Þjóðviljinn - 17.04.1957, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.04.1957, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. apríl 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (J Eitt mesta annaár Eimskipafélagsins | Fluffi á s l. ári samfals 276 jbús. lesfir i] Magnús Norðdahl Hallgríinur Jónsson Tveir nýir flugstjórar hafa hætzt við hjá Loftleiðum Tveir flugmenn hafa nýlega fengið réttindi til þess að stjóma skymasterfiugvélum Loftleiða, en þá hafa 11 íslendingar lokið prófum, sem veita flugstjóraréttindi á millilandaflugvélum félagsins. Nýju flugstjórarnir eru þeir Hallgrímur Jónsson og Magnús Norðdahl. Hallgrímur Jónsson er 28 ára að aldri, fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann hóf flugnám að loknu gagnfræðaprófi árið 1946, og voru þeir Albert Tóm- asson fyrstu íslendingarnir, &em luku prófi atvinnuflug- maima að loknu námi hér heima. Hallgrímur hóf störf við innanlandsflug hjá Loftleiðum voríð 1948. Vorið 1949 lauk hann prófi i blindflugi og sigl- ingaíræðivið brezkan flugskóla. 1 ársbyrjun 1950 gerðist Hall- grímur aðstoðarflugmaður á, björgunarflugvél sem staðsett i var á Keflavíkurflugvelli, en 1 ’ júníxnánuði 1951 hóf hann störf hjá brezka flugfélaginu Trans World Charter, og var Hall- grimur fyrsti íslenzki atvinnu- flugmaðurinn, sem fékk vinnu hjá erlendu farþegaflugfélagi eftir stríðsiokin. Hallgrímur var j viðförull þá 6 mánuði, sem, hann vann hjá þesSu flugfélagi, og má til dæmis um það geta þess, að fyrstu tvo mánuðina lenti hann á 32 stöðum víðs vegar í Evrópu. Hallgrímur geroist starfsmaður hollenzka flugfélagsins KLM um áramót- in 3951—-’52 og vann hjá því þangað til í síðast liðnum júní- mánuði, en þá fluttist hann til íslands og hóf á ný vinnu hjá Loft-leiðum. Á því tímabili sem Haligrímur starfaði hjá KLM var hann í eitt ár í Indónesíu, og 'bjó í Djakafta á Jövu. Hall- grimur hefur farið víða um heim og mun hann nú liafa lent flugvélum á 112 flugvöllnm. Magnús Norðdalil er Reyk- víkingur, 29 ára að aldri. Iinnn geröist ungur að aldri áhuga- maður um svifflug og var bú- inn að Ijúka öllum prófum Svií:flugfélags Islands er hann hóf flugnámið. Að loknu prófi einkaflugmanna fór Magnús til Bretlands og lauk þar prófi at- vinnuflugmanna í júnímánuði áríð 1947. Hann varð síðar kennari við Vélflugdeild Svif- flugfélags íslands, en réðist vorið 1948 til Loftleiða og starf- aði hjá félaginu þangað til í apríimánuði 1952. Á þessu tíma- bili lauk Mágnús prófi í blind- flugi við flugskóla í Bretlandi. I júnímánuði 1952 hóf Magn- ús störf hjá Arab Airways í Jórdaníu, en það er dótturfélag BOAC og hefur aðalbækistöðv- ar í Amman. Þar var Magnús í tæp þrjú ár og fór þá víða um Mið-Austurlönd. Meðal farþega hans á þessu timabili var Adlai Stevenson, frambjóðandi demo- krata í Bandaríkjunum, en hann var þá á ferðalagi með fjöl- skyldu sína frá Damaskus til Amman. Árið 1955 hvarf Magn- ús aftur heim til íslands, gerð- Framhald á 10. siðu Árið 195o var eitthvert mesta anna ár í sögu Eim- skipafélagsins. Félagiö flutti til landsins 158.711 smá- lestir af varningi og frá landinu 104.641 smálestir af alls konar afur'ð'um og milli hafna innanlands 13.116 smá- lestir, samtals 276.468 smálestir. Vegna stækkunar skipastóls, stóraukins flutnings og fjölg- unar farmskírteina, hefur skrif- stofuvinna hjá Eimskipafélagi Islands aukizt mjög mikið und- anfarin ár. Starfsfólki hefur ekki verið fjölgað að sama skapi, sem hefur haft í för með sér yfirvinnu og