Þjóðviljinn - 03.04.1957, Síða 6

Þjóðviljinn - 03.04.1957, Síða 6
g) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 3. apríl 1957 ÞlÓÐVlLllNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alpýðu — Sósialistaflokkurinn Afrek Guðmundar I. SímamáS Selásbúa f f|jóðviljinn sagði um helgina * frá einni veizlu af mörg- t;m sem hernámsliðið og aft- Eníossar þess halda hér í Irteykjavík um þessar mundir írneð smygluðu áfengi og sér- Ptæðu kvennavali og hömlu- litlum gleðskap. Veizla þessi var haldin aðfaranótt 30. marz — er átta ár voru liðin síðan $sland var fjötrað í árásar- 6:erfi Bandaríkjanna — og kvöldið eftir héldu bandarísk- ír fyrirmenn veizlu á Keflavík- turflugvelli af sama tilefni og fcuðu íslenzkum góðvinum sín- i «itm. að er vert að veita þessum gleðskap nokkra athygli ; eökum þess að ekki er annað ! eýnt en talsverð breyting hafi í‘ (orðið á samskiptum hernáms- i liðsins og Islendinga síðan Guðmundur I. Guðmundsson I 'tók við embætti utanríkisráð- ! fcerra. í valdatíð Bjarna Bene- löiktssonar höfðu bandarískir 5 ibermenn eins og menn muna : íheimild til innrása í Reykja- : vík að eigin geðþótta og not- f íærðu sér það óspart; þá voru ' 'c.d. sett á laggirnar hóruhús I hér í bænum í fyrsta skipti í f ' 'jgu landsins og komu þau iscál fyrir dómstólana. Einnig ekýrði Bjarni Benediktsson ! san þær mundir frá þeim ár- I @.ngri stjórnarstefnu sinnar að s 100 ungar íslenzkar stúlkur hefðu verið skráðar á svartan lista fyrir lauslæti á Keflavík- urflugvelli. Þessi nýbreytni í þjóðlífinu sætti allmikilli gagn- rýni, þótt forsprakkar Sjálf- stæðisflokksins sæju ekkert athugavert, og Kristinn Guð- mundsson, arftaki Bjarna, dró af því nokkra lærdóma; þann- ig setti hann ákveðnar reglur um ferðir hermanna til Reykja- víkur; voru þær að vísu leyni- legar en þó þess eðlis að mjög dró úr innrásum bandarískra í bæinn og því óskemmtilega hátterni sem fylgdi þeim. TJn síðan Guðmundur í. Guð- mundsson settist í stól ut- anríkisráðherra er ekki annað sýnt en að leynireglur Krist- ins hafi verið felldar úr gildi á nýjan leik og að aftur sé hafið það ástand sem kennt hefur verið við Bjarna Bene- diktsson. Bandarískir hermenn eru nú fjölmennari í höfuð- borginni en verið hefur árum saman, þeir virðast sjálfir ráða hátterni sínu og þeir bandarísku lögregluþjónar, sem áður áttu að fylgjast með því að hermennirnir hyrfu úr bænum á tilsettum tíma, sjást ekki lengur á lögreglustöðinni. Er þetta eina sjáanlega afrek Guðmundar í. Guðmundssonar í hernámsmálunum, og væri ástæða til að Alþýðublaðið héldi því meir á loft en gert hefur verið að undanförnu. Vegna athugasemdar póst- og símamálastjóra um síma- mál Selásbúa í 75. tbl. Þjóð- viljans 1957, vil ég segja eft- irfarandi: íbúar Selás og Árbæjar- bletta hafa sent símaumsóknir til bæjarsíma Reykjavikur eins og aðrir Reykvíkingar, fullminnugir þeirra orða Póst- og símamálastjóra er hami mælti i ræðu á afmæli símans á síðast liðnu ári að allir Reýkvíkingar sena þess óskuðu gætu fengið síma út frá bæjarsímakerfi Reykjavíkur á árinu 1957. Það þarf varla að taka það fram við póst- og símamála- stjóra að Selás og Árbæjar- blettir er hluti af Reykjavík og þeir sem þar búa þurfa fyrst og fremst að hafa við- skipti við aðra bæjarbúa. íbúar hverfisins stunda at- vinnu víðsvegar um bæinn, margir telja æskilegt að hafa samband við heimili sin á ýmsum tíma dags, þó