Þjóðviljinn - 01.02.1957, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 1. febrúar 1957
IÍTSALA
r
a
VEFNAMRVÖRUM
OG BÚTUM
Blússueíni, Kjólaefni, Velour,
Jersey, Rifs, Gaberdine, Gallasaiin,
Fóður o. fl.
GLUGGATJALDAEFNI
ýmiss konar
Allt með mjög miklum afslætti.
FELÐUR h.f.
ÚTSALA
r
KÁPUM
Nýtt úrval af alls konar ullarkápum
fyrir börn, unglinga og fullorðna.
MIKIL VERÐLÆKKUN
FELDUR h.f.
ÚTSALA
r
DRÖGTUM
KJÖLUM og
POPLÍIVKÁPUM
FELDUR h.f.
ÚTSALA
r
HÖTTUM og
HÚFUM
á börn og fullorðna.
FELDUR hJ.
LAUGAVEGI 116.
Taniilivöss tengdaiiiamina
Framhald af 6. síðu.
draga í efa. Unnustu hans
leikur Þóra Friðriksdóttir og
gerir það lýðum ljóst að hún
hefur erft nokkuð af ráðríki
og skapi móður sinnar, eplið
fellur aldrei langt frá eikinni.
Framsögn hennar er nokkuð
einhæf enn sem komið er,
enda hefur leikkonan ekki
náð fullum þroska, en glæsi-
legri og eigulegri brúður hef-
ur ekki lengi sést á leiksviði.
Árna Tryggvasyni tekst
furðuvel að lýsa skozkum upp-
runa svaramannsins og sjó-
liðans Carnoustie, gera hann
hæfilega ólíkan umhverfinu,
þótt ekki hafi hann neina mál-
lýzkuna við að styðjast. Og
skoplegur og skemmtinn er
hann í bezta lagi, fyndinn í
svörum og öruggur í hverri
raun, og þarf engum á óvart
að koma. Sjóliðinn skozki
krækir að lokum í brúðar-
meyna Dafne, það máttu
reyndar allir vita fyrir. Sig-
ríður Hagalín lýsir hinni lífs-
glöðu og heilbrigðu stúlku á
sannfærandi hátt, hún er lag-
leg, hæfilega léttlynd og ást-
leitin og býður af sér góðan
þokka.
Meðferð höfundanna á Edie
Bæjarpósturinn
Framhald af 4. síðu.
þess, að ég tel mestum hluta
yngri kynslóðarinnar gert
rangt til, ef við gerum ráð
fyrir að ungir menn verji svo
til öllu eyðslufé sínu í vín og
tóbak, en séu svo hugmynda-
snauðir, að þeir sjái ekki aðr-
ar lystisemdir en þessar, auk
kvikmynda, þótt ekki vilji ég
amast við þessu sé það í hófi“.
— ★
PÓSTURINN BJÓST reyndar
alltaf við því, að „kostnaðar-
áætlun“ hans mundi sæta
gagnrýni, enda sízt að furða,
þar eð hún var bæði einhæf
og ófullkomin að ýmsu öðru
leyti. Bréfritari telur, að
„mestum hluta yngri kyn-
slóðarinnar“ hafi verið gert
rangt til með umrædda áætl-
un. Það má vel vera. Ekki
held ég þó, að „mestur hluti
yngri kynslóðarinnar“ kaupi
bækurog tímarit neitt að ráði,
a.m.k. ekki bækur eða tíma-
rit, sem verulegur fengur er
að lesa, þvi miður. Þá tel ég
ekki loku fyrir það skotið, að
ungur maður, sem kaupir
grammófónplötur og plötu-
spilara, reyki líka einn pakka
af sígarettum á dag. Hitt er
annað mál, að þær „lystisemd-
ir", sem bréfritari nefnir, eru
miklum mun æskilegri en þær,
sem taldar voru upp í Póstin-
um á sunnudaginn var, og sízt
væri það Póstinum móti skapi,
þótt meiri hluti yngri kyn-
slóðarinnar girntist þær frem-
ur. Þegar áætlað var í sunnu-
dagspóstinum, að hver bíó-
ferð kostaði 20 krónur, þá
var ekki eingöngu átt við
verð aðgöngumiðans, heldur
líka strætisvagnafargjöld fram
og til baka, svo og hitt, að
fjölmargir bíógestir kaupa sér
eitthvert slikkerí til að japla
á, meðan þeir eru „í bíó“. En
eins og bréfritari bendir rétti-
lega á, getur fjölmargt komið
til greina að teljast með í
svona lagaðri „kostnaðaráætl-
un“, og væri nógu gaman að
fleiri segðu sitt álit.
frænku er smíðagalli á leikn-
um, þessi móðursjúka pipar-
mey barmar sér og grætur í
sífellu, rekur sömu harma-
töluna miklu oftar en góðu
hófi gegnir, Útlit og látbragð
Auróru Hálldórsdóttur hæfa
vel hlutverkinu, hún bjargar
því með eirtlægni sinni og lát-
lausum mainnlegum skilningi,
gerir það sízt af öllu afkára-
legra en efni standa til. Nína
Sveinsdóttir leikur hina á-
gengu skrafskjóðu nágranna-
konuna skýrt og skemmtilega,
og er einnig á réttum stað.
