdóma,
og danskir læknar noti þau
ekki nema ástæða sé til.
Generálar Hitlers eru í
miklum metum meðal
stjórnarherra í Vestur-
Þýzkalandi, ekki sízt þeir
sem voru honum trúir og
dyggir til siðustu stundar.
Og Atlanzbandalaginu hef-
ur þótt tilhlýðilegt að
skipa Hans Speidel, sem
ábyrgð ber á morðum þús-
unda franskra föðurlands-
vina, í eitt æðsta herstjórn-
arstarf sitt. Þessi skál sem
drukkin er hér á myndinni
er því tímanria tákn. Til
vinstri situr Anderson, yf-
innaður herafla Breta í
Vestur-Þýzkalandi, en tll
hægri Kesselring marskálk-
ur, sem dæmdur var fyrir
stríðsglæpi eftir stríðið.
Myndin er tekin á þingi
sem fyrrverandi storm-
sveitarmenm og hermenn
Hitlers héldu i Dússeldorf
nýlega.
Stjórn bandaríska flugfélags-
ins Trans World Airlines hefur
sótt um leyfi til að hefja flug-
ferðir milli London og Kali-
forniu um heimskautssvæðið.
Er ætlunin að koma við á
Grænlandi á vesturleið en
fljúga viðkomulaust austur.
Leikkonurán
rffjaá npp og
kvikmyiiílaíl >
Lögreglap í Hollywood er
önnum kafin að rannsaka mál
kvikmyndastjörnurnar Marie Mc-
Donald, sem hvarf um daginn
og fannst tveim dögum siðar
labbandi allsnakin eftir þjóóvegi
úti í sveit. Leikkonan segir, a&
tveir menn hafi rænt sér úr
svefnherbergi sínu, og nú hefur
lögreglan látið hana „leika"
brottnámið og kvikmyndað það.
Blaðamönnum var bannaðuti
aðgangur að svefnhergisatriðun->
um, en lögregluþjónn lýsti fyrir,
þeim i hátalara öllu sem frant.
fór.