styttra sé á milli heimilis og vinnu- staðar en hér er. Innkaup nauðsynjavöru þarf að sækja niður í bæinn, þar sem engin verzlun er hér í hverfinu sem heitið geti því nafni mundi síminn því spara mikla fyrirhöfn. Enginn brunaboði er í hverfinu en brunahætta mikil vegna þess að flest eða öll húsin eru byggð úr timbri en kyndingatæki misjöfn. Dæmi til að hús hafi brunnið hér til ösku áður en hægt væri að kalla á slökkvilið. Slysahætta er sízt minni í þessu úthverfi en annars stað- ar í bænum. Hverfið liggur meðfram mikilli umferðar- braut, Suðurlandsvegi, en mikið af börnum er í hverfinu og allir vita hver hætta börnum er af umferðinni. Póst- og símamálastjóri seg- ir í athugasemd sinni að það sé sími í Selási hjá einum notanda. Það mun rétt vera að nafninu til. Símahafi sá mun hafa þann síma til frjálsra afnota og kostnaðar- lítið fyrir sig, gegn því skil- yrði að veita öðrum hverfis- búum afnot af lionum gegn ákveðnu gjaldi sem mun hafa verið 4 kr. fyrir hvert símtal áður en síðasta hækkun gekk Framhald á 10. síðu, Frumvarp Lúðvíks lögfest TV.feð afgreiðslu efri deildar í gær á frumvarpinu um feölu og útflutning sjávaraf- nða er lokið meðferð þings- íns á einu mesta hitamáli Al- pngis þess er nú situr. Hefur E’hórsaraklíkan og bandamenn ífcennar beitt Sjálfstæðisflokkn- Btn fyrir sig í þessu máli eins ; 85g jafnan ef hún hefur óttazt ‘Kra forréttindaaðstöðu sína. í itáðum deildum þings hafa í- x-aldsmenn verið sendir fram, f æoaður eftir mann, til að 1 pcarga sömu áróðurstugguna 1 sm þetta mál, enda þótt sjáv- | e: útvegsmálaráðherra og aðr- Sr þingmenn hafi tekið þá eft- ! Srrninnilega til bæna. Gat . ■fcamagangur íhaldsins stund- ■cm nálgazt skopleik, ekki sízt pgar íhaldsþingmaðurinn Sig- mrður Bjarnason breiddi úr f»ekkingu sinni á sjávarútvegs- Bxálum í mörgum löngum ræð- I itm, en hann virðist nú eiga ! eð taka við af Gísla Jónssyni ; Km aðalmaður flokks síns í | £íri deild. f tj’nn í gær reyndu íhaldsmenn I ■*-J að halda því fram að með f §>e.ssari lagasetningu væri ver- f að ráðast á samtök fram- ? fciðenda. Hvað eftir annað í f jttmræðunum hefur Lúðvík Jós- f i&psson sjávarútvegsmálaráð- fcerra hrakið þessa firru. í Æínni ræðu sinni um málið í Iefrideild svaraði ráðherra á fbessa leið: Ikví fer fjarri að hér sé á ’’*• ferðinni löggjöf sem miði að því að brjóta niöur samtök framleiðenda. Þvert á móti gera lögin ráð fyrir því, og um það hafa verið gefnar margar og endurteknar yfir- lýsingar á Alþingi, að tilætl- unin sé sú, að samtök fram- leiðenda, sem vilja vinna að sölu afurðanna, geta starfað áfram með eðlilegum liætti. Ef framleiðendur í einni grein eru svo samtaka um sín félagssain- tölt, að Jieir vilji þar allir vera og vilji allir fela þeim samtök- um að selja sínar framleiðslu- vörur, þá kemur Jiað af sjálfu sér, að það verða þessi fram- leiðendasamtök, sem ein fá út- flutningsleyfi. En þau lúta liins vegar opinberu eftirliti". Ekkert virðist hafa komið^. eins miklu röti á Thórs- ættina og stjórnmálaflokk hennar, Sjálfstæðisflokkinn, og tilhugsunin um opinbert eftirlit með ráðstöfunum salt- fiskhringsins. Þau samtök, sem verið hafa undirlögð Thórsaraklíkuna áratugum saman, eiga raunar svo grugg- uga fortíð, að ótti íhaldsins við opinbert eftirlit ér auðskil- inn. Hvað eftir annað hefur orðið uppvíst að þau samtök hafa lent á furðulegustu villi- götum, svo vægt sé að