Þjóðviljinn - 01.02.1957, Side 3

Þjóðviljinn - 01.02.1957, Side 3
Föstudagur 1. febrúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Ágætur hátíðafundur Hlífar Félaginu bárust ýmsar góSar g)afir og fjöldi árnaðaróska Á sama tíma og ýmis félög afboöuðu í útvai'pinu í fyrrakvöld fundi og samkomur, vegna hríðar og ófærðar, tilkynnti Hlíf í Hafnarfirði að hátíöarfundur hálfrar aldar afmælis félagsins yrði haldinn. Á hátíöafundi þessum voru stofnendur félagsins, þeir sem enn eru á lífi og núverandi formaður félagsins, aæmdir guljmerki þess. Hlíf barst fjöldi heillaskeyta og nokkxar góðar gjafir. 1 iipphafi fundarins lék Lúðrasveit Hafnarfjarðar und- ír stjóm Alberts Klahn. For- maður Hlífar, Hermann Guð- mundsson, setti hátíðafundinn með stuttri ræðu. Kvað hann 50 ár ekki langan tíma í sögu þjóða, en samt væri Hlíf eitt af elztu verkalýðsfélögum lands- ins. Fóikið sem við viljxnn sér- staklega heiðra. Hann vék að hinni erfiðu bar- áttu þeirra sem fyrir 50 árum börðust samtímis við skilnings- og sinnuleysi stéttarsystkyna sinna og fjandskao allsráðandi atviimurekendavalds. Það er þettaj, fólk sem við viljum sér- stakiega heiðra nú. Við eigum því allt að þakka. Við eigum þ\ í að þakka að við eigum nú sterk verkalýðssamtök. Þá ræddi hann þahn þátt sem Hlíf hefur átt í flestum at- vinnu- og framfaramálum Hafn arfjarðar. Hann kvað Hlíf all- oft haft orðið að heyja harða baráttu, stundum fyrir sjálfri tilveru félagsins, en það væri ánægjulegt að minnast þess að Hlifarmenn hefðu alltaf stað- ið saman á örlagastundum. „Hlíf hefur alltaf hlotið það sæmdarheiti að vera kölluð rót- tæk. Bezta afmælisósk mín til félagsins er að félagsmenn heitstrengi að standa jafnvel sanian um baráttumál sín eft- irleiðis og þeir hafa bezt gert hingað til“, sagði Hermann. Guð gefi oss máhilegt hallæri ! Giis Guðmundsson, er samið hefur afmælisrit Hlífar, er út var gefið á 50 ára afmælinu, rakti nokkur atriði úr sögu fé- lagsins, en þó engu síður hina almennu baráttusögu íslenzkr- ar a'iþýðu, allt frá þvi að vist- arskylda var lögboðin með Pín- ingsdómi 1490, þegar mektar- bændur landsins létu lögleiða — til að koma í veg fyrir myndun sjávarþorpa og kaup- staða, — að allir sem ekki væru bændur skyldu ráða sig sem vinnufólk, ella sæta sektum. Stórbændavaldið sleppti ekki þessum tökurn fyrr en í fulla hnefana. Þetta gekk jafnvel svo langt að snemma á 38. öld voru sett ákvæði um að setja þá hreppstjóra úr embætti er sek- ir reyndust um að framfylgja vistarskylduákvæðinu slælega. Og maður einn var á þessum árum hýddur inn í vinnu- memiskuna og börn hans 2 sett á sveit. M.a. las Gils upp kafla úr bréfi frá klerki einum og mekt- arbónda, nokkni fyrir aldamót- in, þar sem hann segir á þessa leið: „örðugur finnst mér bú- skapurinn verða. Mikið staf- ajr það af vinnuíólkseklu og ræktarleysi og hirðuleysi hjúa, sem hér er orðið yfir- gnæfandi. Kaupgjald flýgur líka upp með ái-i hverju, og ég sé ekki hvernig maður fundinum, en bíllinn bilaði við Grafarholt og komst hann því ekki á fundinn. Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri hljóp í skarðið og las gamalt afmælis- kvæði Hlífar eftir sr. Sigurð Einarsson, Aðstaðan fyrr og nú. Hannibal Valdimarsson, for- seti Alþýðusambandsins flutti næst stutta ræðu. Hann ræddi um það atriði að margir voru á stofnfundi Hlífar en aðeins 40 Þeir fluttu Hlíf árnaðar- óskir Kristján Jóns- Mágnús Guöjóns- Bergþór Alberts- son son son að alþýðufólk á Islandi stæði svo vel saman sem því bæri og þörf væri á. Hannibal færði Hlíf fagra blómakörfu frá Alþýðusam- bandinu. Stefán Gunnlaugsson bæjar- Hermann Guðmundsson formaður Hlífar talar. — Eins og þið sjáið var sviðið fagunega skreytt í til- efni afmœlisins. getur ''haldið við bú eftir nokkur ár, éf slíku fer fram og drottinn tekur ekki í taumana með duglegu hall- æri, bæði til að lækka of- dramb hjúa' og allan ofvöxt eyðsluseminnar. Það er oft nærri komið að mér að biðja í kirkjubæn- inni: Gef oss mátulegt liall- æri og næga di-epsótt til að gera landhreinsun og benda hverjum til hvað hann er.