Þjóðviljinn - 08.03.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.03.1957, Blaðsíða 7
Föstudagur 8. marz 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Fæstum þeim, sem nú þeys- ast í gljáfægðum bifreiðum á rúmri hálfri klukkustund eða svo milli Eeykjavíkur og Þingvalla, kemur til hugar að fyrir fáum áratugum var Mos- fellsheiðin ein hættulegasta þjóðleið á vetur sunnanlands. Þessi lágkollótta heiði, sem virðist auðfarin öllum nú geymir minningar um slysfar- ir liðinna alda, en þó er trúlega minnisstæðast þeirra allra at- burður sá, sem gerðist þar fyr- ir einni öld, maimskaðinn mikii á Mosfellsheiðí. Það var seint á kvöldi föstu- dags 6. marz 1857, að 14 ver- menn úr Laugardal og Bisk- upstungum ' komu Lyngdals- heiðarveg niður í Þingvalla- sveit. Þeir voru allir á leið til verstöðva hér við Faxaflóa og þá helzt í Reykjavík. í þá daga urðu bændur og aðrir sveitamenn að leita sér at- vinnu við sjóróðra sunnan- lands og vestan til þess að bægja hungurdauða frá dyrum sínum. Þessir 14 menn voru: 1) Úr Laugardal: Egill Jónsson bóndi áHjálms- stöðum (27 ára) ísak Sigurðsson, bóndi í Út- ey (27 ára) Guðmundur Pálsson bóndi á Hjálmsstöðum (27 ára) Bjami Bjarnason, vinnumað- ur á Böðmóðsstöðum Gísli Magnússon, vinnumað- ur í Austurey (20 ára) Gísli Jónsson vinnumaður á Snorrastöðum (39 ára) Jón Sigurðsson, vinnumaður á Ketilsstöðum (20 ára) Þiðrik Þórðarson, vinnumað- ur í Útey (33 ára) 2) Úr Biskupstungum: Einar Þórðarson, vinnumað- ur í Austurhiíð Kristján Snorrason, vinnu- maður í Amarholti (19 ára) Sveinn Þorsteinsson, vinnu- maður í Stritlu (22 ára) Pétur Einarsson, vinnumaður í Múla (25 ára) Guðmundur Jónsson, vinnu- maður í Múla (19 óra) Þorsteinn Guðmundsson, : bóndasonur frá Kervatns- stöðum (17 ára). Um nóttina gistu þeir á Þing- vöilum og í Vatnskoti. Á Þing- völlum var þá prestur séra Símon D. Bech,*) hinn mesti hirðu- og sómjamaður'. Ver- mennimir lögðu a£ stað snemma morguns frá Þingvöll- um og fóru fyrst til Kárastaða, en héldu þaðan um dagmál „í logni og sokkabandsdjúpri Iausamjöll“, eins og segir í skýrslu séra Magnúss Gríms- sonar á Mosfelli, en liún birtist i 20 tbl. Þjóðólfs hinn 11. apríl sama ár.**) *) Séra Símon (1814—1878) var sonur Vorms Símonarson- ar Bech, hreppstjóra á Geita- skarði í Húnaþingi og konu hans, Lilju Daníelsdóttur frá Steinsstöðum í Öxnadal. Hann útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1835. Vígðist 1840 aðstoðar- prestur til Þingvalla, veitt brauðið 1844. Kvæntur Önnu Margréti, laundóttur Friðriks Möllers (eldra) á Akureyri og Önnu Stefánsdóttur amtmanns á Mörðuvöllum Þórarinssonar (Thorarensen). *■*) Séra Magnús (1825— 1860), sonur Gríms Steinólfs- sonar á Grímsstöðum við Reykjavik. Stúdent úr Reykja- víkurskóla 1848. Vigður til Mosfells 1855 og hélt til ævi- loka. Kvæntur Guðrúnu Jóns- Ferðin sóttist þeim vel upp að Þrívörðum,*) en þá skall á þreifandi bylur og ofsarok af norðri eða útnorðri. Leið þá ekki á löngu áður en þeir voru orðnir villtir. Þeir hugð- ust því reyna að ná sæluhúss- kofanum, en fundu ekki. Þeir héldu samt áfrarn í vesturátt, en erfitt mun hafa verið að komast áfram móti roki og byl. Þegar þeir voru komnir að Moldbrekkum, gafst Guðmund- ur frá Hjálmsstöðum upp.