Þjóðviljinn - 03.02.1957, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.02.1957, Blaðsíða 6
)Í) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 3. febrúar 1957 tMÓÐyiLllNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn Saltfisksflokkurinn ' ¥ Tndanfarna daga hefur ^ Þjóðviljinn rifjað upp nokkur dæmi úr sögu salt- fiskhringsins þann aldarfjórð- ung sem hann hefur haft ein- okun á sölu þessarar mikil- vægu framleiðsluvöru. Að sjálfsögðu hefur fæst af starfsháttum þessa einokunar- fyrirtækis komizt á almanna- vitorð, þannig að þau dæmi sem rifjuð hafa verið upp að þessu sinni eru aðeins örfá sýnishorn, en þó bregða þau upp skýrri mynd af starfs- hátíum Thorsaranna og að- ferðunum sem þeir hafa beitt i fjárplógsstarfsemi sinni á þeésu sviði. 1 ¥*egar Thorsararnir náðu ein- ■ okun á saltfisksölu íslend- inga 1S32 voru þeir sjálfir stórframleiðendur og höfðu þess vegna hag af því að saltfiskframleiðsla á íslandi væri sem arðbærust. En þeir komust fljótt að raun um að það var hægt að græða á saltfiski á einfaldari og á- hættuminni hátt, er einokun- arverzlunin var komin í þeirra hendur. Enda drógu þeir jafnt og þétt úr útgerð sinni og fiskiðnaði, en hertu um leið tökin á afurðasölunni, þar til svo var komið að þeir fram- leiddu sjálfir ekki einn ugga af saltfiski, þótt þeir seldu a!!a framleiðslu fslendinga. 1 ðferð Thorsaranna var sú að þeir smokruðu sér inn í milliliðastéttina í löndum þeim sem kaupa saltfiskinn af okkur. Umboðsmaður þeirra á Italíu, Hálfdán Bjarnason, varð brátt umsvifamikill heildsali og smásali þar syðra, unz svo var komið að ítalsk- ir fisksalar kvörtuðu undan því að enginn gæti fengið ís- lenzkan saltfisk, nema þeir sem höfðu gróðafélag við Hálfdán Bjarnason. Þannig var Thorsurunum smátt og smátt tryggður heildsölu- og smásölugróði á ítalíu, og hef- ur svo verið ástatt um langt skeið. Nemur þessi gróði án efa mjög háum upphæðum; m.a. fengu Thorsaramir stór- fellt ,,lán“ hjá fyrirtækinu Bjarnason & Marabotti á ítal- íu, þegar þeir byggðu Hjalt- eyrarverksmiðjuna! En þegar svo var komið fór það að verða augljóst hagsmunamál Thorsaranna að lækka fisk- verðið til íslenzkra framleið- enda, svo að milliliðagróðinn yrði sem hæstur erlendis, enda eru þess mörg dæmi að ítölskum fiskljaupmönnum hef- ur verið neitað um íslenzkan saltfisk, enda þótt þeir byðu mun hærra verð en Hálfdán Bjarnason; fyrsta dæmið um það var þegar Gismondi var mútað 1933, en síðan hefur ekki þurft að beita svo kostn- aðsrsömum aðferðum; Thors- ararnir hafa aðeins neitað að selja fiskinn í skjóli einok- unar sinnar. F>að er samvalinn hópur sem ■ hefur stjórnað þessari ein- okun allan tímann. Æðsti maðurinn hefur verið Richard Thors, sá sem talinn hefur verið slyngastur fjármálamað- ur Thorsættarinnar. Kristján Einarsson, framkvæmdastjóri SlF, hefur verið handgenginn honum frá upphafi vega, og ekki haft verra af, eins og sagan um ,,sex handa þér“ sýndi á skemmtilegan hátt. Gunnar Guðjónsson skipa- miðlari hefur að heita má haft einokun á að annast salt- fisksendingar til ítalíu og fengið drjúgan hlut fyrir. Þessi hópur er samvalinn, og hann hefur ekki látið neitt uppskátt um þessa viðskipta- hætti; sannanirnar hafa hins vegar bon'zt frá viðskiptalönd- unum. l?n þessi hópur er ekki að- eins samvalinn í saltfisk- sölu; alla þessa menn er að finna í innsta hring Sjálf- stæðisflokksins. Og það er að sjálfsögðu engin tiiviljun. Ól- afur Thors formaður Sjálf- stæðisflokksins, Richard Thors formaður saltfisk- hringsins og Kja’.fan Thors formaður atvinnurekendasam- bandsins m.m. hafa með sér hina fullkomnustu verkaskipt- ingu. Pólitisk völd Sjálfstæðis- flokksins eru hagnýtt til þess að tryggja auðmönnum Thors- ættarinnar völd og gróða. Ól- afur