Þjóðviljinn - 10.03.1957, Blaðsíða 7
Hans W:son Ahlmaiui:
*
I fyrra gaf Menningarsjóður út ritgerðir éftir dr. Sigurð
Þórarinsson og nefndust þær „The Thousand Years
Straggle against Ice and Fire" (Þúsund ára
stríðið við ís og eld). Fyrir nokkra birti eitt stærsta
blað Svíþjóðar, Svenska Dagbladet, grein um bókina
eftir Hans W:son Ahlmann prófessor, og er hún
birt hér í íslenzkri þýðingu. Ahlmann prófessor, hefur
sem kunnugt er stundað vísindarannsóknir á íslandi,
' ! I
hann. var prófessor í jarðfræðí við háskólann í
Stokkhólmí 1929-1950 og sendiherra Svía í Noregi 1950
til 1956.
Sfceiöará kvíslast um sandana. — Sigurður Þórarinsson tók myndina
6. júli 1951.
T| að hefur lengi verið trú
jr manna, bæði í heiðnum
sið og kristnum, að ísland
stæði næst Helvíti af löndum.
Sainkvæmt ásatrú var písl
Heljar kuldi, og hafísinn sem
rak upp að ströndum Norður-
lands með brestum og gný,
var álitinn forboði þess sem
fordæmdir ættu í vændum.
Kristindómurinn uppmnninn í
heitum löndum, flutti síðar þá
trú, að písl Helvítis væri eld-
ur, og urðu þá eldf jöll íslands
hið sýnilega tákn þess sem
neðanjarðar var. Hekla varð
að uppgönguauga Inferno’s.
- Þjóðin, sem nú hefur átt
heima í landi þessu í 1090 ár,
hefuf lengstum átt við þetta
tvennt að stríða, ís og eld.
Þessi litla þjóð komst elcki
upp i 100 000 manna tölu
fyrr en árið 1925. Raunar hef-
ur ekki ætíð verið friðsælt í
landi þessu, um það bera Is-
lendingasögur vitni, en þjóðin
hefur aldrei átt í ófriði við
aðra þjóð, og vopnaburður
hefur ekki þekkzt í þrjúhundr-
uð ár. Baráttan við náttúru-
öflin hefur hinsvegar krafizt
meiri hörku og þrautseigju,
ósérhlífni og hetjulundar en
sá getur gert sér í hugarlund
og metið eins og vert er, sem
ekki þekkir af eigin raun hve
erfitt og hættulegt þetta land
er og ókunnugt er um örlög
þessarar þjóðar á liðnum öld-
um.
Sigurður Þórarinsson, sem
hlaut vísindamenntun sína við
háskólann í Stokkhólmi, og er
himi fyrsti af Islendingum,
sem hefur kennt við háskóla
í Svíþjóð, hefur í lítilli bók,
sem kom út árið sem
leið, (The Thousand Years
Struggle against Ice and Fire,
Museum of National History,
Reykjavík), á mjög skýran
og skilmerkilegan hátt gert
grein fyrir hinum merkilegu
rannsóknum sínum og ann-
arra á breytingum sem orðið
hafa á náttúruöflum landsins
frá því er landið byggðist og
fram á þennan dag.
ísland er á yztu takmörk-
um þeirra svæða á hnettinum
þar sem hvítir menn hafa get-
að haldið uppi liærri menn-
ingu. Fyrir þeim sem land-
búnað stunduðu hefur eklri
mátt út af bregða svo eklci
yrði hallæri. Hvað lítið sem
hallar árferði er voði vís, ef
það er skárra en í meðallagi,
blómgast búskapurinn aftur.
Hafísinn, sem rekur norðan
úr íshafi að ströndum lands-
ins, hefur gagnger áhrif á
veðurfarið; því meiri hafís því
kaldara veður. Það er óhætt
að taka undir orð Sigurðar
Þórarinssonar, að hafísinn sé
erlrióvinur Islendinga. En það
orsakast líklega af öðru enn
það. ísland geymir lylrilinn
að vitneskjunni um veðráttu-
far af völdum hafísa, og um
eldgos og eldfjöll.
Rannsóknir Sigurðar Þórar-
inssonar á heimildum um haf-
ís hafa leitt í Ijós, að meiri
hafís hafi komið að landinu
á árunum 1550-1900 og þó
einkum frá 1600 til 1900 en
næstu þrjár aldirnar eftir
landnámsöld, og að á hinum
síðustu 50 árum hafi verið
rökstyður hana vel, að á síð-
ustu áratugum hafi loftslag á
íslandi verið álíka gott ef
ekki betra en á fyrstu öldum
Islandsbyggðar. Um 1200
byrjaði loftslagið að versna,
og hélt því áfram næstu 5-6
aldirnar, þar til svo var kom-
ið að önnur eins óáran hefur
varla verið síðan á eiröld. Um
miðja nítjándu öld fór það að
skána hægt og hægt, og er
nú sem stendur betra en
V;
Heklugosið — Sigurður Þórarinsson tók myndina 28. apríl 1947.
(Myndirnar sem fylgja greininni eru úr bók Sigurðar).
voldugra náttúruafli hvort af
honum kemur meira eða
minna frá ári til árs, að öll-
um líkindum af loftstraumum
jarðarinnar, en það sem þeiin
stjórnar, mun vera orka frá
sólinni og utan úr geimi. Is-
land telst til hins sama nátt,-
úruaflsvæðis sem aðrir hlutar
Norðuratlantshafs og löndin
sem að því liggja, þ. á. m.
