Þjóðviljinn - 22.03.1957, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 22.03.1957, Qupperneq 10
fffip — ÞJÓÐVILJINN— Föstudagur 22. marz 1957 Opið bréf fil leigubifreiða- stgóra í Reykjavík t Framhald á 10. síðu. tog nýja bílasíma um allan bæ. : Því svo einkennilega vill til að fólkið notar ekkert meira bíla þó þeir séu merktir á þennan hátt. Meinið var það að þessi reglugerð kom einum of seint, já eða jafnvel tveimur. En það er of seint að iðrast eftir dauðann, nú verður að bjarga því, sem bjargað verð- ur, en til þess þarf samstillta og umfram allt samvinnuþýða amenn. Eg vildi mega í nafni allra eiginkvenna þessara manna skora á hina nýkjörnu stjórn Hreyfils að hún vinni nú markvíst og sleitulaust að aðkallandi vandamálum. Við hljótum að eiga kröfu á að lifa mannsæmandi lífi eins og aðr- ar stéttir þjóðfélagsins. Við krefjumst lækkaðra tolla og tryggingagjalda af atvinnu- tækinu og lækkaðs benzín- verðs handa öllum leigubílum. Eg tel það á engan hátt sann- gjarnt að okkar börn.' gangi klæðlítil og vanhaldin, svo að útgerðarmennirnir og „gróss- erarnir“ geti farið í fleiri reis- ur til útlanda, keypt sér dýrari villur og sumarbústaði, eða hvert dettur ykkur í hug að þessar 30 þúsund kr. hafi farið sem hreiniega var af ykkur stolið þegar þið fenguð nýjan bíl í fyrra? Er til of mikils mælzt að þið fengjuð það til baka aftur? Og að síðustu þetta; Hefur þjóðfélagið efni á eð hafa 500 fullhrausta karl- menn hangandi tímunum sam- an í einum hóp eða snapandi | um göturnar eins og soltnir úlf- ar eftir björg. Hafa heimili ykkar sjálfra efni á að sóa svo dýrmætum tíma og fjármun- um? Hvenær ætlar ykkur að skilj- ast að til þess að verandi sé í þessari atvinnu, þurfið þið að ekipuleggja vinnutímann, líkt og þekkist Hjá öllu andlega Gullfoss fer frá Reykjavík laugardaginn 23. þ.m., kl. 7 síðdegis til Leith, H&naborgar og Kaupmanna- Ihafnar Parþegar eru beðnir að koma til skips kl. 6.30. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. vestur um land til Akureyrar hin 26. þ.m. Tekið á móti flutningi til áætlunarhafna í dag. Farseðlar fedir á mánudag. heilbrigðu fólki; 8 stunda þrí- skipt vakt hlýtur að vera tak- markið sem vinna verður að og ég álít að það þoli enga bið. Virðið meira .rétt barna ykkar, kvenna og heimilis, en látið stjórnmáladeilur innan félags- ins bíða þar til hagurinn batnar. Þetta kann að þykja orðið nokkuð langort, en svo rná lengi kynda að upp úr sjóði. Virðingarfyllst, Reykjavík 17. marz 1957. Rósa Sveinbjarnardóttir ----fi------------------------- Tónlistarhátíðin í Edinborg Framhald af 3. síðu. og Eugene Ormandy með Brein, Firkusny og Szymon Goldberg sem einleikara. Sinfóníuhljóm- sveit útvarpsins í Miinchen og Philhai-monia hljómsveitin í London leika þar einnig. Þarna verður og mikið um kammertónleika og hljómleika einstakra sólóista og kvartetta. Á þessum tónleikum kemur einnig fram hinn heimsfrægi Shakespeare-leikari Sir John Gielgud. Óperuflutningur mun að vanda skipa veglegan sess á Edinborgarhátíðinni. Verða fluttar 4 óperur: „II Matrimo- nio Segreto" eftir Cimarosa, „La Sonnambula“ eftir Bellini, „L’Elisir D’Amore" eftir Donni- zetti og „II Turco in Italia“ eftir Rossini. Óperurnar verða fluttar