Þjóðviljinn - 21.02.1957, Side 10

Þjóðviljinn - 21.02.1957, Side 10
10) _ ÞJÓÐVILJINN — Fmuntudagnr 21. febrúar 1957 Allar tillögur meirihluta ijár- veitinganefndar samþykktar Framhald af 7. síðu. greiða sitt framlag nema eftir því, sem fé var til þess veitt á fjárlögum árlega í einni fúlgu, sem fræðslumálastjórn skipti milli þeirra héraða, sem í fram- kvæmdum stóðu. Var þess vegna héruðunum að mestu í sjálfsvald sett, hve þau stofn- uðu til mikilla skulda af hálfu ríkisins, — og skuldirnar hlóð- ust upp til leiðinda og tjóns. Til þess m. a. að reyna að ráða hér bót á voru sett lög 6. mai 1955 um greiðslu kostnað- ar við skóla. Þau komu til fullra framkvæmda með árinu 1956. Ákveða þau, að ríkinu sé skylt a’ð greiða sitt framlag til bygginganna á eigi skemmri tíma en 5 árum eftirleiðis, en jafnframt ákveða þau, að Al- þingi skuli skipta fjárveiting- um árlega til þeirra, er byggja, og að engum sé heimilt að hefja byggingarframkvæmdir, „fyrr en fyrsta fjárveiting er fyrir hendi“. Alþingi skipti þessum fjár- veitingum í fyrsta sinn á fjár- lögum 1956. Þá voru í smíðum 24 barnaskólar, sem rétt óttu til framlags. Við þá tölu bætti Alþingi 18 skólum. Einnig voru þá í smíðum 10 gagnfræða- og héraðsskólar. Við þá tölu bætti Alþingi 4 nýjum skólum Alls urðu fjárveitingarnar þá til þessara skóla (ásamt tilheyr- andi skólastjórabústöðum og hlutdeild skóla í íþróttahúsum) 8.950.000 kr. Þegar fjárveitinganefnd nú fór að athuga sömu liði vegna fjárlagaafgreiðslunnar 1957, blasti við, að ef ekki átti að reisa ríkissjóði hurðarás um öxl eða stofna til öngþveitis, varð að takmarka mjög upp- töku nýrra skóla, þótt margir óskuðu þess að fá byrjunar- fjárveit'ngar. Sjá þarf betur fram úr með skuldbindingar fyrsta fimm ára tímabilsins áð- ur en miklu er á hlaðið. Enn fremur kom í ljós við athugun, að fæstir umsækjend- ur, sem vildu fá byrjunarfjár- veitingu, höfðu lokið þeim und- irbúningi, sem lögin taka fram að þeir skuli láta gera áður en til fjárveitingar kemur á Al- þingi. Tillögur fjárveitinganefndar eru í samræmi við framanritað þær, að Aiþingi veiti að þessu sinni byrjunarframlag til fjög- urra barnaskólabygginga, tveggja gagnfræðaskólabygg- inga og hlutdeildar í einu i- þróttahúsb Þrátt fyrir þessa takmörkun verða þó veitingarnar til fram- kvæmdanna, þ. e. skóla í smíð- um og nýrra skóla, 11.420.000 kr. eða 2.470.000 kr. hærri en á fjárl. 1956. Meiri hl. fjárveitinganefndar leggur áherzlu á það, að eftir- leiðis láti öll skólahéruð, sem sækja um byrjunarfjárveit- ingu, fylgja umsóknum sínum skilríki um að kostnaðaráætlun og teikning bygginganna hafi hlotið samþykki menntamála- ráðherra og húsameistara rík- isins. Lögin mæla svo fyrir, enda öllum aðilum fyrir beztu, að ekki sé hrapað að þessum framkvæmdum. Lagt er til að áætla ráðs- konukaup við heimavistarskól- ana 26 þús. kr. hærra en gert er í frumvarpinu, og er það til samræmis við raunverulegan kostnað. Eiðaskóli er fimmtugur á þessu ári og ráðgerir að gefa út minningarrit í tilefni þess. Lagt er til, að 40 þús kr. styrkur verði veittur til rits- ins. íþróttasjóður er þess van- megnugur sökum