Norðurlönd, einkum hin vest-
lægari. Islendingar hafa átt
heima í miðju þessu svæði,
átt sífelld samskipti við nátt-
úru þess, þeir hafa tekið vel
eftir og sett á sig hvaðeina
sem gerðist, verið vel skrif-
a.ndi ætíð og bókaþjóð með af-
brigðum. Þessvegna er meiri
fróðieikur til um það sem
gerat hefur í náttúruatburð-
um á íslandi seinustu þúsund
árin en í nokkni landi öðru,
að líkindum. Bók Sigurðar
Þórai’inssonar er til vitnis um
minna um hafís en nokkru
öðru sinni eftir 1550, og af
þessari. hálfu ðld má segja að
síðustu þrjátíu árin hafi ver-
ið sama sem íslaus, en það
er lengsta íslausa. tímabil sem
um getur í íslandssögu frá
upphafi hennar.
Jöklarnir tala líka sínu
máli um breytingar á lofts-
lagi, því þeir minnka þá er
það hlýnar. Þeir vom 'minni
á fyrstu öldum íslandsbyggð-
ar en seinna varð, urðu mest-
ir á seytjándu öld og fyrra
helmingi átjándu aldar,
minnkað mest á síðustu sextíu
árum.
Athuganir Sigurðar Þórar-
inssonar á kornyrkju á ýms-
um tíirtum eru ekki síður at-
hyglisverðar. Bygg hefur ver-
ið mest ræktað, en hafrakorn
hafa einnig fundizt í jörðu,
þar sem akrar íágu. Hann
keníst að þeirrí niðurstöðu og
noltkru sinni fyrr á. síðustu
2500 árum.
Fieira er það en kuldinn
sem hefur staðið Islandi fyrir
þrifum um aldirnar, vindamir
hafa lengi verið iðnir við að
rífa og slíta svörðinn. Það
er Ijótt að sjá, hve stór svæði,
einkum um miðbik landsins,
hafa á þonnan hátt breytzt
úr frjóu landi í eyðimörk. Nú
er verið að reyna að hefta
uppblásturinn með ýmsu móti.
Að síðustu tel ég eidgosin,
þetta hið stórkostlegasta og
einna háskalegasta af nátt-
úruöflum. Island er hið mesta
eldfjallaland í heimi, ef miðað
er við eldfjöll sem ennþá
gjósa, og þar eru allar teg-
undir eldfjalla, sem þekkjast.
Alls eru í landinu 150 eld-
fjöll, og af þeim. hafa a. m. k.
30 gosið síðan landið byggð-
ist, og gosin hafa ekki verið
færri en 130. Frægust er
Hekla, sem byrjaði að| gjósa
stuttu eftir landnámsÖld, eft-
ir mcrg hundruð ára livíld.
Seinast gaus hún, sem kunn-
ugt ek, 4 þrettán mánuði
samfleytt, árin 1947-’48. Þó
er Katla hættulegri en Hekla,
en á henni hvílir hinn mikli
Mýrdalsjökull. Hið háskaleg-
asta af eldgosum var -þa er
Laki gaus árið 1783, og olli
þvi askan og hinar eitruðu
lofttegundir sem dreifðust um
landið og eyðilögðu bithaga
og slægjur. En ekki skilst til
fulls hvilíkur voði var búinn
landsmönnum af þessu gosi,
nema menn viti, hve vesöl
voru kjör þeirra þegar það
bar að, og hafði svo verið
alla átjándu öldina, svo að
þær tæpar 50 000 manna, sem
þá voru í landinu, gerðu varla
að draga fram lífið, svo vont
var tíðarfarið. Ekki bætti það
um, að þá var einokun Dana
á allri verzlun í algleymingi.
Svona. var ástatt þegar 100
gígar í Laka fóru að gjósa,
8. júní. Þessi býsn héldu á-
fram þangað til í . janúar
næsta ár. Helmingur af naut-
peningi féll, þrír fjórðu af
hestum og saufé, níu þúsund
manns féllu úr sult.i, og var
það fimmti hluti af þjóðinni.
Dönsk nefnd, sem um Islands-
mál fjallaði, stakk upp á því
að flytja, alla Islendinga sem
eftir lifðit á heiðarnar á Jót-
landi. Sigurður Þórarinsson
hefur vafalaust rétt fyrir sér
i því, að á fyrstu öldum ís-
kindsbyggðar hafi loftslagið
veiið álíka gott og það er
núna, en auk þess hafi verið
lítið um eldgos miðað við það
sem seinna varð. Hekla gýs
enn að staðaldri, og Katla
virðist vera farin að bæra á
sér, og ekki er ólíklegt að
hún gjósi bráðum. En aðal-
atriðið er það að veðurfars-
breytingin haldist. Hve i lengi
verður það? Það veit engmn.
Það er vafasamt að í nokkru
öðm landi hafi orðið jafnmikl-
ar fra.mfarir á þessari öld og
á íslandi. Um það eru hag-
skýrslur til vitnis. Eg vil
minna á það að haffærir botn-
vörpungar komu til landsins
1910 og 30—40 árum seinna
var þorskaflinn orð'nn tjifaM-
ur við það sem þá var, og
síldaraflinn hundraðfaldur. —-
Fmmhald á 10. síðu.
Stmnudagur 10. marz 1957 — ÞJÓÐVILJÍNN