Thors útvegar SlF ein- okun á saltfiski og Richard sér svo um að hagnýta að- stöðuna; og allt er notað sem ríkið getur látið í té til þess að auðvelda gróðabrallið, þannig eru saltfisksalar ættar- innar á ítalíu, Grikklandi og Spáni allir jafnframt ræðis- menn íslenzka ríkisins! Starfshættir Thorsættarinnar hafa smátt og smátt orð- ið svo fullkomnir að hliðstæð- ur eru vandfundnar,nema þá helzt hjá vissri tegund félags- skapar sem | m skeið átti mik- ið blómaskeið í Chikago í IBandarikjunum. Það er stund- um sagt að íslendingar hafi mikinn pólitískan þroska, en völd Thorsættarinnar í stjórn- málum og efnahagsmálum verða aldrei talin sönnun þeji. Það er t.d. óhætt að fullyrða að annarstaðar á Norðurlönd- um myndi jafn blygðunarlaus svikamylla ekki geta viðgeng- izt. Ef itjórnmálamenn þar hefðu orðið uppvísir að nán- ustu tengslum við aðra eins fjárplógsstarfsemi og tíðk- azt hefur í saltfiskmálum yrðu þeir samstundis útlægir úr pólitísku lífi. Flokkar þeirra myndu hafna þeim um- svifalaust — einnig íhalds-'®’ flokkar — og kjósendur myndu snúa við þeim baki með fyrirlitningu. Það er fyr- ir löngu kominn tími til að við íslendingar tökum upp meiri þrifnað í stjórnmálum, Víðar er Guð en í Görðum um tónlist í Ríkisútvarpinu og í Tékkóslóvakíu -------------------------- Antonin Dvorák ÞORSTEINN VALDIMARSSON ’ Fyrir einu eða tveimur ár- um flutti frú Guðrún Sveins- dóttir tónlistarerindi í útvarp- ið og lék þá stutta kafla úr verkum óþekktra höfunda frá fjarlægum þjóðum, þar á með- al frá Indlandi og Balí og þátt úr píanótónverki kín- versku, þar sem austur og vestur höfðu runnið saman í þvílíkri eyrnalyst að hverjum hlustanda hlaut að verða minnistætt. Ég var alltaf að búast við þvi næstu vikur og mánuði að það kæmi nú á daginn að þarna hefði verið byrjunin til þess, að Ríkisútvarpið opnaði hlustendum sínum fleiri glugga en hingað til út að tónheimum hnattarins. Fjöl- breytni þeirra er nú einu sinni slík, að hún verður seint könn- uð. Þar koma til greina mis- munandi tónkerfi, sönghættir, hljóðfæri og hverskonar þjóð- leg og persónuleg sérkenni. Gömlu plötumar ættu ekki að þurfa að ganga sér allt of fljótt til húðar, vegna þess að ekki sé nægra kosta völ. Auðlegðin er þvert á móti óþrotleg sem ókönnuð bíður, jafnvel í hlaðvarpanum, hvað þá handan við fjöllin. Því miður rættust nú ekki þær vonir, sem ofangreint er- indi vakti um fjölbreytilegri tónlistarflutning Ríkisútvarps- ins. Enda þótt það flytji mik- ið af hinni fegurstu tónlist er valið of einstrengingslega bundið ákveðnum löndum og höfundum, rétt eins og það vilji gleymast, að víðar er þó guð en í Görðum. Jafnvel tón- list fjölmargra nálægra þjóða er þar lítt kynnt eða ekki, t.d. þjóðleg tónlist velsk, spönsk, grísk, tyrknesk, arabísk, eða frá sumum löndum Austur- Evrópu, o. s. frv., — svo að það er ef til vill ekki að furða, þó að t.d. hljóm vínunnar, móður allra strengjahljóðfæra, muni varla hafa borið þar fyrir eyru, né þó að Hindole Raga, sá óður kærleikans, sem tilheyrir döguninni og árstíð vorsins, og hefur verið leikinn ! Indlandi öldum saman, hafi ekki ennþá heyrzt hér í morg- unútvarpinu. Því vek ég nú máls á þessu, að útvarpið flutti þá frétt nú og kennurn valdamiklum leið- togum að hlíta ákveðnum sið- gæðisreglum. Og þá er það verkefni brýnast og nærtæk- ast að vaska saltfisksflokkinn svo um munar. í vikunni, að því hefðu bor- izt hljóðrit að- gjöf frá Tékkóslóvakíu, sem ættu að geta orðið okkur skjágluggi út að því mikla tónlistarlandi, sem okkur, og ég hygg raunar umheiminum yfirleitt, er of ókunnugt sem slíkt, enda þótt sú væri tíðin, að það væri með réttu kallað „konservatóríum Evrópú'. Ef til vill væri ekki úr vegi að rifja upp af þessu tilefni nokkur nöfn