“ Brauðtryðjendur heiðraðir. Að lokinni ræðu Gils voru brautryðjendur Hlífar heiðrað- ir. Fonnaður fól Hanniba! Valdimarssyni, forsetá Alþýðu- sambandsins, að framkvæma þá athöfn. Las Hannibal upp út- drátt úr fundargerð orðunefnd- ar félagsins um að allir stofn- endur félagsins, sem enn eru á lífi, og núverandi formaður Hlífar, er verið hefur formað- ur þess lengur en nokkur ann- ar, skyldu sæmdir gullmerki Hlífar. Þessir stofnendur voru mætt- ir á fundinum til að taka móti gullmérkinu: Hallbjörg Þórðar- dóttir, Borghildur Níelsdóttir, Guðmundur Jónasson, Albert Kristinsson og Jón B. Péturs- son. — Tveir stofnendanna, Bjarnasína M. Oddsdóttir og Gunnlaugur Hildibrandsson gátu ekki mætt á fundinum. Söngur og lestur. Næst söng Kristinn Hallsson nokkur lög við undirleik Fritz Weisshappei. Halldór Kiljan Laxness ætlaði að lesa upp á Haiinibal Valdi- marsson höfðu kjark til að gerast stofn- endur. Hann kvaðst þekkja þetta frá eigin reynslu á Vest- fjörðum. Og fyrst það hefði getað gerzt um 1930 þá hefði slíkt ekki verið undarlegt um aldamótin, — þegar atvinnu- rekendur höfðu öll ráð verka- fólksins í hendi sér. Engin samtök hafa gert meira til að þoka þjóðfé- laginu í rétt- lætisátt, en verkalýðssab- tökin, sagði hann. Rifjaði hann upp þá aðstöðu sem verkalýðssam,- tökin hafa nú náð. Nú hefur það gerzt í fullkominni kyrrð, sagði hann, að sjómenn hafa fengið fullan orlofsrétt viður- kenndan. Verkalýðssamtökin hafa fengið aukna íhlutun nm st jórn atvi nnuleysistry gginga- sjóðs, átlu 1 en hafa nú 2, — og þurfa að fá fleiri. Verka- menn og engir aðrir eiga að ' ráða þeim sjóðum. Nú hefur ríkisstjórnin heitið 1 millj. kr. íil að byrja með á fyrsta orlofsheimili verkalýðs- samtakanna. Ákveðið er að kaxipa 15 nýja togara, sem þýðir aukna at- vinnu, meira atvinnuöryggi. Hannibal kvað kjarna verka- lýðssamtakanna vera að al- þýðufólk stæði saman. Mikið hefði áunnizt í því efni, en margt væri enn óunnið til þess Stefán Gunn- laugsson stjóri talaði næstur. Ræddi hann einkum um þátt Hlífar í framfaramál- um bæjarins og nefndi þar sérstaklega byggingu verkamanna- skýlis, kaup gömlu bryggj- unnar, bygg- ingu nýju bryggjunnar, byggingu verkamanna- bústaða, stofn- un Bæjarútgerðarinnar og kaup Krýsuvíkur. Skýrði hann frá því að bæj- arstjórn hefði ákveðið að gefa Hlíf lóð við Vesturgötu 6 und- ir væntanlegt hús sitt. Konur í kolavinnu. Sigurrós Sveinsdóttir, for- maður Verkakvennafélagsins Framtíðin, talaði næst. Konur voru meðal stofnenda Hlífar og voru í félaginu nokkur ár, þar til ákveðið var að þær stofnuðu eigið félag og ræddi hún um aðstoð Hlífar við að ná samningum og fá verka- kvennafélagið viðurkennt. Þegar ég var ung stúlka í Hafnarfirði, sagði hún, ók- um við kou- urnar kolimi myrkranna á milli, þá var siður að vinna þar til hvert skip var afgreitt. Við ókum 3 saman kohnn á handvagni, ein dró vagninn en hinar ýttu og gættu þess að pokarnir dj-ttu ekki niður. Þá var fiskur þveginn úr köldum sjó, sein ausið var í kör in. — Eg býst við að ungu stúlkunum í dag þætti þetta skrítin vinnubrögð og ekki fyr- ir sig. Sameiginleg gjöf. Þá skýrði Sigurrós frá því að Framtíðin, Sjómannafélag Hafnarfjarðar og Iðju félags verksmiðjufólks hefðu ákveðið að færa Hlíf vandað skrifborð að gjöf, og afhentu formenn félaganna gjöfina. Kveðja bræðrafélagsins. Hannes Stephensen, formað- ur Dagsbrúnar flutti Hlíf kveðjur og árnaðaróskir Dagsbrúnar. Kvað hann þessi bræðra- félög hafa átt mikla og nána samvinnu sl. 50 ár, og þann tíma sem hann hefði mesta reynslu af þeirri sam- vinnu hefði Hannes Stephen- sen Sigurrós Sveins- dóttir hún ætíð verið hin tryggasta, og ætíð ríkt einn hugur um sameiginlegar ákvarðanir. Tilkynnti hann að Dagsbrún hefði ákveðið að gefa Hlíf seg- ulbandsupptökutæki. Árnaðaróskir. Kristján Jónsson, formaður Sjómannafélags Hafnarfjarðar, Magnús Guðjónsson, formaður Iðju, félags verksmiðjufólks og Bergþór Albertsson fulltrúi leigubílstjórafélagsins Neista fluttu Hlíf því næst beztu af- mælisóskir. Enginn var mættur frá Félagi vörubílaeigenda í Hafnarfirði (en vörubílstjórar voru árum saman deild í Hlíf), en það sendi bréf með tilkynn- ingu um 1000 kr. gjöf í styrkt- arsjóð Hlífar. Luðrasveit Hafnarfjarðar lék milli dagskráratriða, m.a. al- þjóðasöng verkalýðsins. Að síð- ustu sleit Hermann Guðmunds- son formaður Hlífar hátíða- fundinum með stuttu hvatn- ingarávarpi. MUNIÐ ■ j Kaííísöluna í Haínar- stræti 16. KH»KI

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.