Þjóðviljinn - 19.01.1957, Qupperneq 10
Bulandstindur
Framhald af 1. síðu.
um öðrum áratug, sýnir
aðdáun mína á Búlands-
tindi, er. ekkert nýtt fyr-
irbæri. Hún er svo:
1.
Allra fjalla fegurstur
íinnst mér Búlandstindur,
klettastalla konungur
Stlýfur himinsindur.
2.
Búlandstindur beltafagur
brýzt úr himinflæði,
ihann er eins og æsku-
dagur
eða hugsað kvæðj.
Þriðja vísan er upp-
haf að kvæðinu Álfa-
dans, ort fyrir álfadans
á Djúpavogi 1923.
Búlandstindur brúna-
hvass,
brýnir í skýjum nöf,
eins og gamall gylfi
gnæfir’ann yfir höf.
Tiikum sprett, — klett af
klett,
ikyndum bál á ís.
Norðurljósin prýða vora
paradís.
Enn segir svo um Bú-
'landstind í Kveðju til
æskustöðvanna, flutt á
Austfirðingamóti 14. 2.
1937:
Ber ég þér kveðju
Búlandstindur,
íjallajöfur
ffurðulegi,
hamragoði
iivass á brúnir,
heiöurssmíð
hagleiksjötna.
í fórmála að þessu
rímaða átthagaávarpi.
segir svo: Yfir þessu ein-
kennilega og fagra kletta-
ríki þrumir Búlandstind-
ur með konunglegri tign
og veldi. Hálsfjall heitir
drottning hans og er
hinn rismikli Tókugils-
hamar eða Tókagilsham-
ar kóróna hennar. Fyrir
stafni Búlandsdals legg-
ur konungurinn tröllauk-
inn arm um herðar konu
sinni. En í ytra haldast
þau í hendur og leggur
hinn bragandi Háöldu-
foss syngjandi blessun
sína yfir þúsund ára
handfang þeirra kon-
ungshjónanna.
— — — En þrátt fyrir
alla dásemd og hrifn-
ingu, sem Búlandstind-
ur hefur veitt okkur
hinum, eru ekki allir eða
hafa verið sammála um
fegurð hans. Á það bend-
ir eldgamall vísupartur,
sem ég lærði endur fyrir
löngu. Hann hljóðar svo:
Brotnað hef ég á báðum
fótum
á Búlandstindi furðu
Ijótum.
Ef einhver kynni að
kunna botn eður fram-
hald þessarar gömlu
vísu, væri fróðlegt fyrir
Málshættir
Sjaldan brýtur gæfu-
maður gler.
Sínum augum lítur
hver á silfrið.
Margur verður af aur-
um api.
Óskastundina að komast
i kynni við það.
*
Hlynur Berglandsson“.
Já, við þökkum Hlyni
kærlega fyrir hans
skemmtilega innlegg. Um
hendingarnar síðustu er
það að segja, að þær eru
úr löngu kvæði, sem
nefnist Hrakfallabálkur.
Sá, sem þar segir frá er
að rekja sögu sína og
feril sinn um landið, frá
æsku til elli. Sá ferill er
heldur hrakfallasamur og
rneðal annars lendir
hann í slysiúu á Bú-
landstindi. Eru hugrenn-
ingar hans um þetta
fjall skiljanlegar út frá
forsendunni: Það er ljótt
þar, sem maður verður
fyrir óhöppum, saman-
ber hið gagnstæða í orð-
um bóndans: —: Það er
fallegt hérna, þegar vel
veiðist.
Nafnagátur
Hálft er nafn á hafi
úti. Hálft í hendi mér.
Maður kom á bæ og var
spurður að heiti. Hann
svaraði: Ég heiti það
sem ég er. Hvað hét
maðurinn?
Þegar mamma er
að baka
Baddi litli: Mamma,
af hverju þegir þú allt-
af, þegar þú ert að
baka?
Mamma: Hvað ætti ég
svo sem að segja?
Baddi: Þú gætir til
dæmis sagt: Baddi minn,
viltu ekki fá þér köku?
Syngdu oftar
í útvarpið,
Jón Múli!
