Þjóðviljinn - 03.04.1957, Side 10

Þjóðviljinn - 03.04.1957, Side 10
Wy — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 3. apríl 1957 Bændaför til Sovétríkjanna I Framhald af 7. síðu. IByggingar sýningarinn- ar — Búíé og jarðar- gróði Byggingar landbúnaðarsýn- | ingarinnar eru margskonar j eem vænta má. En meginregl- | an er þessi: Hvert ríki á sína j eérstöku sýningarhöll, þar I eem það sýnir afrakstur síns ! landbúnaðar og annað það er ! honum viðkemur. Eru hallir ! jþessar hver um sig í gömlum ! Iþjóðlegum byggingarstíl hvers ! ríkis. Sjaldan finnur íslend- I ingur eins til fátæktar sinn- 1 ar eigin þjóðar á þjóðlegum íslenzkum varanlegum bygg- ' ingum í íslenzkum stíl, eins og þegar hann stendur frammi fyrir slíkum hlutum erlendis. En auk þessara sýn- ! ingarhalla eiga svo ýms 1 minni svæði einnig sínar, enn ! fremur vissar framleiðslu- ! jgreinar, o. s. frv. Þá eru auð- I vitað hús fyrir skepnur, íbúðir ! starfsfólks sem hlýtur að vera I mjög margt o. fl. í þessum sýningarhöllum ! gat að líta fjölmargar tegund- ir af landbúnaðarframleiðslu Sovétríkjanna, ásamt iðnaðar- vörum úr þeim unnum. Hér verður ekki komið með neina upptalningu, því hún mundi Ihvort sem er ná svo skammt. Því læt ég nægja að benda á hina óhemju fjölbreytni landshátta og loftslags í þessum víðlendu rikjum, vest- an úr kornsléttum Mið-Evrópu austur að Kyrrahafi, norðan frá íshafi, suður í hálendi Mið-Asíu og suðrænt loftslag Kákasus og Krím. Hver sá, er þetta hefur í huga, getur ímyndað sér hvort ekki muni allmargir hlutir hafa verið girnilegir til fróðleiks. Því auk þess, sem til sýnis V&t af beinum jarðargróða og vörum unnum úr honum, var toúfjársýningin. Þar voru sýndar fjölmargar tegundir af nautgripum, kindum, svín- um, geitum og hestum o. fl. . Það voru ekki margir einstak- lingar af hverri tegund. Sum- ar nautgripategundir ætlaðar eingöngu til mjólkurfram- leiðslu og enn aðrar hvort- tveggja. Okkur var sagt að 34 nautgripakyn væru í Sov- étríkjunum, en ekki væru þau öll hreinræktuð. Mörg af þeim eru innflutt á síðustu áratug- um. Sama má segja um sauðfé. Við sáum sauðfjárkyn sem voru ætluð til ullarframleiðslu, önnur til kjötframleiðslu og enn önnur til loðskinnafram- leiðslu. Þar var mest lagt upp úr frjóseminni, að ærnar ættu sem flest lömb. Af ýmsum tegundum geita var mér mest starsýnt á eina tegund með geysistórum, út- stæðum, snúnum hornum. Hún var blendingur af Angorageit og annarri tegund. Þessi geit er ræktuð á hinum þurru há- lendum Mið-Asíu og gefur af sér bæði mikla og afarverð-. mæta ull, sem notuð er m. a. í hin dýrustu kvensjöl. Þá voru deildir með svínum, ali- fuglum, hestum og býflugum. En að lýsa því öllu væri of langt mál. Véladeildin Véladeildin var einnig ein aðaldeildin á sýningunni, og var í geysimikilli byggingu. Sem dæmi um stærð hennar má geta þess að sitt hvorum megin við aðaldyrnar ofan- verðar var komið fyrir dálitl- um pöllum, sem aðeins virtust eins og litlar hillur á veggn- um. En á hvorum palli stóðu þó þrjár stórar beltisdráttar- vélar, eins og þær stærstu sem við þekkjum hér heima. Inni í skálanum var f jöldi véla m. a. ýmsar akuryrkjuvélar, sem ég hafði aldrei séð en einnig mai’gar sem maður kannaðist við. Þá voru einnig margar tegundir bifreiða bæði vöru og fólksflutningabílar. Einna mest gaman hafði ég af að skoða lítinn Moskvits fólksbíl með tveimur drifum, sem ég held að væri úrvals góður á okkar vegum á lands- byggðinni. En oklcur var sagt að ennþá hefðu þessir bílar ekki verið framleiddir til sölu úr landi. Áður en sagt er skilið við sýninguna verður aðeins að minnast á helztu listaverkin sem skreyta hana. Yfir aðal- inngangi hennar er líkneski af manni og konu með stórt knippi kornaxa sem þau halda á lofti. Og á aðaltorginu sem heitir torg samyrkjubúanna er