orði komizt. Og forsvarsménn í- haldsins verða klumsa ef bent Frá vinstri: Novák, fyrsta fiðla; Kostecky, 2. fiðla; Kohout, selló; dr. Skampa, víóla Vonir skólabræðranna hafa rætzt Smetana-kvartettinn frá Tékkóslóvakíu, sem kemur hingað til Reykjavíkur innan skamms eftir glæsilega hljóm- leikaferð um Bandaríkin, var fyrir tólf árum aðeins hugar- fóstur og framtíðardraumur fjögurra skólabræðra við tón- listarháskólann í Prag. Fyrir frumkvæði Antonín Kohout, sellóleikara kvartettsins, og undir leiðsögn Josef Micka, prófessors við tónlistarháskól- ann, tóku þeir að æfa kvar- tettleik liðlega tvitugir. Fyrstu opinberu tónleikana héldu þeir í Prag 6. nóvember 1945 og tóku sér þá nafnið Smetana- kvartett, til þess að leggja á- herzlu á tengsl sín við tékk- er á að í þessum fi'amledð- endasamtökum, þar sem salt- fiskeign er undirstaða allra valda, ráðskar og regerar Thórsari nokkur, sem ekki liefur átt saltfiskugga í hálf- an annan áratug. Hvílík um- hy»gja ættarinnar fyrir fram- leiðendum! jlTeð lögfestingu stjórnar- frumvarpsins um sölu og útflutning sjávarafurða getur hafizt nýr og merkur kafli í sögu útflutningsmálanna, og er þess að vænta að svo verði. neska tónlistarhefð. Næsta ári vörðu f jórmenningamir svo til að kynna sér sem bezt kamm- ertónlist, sígild verk og nýleg, bæði eftir landa sína og er- lend tónskáld. í september 1946 tók Smet- ana-kvartettinn þátt i alþjóð- legri kvartettkeppni I Sviss. Hann varð að láta sér nægja fjórða og fimmta sæti ásamt öðrum kvartett. Þótt árang- urinn væri ekki meiri, varð þátttakan í keppninni hinum ungu hljóðfæraleikurum lær- dómsrík. Þeir strengdu þess heit' að bæta flutning sinn svo að kvartett þeirra kæmist í fremstu röð. Það hafa þeir efnt. Síðustu árin h *'ur Smetana- kvartettinn ferðazt um flest lönd Evrópu. Nú er hann að koma úr Ameríkuferð. Afráð- ið hefur verið, að á þessu ári og næsta fari hann í hljóm- leikaferðalög til landa í Afríku og Asíu og til Ástralíu. Sem dæmi um dóma þá, sem Smetana-kvartettinn hefur hlotið á ferðr.n sínum, skulu hér tilfærð eftirfarandi um- mæli úr 7ielsinkin Sanomat, útbreiddasta blaði Finnlands: „List Smetana-kvartettsins stendur á svo háu stigi, að hærra verður vart komizt. Hljóðfæraleikararnir hafa al- gert, tæknilegt vald á verkun- um sem þeir flytja, svo algert að það virðist sjálfsagður hlutur, enda þótt þau tilheyri hinum ólíkustu stíltegundum, en þar að auki er sérstök á- stæða til að vekja athygli ’á, af hversu djúpri innlifun listá- mennirnir skapa heildarsvip verkanna." Smetana-kvartettinn hefur unnið sér fastan sess í tón- listarlífi Prag. Starf hans heimafyrir er þó ekki ein- skorðað við höfuðborgina, ekki einu sinni við listflutn- ing á hefðbundinn hátt í hljómleikasölum. Kvarlettinn hefur frá fyrstu starfsárum sínum öðru hvoru haldið út ,á meðal starfandi fólks, í skóla, verksmiðjur og sveitaþorp. Þar er dagskráin tvíþætt: tón- listarfræðsla og tónlistarkynn- ing. Hið fyrra er fólgið í þvl að Antonín Kohout skýrir á- heyrendum, skólanemendum, verksmiðjufólki eða þorpsbú- um, frá verkinu sem flytja á og höfundi þess, greinir frá uppruna verksins og rekur byggingu þess. Siðan er verk- ið flutt. Á þennan hátt aflar Smetana-kvartettinn kammer- tónlistinni nýrra aðdáenda meðal fólks, sem ella hefði farið á mis við þann unað, sem hún hefur að veita.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.