Framsögn þennar hlýðir að
vísu ekki 1 alltaf ströngum
reglum leiklistarinnar, og það
væri synd að segja að hún
fari mjúkúm höndum um
galla þessarar konu. Loks er
Steindór Hjörleifsson ágætur
í gervi prestsins, ótvirætt góð-
menni í sjón og raun, sann-
kallaður mannasættir. Þau eru
ekki merkileg orðin sem hon-
um eru lögð í munn, en klerka-
stéttin má vera hreykin af
þessum geðþekka starfsbróður
sínum á sviðinu.
Leikstjóri er Jón Sigur-
björnsson og vinnur verk sitt
af mikilli kostgæfni og sýni-
legri lagni, leikurinn er
snurðulaus og vel æfður, allt
gengur eins og í sögu. Hér er
um frumraun að ræða, ekki
erviða að vísu, en árangurinn
vel sæmandi vönum leikstjóra.
Setustofu Hornettshjónanna
og útsýnið þaðan hefur Haf-
steinn Austmann málað af
smekkvisi og góðum skilningi,
híbýli þessi bera svip hins
enska smáþæjar og vitna um
þrifnað og reglusemi húsmóð-
urinnar sem þar ræður ríkj-
um. Þýðing Ragnars Jóhann-,
essonar er lipur og létt og rit-
uð á góðu máli, en áhrifa frá
frummálinu gætir á stöku
stað.
Áhorfendur skemmtu sér
forkunnar vel og tóku leikn-
um með kostum og kynjum.
Enda þótt leikritið sé hvorki
nýstárlegt né merkilegt í
neinu, fór hér á sömu leið og
í Lundúnum: allir hlógu sig
máttlausa, ungir og gamlir,
það var eins og þeir heyrðu
gamanmál þessi í fyrsta sinn.
Á. Hj.
Auglýsið í
Þjóðviljanum
Húsnæðismál
Framhald af 12. síðu.
húsnæðismál á þessu þingi. Hvað
sem öðru liði mætti ekki draga
úr íbúðabyggingum í Reykjavík,
og treysti hann því að ríkis-
stjórnin miði aðgerðir sínar við
það. Hinsvegar væri skaðlaust
að dregið væri úr byggingum ó-
hófsibúða.
Gunnar játar
Gunnar Thoroddsen viður-
kenndi að lögin frá 1929 um út-
rýmingu heilsuspillandi kjallara-
íbúða hefði orðið pappírsgagn.
Hannibal svaraði: Hvers
vegna urðu þau pappírsgagn?
Vegna þess að Reykjavíkur-
bær sveikst uni að fram-
kvæma þau.
Bágur viðskUnaður
Sýndi hann fram á hvernig
íhaldsstjórnin skildi við húsnæð-
ismálastjórn í algeru öngþveiti
og féleysi og hugsaði um það
eitt að láta úthluta því sem til
var fyrir kosningar.
Það væri rétt að allt of lítið
fé hefði fengizt til lána síðasta
ársfjórðunginn, þó ríkisstjórnin
hefði útvegað 7 milljónir króna
hefði það hrokkið skammt.
Minnið að bila?
Auk þeirra sem þegar er getið,
tóku Jón Kjartansson, Páll
Zóphoníasson og Jóhann Jósefs-
son til máls. Minnti Jóhann að
hann hefði fyrstur þingmanna
orðið til að biðja* um „frelsi" í
byggingamálum meðan hið
„grómtekna ófrelsi“ fjárhagsráðs
Sjálfstæðisflokksins lá á þjóð-
inni!
Tillaga Gunnars var felld og
frumvarpið afgreitt sem lög.
Fiskirannsóknir
Framhald af 12. síðu.
sýnishorn átu, sem safnað væri
með tæki þessu af brezkum
kaupskipum frá mörgum svæð-
um í norðurhluta Atlanzhafs.
Fram til þessa hefðu rannsókn-
ir stöðvarinnar þó ekki náð til
íslenzkra hafsvæða.
Dr. Henderson kom hingað
til lands sl. laugardag. Hann
mun halda heimleiðis í dag.
Vegir og færð
Framhald af 1. síðu.
umferðin brátt komast í sæmi-
legt horf. Ruðningsmenn Vega-
gerðarinnar hafa sannarlega
átt erfiða daga undanfarið, má
segja að lengst af bæði nætur
og daga hafi einhverjir þeirra
verið að starfi einhverstaðar.
STAÐA FULLTRCA
■
i
við Almanna tryggingaumboöiö í Hafnaríirði, og j
Gullbringu- og Kjósarsýslu, er laus til umsóknar. j
Laun samkv. VII. flokki launalaga.
Skriflegar umsóknir, þar sem tilgreind sé
menntun og fyrri störf, sendist undirrituöum fyr- j
ir 28. febrúar n.k.
■
Bœjarfógetinn í Hafnarfir'öi.
.........................................
BIFREIÐAGEYMSLA
SÍMI 5065