**) Var þá það ráð tekið, að þeir sem gátu, skiptust á að bera bagga hans og komst hann þannig nokkuð áfram. Sótti nú þreyta og napur fótakuldi að þeim. Þeir ákváðu, er ekki varð áfram haldið, að grafa sig í fönn. Gerðu það þeir, sem þrek höfðu. Um dagsetursbil, að þeir héldu, lézt hinn yngsti þeirra, bóndasonurinn Þorsteinn t'rá Kervatnsstöðum. Eitthvað inunu þeir hafa sofnað um nóttina, en í birtingu var farið að hugsa til ferðar aftur. Pétur Jónsson gróf þá úr fönn, sem ekki voru sjálfbjarga. Komust allir á fætur nema Þorsteinn. Fjórir þeirra, Egill frá Hjálms- stöðum, ísak frá Útey, Jón frá Ketilsstöðum og Þiðrik frá Út- ey, voru þá svo máttfarnir, að þeir duttu jafnharðan aftur. Reyndu hinir fyrst að stumra yfir þeim, en sáu fljótt, að ekki mátti tefja lengi ef þeir áttu að bjarga lífinu, enda þessir fjórir annaðhvort látn- ir eða að dauða komnir. Þá var aftur lagt af stað í rokí og byl. Vissu þeir nú alls ekki hvar þeir voru stadd- ir, né hvert stefnt var. Skammt höfðu þeir gengið, þegar Guð- mundur frá Múla gafst upp. Hinir voru nokkra stund að stumra yfir honum og vildu koma honum á fætur og með sér, en hann dó þarna i hönd- unum a þeim. Það skal tekið fram, að veðrið var nú hálfu *) Þrívörðiir eru um það bil 4 km í vestursuðvestur frá þeim stað, er nú mætast Þing- vallavegimir, hinn gamii og hinn nýi, **) Guðmundur bjó eftir þetta í 44 ár á Hjálmsstöðum,! dugnaðar- og merkisbóndi. Voru teknar allar tær af hon- um, en stundaði samt bú sitt. Kona hans var Gró.a Jónsdótt- ir Ijósmóðir, systir Egils frá Hjálmsstöðum, er úti varð. Sonur Guðmundar er Páll rit- höfundur og fræðimaður á Hj á Imsstöðum. dótfur kennára á Bessastöðum, Jónssonar. Skáld gott ,og rit- höfundur. verra en daginn áður. — Þeir skildu nú Guðmund eft- ir látinn og héldu áfram. Fimm þeirra, er röskvastir voru, greikkuðu sporið og urðu nokk- uð á undan hinum. Rofaði þá til og sást snöggvast Grím- mannsfell, en það er fellið í suður frá Seljabrekku. Guð- mundur frá Hjálmsstöðum telur að þeir hafi þá verið staddir - -ií skammt fyrir neðan Leirvogs- vatn, þó nær Stardal en Bring- um. Eftir stutta göngu, eða um kl. 9 um morguninn komu þeir í Bringur. Stendur sá bær skammt frá Grímmannsfelli. Þeir voru allir mjög aðfram komnir. en var þegar í stað veitt bezta hjúkrun. Hinir þrír höfðu dregizt nokkuð aftur úr, en bóndinn i Bringum fór, er hann hafði hjálpað þeim fimm, er fyrstir komu, að leita þeirra. Var þá enn ofstopaveður. Fann hann þá alla á lífi og gat bjargað þeim. í Bringunum bjó þá fátækur maður, Jóhannes Jónsson Lund. Hann hafði tekið land þetta aumt í rækt af séra Magnúsi Að grös fái að spretta, aft börn fái aft brosa. Jak. Sigurðard. Allt siðan 1910 hefur 8. marz verið alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Upphaflega var það aðailega jafnréttiskrafan, sem kvenna- samtökin beittu sér fyrir, en stöðugt hefur verkefnunum fjölgað og jafnframt styrkur samtakanna aukizt. 1945 var í París stofnað Alþjóðasamband lýðræðissinnaðra ksenna, og áttu aðild að því fu.ltrúur frá 22 iöfldum, þar á meðal einn frá Islandi, Laufey Valdimars- dóttir. Kopur um allan heim höfðu yaknað við hræðilegan draum: fullkomnun stríðstækninnar. En þær vöknuðu jafnframt til starfa, til sameiningar og sam- taka, sem ná orðið til flestra þjóða og landa. Þessi sterku alþjóðasamtök hafa kennt þeim hvers þær eru megnugar, þeg- ar þær standa sameinaðar, og sannfært þær um möguleik- ana til að hafa áhrif á heims- málin. Alþjóðsamtök lýðræðissinn- aðra kvenna eru nú orðin iang- stærstu kvennasamtök heims, innan þgirra eru nærri tvö hundruð milljónir kvenna, af öllum þjóðflokkum. öllum lit- um, konur úr austri og vestri. Þeim hefur skilizt að allar lcon- ur heims eiga sameiginleg á- hugamál: baráttuna fyrir friði Grimssyni á Mosfelli. Var þröngt í kotinu og matur lítill. Samt var hinum hröktu mönn- um veitt allt það, sem föng var á, heitur matur og jafn- vel kaffi, en kaffi var mun- aður, sem fæstir kotbændur gátu veitt sér. Allir voru menn- irnir illa á sig komnir nema einn. Jóhannes bóndi lét þá halda höndum og fótum í yatnsílátum allan daginn vegna