Þjóðviljinn - 21.02.1957, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 21.02.1957, Qupperneq 3
Fimmtudagur 21. febrúar 1957 — ÞJÓÐVTLJINN — (3 Áthuganir um möguleika á leiriðnaði á Islandi Allsherjarnefnd sameinaSs þings hefur lagt til aö athuguð verði leirlög um land allt, ef verða mætti undir- staða. leiriðnaðar hér landi. Er tillaga allsherjarnefndar um breytingu á tillögu er Friðjón Þórðarson flutti um rannsóknir til undirbúnings leirverksmiðju í Búðardal í Dalasýslu. Fer hér á eftir álit þriggja sérflóðra aðila um mál þetta. Álit Iðnaðarmála- stoínunar íslands 28. desember 1956. Vér höfum haft til umsagn- ar bréf allsherjarnefndar frá 6. desember, þar sem beiðzt er umsagnar Iðnaðarmálastofn- unarinnar um tillögu til þdngs- ályktunar um að láta nú þeg- ar fullrannsaka hvort hag- kvæmt muni vera að reka leir- verksmiðju að Búðardal í Dalasýslu. Svo virðist, sem Islendingar hafi mjög takmarkaðan áhuga á að hagnýta leir sinn á liðn- um áratugum, enda hefur varla um annan iðnað verið að ræða á þessu sviði en listiðn- að. Teljum vér tímabært, að ís- lendingar hefjist handa um að hagnýta þau verðmæti, sem fólgin eru í leirnum, í stærri stíl en verið hefur og fram- leiði m.a. ýmsar vörur til bygginga, sé slíkt arðvænlegt. Þótt ýmsar rannsóknir hafi verið gerðar á leirlögum hér og tilraunir verið gerðar með framleiðslu úr íslenzkum leir síðustu þrjá áratugi, virðast ekki liggja fyrir niðurstöður, sem unnt væri að byggja á nú að öllu leyti, og teljum vér því æskilegt, að efnt sé til sérstakrar athugunar, eins og gert er ráð fyrir í tillögu til þingsályktunar. Hr. Guðmundur Einarsson frá Miðdal hefur greint oss frá ýmsum athugunum og að- gerðum síðustu þrjátíu ár, sem hafa miðað að því að stofiia til aukinnar leirvinnslu hér á landi. Teljum vér æski- legt, að þeim aðila, sem yrði falið að gera athugun vegna leirverksmiðju í Búðardal, yrði einnig falið að safna sam- an þeim fróðleik, sem til er um fyrri rannsóknir, og gefa síð- an út bók eða rit um efnið, ef ástæða þætti til. Virðingarfyllst, Iðnaðarmálastöfnun íslands, Sveinn Björnss., framkvstj. Álit Rannsóknarráðs ríkisins Reykjavík, 18. des. 1956. í tilefni af bréfi yðar, dag- settu 6. þ.m., hefur rann- sóknaráð tekið til athugunar tillögu til þingsályktunar um undirbúning að byggingu leir- verksmiðju að Búðardal í Dalasýslu. » Rannsóknaráð hefur leitað álits sérfróðra manna um mál- ið, og fylgir hér með greinar- gerð frá Tómasi Tryggva- syni jarðfræðingi. Svo virðist sem leirinn við Búðardal sé hæfur í grófan leiriðnað, svo sem múrsteina, pípur og þakhellur. Hins veg- ar er engan veginn öruggt, að hægt sé að finna hagrænan grundvöll fyrir slíkan iðnað. Oss virðist því ekki tíma- bært að hefja alhliða undir- búningsrannsóknir fyrir leir- verksmiðju í Búðardal, en sem undirbúningsathugun mætti fá þar til hæfan mann til þess að gera kostnaðar- áætlun fyrir stofnun og rekst- ur leirverksmiðju í Búðardal, og væri þá gengið út frá, að nægar birgðir af nothæfu hrá- efni væri fyrir hendi. Yrði sérstaklega að taka til athug- unar flutningskostnað og orkuþörf. Einnig væri rétt að fá samanburð við rekstur verksmiðju, sem staðsett væri nær aðalnotendasvæðinu fyrir framleiðslu verksmiðjunnar. Virðingarfyllst, Rannsóknaráð ríkisins, Þorbjörn Sigurgeirsson. Álit Atvinmideildar Háskólans Reykjavík, 13. des. 1956. Vegna bréfs allsherjar- nefndar sameinaðs Alþingis, dagett 6. des. 1956, hefur rannsóknaráð ríkisins æskt umsagnar undirritaðs um þingskjal 26 1956, tillögu til þingsályktunar um undirbún- ing að byggingu leirverk- smiðju að Búðardal í Dala- sýslu. Islenzkur leir er yfirleitt járnríkur og hentar þess vegna bezt sem hráefni í grófar og ódýrar iðnaðarvörur, þar sem