Þjóðviljinn - 02.04.1957, Síða 9
Þriðjudagur 2. apríl 1957 — ÞJÖÐVILJINN — .fljlfr
RITSTJÓRJ? FRtMANN HELGASON
Handknattleiksmótið:
KR sigraði Þréff 22:16 og Ár
monn vann Víking 16:13
Það verður ekki annað sagt
en að leikur Þróttar og KR
hafi verið mun jafnara en bjart-
eýnustu menn gerðu ráð fyrir,
Þróttarar komu á óvart með
leik sínum og trufluðu og opn-
uðu v,örn KR, og er það vel
gert, því að KR er jafnbezta
liðið i Reykjavík í augnablik-
inu. Vera má að KR hafi ekki
tekið leik þennan í fyllstu al-
vöru og þess vegna liafi Þrótt-
ur komið þeim á óvart. Lið
KR virtist ekki sem bezt upp-
lagt í leiknum og tókst ekki
upp eíns og oft áður. Eigi að
síður höfðu þeir leikinn örugg-
lega i hendi sinni og forustuna
allan leiktímann. Þrótti tókst
þó eimi sinni að jafna 3:3. Yfir-
burðir KR voru þó ekki meiri
en það, að þeir unnu hvorn
hálfleik með 3 mörkum. í
hálfleík voru mörkin 6:3 fyr-
lr KR,
Er 12 mín. voru af síðari
liálfleik stóðu leikar þannig
að KR hafði tvö mörk yfir,
10:8, en þá gera KR-ingar
5 mörk í röð, og gerði Karl
þrjú þeirra. Annars var Karl
ekki eins virkur og hann hef-
ur oft verið. Reynir er vaxandi
maður í liði KR og Hörður Fel-
ixson hefur ekki lengi verið
jafn léttur og nú. Svo að segja
allt líð KR hefur mikla leik-
reynslu og er skipað nokkuð
jafngóðum leikmönnum, svo
það verður gaman að sjá þá í
löiknum við FH, sem gera
má ráS fyrir að verði hrein úr-
elit í mótinu.
Lið Þróttar átti bezta leik
sinn í mótinu og gerði KR mun
erfiðara. fyrir en þá eða aðra
óraði fyrir. Guðmundur Axels-
son átti bezta leik sinn í vet-
ur. Hann átti þrjú langskot sem
hann skoraði úr og sannaði það,
að það er ekki nærri nóg skot-
ið „niðri“. Það virtist alveg
iokað en smá glufa var þió sem
markmaður KR áttaði sig ekki
forustu og þó munaði aðeins
3 mörkum í leikslok. Ármann
byrjaði að skora og komst upp
í 3:1 eftir 5 mínútur, en Vík-
ingar jafna og ná 3:3, og taka
forustuna. Ármenningum tekst
að jafna 5:5 óg aftur 6:6, en
7:7 stóðu leikar í hálfleik.
Ármann skorar fyrst en
Víkingar jafna og auka töluna
upp í 10:8, en Ármenningar
jafna 10:10. Þeir komast
í 11:10 en Víkingar jafna og
komast í 13:11, og eftir eru
um 8 mínútur. En þá var sem
þeir væru búnir því þeir settu
ekki fleiri mörk, en Ármenning-
ar settu 5 í röð.
Ef maður virðir fyrir sér
lið Víkings verður ekki annað
sagt en að það fái undra mik-
ið útúr leik sínum. Aðalstoðir
liðsins eru þeir Sigurður Jóns-
son og Björn Kristjánsson, og
Gissur í markinu varði vel að
þessu sinni. Flestir hinna eru
ungir og lítt reyndir menn að
Pétri Bjarnasyni undanskildum,
og er liðið í framför.
