Þjóðviljinn - 19.01.1957, Page 6
Jg*)’ — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 19. janúar 1957
PIÓÐVIUINN
Útgefandi:
SameiningarfloJckur alpýðu — Sósíalistaflokkurinn
Hráefnisskortur frystihúsanna
í því hefur nokkuð borið
undanfarnar vikur að at-
vinna hafi reynzt stopul í
frystihúsum og fiskverkun-
arstöðvum. Flestir togaranna
hafa siglt með aflann óunninn
á erlendan markað og því að-
eins örfáir landað hér heima.
Gæftir hjá bátaflotanum hafa
verið lélegar og rýr aflabmgð
þá sjaldan gefið hefur á sjó.
Allt hefur þetta hjálpazt að
til að skapa verkefnaskort hjá
frystihúsunum og fiskverkun-
arstöðvunum í bænum þar
sem um eða yfir 400 manns
hafa venjulega atvinnu.
TJnda .þótt togaraútgerðin
-■-J sem slík kunni að telja sér
hag í því að stunda veiðar
fyrir uppboðsmarkað í Eng-
landi og Þýzkalandi meðan
sölur eru þar sæmilegar eða
góðar ber að hafa fleira í
huga. Það er staðreynd að
þjóðin fær í hendur miklum
mun meiri verðmæti fyrir
þann fisk sem lagður er upp
hér heima og unninn í frysti-
húsunum og fiskverkunar-
stöðvunum, auk þess sem sú
starfsemi skapar mikla at-
vinnu í landinu. Það er því
þjóðhagslegt tjón að flytja
afla togaranna óunninn á er-
lendan markað í stað þess að
leggja hann upp hér innan-
la”:ds til vinnslu. En þessi
vinnubrögð verða alveg fráleit
og óþolandi þegar það fólk
fer að skorta atvinnu sem
umið hefur að fiskverkuninni.
Kemur þar hvort tveggja til,
réttur fólksins til þess að því
sé sAð fyrir atvinnu við þau
störf sem það hefur stundað
og um leið hitt að frystihús
og fiskverkunarstöðvar hér
við Faxaflóa hefur oft vantað
vinnuafl þegar nægur fiskur
hefur borizt að landi. Sú
hætta vofir yfir frystihúsun-
um að þau missi af því fólki
sem fiskvinnu hefur stundað,
geti það ekki reiknað með
nokkum veginn stöðugri at-
vinnu. Og þá yrðu frystihús-
in í miklum vanda stödd þeg-
ar aflabrögð færu að glæðast
og nægur fiskur bærist að.
k tvinnuskortinum
J\
frysti-
húsunum og fiskverkunar-
stöðvunum verður að mæta nú
þegar með þvi að beina tog-
urunum á veiðar fyrir inn-
lendan markað eins og' sósíal-
istar bentu á í bæjarstjóm í
fyrradag þegar þetta mál var
þar til umræðu. Og alveg sér-
staklega hvílir sú skylda á
forráðamönnum bæjarfélags-
ins að láta atvinnuþörf bæj-
arbúa sitja í fyrirrúmi þegar
afla togara bæjarútgerðarinn-
ar er ráðstafað. Það em lítil
hyggindi að láta bæjartogar-
arta hvem af öðmm sigla með
aflann á erlendan markað á
sama tíma og atvinna er lítil
eða engin hjá því fólki sem
byggt hefur afkomu sína á
starfsemi frystihúsanna og
fiskverkunarstöðvanna. Hér
þarf að taka skjótlega til
hendi og tryggja frystihúsun-
um og fiskverkunarstöðvunum
nægilegt hráefni þannig að at-
vinna fólksins verði eins
stöðug og kostur er. Og þetta
er auðvelt að gera með því
að draga úr siglingunum á
erlendan markað en auka
landanir fyrir heimamarkað-
inn.
Bjarna orðið brátt
Qtundum þegar Morgunblaðs-
^ h "fundar og aðrir játend-
ur afturhaldsstefnu hafa reynt
að skýra fyrir sér og öðmm
orsök þess, að róttæk alþýðu-
hreyfing er tiltölulega sterk
meðal tslendinga, hafa þeir í
bræði sinni talið þjóðina ó-
gáfaðri og óvitrari en aðrar
þjóðir. Það væri skýringin.
Islendingar sæju ekki við sós-
íalismanum, skyldu ekki
„hætturnar“ af öflugri, rót-
tækri alþýðuhreyfingu.