úr sögu þessarar gáfuðu tónlistarþjóðar, sem raunar er ein merkasta menn- ingarþjóð álfunnar, — og t.d. ekki minni bókaþjóð en vér teljum oss, svo að utan Norð- urlanda eru íslenzkar bók- menntir fornar og nýjar hvergi kunnari en þar. Tónlist hefur þó verið þar enn almennari en bókfræðin. Á 18. öld var enginn sá barna- skóli í Bæheimi, að ekki væri kennd þar tónlist ásamt lestri og skrift, að því er enski sagnaritarinn Burney færir í frásögur. Qg fer það að lík- um, að á þeim breiða grund- velli hlaut að rísa list alþjóð- leg að gildi. Áþján alþýðu undir lénsskipulaginu og und- irokun þjóðarinnar af erlendu valdi lá að vísu eins og farg á skapandi hæfileikum hennar, en ei að síður áttu Tékkar hinn merkasta þátt í þróun evrópskar tónlistar um alda- skeið. Meðal fjölmargra skapandi snillinga i kirkjutónlist, sem enn njóta viðurkenningar, má þannig nefna Cernhorský (d. 1742), Jan Zach (d. 1773), Simon Brixi (d. 1735), Oel- schlegel (d. 1788) og Jan Kozeluh (d. 1814). Og við sögu sinfóniu og söngleikja og annarra tónlistargreina kemur aragrúi snillinga, sem margir hverjir störfuðu erlendis, og höfðu viðtæk áhrif (sóiútu- formið sjálft er t.d. tékkneskt að uppruna); má þar nefna Václav Stamic, hirðhljóm- sveitarstjóra í Mannheim (d. 1761), sem var brautryðjandi í sinfónískri tónlist, Jan Ze- lenka, kennara Glucks og Tar- tinis, fiðlusnillinginn og tón- skáldið Jan Zach og píanó- snillinginn Frantisek Benda, Antonin Rejcha, kennara Berli- oz og Gounods, Josef Mysli- vecek, sem varð einn fremsti meistari ítölsku óperunnar (samdi um þrjátíu óperur) og fyrirrennari Mozarts sjálfs, sem lærði mikið af stíl hans og hvatti t.d. systur sína til að kynna sér tónverk hans gaumgæfilega. Eftirmaður Mozarts sem hirðtónskálds í Vínarborg var aftur Leopold Kozelu, og Jirí Benda var rót- tækur brautryðjandi á sviði óperunnar (d. 1795), þar sem hann hóf talað orð til önd- vegis á kostnað aríunnar, köra og tvísöngva. Á fyrri helmingi 19. aldar kemur fram fjöldi ágætra tón- skálda, sem leggja grundvöll- inn að þjóðlegri tékkneskri tónlist; þar eru fremstir í flokki Jan Tomásek (d. 1850) og Frantisek Skroup, höfund- ur fyrstu þjóðlegu óperunnar, sem er samin 1834 og inni- heldur m.a. lagið „Kde domov muj?“ (Hvarer heimili mitt?), sem nú er þjóðsöngur Tékka, — er of langt að þylja þau nöfn öll, en með starfi þeirra var brautin rudd fyrir srtill- ingana, sem fram koma í fyll- ingu timans á siðari helmingi aldarinnar, þegar undirokun austurríska og ungverska keisaradæmisins varð þjóðinni æ tilfinnanlegri og frelsisþrá hennar tók að brjótast fram í ljósum logum. Þar kveiktist funi af funa, og á altari heimslistarinnar munu skær- ustu eldarnir loga ófölskvaðir um aldir fram: verk Bedriehs Smetana og Antonin Dvoraks. Smetana (1824—’84) samdi átta óperur, og lýsir þar ým- ist glæstri fortíð þjóðar sinn- ar, lífi hennar í samtíð sínni eða þeirri framtíð sem hún þráir — og á því máli sem þjóðin skildi og hún hafði sjálf lagt honum á tungu, hversu sterkum persónuein- kennum sem verk hans var að hinu leytinu gætt. Með óper- um hans, hinu mikla sinfón- íska verki „Ma vlast“ (Ætt- land mitt) og fjölda verka í smærri formum var ný tékk- nesk tónlist borin í heiminn, í senn þjóðleg og alþjóðleg að gildi. Dvorak fylgdi fast í fótspor fyrirrennara síns; 12 söng- leikir hans, 9 sinfóníur og 5 sinfónísk ljóð, 11 óratóríur og kantötur og urmull annarra verka af öllu tagi, þar á með- al um 20 kvartettar, og skal aðeins nefna Moravísku dú- ettana og Slavnesku dansana, sem komu út í Berlín 1878 fyrstir af verkum hans og gátu höfundi sínum nær um- svifalaust heimsfrægð og v-i'ktu athygli á menningu þjóðar hans, sem ekki var lit- Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.