stór gosbrunnur. Heitir hann gosbrunnur þjóðavináttu sov- étþjóðanna. Er sjálf brunn- skálinn mjög fagurt listaverk. En á háum fótstöllum kring- um hann standa myndastytt- ur af tólf stúlkum í þjóðbún- ingum og á hver að tákna fulltrúa hvers lýðveldanna fyrir sig. En allt listaverkið sem heild á að tákna innbyrð- is vináttu og samheldni sov- étþjóðanna eins og nafnið bendir til. Þetta er aðeins ó- fullkomin lýsing á einu þeirra mörgu listaverka, sem prýða þennan stað, en jafnframt það, sem mér fannst einna mest til um og þess vegna fremur öðrum valið til frá- sagnar. Hvaða þýðingu heíur sýningin Ekki dylst neinum, er sýn- inguna skoðar, að hún hlýtur að hafa kostað mikið fé, enda sterkir aðilar bak við. En ein- hverjum kann að virðast sem miklu sé til kostað, að hafa hana standandi opna meiri hluta ársins. Þeirri spurningu mun e.t.v. bezt svarað með því að lýsa dálítið öðru, sem fyrir okkur ber. Alla dagana, sem við vorum þarna var þar fullt af fólki, alla hluti að skoða. En einn daginn sáum við hóp nokkurn af bæði körlum og konum, sem vakti sérstaka, eftirtekt okkar. Þóttumst við þekkja þar mongólsk þjóðar- einkenni. Það kom líka á dag- inn. Þetta var bændafólk aust- an úr Miðasíu, sem þar lif- ir á karakúlfjárrækt. Enda voru karlarnir sumir með geysistórar loðsskinnshúfur, þótt ekki væri kalt á okkar mælikvarða. . Fleira var í klæðaburði þess sérkennilegt fyrir okkar augu. Nú var það komið um þennan langa veg og var að skoða kindurnar sínar þarna með meiru. Síðar sáum við fleiri slíka hópa víðsvegar, a. m. k. einn frá Lettlandi sem mér er sérstak- lega nokkuð minnisstæður. Þetta virtist okkur benda til þess að tilgangur sýningarinn- ar væri sá að vera sístarfandi skóli til aukinnar þekkingar á landbúnaðinum fyrir þjóðir sovétlýðveldanna. Annað atriði skal líka bent á. Árlega er skipt um bæði sýningargripi og framleiðslu- vörur sem sýndar eru. Fer fram samkeppni um að fá að taka þátt i sýningunni og þykir heiður að verða fyrir vali. Án efa örfar þetta fram- takið til þess að keppa að því að framleiða góðar og vandaðar vörur. Þessi sam- keppni fer fram milli sam- yrkjubúanna, ríkisbúanna, verksmiðjanna og annarra framleiðslufyrirtkja. Er hér sýnilega að verki sú hin sama viðleitni, sem reynt virðist að nota sem víðast er því verður við komið til þess að örfa framleiðsluna. Þá skal einnig bent á þriðja þáttinn e.t.v. engu ómerkari hinum, en það er það samstarf hinna mörgu þjóða sem á sýn- ingunni birtist. Það er mín skoðun að landbúnaðarsýning- in muni einnig að þessu leyti hafa sín áhrif til að efla bræðraþel og vináttu þessara þjóða, sem tala ólíkar tungur, búa við ólík skilyrði, liafa ó- lík trúarbrögð o. m. fl. en mynda þó eitt stærsta þjóða- samband veraldar. (I næstu grein mun rætt um samyrkjubúskap og ríkisbúin að því leyti sem nefndinni gafst kostur á að kynna sér þau mál). Framhald af 1. síðu. FiskveiSasjóður jafnhátt af öllum afurðum. Jafnframt er lagt til að tekjum þeim, sem til falla af útflutn- ingsgjaldinu, verði skipt á millí hinna fjögurra stofnanna, sem þeirra njóta, á nokkuð annan hátt en nú er, og gefur eftir- farandi tafla nokkra hugmynd um það. Núverandi skipting 1. Fiskveiðasjóður ........................... ®3.3 2. Rannsóknarstofnun sjávarútvegsins ............ 6.6 Landssamóand isl. útvegsmanna ............... 6.6 4. Fiskimálasjóður ............................. 23.5 Tillagai % 74 4 4 18 100.0 100 Næsta tafla sýnir, hvaða á- hrif þessi breyting hlutfalla mundi hafa á framlög til ofan- nefndra fjögurra stofnana mið- að við áætlaðar peningatekjur 1. Fiskveiðasjóður ................ Rannsóknarstofnun sjávaiiútvegsins 3. Landssamband ísl. útvegsmanna . .. 