Ármenningarnir hafa flestir
miklu meiri leikreynslu og mið-
að við það virðist manni að
þeir hefðu átt að hafa leikinn
öruggar í liendi sinni, og yíst
er að það var leikreynslan sem
gaf sigurinn að lokum. Það er
mikill styrkur fyrir liðið að
hafa fengið þá Jón Erlendsson
og Snorra aftur, en þeir eru
ekki búnir að stilla „kanónur"
sínar, því að þeir skutu of mik-
ið framhjá marki. Lið Ármanns
hefur lengi átt við markmanns-
leysi að stríða. 1 þessum leik
komu þeir með markmann sem
lengi hefur leikið með Val, á
undanförnum árum.
Dómari var Hörður Jónsson
og slapp nokkuð vel frá þvi,
þó mætti hann vera sjálfstæð-
ari í dómum sínum, þ. e. vera
ekki á of miklu tali við horna-
dómara um auðsæ atriði.
1 kvöld kl. 8
Handknattleiksmótið heldur
áfram í kvöld kl. 8. Þá leika í
meistaraflokki karla Valur og
Afturelding, dómari Hannes Þ.
Sigurðsson, og Fram og ÍR,
dómari Þórður Þorkelsson.
Verða leikir þessir án efa
mjög spennandi og óvíst um
úrslit. Afturelding vann nýlega
ÍR, en Valur tapaði illa fyrir
Fram svo ætla má að Aftur-
elding muni ekki láta sitt eftir
liggja í þessum leik. iR átti
góðan leik gegn Þrótti, en eru
annars dálítið misjafnir, svo
ekki er gott að spá um úrslit
leiksins.
Honved end-
urstofnað
Sem kunnugt er, var hið
fræga og sigursæla ungverska
lið Honved leyst upp eftir för
þess til Suður-Ameríku, og fóru
sumir leikmanna heim en aðrir
halda sig enn erlendis. í Búda-
pest hefur verið stofnað annað
félag með sama nafni, þótt þeir
Puskas og Koesis séu þar ekki
lengur með og aðrar stjörnur,
og er ekki sami ljómi yfir lið-
inu enn eins og áður var. Þetta
nýja lið tapaði fyrsta leik sín-
um við lið sem lieitir Dozza
frá Pecs með 1:0.
í þessu sambandi má geta
þess að ,,gamla“ Honved lék
19 leiki í vetur í þremur lieims
álfum: Evrópu, Afríku og
Suður-Ameríku. Liðið sigraði í
10 af leikjunum, gerði þrjú
jafntefli og tapaði sex sinn-
um. Skoraði 69 mörk gegn 63.
I Evrópu horfðu 475.000
manns á liðið leika, í Afrílcu
20.000 og í Suður-Ameríku um
430.000 manns eða 925.000 alls,
og mun það vera met fyrir eitt
félag.
^ ■* ÞJÓDVTT TANN TDKTM
* UTBREIÐIÐ WI'i
KI6-tríóid gaiaila Kieiilrail
á.
Leikurinn í heild var spenn-
andi og skemmtu áhorfendur
sér vel. Dómari var Gunnar
Bjarnason og tókst ekki sem
bezt upp.
Víki n.gar höfðu forustuna meiri
Uhite leiksins
Vikingar komu sannarlega á
övart með því að hafa forust-
una um markatölu mikinn hluta
leiksins við Ármann. Það var
ekki fyrr enn á 43. mínútu að
Ármanni tókst að taka örugga
TRÚLOFUNARHRINGIR
Pjölbreytt úrval af
STEINHRINGUM
18 og 14 karata.
— Póstsendum —
Hin árlega árshátið KR var
haldin í Sjálfstæðishúsinu
laugardaginn 23. marz, var þar
fjölmenni mikið og skemmtu
menn sér ágætlega.
Á árshátíðinni voru eftirtald-
ir KR-ingar heiðraðir: Guð-
björn Jónsson fyrir 20 ára
starf, Brynjólfur Ingólfsson,
Magnús Thorvaldsen, María
Jónsdóttir, Þórir Jónsson og
Friðrik Guðmundsson fyrir 15
ára starf og Magnús Georgs-
son, Stella Hákonai’dóttir, Guð-
mundur Jónsson, Þorvaldur
Veigar Guðmundsson, Guð-
mundur Guðjónsson, Atli Helga
son, Gunnar Guðmundsson, Sig-
urður Bergsson, Sverrir Kjærne
sted og Jón Álfsson.
