Þjóðviljinn - 03.02.1957, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.02.1957, Blaðsíða 4
4) ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 3. febrúar 1957 íííí SKÁKIN Ritstjóri: FREYSTEINN ÞORBERGSSON Skákmeistarinn Guðmundur Arnlaugsson 3P j Það voru mörgum lesandan- um leið umskipti, er Guðmund- ur Amlaugsson lét af iöngu og fórnfúsu starfi sem ritstjóri þessa þáttar. Var þátturinn meðan Guðmundur annaðist hann einhver vinsælasti skák- þáttur, sem sézt hefur í nokkru blaði á íslandi. Þarf naumast að taka fram, að ritstjómin hélt í Guðmund svo lengi sem hægt var. Maðurinn er hins- vegar svo störfum hlaðinn, ég nefni sem dæmi umfangsmikla kennslu við menntaskólann og háskólann, ásamt ritstörfu.m o.fl., að svo fór að lokum, að þættinum varð að fórna. En sú er bót í móli fyrir skák- unnendur, að þeir, eiga þess kost að hlusta á Guðmund í skákþætti útvarpsins öðru hverju. Guðmundur Arnlaugsson er maður sem hlýtur virðingu og vinsældir hvar sem hann legg- ur hönd á plóginn. Fer og upp- skeran eftir þvi. Valda því mannkostir hans, ósærplægni, mikil vinnuafköst, hagsýn stjórnsemi o.fl. Skiptir þá ekki máli hvort plægja skal mis- frjóa hugarreiti unglinga í mennta- eða háskóla, stýra liði daufdumbra trémanna gegn fræknum andstæðmgum á Ðanmerkur- eða íslandsþingi, eða á Ólympíumóti. Eða hvort stjórna skal og skipa til sókn- ar sundurleitum hópi skák- manna, í taugaæsandi keppni við berserki annarra þjóða. Skiptir og engu, hvort vígvöll- urinn heitir Reykjavík, Kaup- mannahöfn, Munchen, Buenos Aires, Helsingfors, Amster- dam, Moskva eða hver veit hvað, Guðmundur hefur eiginlega aldrei teflt neitt að ráði, enda aðeins sinnt skák lítillega í hjáverkum á stundum. Það vekur því furðu að hann skuli þegar hafa unnið ýmsa stór- sigra heima og heiman, einnig á þessum vettvangi svo sem t.d. að sigra í hörðum flokki meistara á Danmerkurmóti, á þeim tíma sem Danir enn réðu mestu á íslandi, sækja háan vinningafjölda á Ólympíumóti og verða taflkóngur fslands. Þegar ég fer þess á leit við Guðmund, að hann sýni mér einhverjar af skákum sínum og segi mér nokkur orð um feril sinn, er það hvergi nærri auðsótt mál, enda er maðurinn fúsari og vanari að gefa föður- leg ráð heldur en að tala um sjálfan sig. Er það og vani minn að leita til hans er góðra ráða er þörf. Mér tekst þó að lokum að fá hann til þess að rifja upp gamlar minningar frá Hafnarárum sínum. Þá er bjöminn unninn. „Hvenær lærðir þú að tefla Guðmundur?" „Það mun hafa verið þegar ég var í 1. bekk menntaskólans veturinn 1927 eða 1928“. „Hvemig atvikaðist það?“ „Eg gætti bókasafns skól- #uis og komst þá yfir bók sem ég fór eitthvað að grúska í. Það var víst innbundið skák- tímarit, í uppnámi minnir mig. Upp úr því fór ég að tefla. Það var mikill skákáhugi í menntaskólanum þá, einkum í fyrsta bekk. Man ég að 1. bekkingar gerðust svo djarf- ir að skora á allan skólann í keppni við 1. bekkinga. Þótti þá mörgum að lítill færðist mikið í fang. Mættu efribekk- ingar illa til leiks og 1. bekk- ur fór með sigur af hólmi“ „Varst þú með í þeirri keppni?“ „Nei, við Baldur Möller þótt- um þá ekki liðtækir, en feng- um að vera varamenn". „Og það þurfti ekki á vara- mönnum að halda?