fjárskorts að fullnægja því hlutverki, sem honum er ætlað. Lagt er til, að framlag til hans verði aukið um 400 þús. kr., og ætti það að greiða nokkuð fyrir starfi hans, þótt því fari fjarri, að vandi hans sé þar með leystur. Fyrirhugað er, að Islending- ar taki þátt í Evrópumeistara- móti í frjálsum íþróttum sum- arið 1958 í Sviþjóð. Þótti nefndmni vert að sinna ósk í- þróttamanna um fjárhagsað- stoð til þeirrar ferðar og legg- ur til, að 40 þús. kr. styrkur í þessu skyni verði tekinn á þessa árs fjárlög. Þá er lagt til, að styrkur til Alþýðusambands fslands verði hækkaður um 75 þús. kr. og upp tekinn 25 þús. kr. styrkur til Bandalags starfsmanna rikis og bæja. Bókmenntir, listir og vísindi. Á áætlun um framlag til gamalla bæja í umsjá þjóð- minjasafnsins er lögð til 10 þús. kr. hækkun til leiðrétting- ar. Þá hefur þjóðminjavörður bent á, að þak það, sem sett var á sínum tíma yfir rústirn- ar í Stöng í Þjórsárdal þeim til hlífðar, sé nú að falli komið, og óskar hann fjárveitingar til að endurnýja það. Nefndin ger- ir tillögu um, að orðið verði við þeim tilmælum þannig, að fjárveiting til þess skiptist á tvö ár. " Lagt er til, að styrkur til náttúrugripasafnsins á Akur- eyri hækki um 10 þús. kr. og styrkur til Náttúrufræðifélags- ins um 5 þús, kr. vegna útgáfu „Náttúrufræðingsins“. Raflagnir í safnahúsinu þykja ótryggar, og e^ endur- nýjun þeirra talin nauðsyn- leg, enda mikils um vert að forðast eldhættu á þeim stað, og er lagt til, að gjöld vegna þeirrar endurnýjunar hækki um 100 þús. kr. Smávægilegar hækkunartil- lögur eru um framlög til sjó- mannalesstofa. Rímnafélagið undirbýr út- gáfu á rímnaskrá og sækir um sérstaka fjárveitingu til þess verks. Er lagt til, að veittar verði til þess 25 þús. kr. Dr. Jón Dúason hefur notið nokkurs styrks til fræðiiðkana og útgáfustarfsemi á undan- förnum árum. í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir styrk til hans, en nefndin leggur til, að hann njóti nokkurs styrks til útgáfu rita sinna. Tillögur eru um tvo orða- bókarstyrki, annars vegar 10 þús. kr. styrk til Ingvars G. Brynjólfssonar, sem vinnur að íslenzk-þýzkri og þýzk-íslenzkri vasaorðabók, og hins vegar 25 þús. kr. hækkun á styrk til hinnar miklu íslenzku orðabók- ar, sem unnið er að á vegum háskólans, og mun Sáttmála- sjóður hækka sitt framlag til þessa verks um aðrar 25 þús- undir, að fengjnni þeirri hækk- un ríkisframlags, sem hér er gerð tillaga um. Héraðsskjalasöfn, sem afla sér hjá Þjóðskjalasafninu filmu-eftirrits af skjölum varð- andi sitt umdæmi, hafa not- ið nokkurs styrks sum undan- farin ár. Nú er lagt til, að slík- ur styrkur verði veittui hér- aðsskjalasafni Suður-Þingey- inga. Laun til skálda, rithöfunda og listamanna eru í tillögum nefndarinnar hækkuð um rúm- lega 200 þús. kr. eða rösklega 20 af hundraði og vísinda- og fræðimannastyrkur í hlutfalli við það um rösklega 30 þús. kr. íslenzkir myndlistarmenn hafa ráðið þátttöku sína í nor- rænni sýningu, sem fram á að fara í Gautaborg á sumri kom- anda. Lagt er til, að þeir njóti til þess 50 þús. kr. styrks. Þá er lagt til, að styrkur til myndlistarskólans í Reykjavík hækki