Ennfremur var á árshátíð-
inni heiðrað hið gamla og
fræga „tríó“ KR, þeir Kristján
L. Gestsson, Guðmundur Ólafs-
son og Erlendur Ó. Pétursson.
Þeir eru nú allir komnir yfir
sextugt og í tilefni af því á-
kvað félagið að láta gera mál-
verk af þeim og var Örlygur
Sigurðsson fengin til þess.
Lokið er að mála myndir af
þeim Guðmundi og Erlendi, en
Kristjáns mynd er enn ófull-
gerð.
Gísli Halldórsson, formaður
hússtjórnar KR, flutti ræðu
fyrir minni þessarra þriggja í-
þróttafrömuða og afhjúpaði
málverkin af Guðmundi og Er-
lendi.
Erlendur Ó. Pétursson þakk-
aði fyrir liönd þremenninganna
með bráðslcemmtilegri ræðu og
sagði meðal annars að þegar
málverkið af Kristjáni yrði til-
búið mætti með sanni segja að
„tríóið“ væri orðið að listaverki
í höndum hins ágæta listmálara.
Síðan voru þremenningarnir og
listmálarinn Örlygur Sigurðs-
son, hylltir með ferföldu húrra.
(Frá KR).
Þörf öruggra vetrarflutninga
á mjólkurframleiðslusvæðum
Fjárveitinganefnd flytur þingsályktunar- 1 j
tillögu um málið
Fjárveitinganefnd Alþingis flytur tillögu um vétrar-
flutninga á mjólkurframleiöslusvæöum. Er tillagan þessi:
„Alþingi ályktar aö fela ríkisstjórninni aö láta í sam-
ráði við vegamálastjóra athuga, hvernig hægt sé á hag-
kvæmastan og öruggustan hátt að halda uppi nauösyn-
legum flutningum á mjólkurframleiöslusvæöum, þegar
snjóalög eru“.
1 greinargerð segir:
„Framleiðsla mjólkur til sölu
krefst daglegra flutninga. Neyt-
endur þurfa vörunnar með dag
hvern, og mjólk geymist ekki
óskemmd nema skamma stund.
Þar sem mjólk er nú orðin
aðalframleiðsluvara bænda á
stórum landsvæðum, er aug-
ljóst, að öruggir og hagkvæmir
flutningar eru bændum þar,
neytendum mjólkurinnar og
þjóðarbúskapnum í heild mikils
virði.
Margir síðustu vetur hafa
verið óvenju snjóléttir. Þrátt
fyrir það hafa þó skapazt í
mjólkurflutningum miklir erfið-
leikar á hverjum vetri og veru-
legu fjármagni verið varið til
snjómoksturs árlega þeirra
vegna.
Á yfirstandandi vetri hafa
snjóalög orðið meiri en veriðj
hefur um tugi ára. Á sumum
mjólkurframleiðslusvæðum, svo
sem Mýrum og sunnanverðu
Snæfellsnesi, hafa mjólkur-
flutningar fallið niður með öllu
af þeim sökum nú um nokk-
urrá vikna skeið, enda þótt
stórfé hafi verið varið frá
vegagerð ríkisins og bændum
sjálfum til að reyna að halda
flutningunum áfram.
