Þjóðviljinn - 08.02.1957, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 08.02.1957, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagiu- 8. febrúar 1957 tUÓÐVILIINN Útgejandi: Sameiningarflokkur alpýðu — Sósíalistaflokkurinn J____________________________J Utaiiríkisráðherra 02 hernámið /^uðmundur I Guðmundsson utanríkisráðherra komst m.a. þannig að orði í útvarps- umræðunrm sl. mánudag: beldisverkin í Ungverja- landi og ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs fela í sér slíka hættu og ógnun fyrir all- ar frjálsar þjóðir, að það yrði að teljast óverjandi andvara- leysi að gera ráðstafanir til að draga úr vörnum á meðan hættuástand það og óvissa ríkir í heiminum sem nú er“. að hefði farið vel á því ef utanríkisráðherra hefði treyst sér til að færa rök að þessu mali sínu en ekki látið sér nægja almenn áróðursum- mæli, en af einhverjum ástæð- um hafði ráðherrann rök- stuðning sinn ekki tiltækan. Hvers vegna eru „ofbeldis- verkin í Ungverjalandi" rök- semd fyrir því að íslendingar verði að sætta sig við það of- beldi sem felst í erlendu her- námi, þrátt fyrir samþykkt Alþingis og yfirlýsingu núver- andi stjórnar ? Hvað kemur til að „ástandið fyrir botni Mið- jarðarhafs" þarf að leiða yfir Islendinga ástand sem er ó- samboð’ð sjálfstæði og virð- ingu þjcðarinnar. 17'n utanríkisráðherra reynir sem sagt að halda því fram röksemdalaust að ástand- ið í heiminum hafi gerbreytzt síðan Alþingi gerði ályktun sína 28. marz í fyrra um brottför hersins og ríkis- stjórnin hét að framkvæma hana í stefnuyfirlýsingu sinni 24. júlí i sumar. í hverju eni aðalbrevt’ngarnar þá fólgnar? Það hefur orðið uppreisn í Urgverialandi, sem sýndi að Vprsjnrbandalagið er mun ve’kara en talið hafði verið. Þsssi uppreisn kann að hafa mikil áhrlf, en sízt af öllu er hún rókstuðningur fyrir stefnu hernáms og yalda- keppni. Uppreisnin hefur nú verið brotin á bak aftur — og hvernig er ástatt í Ung- verjalandi ? Lýsingar Guð- mundar 'I. Guðmundssonar og Alþýðublaðsins á ástandinu í Ungver jalandi nú eru nákvæm- lega þær sömu og yfirlýsingar þeirra voru á ástandinu í því sama landi 28. marz í fyrra og 24 júlí. Þær yfirlýsingar voru þá ekki taldar nein rök- semd fvrir hernámi Islands, en nú hefur ut.anríkisráðherra tekið kollstevpu. Hvað veld- ur ? 17n hvaö þá um „ástandið fyrir botni Miðjarðar- hafs“? Þrr gerðust þau tíð- indi að Bretar og Frakkar beittu hervaldi sínu til árása á vanmegna þjóð. Með því rufu þessi ríki ekki aðeins stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna, heldur tröðkuðu þau á sjálfri stofnskrá Atlanzbanda- lagsins. Árásin á Egyptaland var mikilvæg röksemd gegn því að hér á landi væri erlend herseta á vegum þess banda- lags. Og hvað gerðist síðan? Bretar og Frakkar neyddust til að heykjast á árás sinni, og nú vínna hersveitir Sam- einuðu þjóðanna að því að hrekja alla erlenda heri af egypzkri grund. En hvað er þá þetta „ástand fyrir botni Miðjarðarhafs“ sem felur í sér „hættu og ógnun fyrir all- ar frjálsar þjóðir“ ? Er hættan í því fólgin að forustuþjóðir Atlanzhafsbandalagsins skyldu gera slíka ofbeldisárás — eða ef til viU í hinu að árásin skyldi mistakast svo herfi- lega? Vardséð er hvað utan- ríkisráðherrann á við, en allt heilskygnt fólk hlýtur að líta á þróun mála við austan- vert Miðjarðarhaf, sigur E- gypta og Sameinuðu þjóðanna, sem nýja röksemd fyrir því að hernámi íslands verði af létt. IMalflutningur Guðmundar í. Guðmundssonar er enn eitt dæmi þess að hernám Is- lands vsrður ekki réttlætt með neinum rökum, né heldur sú afstaða Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins að vilja ekki fallast á að gengið yrði frá samningum um brottför hersins s.l. haust. Og það er ástæða til að vara utanríkis- ráðherrann alvarlega við því að reyna að afgreiða þetta mál með almennum orðatil- tækjum, sem hafa enga merk- ingu og standast enga gagn- rýni. Sú ákvörðun Alþingis að fjarlægja herinn úr landi er ein hin mikilvægasta í sögu þess um langt skeið, og hún hlaut staðfestingu mikils meirihluta þjóðarinnar í kosn- ingunum í