Þjóðviljinn - 16.04.1957, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.04.1957, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 16. apríl 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (5 . Ætla að vera á hæftusvæðiriu vefnissprengjari springur 7000 menn hafa boShf til aS hœfta lifi sinu fi! að mófmœla vefnistiirauninni 7000 japanskir menn og konur hata boðið' sig fram til að sigla til hættusvæðisins á Kyrrahafi í námunda við Jólaey, bar sem Bretar ætla að sprengja vetnisspreng- ingu í lok þessa mánaðar. Þegar hefur verið ákveðið að senda a-.m.k. tvö skip inn á hættusvæðiö, en níu önnur munu uveljast við ytri mörk svæðisins. Nefnd sú sem stjórnar bar- áttunni fyrir banni við kjarn- orkuvopnum í Japan hefur tilkynnt að henni hafi borizt 7000 umsóknir frá fólki sem vill vera með á „friðarflotan- um“ sem ætlunin er að senda til hættusvæðisins í mótmæla- skyni við vetnissprengjutilraun- ina. Erlemdir sjálfboðaliðar Nefndin hefur þegar ákveðið að senda tvö skip inn á hættu- svæðið. Á þessum skipum verða um 70 menn, vísindamenn, læknar, blaðamenn og erlendir sjálfboðaliðar. Skipin eiga að halda kyrru fyrir á hættusvæð- inu þangað til í júlílok. Nfu skip í útjaðrinum Níu önnur skip munu halda kyrru fyrir rétt utan við hættusvæðið. Ætlunin var að þau skip héldu einnig inn á það, en það var orðið við til- mælum japönsku stjómarinnar um að gera það ekki. Skipin munu í þess stað senda út útvarpsávörp, hvatn- ingar til allra þjóða heims um að taka þátt í baráttunni fyrir banni við kjarnorlcuvopnum. Alþjóðlegur mótmælafundur i Tokíó 1000 lesta kaupfar verður leigt í mótmælasiglingu til landa við Kyrrahaf, Hawai, Ástralíu og Indónesíu, og hald- inn verður alþjóðlegur mót- mælafundur í Tokíó að þeirri siglingu lokinni. Svelta, sig í mótmælaskyni Fjórir Japanar sem allir þjást af afleiðingum kjarnorku- árásar Bandaríkjamanna á Hiroshima árið 1945 hafa svelt sig í um hálfan mánuð til að mótmæla hinni fyrirhuguðu vetnissprengjutilraun Breta á Jólaey. Læknar segja að þeir séu orðnir mjög máttfarnir. Nefndir til Bandaríkjauna og Sóvétríkjanna Japanska stjórnin hefur til- Fangelsi fyrir að sitja saman I»rír liáskólastúdentar, tveir svertíngjar og einn hvítur, hafa verið dæmdir í 60 daga fang- elsi íig 500 dollara sekt hver fyrir að sitja saman í strætis- vagmi í borginni Tallahassee í Flórítíla í Bandaríkjunum. Dóm- arinn úrskurðaði, að þeir liefðu freklega brotið Jögreglusam- þykkt um aðskilnað kynþátt- anna, £ almenningsfarartækjum, og dlseimdi þá í þyngstu refsingu sem llog leyfa. kynnt að hún muni ef til vill senda fulltrúa sína til Moskva og Washington til að fylgja á eftir kröfunni um bann við frekari tilraunum með kjai’n- orkuvopn, ef fulltrúa hennar, Asatoshi Matsushita, sem hún sendi sömu erinda til London, tekst að vekja almenning í Bretlandi og öðrum löndum Evrópu til skilnings á nauðsyn þess að tilraununum verði hætt. Óvelkominu gestur Bandaríska utanríkisráðu- neytið hefur neitað ekkju eins af japönsku fiskimönnunum sem létu lífið vegna vetnis- sprengingarinnar á Bikini árið 1954, um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Mæðrasamband | § Japans hafði ætlað að senda hana þangað til að skora á Sameinuðu þjóðirnar að sam- þykkja bann við tilraununum. Fá takmark- aða sgálfstjárn Brezka stjórnin hefur ákveð- ið að veita Singapore nokkuð aukna sjálfstjórn á næsta ári. Þó á fulltrúi brezku stjórnar- innar áfram að fara með utan- ríkismál og landvarnir og lög- reglumál verða í höndum nefnd- ar, þar sem Bretar eiga þrjá fulltrúa af sjö en oddamaður verður af Malakkaskaga. Brezka stjórnin áskilur sér rétt til að taka sér á ný al- i'æðisvald yfir Singapore ef henni býður svo við að horfa. Til skamms tíma liafa ekki aðrir lagt lelð sína yfir Saliara en hirð- ingjar með úlfalda sina, en nú virðist ömmr öld vera að renna upp. Mikil auðæfi hafa fundizt r • •• 1 r 1 Málmgrýti sem sagt er munu samsvara 1 aldarþörf Vestur-Evrópu fyrir stál Mikil auðæfi, málmar og olía, hafa fundizt í jörðu !