T^egar það dugar svo ekki að
■ skamma tslendinga fyrir
heimsku og fáfræði, er hlaup-
ið í hitt hornið. Það er gert á
spaugilegan hátt í dálki
Bjarna aðalritstjóra Ben. í
Morgunblaðinu í gær. Honum
er orðið brátt að sjá árang-
urinn af ofstækisskrifum
Morgunblaðsins, og trúir ekki
sínum eigin augum: Sósíal-
istaflokkurinn hrynur ekki,
Aiþýðubandalagið sundrast
ekki, ríkisstjórnin heldur velli
hvernig sem hvín í tálknum
Morgunblaðsins. Illur gmnur
sezt að aðalritstjóranum:
Oak Ridge í Tennessee í Bandaríkjunum, þar sem kjarnalUeyft efni í fyrstu kjarnorkusprengjurnar
var framleitt.
Leitecð nýrra leiða til afvopn-
unar og öryggis Evrópu
Gjaldþrot valdstefnunnar vi&urkennt I
Vestur-Þýzkalandi og Bandarikjunum
Itígbúnaðarkapphlaupið set-
* ur svip sinn á fjárlaga-
„Geta þau undur skeð að á
sama tíma sem fylgið hrynur
af kommúnistum í öllum vest-
rænum löndum þá haldi ís-
lenzkt fólk áfram að gera
flokk þeirra sterkan og á-
hrifaríkan hér á landi?“ Sam-
kvæmt málvenju Morgun-^
blaðsins mun hér átt við Sós-
íalistaflokkinn. Og nú er ekki
farið að skamma þjóðina,
heldur em henni slegnir gull-
hamrar, með fyrirvara þó:
„Við Islendingar höfum talið
okkur trú um, ef til vill (!)
með réttu að alþýðumenntun
væri hvergi betri en í okkar
landi. Við værum með öðrum
orðum ein jafnbezt menntaða
og upplýsta þjóð í heimi.“
¥7'kki er von að Bjarni eða
aðrir Morgunblaðsmenn
dragi af þessu rétta ályktun.
Þó liggur hún nærri. Einmitt
vegna þess að Islendingar em
„ein jafnbezt menntaða og
upplýsta þjóð í heimi“ geigar
hinn skynlausi blekkingar-
áróður Bjama Ben. og kump-
ána. Af s"mu orsök dugar
ekki svartasta afturhaldi Is-
fmmvarpið, sem Eisenhower
forseti sendi Bandaríkjaþingi
í vikunni. "Otgjöld ríkisins em
áætluð 71.800 milljónir doll-
ara. Af þessari upphæð renna
næstum þrír fjórðu hlutar
beint og óbeint til vígbúnað-
ar. Einna mesta athygli hef-
ur vakið, að stjómin leggur
til að fjárveiting til smíða á
fjarstýrðum flugskeytum og
tilrauna með þau verði 2000
milljónir dollara, en það er
þriðjungs hækkun frá yfir-
standandi fjárhagsári. Fjár-
austurinn í þessa grein vopna-
smíða sýnir, að þar er nú
vígbúnaðarkapphlaupið ákaf-
ast. Flugskeytasmiðir telja,
að þess verði skammt að bíða
að bæði Bandaríkin og Sovét-
ríkin ráði yfir flugskeytum,
sem hægt verði að skjóta
meginlandanna á milli með
vetnissprengjur. Ekki er vitað
að menn eygi neina möguleika
á vörn við slíkum skeytum.
•
TTvað sem langdrægum, sjálf-
stýrandi flugskeytum líður
er það staðreynd,.að tvö stór-
veldi hafa nú tök á að leggja
mestalla heimsbyggðina í eyði.
Hvort um sig telur sér óhætt
að beita gamaldags vopna-
valdi á sínu áhrifasvæði,
vegna þess að hitt muni ekki
hætta á gereyðingarstyrjöld
nema það telji sjálfri tilveru
sinni ógnað. Slíkt „jafnvægi
skelfingarinnar," eins og
Churchill kallaði ástandið ?
heiminum eftir að ljóst var
orðið að bæði Bandaríkin og
Sovétríkin réðu yfir vetnis-
sprengjum, er æði óstöðugt
og viðsjárvert. Það hlýtur að
hafa í för með sér æðisgeng-
ið vígbúnaðarkapphlaup og ó-
vissan og öryggisleysið sem
því fylgir hvílir eins og mara
á þjóðunum. Viðleitninni til að
binda endi á kalda stríðið með
afvopnun og lausn deilumála
með samningum er því gefinn
vaxandi gaumur.
•
T Tm tíma voru ráðamenn í
Bandaríkjunum svo vissir
um tækniyfirburði þeirra yfir
Sovétríkin að þeir töldu sér
sigur visan í vígbúnaðarkapp-
hlaupinu, og því enga ástæðu
til að taka afvopnunarmálin
alvarlega. Á síðustu árum
Erlend
tlðlndt
■$>
lands skálkaskjól Rússagrýl-
unnar eins vel og lærimeist-
urunum Göbbels þýzka og
MaeCarthy hinum bandaríska.