4. Fiskimálasjóðtfr ............... af útflutningsgjaldi af verð- mæti útfluttra sjávarafurða fyrir árið 1956. — Miðað er við gjöld samkvæmt þeim lögum, sem nú gilda, og við 2*4% út- flutningsgjald: Núgildandi lög: 1.9% Tillaga:21,i% % þús. kr. % þús. kr. 63.3 11316 74 15741 6.6 1182 4 851 6.6 1182 4 851 23.5 4200 18 3829 100.0 17880 100 21272 Eins og tölurnar bera með sér mundi hagur Fiskveiðasjóðs vænkast veruléga, ef breyting- ar þessar næðu fram að ganga, án þess að mikil breyting til hins verra ætti sér stað á fram- lögum til hinna aðilanna, og stafar það af nokkru hærri heildartekjum samkvæmt tillög- unni. ★ RANNSÓKNARSTOFN- UN SJ.VVARIJTV EOSINS TRYGGT STOFNFÉ Eins og áður getur rennur i/8% útflu tningsg jal dsins til greiðslu stofnkostnaðar bygg- ingar til fiskiðnaðarrannsókna og fiskifræðirannsókna. Þetta gjald er tímabundið og gildir til Símamál ársloka n.k. samkvæmt lögum nr. 92/1953. í byggingu þessari er ætlað að sameinaðar verði allar rann- sóknir í þágu sjávarútvegsins. Þegar hefur verið reistur nokk- ur hluti byggingarinnar og tek- inn í notkun, og nauðsynlegt er að framkvæmdum verði haldið áfram, en til þess er óhjá- kvæmilegt, að tekjur, sem ætl- aðar hafa verið til byggingar- innar fram að þessu, renni til hennar áfram. Frumvarpið ger- ir ráð fyrir að til rannsóknar- stofnunar þessarar renni 4%’ af útflutningsgjaldinu og er það ekki tímabundið. Þegar bygg- ingu liússins er lokið, skal gjaldinu varið til kaupa á rann- sóknartækjum svo og til við- halds byggingunni og tækjum stofnunarinnar“. Tilboð óskast í nokkar fólksbifreiðar er verða til sýnis að Skúlatúni 4, föstudaginn 5. þ. m. kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Nauðsynlegt er að tiltaka símanúmer í tilboði. Sölunefnd Varnarliðseigna. Framhald af 9. síðu. í gildi. Hinsvegar er síminn staðsettur í forstofu húseig- anda þar sem margir geta heyrt hvað sagt er. Auk þess hefur oft reynzt mjög erfitt að ná sambandi í gegnum þann síma að degi til, og alls ekki mögulegt að komast í hann að nóttu, þó að mikið liggi við, öðrum en þeim sem þar eru innan veggja. Þá segir póst- og símamála- stjóri að aðrir Selásbúar hafi átt kost á að fá slíkan síma. Marga hef ég hitt og talað við sem búið hafa hér áður en þessi umræddi sími var settur upp og eftir það. Enginn þeirra kannast við að hafa átt kost á að fá nokkurn síma. Það er ekki fyrr en nú í vetur að póst- og símamálastjóri tal- ar um að láta okkur fá síma um hálfsjálfvirka stöð. Póst- og símamálastjóra virðist finnast það mikil bá- bilja að íbúar Seláss og Ár- bæjarbletta skuli fara fram á að fá bæjarsíma þar sem þeir séu svo „langt frá bænum“, en skuli ekki vilja taka síma þar sem þeir þurfi að greiða 4 krónur fyrir hvert símtal auk fastagjalds. í því sambandi má minna á að bæjarsímakerfið nær suð- ur í Kópavpgskaupstað, inn Rafstöðina innan Elliðaár, Steypustöðina, jarðhúsin og Grjót- og sandnám bæjarins innan við Elliðaárvog, Krossa- SKIPAÚTGCRB RIKISINS HEKLA ] austur um land í hríngferð hinn 9. þ.m. Tekið á móti flutningi til Fáskrúðsfjarðar, Reyðar- fjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarð- ar og Seyðisf jarðar á morgun. Farseðlar seldir árdegis fi laugardag. BaUnr fer til iBúðardals á morgun. Vönunóttaka í dag. mýri, tilraunastöðina á Keld- um, Áburðarverksmiðjuna Gufunesi, Sendistöðina á Vatnsendahæð og að býlinu Vatnsenda. Bæjarsímakeríið liggur því sitt hvoru megin við Selás og Árbæjarbletti og til sumra þessara staða meiri vegalengdir frá miðbænum en að Selási. Auk þessa er Garða- hverfi, Silfurtún, Álftanes og Hafnarfjörður í sjálfvirku sambandi við bæjarsímakerfið. Það er því sanngirnis- og réttlætiskrafa íbúa Seláss og Árbæjarbletta að þeir fái bæj- arsíma og það nú þegar á þessu ári. Selásbúi. Skyrtur sem koma fyrir hádegierutilMnaraðkvöMi Þvofilahúsið EIMIR Bröttugötu 3A — Sími 2428 •t

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.