í Saharaeyðimörkinni, og búizt er við að meira eigi eftir að koma í ljós ef betur verður leitað. Bandaríska þingnefndin heidur áfram ofsóknum Segisi ekki munu láta sjálfsmorð kana- díska sendiherrann truíla störf sín Undirnefnd öryggismálanefndar öldungadeildar Bandarlkj aþings ætlar aö halda áfram þeim rannsókn- um, sem uröu til þess aö Sendiherra Kanada 1 Kaíró, Herbert Norman, framdi sjáifsmorð, eins og ekkert hafi í skorizt. Rannsóknir þessar eiga að miða að því að komast fyrir um „kommúnistísk áhrif“ í ut- anríkisþjónustu Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Sex af níu fulltrúum í undir- nefndinni hafa gefið út sam- eiginlega yfirlýsingu, þar sem þeir segja að ekki komi til mála að nefndin skorist undan „skyldu“ sinni. Nefndin muni halda áfram að leita sannana fyrir því að erlendir þegnar reki erindi kommúnista 1 Banda ríkjunum, segja þeir. Reiði manna í Kanada út af hinni ósvífnu íhlutun hinnar bandarísku þingnefndar í kana- dísk innanlandsmál hefur ekki minnkað Við þessa yfirlýsingu meirihluta nefndarinnar. Banda ríska fréttastofan UP segir að ábyrgir stjórnarembættismenn í Washington óttist að starf nefndarinnar muni enn spilla sambúðinni við Kanada. Franska stjórnin gaf í síð- ustu viku út skýrslu um niður- stöður rannsókna á möguleik- um til vinnslu málmgrýtis og olíu í Saharaeyðimörk, en grunur hefur lengi leikið á þvi að þar væri að finna mikil og margvísleg verðmæti. Rannsóknirnar hafa þegar gefið góðan árangur. í norð- vesturhluta Sahara, suður af Alsír og austur af Marokkó, hefur fundizt mikið magn málma í jörðu. Járngrýtið eitt sem þar er myndi að sögn geta fullnægt þörf allra landa Vest- ur-Evrópu um langt skeið. 1000 milljón lestir af olíu Olíuvinnsla í smáum stil er þegar hafin í Saharaeyðimörk, og lengi kefur verið vitað að þar myndi allmikil olía í jörðu. í skýrslu frönsku stjórnarinn- ar er sagt, að nú þegar hafi fundizt oliulindir sem gefa muni af sér um 1000 milljónir lesta af olíu. Þetta er ekki mikið magn miðað við olíu- lindirnar í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs eða árs- notkunina af olíu í heiminum, sem nemur 800 milljón lestum, en myndi nægja Frökkum um langt skeið og verða atvinnu- lífi þeirra mikil lyftistöng. Erfiðleikar á vinnslu Allmiklir erfiðleikar eru þó á vinnslu þessara auðæfa, bæði málma og olíu, og stafa þeir m.a. af vatnsskortinum og erfiðum samgöngum. Flutningur olíunnar ætti að reynast auðveldur, hægt verð- ur að dæla henni eftir leiðsl- um til strandar Miðjarðarhafs, Mesti erfiðleikinn sem Frakkar munu eiga við að stríða í þessu sambandi er þó ófriðurinn í Alsir og hin erfiða sambúð Fakka við Túnis og Marokkó, meðan hann stendur vfir. NORÖlfR EVRÓPU .bré|iKní& n r~\ n ICELANDimmUWfS ULTULl1 LOFTLEimU HF. - Sími 81440 For sætisráðherra Tékkóslovakíu | heimsækir Kína Opinber sendinefnd frá Tékkó- slóvakíu undir forustu Viliams Sirokis forsætisráðherra hefur undanfarið dvalið í Kína, rætt við æðstu menn ríkisins og ferðazt um landið. Siroky forsætisráðherra á- varpaði fund kínverska þings- ins í Peking. Benti hann á, að viðskipti ríkjanna hefðu sex- faldazt síðan 1950 og ættu enn eftir að vaxa á yfirstandandi ári samkvæmt gerðum samn- ingi. Hann kvað Kína láta æ meira til sín taka á alþjóða- vettvangi, og yrði ekki öllu lengur stætt á að raeiiia svo áhrifamiklu ríki aðild að Sam- einuðu þjóðunum. Forsætisráðherrarnir Siröky og Sjú Enlæ, forsætisráðherra Kína, hafa átt marga viðræðu- fundi og lýst yfir algerri sam- stöðu stjórna sinna í viðhorfi til þeirra alþjóðamála, sem efst eru á baugi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.