Þjóðviljinn - 08.03.1957, Side 6

Þjóðviljinn - 08.03.1957, Side 6
15) — ÞJÓÐVILJINN — Fðstudagur 8. marz 1957 .* iVHJINN Útgefandi: Samdningarflokkur alþýðu — SósíaMstaflokkunnn Einokunin lifi! f haldsblöðin hafa lengi hald- ið því fram að enginn flokkur væri jafn skeleggur málsvari frelsis og samkeppni og Sjálfstæðisflokkurinn. Þennan sama boðskap hafa foringjar flokksins flutt ára- tugum saman á mannfundum víða um land, á Alþingi og við ÖU önnur hugsanleg tækifæri. Hefur íhaldið sjaldan staðið hneykslaðra og reiðara • en hafi þessi ást þess á frelsi og samkeppni í viðskiptum verið dregin í efa. Athafnir flokks- ins hafa þó sagt nokkuð aðra sögu. I hvert einasta sinn sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur talið einokunaraðstöðu og sérréttindi henta betur hagsmunum innstu klikunnar ■ og ráðamannanna hefur allt ' tal um frelsi og samkeppni í viðskiptum verið fellt niður og einokunarfyrirkomulaginu ver- ið sungið lof og dýrð. 1 Þó hefur þetta sjaldan kom- íð skýrar í ljós en í sam- bandi við fisksölumálin sem nú eru til umræðu á Alþingi í tilefni af frumvarpi ríkisstjóm arinnar um breytingar á sölu- fyrirkomulajdnu. Thorsaram- ir hafa á undanförnum áram sö>='ið saltfisksöluna undir yf- irráð sín í gegnum einokunar- aðstöðu bá sém Ólafur Thors veitti S Í.F. á sínum tíma. Hafa þeir í skjóli þessarar að- stöðu framið hin verstu verk gegn íslenzkum þjóðarhags- munum og stórskaðað íslenzka fiskframleiðendur. Hins vegar hefur einokunin fært Thorsætt* inni valdaaðstöðu og gróða sem vart á sinn líka meðal þjóða sem teljast vilja á sæmilegu siðferðisstigi. ¥jessari aðstöðu vilja Thors- * aramir halda óskertri og þvl er fmmvarp ríkisstjómar- innar um aukið frelsi og öfl- ugra eftirlit ríkisins með fisk- sölunni bannsungið á hæstu nótum I blöðum íhaldsins. All- ur áhugi þess fyrir heilbrigðri samkeppni og athafnafrelsi er rokinn út í veður og vind um leið og annað hentar hags- munum Thorsaraklíkunnar. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn sjaldan sýnt jafn glögglega hverjum hann þjónar þegar á hólminn kemur og að „stefnumálin" em hiklaust látin víkja þegar gæta þarf einkahagsmuna fámennrar en valdamikillar flokksklíku. ¥jessi afstaða íhaldsins í fisk- * sölumálunum er vissulega íhugunarefni fyrir alla þá sem trúað hafa frelsisskrafinu og kenningunni um trúnað við samjkeppni í viðskiptum. Slikir menn ættu ekki lengur að þurfa að láta blekkja sig um hvað það er sem raunverulega vakir fyrir foringjum íhalds- ins. Ofsóttir heildsalar” V 141'orgunblaðið hefur haft stór orð um það að und- anf rnu að kommúnistar hafi hafið miklar ofsóknir gegn heildsalastéttinni með því að ákveða verulega skerðingu á álagningu. Segir blaðið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ver- ið búinn að koma þeim mál- um í ágætt horf með því að tryggja ,,frelsi“ á þessu sviði, en nú séu aftur að taka við höft, ásamt væntanlegum vömskorti sem stafi af því að heildsalarnir hafi alls ekki efni á að flytja varning inn! ¥ hverju var það „frelsi“ ■*• fólgið sem Sjálfstæðis- flokkurinn kom á í verzlun- inni? Það var í þvi fólgið að heildsölunum var í sjálfsvald sett hversu mikið þeir tækju fyrir störf sín, hversu mikið þeir legðu á vörurnar. Ihaldið sagði aðeins við þessa skjól- stæðinga sína: þið ráðið því sjálfir hversu djúpt þið seilist ofan í pyngju almennings. Og þ<ao var seilzt býsna djúpt. Skýrslur sýna að eitt árið var álagning 184 milljónum króna hærri en hún hefði verið sam- kvæmt álagningarreglum þeim sem áður vom í gildi. Það var engin smáræðis skattlagn- ing á almenning og ekki ó- merkar aukatekjur fyrir milli- liðina. k lmenningur hefur aldrei **■ féngið