sumar. Fyrirheit núverandi ríkisstjórnar um að framkvæma þessa samþykkt Alþingis og þjóðarinnar er ein meginundirstaða stjórnarsam- starfsins; án hennar hefði þessi ríkisstjórn ekki verið mynduð. Það skiptir auðvitað ekki öllu mál hvort herinn verður rekinn burt nokkrum mánuðum fyrr eða síðar, en hitt er ófrávíkjanlegt aðalat- riði að staðið verði að fullu við þau fyrirheit sem birt voru í stjómarsamningnum. Því meginatriði verður ekki stjakað til hliðar með almenn- um ummælum um „hættuá- stand“ og „óvissu“ einhvers staðar í heiminum — það verður án efa lengi hægt að finna slíkum ummælum stað og hefur verið hægt alla tíð síðan Islendingar endurheimtu fullveldi sitt. jóðviljinn hefur nokkmm sinnum séð ástæðu til að benda á það að vinstri stefna er ekki orð heldur athafnir. Það er mjög brýnt að utan- ríkisráðherra geri sér þetta^ ljóst; honum hefur verið falið eitt veigamesta atriði stjórn- arsáttmálans: að ganga frá brottfcr hersins. Og það er BJAEM DANSAR RO€K ’N ROLL 1 útvarpsuniræðunum á mánudaginn líkti I.úðvík Jósepsson stefnu stjörn- arandstöðunnar við tryllingsdansinn Kock ’n roll — Rock around the stocking Auðugur konungur - og líklega ólæs Ibn Saud, konungur í Saudi- Arabíu, er einn af tekjuhæstu mönnum í heimi. Hann fær 300 000 000 dollara fyrir að leyfa Bandaríkjunum olíu- vinnslu í hinum gagnauðugu kosta til hennar 300 000 000 króna, en svo dýra höll hafði sjálfur sólkóngurinn ekki efni á að láta reisa. Ibn Saud var þá um fimmtugt er hann kom til rík- is, en það vár árið 1953. Hann er sagður tröll að vexti, og svo var faðir hans. Menntun hans er sögð vera lítil sem engin, ekki öruggt að hann sé læs. I höllum hans, þar sem íburðurinn er gífurlegri en dæmi eru til, gegnir fjöldi þræla allri þjón- ustu. Enginn veit hve margt þræla er í landinu, en gizkað er á að þeir séu um 500 000, en íbúatala landsins er áætl- uð 5-7 milljónir. Réttarfar er illt og refsingar grimmilegar, t. d. er þjófum refsað þannig að höggnar eru af þeim báðar hendur. Og örbirgð, vesöld, og fáfræði meiri en dæmí eru til um annarsstaðar og er þá langt til jafnað. Bíllinn kádiljákur (cadill- ac) er uppáhaldsfarartæki konungssonanna. Af þessari tegund eiga þeir mikla mergð. En þó að þegnum þessa fyrir- myndarkonungs sé meinað að ferðast með flugvélum, á hann sjálfur fjölda flugvéla, sem ætlaðar eru eingöngu honum og skylduliði hans. Ekkí hef ég séð þess getið, hve margt kvenna sé í kvennabúri hans, ekki er óhugsandi, að þær hafi aldrei verið taldar. Nú er þjóðhöfðingi þessi í heimsókn hjá sínum lánar- drottni, Eisenhower forseta, og var honum tekið þar með virktum og s.yni hans, og hvorki minnzt á pyntingar né þrælahald. Á heimleiðinní ætl- ar hann að heimsækja Franco. F. IBN SAUD olíulindum landsins, og renn- ur upphæðin óskoruð í vasa hans, og notar hann hana til heimilisþarfa. Það mun þykja ólíklegt, að svo gífurlegri upphæð verði komið í lóg handa einu heim- ili, en heimili þetta er í stærra lagi, og fátt til sparað að gera það sem veglegast. Synir hans eru 25 að tölu, og margir vaxnir, og hefur hann látið reisa sína höllina handa hverj- um, er hin tuttugasta og fimmta í smíðum, og á að fyrir löngu kominn tími til að hann framkvæmi þá vinstri stefnu sem honum var trúað fyrir. 300 nnglingar handteknir í Famagusta á Kýpur Mörg sprengjutilræði þar í gær, skæruliðar felldir á vesturhluta eyjunnar 300 unglingar og ungir menn innan 25 ára aldurs ,voru í gær handteknir af brezkum hermönnum í borginni Famagusta á Kýpur. Undanfarið hafa orðið marg- ar sprengjingar í borginni og brezku stjómarvöldin þar sögðu að unglingamir hefðu verið handteknir til að koma í veg fyrir fleiri sprengjutilræði gegn húsum, þar sem brezkir menn búa. Samt urðu þar nokkrar sprengingar í gær. Tveir skæmliðar féllu fyrir brezkum vopnum nálægt bæ einum á vesturhluta Kýpur í gær. Þeir höfðu sprengt sprengju undir brezkri herbif- reið og slasaðist einn hermað- ur. Bretar sögðu í gær að þeir hefðu fundið mikið af skotfær- um og sprengiefni í einu út- hverfi Niccosia.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.