af söngfólki frá La Scala í Mílano. Ballettsýningar verða fjöl- margar sem nokkrir heimsfræg- ir ballettflokkar annast. Eru meðal þeirra Konunglegi sænski ballettinn og Les Ballet Afri- cains de Keita Fodéba. Leiksýningarskrá hátiðarinn- ar telur mörg höfuðverk leik- bókmenntanna: „La Répétition" eftir Anouilh, flutt af Com- pagnie Renaud-Barrault; „Nek- rassov" eftir Sartre, flutt af The English Stage Company, „Man of Distinction" eftir Has- enclever, „The hidden King“ eftir Griffin o. fl. Orlof h.f. sér nú eins og áður um ferðalög þeirra er hátíðina vilja sækja héðan og pantar gistingu og aðgöngumiða að hljómleikum og sýningum há- tíðarinnar. Þar sem tugþúsund- ir erlendra ferðamanna sækja hátíðina, fyrir utan hina geysi- legu aðsókn frá Bretlandseyj- unum, er mjög áríðandi að á- kveða sem allra fyrst um þátt- töku. Eftir að komið er fram í apríl er enginn von um að mögulegt verði að útvega gist- ingu á hótelum í allt að 70 km hring um Edinborg, í hæsta lagi verður hægt að útvega gistingu á einkaheimilum. Enn- fremur seljast allir aðgöngu- miðar að hljómleikum og leik- sýningum 6 mánuðum fyrir há- tíðina. Þeim Islendingum sem sækja vilja hátíðina sem að þessu sinni hefst 18. ágúst og lýkur 7. september, skal bent á að panta nú þegar. ■ með fershum liðunarvökva er laust við lykt eins og liðun getur verið Engin römm ammoníak-lykt. Engin svæla, sem pestar loftið og loðir í hárinu. Hið nýja Toni með „ferska" hárlið- unarvökvanum er það mildasta og þó ái'angursríkasta, sem enn er völ á. Hárþvottur og lagning á litlum hluta kvöldsins Hið nýja „ferska“ Toni er sérstakt í sinni röð. Hvernig hártegund, sem þér hafið, þá tekur liðunin aðeins 15 stuttar mínútur. Engar tímaágiskan- i'r. Engin mistök. Þér þurfið ekki að bíða alla nóttina, tnei, spólurnar eru teknar úr eftir fyrsta klukkutimann. Toni bregst ekki — og kvöldið er yðar. Fyrir fegurri endiflgarbetri hárliðun, sem er laus við lykt, eins og liðun getur verið þá veljið TONI við yðar hsefi. Norðurlandasiglingar m.s. HEKLU sumarið 1957 ■ [ýr :• • Frá Reykjavík laugardag 8/6 22/6 6/7 20/7 3/8 17/8 31/8 Til/frá Thorshavn mánudag 10/6 24/6 8/7 22/7 5/8 19/8 2/9 — Bergen þriðjudag 11/6 25/6 9/7 23/7 6/8 20/8 3/9 — Kaupmannahöfn fimmtudag 13/6 27/6 11/7 25/7 8/8 22/8 5/9 — Gautaborg föstudag 14/6 28/6 12/7 26/7 9/8 23/8 6/9 — Kristiansand laugardag 15/6 29/6 13/7 27/7 '10/8 24/8 7/9 — Thorshavn mánudag 17/6 1/7 15/7 29/7 12/8 26/8 9/9 Til Reykjavíkur miðvikudag 19/6 3/7 17/7 31/7 14/8 28/8 11/9 Fargjaldinu er mjög stillt í hóf. Til dæmis kostar hringferð, sem tekur 11 daga, aðeins frá kr. 1744.00 til kr. 2623.00. Ferð til Bergen kostar frá kr. 703.00 til kr. 1020.00. Fyrsta flokks fæði og framreiðslugjald er inni- falið í fargjöldum. Farþegar, sem koana með skipinu erlendis frá, geta fengið að nota skipið sem hótel meðan það stendur við í Reykjavík frá miðvikudagsmorgni til laugardagskvölds. Þeim, sem verzlunarviðskipti eiga við Norðurlöndin, er einnig bent á þess- ar hentugu ferðir til vöruflutninga, Nánari upplýsingar á aðalskrifstofu vorri í Hafnarhúsinu, sími 7650. Skipaútgerð ríkisins fer til Vestmannaeyja í kvöld. Voruxnóttaka í dag.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.