litlar kröfur eru gerðar til hráefnisins. Má þar nefna múrsteina til bygginga, pípur í holræsi og ef til vill þak-^ hellur. Árleg þörf okkar á leirmunum til skrauts, heimil- isþarfa og fyrir rafmagnsiðn- að er svo lítil, að litlu máli skiptir, hvort hráefnið er sótt til útlanda eða tekið í landinu sjálfu. Steinar úr brenndum leir eru að vísu ágætt byggingar- efni og hafa löngum verið notaðir umfram steinsteypu víða erlendis í venjulegar byggingar. Þróuninni miðar samt í þá átt, að steinsteypan vinnur jafnt og þétt á í sam- keppninni við brenndu múr- steinana. Vegna hins háa flutnings- kostnaðar í strjálbýlinu á Is- landi er þess sízt að vænta, að brenndur múrsteinn gæti orðið ódýrara byggingarefni en steinsteypa á Islandi. Þakhellur úr brenndum leir eru dýrari vara en brenndur múrsteinn og mundi þess vegna fremur þola flutninga en múrsteinninn. Á hinn bóg- inn er ekki fullkunnugt um það, hversu heppileg þak- klæðning þær eru í íslenzku tíðarfari. Súrt jarðvatn tærir stein- steypu, en hefur lítil áhrif á brenndan leir. Væri þess vegna æskilegt, að unnt væri að nota pípur úr brenndum leir frem- ur en steinsteypu í hvers kon- ar pípuræsi, svo sem skolp- lagnir, lokaða framræslu- skurði o. s. frv. Hér á landi er þörfin fyrir slík pípuræsi langsamlega mest við sunnanverðan Faxa- flóa og á Suðurlandsundir- lendinu. Mjög yrði dýrt og úrgangssamt að flytja svo þungan og brothættan varn- ing sem brenndar leirpípur frá Búðardal til Reykjavíkur, og hníga öll hagræn rök á móti slíkum flutningi, þar eð not- hæft hráefni mun vera fyrir hendi nær áfangastaðnum. Virðingarfyllst, Atvinnudeild háskólans, iðnaðardeild, Tómas Tryggvason. á bókamarkaðinum í Listamannaskál- anum er hægt að gera góð kaup Ýmsar bókanna munu þrjóta næstu daga Fjórtán bókaútgefendur hafa opnað bókamarkað í Listamannaskálanum og eru þar hundruö bóka. Sumar þeirra eru á þrotum eöa munu þrjóta einhvern næstu daga. Bókamarkaður þessi er á vegum sölunefndar Bóksalafé- lags Islands og eiga a. m. k. 14 útgefendur bækur á mark- aðinum. Öðru hverju hefur verið efnt til svipaðra bójcamarkaða og eru ástæður til þess ýmsar, en þessar helztar: Geymslu- og sýningarpláss útgefenda er tak- markað og því vill það oft verða að nýlegar bækur eru látnar rýma fyrir nýjum og grafast þannig smám saman bak við yngri bækur. Oft er það einnig að bækur seljast upp hjá útgefanda að hausti og eru ófáanlegar hér um sinn, en þegar frá líður koma eintök utan af landi er tíTSALA - CTSALA - tlTSALA UTSALA HEFSTIDAG Kjólar frákr. 95.00 tilkr. 995.00 ekki hafa selzt þar. Nokkur eintök af þannig „horfnum“ bókum eru nú til sölu í Lista- mannaskálanum. Margar bókanna á markaðn- um eru 10—15 ára gamlar, nokkrar eldri, en flestar munu þær gefnar út fyrir 1954. Á síðustu árum hefur bókaverð hækkað mjög og eru eldri bæk- ur því orðnar mjög ódýrar, miðað við þær sem t. d. voru gefnar út s.l. ár. Af mörgum bókanna á markaðinum er að sjálfsögðu töluvert til, en af öðrum er lítið eftir og af nokkrum eru aðeins örfá ein- tök er geta þrotið fyrr en varir. Þeir sem hug hafa á bóka- kaupum, eða vantar eitthvað af eldri bókum ættu því að líta inn í Listamannaskálann næstu daga, en markaðinum lýkur eftir viku. ALLT A» 75% AFSLÁTTLR GULLFOSS AÐALSTRÆTI Frá ÞjMjaiim: AFGBEIÐSLA blaðsims er opin alla virka daga frá kl. 9—6 (opið í hádeginu) nema laugardaga frá 12 f. h. kl. 9— SKRIFSTOFAN og AUGI.ÍSINGA- SKRIFSTOFAN eru opnar alla virka daga frá kl. 9-12 f.h. og 1-6 e.h. nema laugardaga frá kl. 9-12 f.h. KVARTANIR um vanskil á blaðinu þurfa að koma á af- greiðslutíma, komi þær á öðrum tímum er hætta á að þær komist ekki til afgreiðslunnar. ÞI6ÐVIUINM Sím 7600

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.