um 10 þús. kr. og að upp verði tekinn nýr styrkur, 10 þús. kr. til myndlistarskól- ans í Vestmannaeyjum. Tillaga er um 20 þús. kr. hækkun á styrk til Leikfélags Reykjavíkur og 5 þús. kr. styrk til leikfélags í Kópavogi. Enn- fremur er tillaga um að rekstr- arstyrkur Bandalags íslenzkra leikfélaga verði hækkaður um 25 þús kr. og að því verði í ár veittur stérstakur styrkur til að standa straum af vænt- anlegri heimsókn og leiksýn- inguni norskra leikara á ýms- um stöðum hérlendis. Nýr tónlistarskóli hefur tek- til til starfa á Hvolsvelli, og er lagt til, að hann verði styrkt- ur á sama hátt og aðrir sam- bærilegir skólar. Allmargar lúðrasveitir hafa að undanförnu notið styrks til hljóðfærakaupa. Lagt er til, að þessir styrkir verði framvegis ekki bundnir við hljóðfæra- kaup, en verði almennir starfs- styrkir, bundnir skilyrði um mótframlag annars staðar að, og hækki úr 8 í 10 þús. kr.. Þá er lagt til, að þrjár lúðra- sveitir með slíka styrki bætist við þær, sem á frumvarpinu eru, svo og Samband íslenzkra lúðrasveita með 10 þús. kr. styrk. Kvæðamannafélagið Iðunn hyggst taka upp á segulbönd raddir ýmissa kvæðamanna til að varðveita gömul kvæðalög frá glötun, og er lagt tii, að það fái 10 þús. kr. styrk til þeirrar starfsemi. Lagt er til, að Guðmunda Elíasdóttir söngkona fái 8 þús. kr. styrk á þessu ári. Þá eru tjllögur um.tvo nýja styrki til fræðimanna úr al- þýðustétt, Vilhjálms Ögmunds- sonar bónda á Narfeyri, sem iðkað hefur stærðfræðilegar athuganir um langt skeið og hlotið viðurkenningu hálærðra stærðfræðinga fyrir fræði sin, og Þorsteins Jónssonar i Lauf- ási í Vestmannaeyjum, sem í löngu starfi sínu sem formaður á fiskibátum hefur haldið til haga margháttuðum fróðleik um fiskimiðin við Vestmanna- eyjar og gert af þeim sérstaka uppdrætti, sem gefnir hafa ver- ið út. Tillaga er um smávægilega hækkun á framlagi til minn- ingarlundar Þorsteins Erlings- sonar að Hlíðarendakoti í Fljótshlíð. Lagt er til, að bætt sé við sem svarar hálfum sérfræð- ingslaunum við landbúnaðar- deild atvinnudejldar liáskólans. Er það vegna væntanlegrar ráðningar sérfræðings í jarð- rækt (jurtakynbótum), en maður til þeirra starfa er væntanlegur heim frá námi er- lendis á miðju ári. Rannsóknarstofa háskólans er talin þurfa að fá 55 þús. kr. hækkun á framlagi vegna nýju yfirfærslugjaldanna, og er sú breyting lögð til. I ráði er að koma upp sér- stakri stöð fyrir mælingar á geislavirkum efnum, og er til- laga um 100 þús kr. framlag í því skyni. Endurskoðun á áætlunum veðurstofunnar hefur sýnt, að nauðsynlegt má teljast að hækka framlag til þeirrar stofnunar um 42 þús. kr., og er tillaga gerð um það. Við það að sjókortagerðin hefur nú flutzt inn í landið, er framlag til hennar, 200 þús. kr. talið nauðsynlegt. Eftirlit við opinberar bygg- ingar verður stöðugt umfangs- meira með hverju ári. Er nú lagt til, að veittar verði 85 þús. kr. til kaupa á bifreið vegna þeirrar starfsemi. Atvinnumál. Lagt er til, að framlag til starfsemi Búnaðarfélagsins hækki um 50 þús. kr. og til Fiskifélagsins um sömu upp- hæð. Hafa bæði þessi félög haft uppi óskir um meiri hækk- anir en