Vinkona okkar austan
fjalls skrifaði blaðinu
okkar í fyrra og óskaði
eftir upplýsingum um
Jón M. Árnason útvarps-
þul. Óskastundin birti þá
mynd af Jóni með ýms-
um upplýsingum um
hann. í októberlok í ]
haust fengum við ann-
að bréf frá þessari vin-
konu okkar. Hófst bréf-
ið á þessum orðum:
,,Kæri ritstjóri. Ég má
víst skammast mín of-
an í hrúgu fyrir að vera
ekki fyrir löngu búin að
skrifa þér og þakka þin-
ar ágætu undirtektir,
sem bréf mitt fékk hjá
þér. Ég óskaði eftir að
þú segðir mér eitthvað
um Jón M. Árnason út-
varpsþul, 1 og var sú ósk
upp'fyllt að mínum dómi.
Ég skal segja þér í trún-
aði, að ég hafði lengi
mynd af honum í eldhús-
inu hjá mér og var það
mjög uppörvandi, fannst
mér, við heimilisstörfin.
Ég bið kærlega að heilsa
honum, ef þú hittir hann,
og segðu honum að mér
finnist hann syngja allt
ol sjaldan í útvarpið"
Skömmu eftir að ritstjór-
inn fékk þetta bréf, hitti
hann Jón Múla á götu
og bar honum þessa
kveðju frá M. Gunnars-
dóttur. Þetta er ekkert
launungamá), og við ger-
um ráð fyrir að fleiri
lesendur taki undir
þessa kveðju.
Og nú kemur mynd af
tízkudömu úr Keflavík
syðra, sú er við minnt-
umst á í síðasta blaði.
Heiða, 11 ára, í Kefla-
vík, lætur þessar línur
Pósthólfið
Ég óska eftir að kom-
ast í bréfaviðskipti við
stelpu á aldrinum 10—11
ára.
Hlín Aðalsteinsdóttir
Þiljuvölluin 32
Neskaupstað.
6 y n-f?! i
Hugann lilekkir geynia,
heimur svekkir mig,
eg á hér ekki heima
og enginn þekkir mig.
K. N.
K. N., sá sem orti
þessa vísu, hét Kristján
Júlíus, var Vestur- ís-
lendingur, og eitt þekkt-
asta kímniskáld, sem
við höfum átt. Þessi vísa
stingur i stúf við kveð-
skap hans yfirleitt, og er
ekki ólíklegt, að Óska-
stundin birti seinna eitt-
hvað af léttara tag eftir
Káinn = K. N.
fýlg.ia: „Kæra' Óska-
stund! Ég hef alltaf ætl-
að að senda þér ein-
hvérjar af kerlingunum
mínum, en það hefur
dregizt. Ég er alltaf
að teikna og teikna ekk-
ert nema kerlingan þeg-
ar ég má ráða, og nota
hverja einustu stund ti!
þess. Þær eru nú ekki
nógu góðar, en ég sendi
þær samt“.
Jæja, — svo að Heiða
kallar þetta kerlingar,
hvernig skyldu þá sjálf-
ar silkisólirnar ungu líta
út? Ef þetta eru sanhan-
lega kerlingar úr Kefla-
vik, þá hljóta þær að
hafa einhver töframeðul
til þess að halda fegurð
sinni og æsku. Og okkur
dettur reyndar stra;c í
hug, að þær fari snemma
að hátta á kvöláin,
snemma á fætur á
morgnana, taki eina
skeið af þorskalýsi og
borði snöggsoðinn hafra-
graut, minnugar á það,
sem Óskastundin sagði
einu sinni: ■— . Hafra-
grautur og lýsi eru hjón.
Strákur eða ...
Nútímaböm ganga
þannig til fara að ekki
er alltaf gott að átta sig
á því um hvort kynið
er að ræða. Um daginn
kom krakki i nýtízku-
galla inn í búð hér í
bænum. Afgreiðslumað-
urinn snéri sér að hon-
um og sagði: „Hvað var
það fyrir þig, sti'ákur?".
,,Sagðir þú strákur?
Ég skal segja þér — ég
er stelpa innan undir
fötunum“.
10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 19. janúar 1957
Flogíð yfir heim-
skautið til geim-
geislarannsókna
Um miðjan næsta mánuð fer
flugvél frá félaginu SAS með
þrjá norska og sænska vísinda-
rnenn í flugferð yfir norður-
heimskautið. Eiga þeir að gera
rannsóknir á geimgeislum.
Prófessor Sandström í Uppsöl-
tim, fyrirliði leiðangursins, seg-
ir að sig gruni að rannsóknirn-
ar leiði í ljós að fjögur segul-
skaut séu á norðurhveli .jarðar.