Hér er því um stói’kostlegt
j fjárhagstjón að ræða fyrir þá
bændur, sem í hlut eiga, bæði
vegna kostnaðar við að reyna
að flytja frá sér framleiðsluna
og einnig af þvi, að engin tök
eru á að vinna mjólkina heima
sökum fólksfæðar, enda fram-
leiðsluhættir að engu leyti mið-
aðir við það. Engin vafi er á
því, að ef slíkt endurtekur sig,
þá mun mjólkurframleiðslan
verða í mikilli hættu. Jafnframt
vofir yfir bæjunum sú hætta,
að skortur kunni að verða á
þessari hollu neyzluvöru. Þa5
er stórfellt nauðsynjamál sem
varðar alþjóð, að hægt sé að
skapa meira öryggi í mjólkur-
flutningum á fjárhagslega við-
ráðanlegan hátt.
Það hefur sýnt sig á yfir-
standandi vetri, að sú aðferð
snjómoksturs, sem við notum
j til að greiða fyrir mjólkur-
flutningum í miklum snjóum,
er ekki eingöngu ófullnægjandi,
heldur einnig það dýr, að ó-
hugsandi er þess vegna að
treysta á hana sem framtíðar-
úrræði.
Fjárveitinganefnd telur brýna
nauðsyn á því, að þetta mál
verði strax rannsakað með
kostgæfni og beztu úrræða leit-
að.
30. ársþing ÞjéHrækiíi^félagi
Isleitdinga í Vestwrlteimi
Hiö 38. ársþing Þjóöræknisfélags íslendinga í Vest* *-
urheimi var haldiö í Winnipeg 18.—20. febrúar við góöa
aðsókn, einkum voni samkomurnar í sambandi við þingið
prýðisvel sóttar.
Þingið f jallaði um þau málin,
sem löngu eru orðin fastir lið-
ir á starfsskrá félagsins, svo
sem fræðslumál, útbreiðslumál,
samvinnumál við Island og út-
gáfumál. Einnig var rætt um
nauðsyn sameiginlegs heimilis
fyrir íslenzk félagssamtök í
Winnipeg, og var það mál sett
í milliþinganefnd til frekari at-
hugunar, ásamt ýrmsum öðrum
málum.
Forseti félagsins var kosinn
dr. Richard Beck prófessor í
stað dr. Valdimars J. Eylands,
er baðst undan endurkosningu.
Ritari var kosinn prófessor
Haraldur Bessason í stað frú
Ingibjargar Jónsson, er einnig
baðst undan endurkosningu, en
vararitari Walter J. Lindal,
dómari; hafði prófessor Finn-
bogi Guðmundsson skipað þann
sess, er hann hvarf heim til ís-
lands. Aðrir embættismenn fé-
lagsins, sem allir voru endur-
kosnir eru þessir; varaforseti,
séi’a Philip M. Pétursson, fé-
hirðir, Grettir L. Jóhannsson
ræðismaður; varaféhirðir frú
Hólmfríður Daníelsson; fjár-
málaritari, Guðmann Levy;
varafjármálaritari, Ólafur
Hallsson; skjalavörður, Ragnar
Stefánsson.
Heiðursfélagar Þjóðrælmisfé-
lagsins voru þeir kjörnir Gunn-
ar Thoroddsen, bogarstjóri I
Reykjavík, og Valdimar Björns-
son, fjármálaráðherra Minne-
sotaríkis.
Kveðjur bárust þinginu meðal
annars frá dr. Ásmundi Guð-
mundssyni, biskupinum yfir Is-
landi; Árna G. Eylands, stjóm-
arráðsfulltrúa, formanni Þjóð-
ræknisfélagsins á íslandi; Sein-
dóri Steindórssyni, yfirkennara
á Akureyri; og ríkisliáskólanuin
í Norður-Dakota ,er Richard
Beck flutti.
Ræðumenn á kvöldsamkom-
um þingsins voru þeir séra Ól-
afur Skúlason, sóknarprestur
Framhald á 11. síðu.
íslendinga í N-Dakota, á Fróns-
mótinu; William iBenedickson,
sambandsþingmaður frá Ott-
awa, á samkomu Icelandiu
Canadian Club; og Björn Sig-
urbjörnsson og prófessor Har-
aldur Bessason á lokasamkomu
þingsins. j