hér eru lagðar til Varðandi fyrirhleðslur í vötnum og vamargarða gegn sjávarágangi eru lagðar til miklar hækkanir, og er þó lík- legt, að fyrir 3. umr. verði bætt við fleiri tillögum um sjóvarnargarða. Nema hækkun- artillögur vegna fyrirhleðslna í vötnum 275 þús. kr., en tillög- ur vegna sjóvarnargarða 594 þús kr. Sandgræðslan gþmir við stór verkefni og mikilsverð, og er lagt til, að framlög til hennar hækki um 170 þús. kr. Varðandi skógræktina er lagt til, að henni verði veittar 50 þús. kr. til skjólbeltarækt- ar. Lagt er til, að styrkur til Garðyrkjufélagsins hækkj um 8 þús. kr. f Laxá í Vindhælishreptíi hefur verið gerður laxastigi, og ber samkvæmt lögum að taka þátt í kostnaði við hann. Lög um iðnfræðsluráð hafa ekki verið framkvæmd nema að litlu leyti til þessa. Ei nú ætlunin að auka framkvæmd þeirra laga nokkuð, og hefur það kostnað í för með sér. Gerð er tillaga um 110 þús. kr. hækkun á þeim lið. Félagsmál. Greiðsluskylda ríkissjóðs vegna laga um atvinnuleysis- tryggingar reynist meiri en á- ætlað hafði verið, og er lagt til, að áætlunarframlagið til þeirra trygginga verði hækkað um 2 millj. kr. Þá hefur komið í ljós, að ekki hefur verið gert ráð fyrir kostnaði ríkissjóðs af vinnu- miðlun, sem þó er ákveðin í lögum nr. 52/1956, og er gerð tillaga um 150 þús. kr. fjárveit- ingu til að mæta þeirri skyldu. Lagt er til að Elliheimilinu i Skjaldarvik verði veittur sér- staklega 20 þús. kr. styrkur til að lagfæra veginn af þjóðveg- inum heim að heimilinu. Til væntanlegs orlofsheimil- is verkalýðssamtakanna er lagt til.að veitt verði l.millj. kr. Á fjárlögum sl. árs var 50 þús. kr. fjárveiting til raf- magnsheimtaugar að bama- heimilinu Sólheimum í Gríms- nesi. Lagt er til, að sama fjár- veiting verði í ár í þessu skyni og sé það lokagreiðsla. Blindravinafélagið hefur með höndum útgáfu bóka á blindra- letri, og er lagt til, að sú starf- semi sé styrkt með 20 þús. kr. framlagi. Lagt er til að flugbjörgunar- sveitin haldi sama styrk og á sl. ári. Vegna alveg sérstæðra áfalla, er konan Rósa A. Georgsdótt- ir hlaut fyrir nær 10 árum, er lagt til að henni verði veittar 150 þús. kr. bætur, er greiðist a 3 arum, þannig að á þessi fjárlög komi 50 þús kr. greiðsla. Lagt er til að styrkur til Ungmennasambands íslands og til starfsíþróttanna haldist ó- breyttur frá fyrra ári. Náttúrulækningafélag fs- lands er sem kunnugt er kom- ið vel á veg með að byggja upp myndarlegt hæli í Hveragerði. Hefur það notið til þessa nokk- urs styrks úr ríkissjóði, Er lagt til að því verði nú ákveðinn 100 þús. kr. styrkur til bygg- ingarframkvæmdanna, og er það talið geta verið lokafjár- veiting. Lagt er til að veittar verði 20 þús. kr. til endurbóta á gufuböðum á Laugarvatni. Til Ungverjalandssöfnunar Rauðakross íslands hefur nefndin áður samþykkt að mæla með 250 þús. kr. fram- lagi, og hefur það í samráði við nefndina þegar verið greitt. Er hér lagt til, að fjárveiting þessi verði tekin inn á fjár- lög. Tillög til Alþjóðastofnana, sem ísland er aðili að, verða nú að greiðast með yfirfærslu- gjaldi og hækka því um 16%, Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.