að njóta þess „frels- is“ sem Sjálfstæðisflokkurinn afhenti heildsölunum. I hvert einasta skipti sem verkafólk hefur bætt kjör sín hefur það orðið að heyja harða baráttu við auðmannaflokkinn, og síð- an hafa kjörin verið ákveðin með föstum samningum. Þeir samningar hafa æfinlega verið harðari fjötur á afkomu al- þýðu manna en álagningar- reglur þær sem heildsalarnir verða nú að sætta sig við eru fyrir þá. Enginn alþýðumaður hefur meðaumkvun með hin- um ,ofsóttu‘ heildsölum Sjálf- stæðisflokksins, allir telja þá ráðstöfun sjálfsagða að þeir geti ekki lengur látið greipar sópa um kaup almennings að eigin geðþótta. Ætli heildsal- arnir síðan að hefna sín með því að reyna að neita að flytja inn vissar vörutegundir, mun sú skoðun hljóta fylgi yfirgnæfandi meirihluta þjóð- arinnar að nausynlegt sé að taka verzlunarmálin til gagn- gerari endurskoðunar en gert hefur verið til þessa. Brýn nanðsyn á breytingu laga nm hlutafélög til að trygjWja rétt bæjarfélaga osf samvinnufélaafa EINS og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu flytja þeir Geir Gunnars- son og Bjöm Jónsson frumvarp inn breytingu á hlutafélagalögura þess efn- is að bæjarfélög, samvinnu- félclg, ríkið og ríkisstofn- anir fái undanþágu fráj þeim ákvæðum laganna sem banna hluthafa að fara með meir en fimmta hluta samanlagðra atkvæða í hiutafélagi. Fyrir nokkr- um dögum mælti Geir fyr- ir frumvarpinu á þingi og fórust lionum orð m. a.: —★— Lög þau, er gilda um hluta félög, vom sett árið 1921 or hefur í engu verið breytt síð an. Með setningu laganna va; auðvelduð stofnun fyrirtækja er krefjast verulegs fjár magns, þannig að unnt vær' að leita til margra aðila urr fjárframlög, án þess að á byrgð hvers einstaklings væi buirdin við meira fé en fram- lag hans sjálfs. 1 31. gr. hlutafélagalaganna er kveðið svo á, að enginr einn hluthafi megi fara með meira en Vr> hluta saman- - lagðra atkvæða í félaginu. Ákvæði þetta hefur án efa verið sett í lögin til þess að koma í veg fyrir, að einstakir fésterkir hluthafar geti náð miklum völdum í félaginu og tryggja að ekki réði einungis fjárhæðin, sem hver ein- staklingur legði fram heldur gætu þeir sem minna legðu fram, sameiginlega ráðið til- tölulega meiru. Hinni takmörkuðu ábyrgð, sem er eitt höfuðeinkenni hlutafélaganna var ætlað að auðvelda einstaklingum að mynda sameiginlega atvinnu- fyrirtæki, en ákvæðin um takmarkaðan atkvæðisrétt hvers hluthafa, var á vissan hátt ætlað að vemda þá jafn- framt hvem gegn öðrum. Þegar lög þessi voru sett fyrir 36 ámm voru þjóðfé- lagsaðstæður á Islandi allar mjög ölikar því, sem nú er. Höfuðeinkenni atvinnurekst- ursins var eign og ítök ein- staklinga á atvinnutækjunum, hvort heldur þau vom rekin af einstaklingsfyrirtækjum eða önnur reksturstilhögun var viðhöfð. Á þeim tíma var óhætt að ganga út frá því sem vísu, að þegar verið var að tak- marka atkvæðisrétt hvers hluthafa við % hluta saman- lagðra atkvæða, þá var verið að lcoma í veg fyrir, að nokk- ur einstaklingur gæti farið með meira vald í félaginu en svo. Orðið hluthafi gat á þess- um tima naumast átt við ann- að en einn einstakling, og samkvæmt lögunum gátu ein- ungis einstaklingar orðið stofnendur hlutafélags, en ekki gert ráð fyrir félögum eða stofnunum. Lögin voru miðuð við það ástand, sem ríkti, er þau voru sett og ekki gert ráð fyrir þeirri þróun, er síðan hefur orðið. En á þeim tíma, sem síðan er liðinn, hefur þróunin orðið sú að sam- tök fólksins, hvort heldur er rikið sjálft, bæjar-, sveitar- eða samvinnufélög, hafa æ meira látið sig atvinnurekst- urinn skipta og orðið sífellt. stærri gerendur í atvinnulíf- inu, í hlutafélögum sem öðr- Geir Gunnarsson WB* ■’ •—' um fyrirtækjum. Hefur þetta gerzt í ríkara mæli en í nokkru nágrannalandanna. Þessi breyting var að vissu leyti viðurkennd, þegar frum- varp til laga um hlutafélög var lagt fyrir Alþingi árið 1953. í því frumvarpi var gert ráð fyrir, að sú breyting yrði á lögunum, að félög og stofn- anir gætu talizt til stofnenda hlutafélaga, en svo sem áður er getið þurfa stofnanirnar að vera einstaklingar samkvæmt núgildandi lögum. Ríkið, bæjarfélög og sam- vinnufélög hafa á undanförn- um árum orðið hluthafar í fjölmörgum hlutafél"gum og byggt talsverðan hluta af at- vinnurekstri sinum á þeirri reksturstilhögun. Allur sá fjöldi manna, sem í raun og veru stendur á bak við þá hlutafjáreign, verður að sætta sig við að hafa samkvæmt lögunum, ekki rétt til að fara með nema % hluta atkvæða í félögunum, hversu mikil sem hlutafjáreignin kann að vera. Þannig geta tveir einstakling- ar, sem eru í félagi með þess- um f jöldasamtökum, farið með tvöfalt meira atkvæða- magn, en allur sá fjöldi manna, og eru takmörkunar- ákvæðin samt upphafléga sett til þess að sporna við því valdi einstakra manna í félag- inu; þar er fjöldinn sem sé orðinn í minnihluta, en fáir einstaklingar hljóta óeðlilega mikið vald, enda hafa mögu- leikamir á, að þessi atvik geti gerzt, valdið því, að frá lögunum hefur þótt óhjá- kvæmilegt að vikja. Þegar Útvegsbanki Islands h.f. var stofnaður 1930, lagði ríkið fram 60% hlutafjárins. í 7. gr. 1. um bankann segir svo, með leyfi hæstv. forsefa: „Á hlutahafafundum félags- ins skulu engar takmarkanír vera á atkvæðarétti, að því er ríkissjóð snertir,“ í lögunum um Áburðarverksmiðjuna h. f. segir svo: „Að öðru leyti skulu á hluthafafundi, þrátt fyrir á- kvæði hlutafélaganna, engar takmarkanir vera á atkvæðis- rétti, að því er hlutafé ríkis- sjóðs snertir." Þannig hefur hið umrædda, takmörkunarákvæði hlutafé- lagalaganna verið numið úr gildi með sérstökum ákvæð- um, að því er snertir hluta- fjáreign ríkissjóðs í Útvegs- bankanum h.f. og Áburðar- verksmiðjunni h.f. og þótt sjálfsagt, að ríkið yrði ekki látið hlíta hinum almennu Iög- um í þessu efni. Sú aðferð hefur vitaskuld verið valin fremur en að taka upp þann leiðinlega hátt, sem bæjar- og samvinnufélög hafa, vegna takmörkunarákvæð- anna, iðulega orðið að hafa á í sambandi við hlutafjáreign þeirra, en vegna þeirra á- kvæða í hlutafélögunum, sem takmarka atkvæðisrétt, hafa t. d. samvinnufélög gripið til þeirra ráða að fá einstaklinga. til að fara með raunverulega hlutafjáreign félaganna og þá væntanlega í trausti þess, að ekki komi upp missætti milli þeirra aðila, sem samvinnufé- lögunum stjóraa í umboði f jöldans, og hinná, sem fengn- ir hafa verið til þess að binda nafn sitt við eign félagsins og fara með atkvæðisrétt, sem félagið missti ella. Sama máli gegnir um ýmis hlutafélög, sem bæjarfélög eiga í. 'En til hvaða atvika geta þessar vandræðaráðstaf- anir leitt og hver er réttur fjöldans, sem blutaféð á, ef slíkt missætti yrði milli þeirra manna. sem fara með leyfðan atkvæðisrétt og hinna, sem fenginn hefur verið réttur yf- ir öðru hlutafé samtakanna ? Til að reyna að tryggja rétt fjöldans hafa fjölmenn samtök, þannig, vegna tak- mörkunarákvæðanna, orðiff að fara inn á þá hættulegu braut að fela einstaklingum að fara með vald, sem raunverulega ættí að veita slíkum fjöldasamtöfeum sjálfum. Með hæstaréttardómi hefur verið staðfest, að núgildandi lög heimila jafnvei ekki, að bæjarsjóður einstaks bæjarfé- lags teljist annar aðili en hafnarsjóður sama bæjarfé- lags. Hins vegar geta t. d. hjón, hvort um sig, farið með % hluta atkvæðá í hlutafé- lagi, og börn þeirra teljast Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.