Vegna menntunar og menn-
ingar íslenzku þjóðarinnar
dugar ekki að afhenda naz-
istadeild Sjálfstæðisflokksins
áróður og „framkvæmdir"
gegn verkalýðshreyfingu og
sósíalisma á íslandi. Vegna
menntunar og menningar Is-
lendinga mun Sjálfstæðis-
flokknum ekki takast að flýja
frá íslenzkum þjóðfélagsveru-
leik, heldur neyðast til, hér
eftir sem hingað til, að mæta
hinni róttæku verkalýðshreyf-
ingu Islands á innlendum
vettvangi. Og íslenzkt fólk
mun halda áfram að gera rót-
tækan verkalýðsflokk sterkan
og áhrifaríkan, vegna reynsl-
unnar af þeirri baráttu.
hefur þetta viðhorf breytzt.
Thomas Finletter, sem á sín-
um tíma var flugmálaráð-
herra í stjórn Trumans, og
var þá fremstur í flokki þeirra
sem töldu Bandaríkjunum vís-
an algeran sigur í kalda stríð-
inu ef nógu miklu fé væri
ausið í flugherinn og kjarn-
orkuvopnin, hélt ræðu í New
York í síðustu viku. Þar stað-
hæfði hann, að Bandaríkin
stefndu rakleitt út í stórstyrj-
öld ef ekki væri breytt um
stefnu og megináherzla lögð
á að ná samkomulagi um af-
vopnun stórveldanna. „Við
gerum alls ekki neitt til að
hefta vígbúnaðinn, undirrót á-
takanna milli ríkjanna,“ sagði
Finletter. „Ef við höldum á-
fram á þessari braut, og ekki
verður annars vart en að það
sé ætlunin, þá orkar ekki tví-
mælis að við stefnum út í
styrjöld og erum að búa okk-
ur undir að til styrjaldar
komi áður en mjög langt líð-
ur“.
•
Fh-egnir frá Bandaríkjunum
*■ upp á síðkastið hafa bent
til þess, að sumir embættis-
menn Bandaríkjastjórnar væru
Finletter sammála um að
taka yrði afvopnunarmálin
fastari tökum en gert hefur
verið. Fullyrða kunnugir að
þar sé fremstur í flokki Har-
old Stassen, ráðunautur Eis-
enhowers í afvopnunarmálum.
Á öndverðum meiði við hann
eru Dulles utanríkisráðherra
og herforingjamir í yfirher-
ráðinu, sem mega ekki til þess
hugsa að hömlur verði lagðar
á vopnabúnað. Tillögur um
afvopnun, sem Lodge, fulltrúi
Bandaríkjanna, flutti þingL SÞ
á mánudaginn, ganga mun
skemmra en Stassen vildi, en
þar er þó gengið lengra til
móts við sjónarmið sovét-
stjórnarinnar en áður í banda-
rískum afvopnunartillögum.
•
iTtillögurnar eru frekar
óákveðnar, og segja frétta-
menn að það sé með ráði gert,
ýtarlegri tillögur verði lagðar
fram þegar afvopnunamefnd
SÞ kemur saman á lokaða
fundi. Bandaríkjastjórn fæst
ekki enn til að fallast á bann
við kjarnorkuvopnum, en hún
leggur til að komið verði á
eftirlitskerfi, sem tryggi að
ekkert ríki geti aukið birgðir
sínar af kjarnorkuvopnum.
Sömuleiðis leggur hún til að
allar tilraunir með langdræg
flugskeyti verði settar undir
alþjóðlegt eftirlit og tryggt
að þeim verði „einungis beitt
í þágu vísindarannsókna. Til-
lögur Breta, sem Noble flota-
foringi flutti þingi SÞ degi
síðar en Lodge, snúast einnig
að verulegu leyti um flug-
skeytin. Þar er lagt til að
banna framleiðslu á fiugskeyt-
um, sem borið geta kjarn-
orkusprengjur, og kafbátum,
sem hægt er að skjóta þeim
frá.
TITikla athygli vakti, að
■*■'■*■ Noble tók fram að brezka
stjórnin hefði öryggismál
Evrópú til áthugunar og hún
teldi mjög koma til álita til-
löguna um að erlendir herir
yrðu á brott úr löndum Mið-
og Austur-Evrópu. Innan
Bandarikjastjórnar.. hefur;
Stassen hreyft .þessari tillögu,
sem upphaflega er komin frá
sovétstjórninni, en Dulles hef-
ur lagzt gegn henni og orðið
hlutskarpari. Sovétstjórnin
hefur tekið tillöguna upp í
sína afvopnunaráætlun, sem
Sépiloff utanríkisráðherra
flutti þingi SÞ í vetur. Þar
Framhald á 9. síðu.
i