kalsins, en sjálfur lagði hann af stað til næstu bæja til þess að segja tíðindin. Seinni part dags komu átta menn úr Mosfellsdalnum til þess að sækja mennina og skipta þeirn niður á bæi. Sex voru þá fluttir, en tveir voru ekki ferðafærir vegna kals og of- þreytu, Bjarni frá Böðmóðs- stöðum og Guðmundur frá Hjálmsstöðum, en voru þó fluttir á mánudaginn. Leitin að þeirn, sem úti höfðu orðið, hófst á sunnudag- inn. Voru það þrír bændur úr Ðalnum, sem lögðu á heiðina til leitar. Fundu þeir alla mennina eftir skamma leit. Tvo töldu þeir hafa verið með lífsmarki og fluttu þá að Star- dal, ef ske kynni að þeir mættu lífi halda, en þeir dóu á leiðinni. Það voru þeir ísak bóndi í Útey og Jón frá Ketils- stöðum. Hinir sex, sem -létu lífið á heiðinni, voru greftraðir að Mosfelli. Hafliði Hannesson hreppstjóri í Gufunesi hafði umsjón með útförinni og séra Magnús Grímsson jarðsöng. — Flestir þeir, sem af komust, voru illa haldnir og lágu lengi vegna kalsára. Af sumum þeirra varð að klípa tær vegna þeirra. Ekki þekktust þá deyfi- lyf og var sjúklingunum haldið af fílefldum karlmönnum á meðán. Þó náðu sumir þeirra allháum aldri, til dæmis Pétur Einarsson. Hann dvaldist í og afvopnun þjóðanna, fyrir jafnrétti og bættum lífskjörum, fyrir betra lífi og bjartari framtíð barna í öllum löndum. Mæður allra þjóða eiga það sameiginlegt að vilja vernda börn sín fyrir slysum, fyrir fá- tækt, húngri, kulda, sjúkdóm- um og ekki sízt styrjöldum, sem eru samneínari allra þess- ara hörmunga. Alþjóðasamtök lýðræðissinn- aðra kvenna hafa því friðarr málin fyrst og fremst á stefnuskrá sinni, stríð eru Reykjavík síðustu æviárin, vel metinn greindannaður.*) Eins og vænta mátti, sió miklum óhug á alla, er Þjóð- ólfur birti fyrstu frásögnina, en hún var skrásett af séra Magnúsi á Mosfelli. Þó mun að sjálfsögðu Tungnamönnum og Laugdælum hafa brugð ð mest, er sendiboðar komu austur þángað fil þess að segja tíð- indin. Sex menn dánir og margir örkumlamenn, flestir eða allir fyrirvinna fólks. Sam- skot voru hafin handa þeim heim'lum, sem verst urðu úti og safnaðist talsvert f'é. Þá gleymdu menn heldur ekk fá- tæka bóndanum í Bringum, Jó- hannesi Lund. Honurn voru sendar gjafir eigi litlar, ekki hvað sízt frá þeim, seni hann hafði hjúkrað og veitt beina af fátækt sinni. Nokkur leiðindi urðu útaf á- byrgðarlausum skrfum um þátt Þingvallaprestsins i mál- inu. Var veitzt að honum ó- maklega fyrir að hafa ekki séð um að vosklæði vermanna yrðu þurrkuð rækiiega þá nótt, er fles^jr gistu ú Þingvöllum. Gengu sumir vermanna vel fram i að kveða niður þann ó- hróður. Lýkur svo þessum stutta þætti af mannskaðanum á Mos- fellsheiði nóttina 7. til 8. marz 1857, *) Pétur Einarsson (1832— 1925) var sonur Einars bónda á Gili Jónassonar. Hann bjó um skeið að Felli í Biskups- tungum, en tók sig upp 1888 og fór til Vesturheims með fólki sínu, en hvarf aftur heim. Kona hans var Halla Magnús- dóttir (1833—1903), systir Sig- urðar i Bráðræði við Reykja- vík, föður Magnúss banka- stjóra. Dóttir Péturs og Höllu er Guðrún Jónasson, fyrrv. bæjarfulltrúi í Reykjavík. fjandsamleg allri menningu og öllu lífi. Og þó býr enn mikill hlutj. mannkyns við þær undarlegu aðstæður, að það virðist þurfa meiri kjark til að gerast liðs- maður friðarins, en að fara í stríð. Einnig hér á fslandi er 8. marz helgaður barúttu kvenna fyrir friði og mannréttindum, fyri'- framtíð barnanna, fyrir lífi og öryggi alls msnnkyns. Menningar- o:j friðarsamtök F’nmhald á 10. siðu. Mooosluiðiim mikli á Mosfellsheiði fyrir hundrað Árum eftir Hendrik Ottósson Halldóra B. Björnsson: 8. ^marz -- Alþjóðabaráttu* dagur kvenna |

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.