“ „Nei“, segir Guðmundur brosandi. Guðmundur tefldi fyrst í Taflíélaginu þegar hann var í fjórða bekk og vann sig þá upp í 1. flokk, sem þá var efsti flokkur hérlendis. Að afloknu stúdentsprófi sigldi Guðmundur til náms í Kaupmannahöfn og lauk þar fyrrihlutaprófi í stærðfræði 1936. Á þessum árum tefldi Guð- mundur í Studentemas Skak- förening, sem um það leyti varð sterkasti skákklúbþur Danmerkur. Vann hann sig upp í meistaraflokk þegar 1934, með því að Harald Enevoldsen og hann urðu efstir í 1. fl. Har- ald er bróðir Jens Enevoldsen, sem enn á Norðurlandametið í blindskák og telst bezti skák- maður Dana fyrr og síðar, að Bent Larsen undanskildum. Það var skemmtileg tilviljun, er þeir Harald og Guðmundur hittust 22 árum síðár sem borð- félagar í Moskvu og vom þá fyrirliðar fyrir sitt Ólympíu- liðið hvor, annar fyrir Dan- mörku hinn fyrir ísland. Skömmu áður en Guðmund- ur hélt til fslands 1936, tefldi hann tveggja skáka einvígi við Christian Poulsen, sem það ár var valinn til þess að tefla fyr- ir Danmörku í Múnchen og tefldi einnig í Moskvu í fyrra. Guðmundur sjgraði með IV2 gegn %. Guðmundur hóf kennslu við Menntaskólann á Akureyri 1936 og kenndi þar til þess er hann hóf seinnihluta- nám í Kaupmannahöfn á út- mánuðum 1939. Skömmu eftir að Guðmundur var kominn noiður 1936, barst honum bréf frá Danmörku, þar sem þess var farið á leit, að hann tefldi fyrir Danmörku á Ólympíuskákmótinu í Múnch- en. Ekki hafði Guðmundur svarað bréfinu, er það fréttist að íslendingar hyggðu til þátt- töku á sama móti og Guð- mundur væri meðal útvaldra þátttakenda fyrir ísland! Sú varð og raunin, að Guð- mundur tefldi fyrir. ísland og hlaut ásamt öðrum ungum manni, Árna Snævarr, hæst vinningshlutfall íslendinganna. Sljákkaði þá nokkuð í þeim röddum sem talið höfðu, að þeir Snæv.arr og Guðmundur væru of ungir og óreyndir til slíkrar farar, en um val þeirra höfðu staðið harðar blaðadeii- ur. Árið 1939 var Guðmundur elmiig með hinni sigursælu sveit, sem sótti konungsbikar- inn til Buenos Aires. Hlaut Guðmundur þar 75 af hundraði, sem er mjög glæsileg frammi- staða, þótt hún hyrfi að vísU í skuggann hjá hinni einstæðu sigurröð Jóns Guðmundssonar, sem vann ellefu síðustu skák- irnar. Guðmundur lauk embættis- prófi í stærðfræði og hliðar- greinum hennar, eðlisfræði, efnafræði og stjörnufræði, í janúar 1942. Skömmu áður en hann fór til Buenos Aires, hafði hann lítt æfður og nýkominn frá Akureyri unnið í meistaraflokki á skákþingi Danmerkur, með þátttöku svo sterkra skák- manna sem Wiggo Clausen og Haírtvig Nilssen, svo einhverj- ir séu nefndir. Hafði hann því þátttökurétt í landsliði Dana. Þessi réttindi notfærði Guð- mundur sér aðeins tvisvar, eða árin 1941 og 1943, í bæði skipt- in með ágætum árangri. Er Guðmundur hafði lokið Framhald á 9. síðu. Guömundur Arnlaugsson við skákborðið: VERZLUNIN HELMA, ÞÓRSGÖTU14 afgreiðir barnafatapakka næstu daga FAGMANNESKJA VELUR BARNAFÖTIN Verð sem hér segir: 2 baraateppi .... á kr. 42.00 pr. stk. kr. 84.00 6 bleyjur - — 9.00 — — — 54.00 6 bleyjur - — 7.35 — — — 44.10 4 naflabindi .... - — 3.00 — — — 12.00 4 skyrtur - — 10.95 — — — 43.80 2 ullarbolir .... - . — 13.00 — — — 26.00 4 treyjur - —- 23.35 — — — 93.40 6 buxur - • — 10.95 — — 65.70 2 sokkabuxur .. - . —- 17.95 — — — 35.90 4 handklæði .... • — 20.75 — — — 83.00 1 baðhandklæði stærð 1x1 m .. - — 46.50 — — — 46.50 2 þvottapokar .. - — 5.00 — — — 10.00 1 barnasápa .... - — 4.00 — — — 4.00 1 púðurbaukur Johnson .... - — 16.50 — — — 16.50 1 kremtúba .... - — 14.65 — — — 14.65 1 bómullarpakki Johnson steril - — 3.25 — — — 3.25. 1 kippa öryggisnælur - — 2.00 — — — 2.00 1 m. plastdúkur - — 17.00 — — — 17.00' kr. 655.80 10% afsláttur, ef tekinn er heill pakki. kr. 65.58 kr. 590.28 SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU VERZLUNIN HELMA, Þórsgötu 14 — Súni 1877 fltsölunni 1 verSur lokiS eftir rtokkra I daga I Nýtt úrval aí töskum j Sama lága veröiö. NotiÖ síöasta tækifæriö. TÖSKUBCÐIN LAUGAVEG 21 Dregið á þriðjudag í 2. flokki

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.