Flogin verður sú leið sem vél-
ar SAS munu fara i væntan-
legu áætlunarflugi milli Norð-
urlanda og Tokyo.
Bœkur til
Háskólans
Framhald af 3. síðu.
mannsins, heldur einnig þungar
skyldur á herðar hans, ekki að-
eins skapað 'honum skilyrði til
auðsældar, heldur einnig ti.l eyði-
leggingar. Ef hin nýja þekking á
að verða mannkyni til góðs og
góðs eins, verður sérhvert ríki
að vera réttlátt samfélag frjálsra
og góðviljaðra manna, þar sem
ríkisvaldið er þjónn mannsins,
■en maðurinn ekki þjónn þess.
Jafnframt verða þjóðimar að
vinna saman að sameiginlegri
fltvinnulíf Ung-
verja í lamasessi
fetarfsmenn SÞ, sem sendir
voru til Búdapest til að kynna
sér þörf Ungverja á aðstoð
erlendis frá, skiluðu skýrslu í
gær. Segir þar, að matvæla-
skortur muni verða í Ungverja-
landi nema erlend aðstoð komi
til fram að næstu uppskeru.
Leggja embættismennirnir til
að Matvæla- og landbúnaðar-
stofnuninni eða Rauða krossin-
um verði falið að sjá um þá að-
stoð.
Kolaskortur háir öllum iðnaði
Ungverjalands, segir í skýrsl-
unni. Framleiðslan er um 45.
000 tonn á dag að meðaltali en
er að öllu eðlilegu 80.000 tonn
á dag. Raforka er 75% af því
sem eðlilegt er. Matvælaiðnað-
ur er bezt á vegi staddur af
iðngreinunum, þar eru afköst
60% af því sem eðlilegt má
telja. I léttaiðnaði er samsvar-
andi tala 45%, þungaiðnaði
20% og byggingariðnaði 10%.
Málmiðnaður má heita að liggi
niðri.
Ðúizt er við að 200.000 Ung-
verjar verði atvinnulausir í lok
fyrsta ársfjórðungs yfirstand-
andi árs og 300.000 um mitt
sumar.
velferð sinni, bróðurhugur verð-
ur að móta samskipti þjóðanna“.
Tóin í hella-
búum sumra
Kuwatli, forseti Sýrlands,
sagði fréttamönnum í Indlandi
í gær, að Sýrlendingar hefðu
keypt vopn af Sovétríkjunum
til þess eins að vera færir um
að verja hendur sinar. Sýrland
yrði aldrei fylgiríki Sovétríkj-
anna né nokkurs annars stór-
veldis.
Hernaðarbandalög við stór-
veldi geta ekki fært neinu
smáríki öryggi, sagði Kuwatli,
þau kalla þvert á móti yfir það
hættu.
Hann kvað talið um að
löndin við botn Miðjarðarhafs
væru hernaðarlegt og pólitískt
tóm vera fráleitt, hinsvegar
hlyti að vera tóm í kolli þeirra
sem héldu slíku fram.
I dag hefst i Kairó ráðstefna
þjóðhöfðingja Egyptalands,
Saudi Arabíu og Jórdans og
forsætisráðherra Sýrlands.
Sovétríkin og Kína
Framhald af 12. síðu.
kommúnistar yrðu þess megn-
ugir að berjast eins ötullega
fyrír þá og Stalín hefði gert.
Krústjoff kvað það rétt vera
að hann hefði gagnrýnt Stalín
og það myndi hann halda áfram
að gera eftir því sem þörf
krefði.
Brezkum hergögnum skipað á land í Port Said í
innrás Breta og Frakka í Egyptalandi.
Báðir fá nokkuð
Macmillan forsætisráðherra
bætti í gær 29 aðstoðarráðherr-
um í stjórn sína og er hún þá
að heita má fullskipuð. TVær
embættaveitingar vekja mesta
athygli. önnur er sú að sir
XX X
NPNKIN
Edward Boyle, sem fór ur
stjóm Edens til að mótnaæla á-
rásinn^ á Egyptaland, er að-
stoðarráðherra í menntamiála-
ráðuneytinu. Hin er skipun
Julian Amery yfir fjármála-
deild hermálaráðuneytisins,
Amery er fremstur í flO’kki
þeirra þingmanna Íhaldsflokks-
ins, sem voru andvígir því aÓ
hætt væri við herferðina gegn
Egyptum. Hann er tengdason-
ur forsætisráðherrans.