helgidaga- vinnu. Þrátt fyrir að það tíðk- ist hjá opinberum og hálfopin- berum stofnunum að slík yfir- vinna sé greidd aukalega er það ekki gert hjá Eimskipafé- lagi Islands. Eimskip fluttu varning á alls Körfuknattleiks- flokkur stúdenta í utanlandsför í tilefni af 30 ára afmæli í- þróttafélags stúdenta nú í vetur, fer flokkur körfuknattleiks- manna félagsins í keppnisferð til Svíþjóðar og Danmerkur nú í mánuðinum. Stúdentarnir fara utan hinn 23. þm og keppa við háskólaborgara í Gáutaborg, Lundi og Kaupmannahöfn. í förinni verða 8 leikmenn og far- arstjórinn Benedikt Jakobsson, sem jafnframt er þjálfari. 52.898 1956. farmskírteinum árið Skip, sem flytja varning i heilum förmum, t.d. sement, kol, salt og timbur, hafa oftast 1—10 farmskírteini. Skip Eim- skipafélagsins sem anna aðal- lega flutningi á fóðurvörum, matvörum, hráefnum til iðnað- ar og allskonar stykkjavörum hafa oft meðferðis farm sem er skráður á allt að því 1000 farmskírteini í ferð. Á fyrstu árunum eftir stríðs- lok fluttu skip Eimskipafélags- ins töluvert magn af vörum í heilum förmum. Undanfarin ár hafa þau ekki getað annað slík- um flutningi sökum hinnar miklu aukningar á ýmsum öðr- um varningi. Árið 1948 nam farmskírteinafjöldi fyrir inn- flutning 15.252, en árið 1956 43.943. — Geta menn gert sér í hugarlund hve gífurleg skrif- stofuvinna er við útreikninga og afgreiðslu á öllum þessum skjölum. Þegar skip flytja vörur i heilum förmum er það venja að vörueigandi sér um losun á slikum vörum. Aftur á móti í svokölluðum rútuflutningum sem skip Eimskipafélagsins stunda aðallega, gildir sú regla’ að skipaeigandi sér um losun,, geymslu og afgreiðslu á vörun- um. Ennfremur má geta þess að Eimskipafélag íslands annasfi afgreiðslu fyrir amerísk skipa- félög, sem sigla frá Ameríkií til Reykjavíkur að staðaldrí með flutning til Keflavíkur- flugvallar. Eimskipafélagið séc um affermingu á slíkum vörum og flutning á þeim frá Reykja- vík til Keflavíkur. Til fróðleiks má geta þess aSi 17. desember 1956, fór fraia. athugun á því hve margir menni fengju afgreiðslu í aðal af- greiðsludeild félagsins. Þanti dag komu 539 manns á af- greiðsluna og fengu allskonar fyrirgreiðslu. Þá má geta þesa að Eimskipafélagið hefur til af- nota 15 símalínur og duga þær engan veginn til þess að anna þeirri simaafgreiðslu sem nauð- synleg er. (Frá Eimskip)'. Frá íslandi | til Amazon r Fltigfélagið flutti fyrsta ferðamanna- , til Parísar, í gærmorgun í gærmorgun lagði fyrsti skipulagði feröamannahóp- urinn héðan í ár, af stað til utlanda me'ö millilanda- flugvél Flugfélags Islands, heitiö til Parísar. Lagt var af stað frá Reykja- víkurflugvelli kl. 7 og komið til Parísar eftir 7 tíma flug. Þútttakendur í þessari ferð eru nðallega starfsfólk bank- anna og nokkurra annarra fyr- irtækja í Reykjavík. Dvalíð verður í París í vikutíma. Faríð verður til Versala og annara nærliggjandi staða og í dag Gullfaxa og var feröinni (miðvikudag), fyrsta morg- uninn í borginni verður farið að Sigurboganum á „Ödáins- velli“ og horft yfir borgina úr honum. Parísarborg og hinar sögulegu minjar hennár verða skoðaðar undir leiðsögn. Þá verður farið á slóðir þeirra Þorláks helga og Sæmundar fróða í gamla borgarhlutanum og loks hlíðir ferðafólkið á páskamessu í höfuðkirkjunni, Notre Dame. Guðni Þórðarson blaðamaður skipulagði þessa hópferð og er fararstjóri. I sumar er útlit fyrir að all- margir Islendingar skreppi til útlanda og ferðaskrifstofur hafa þegar auglýst margar hópferðir. Líkur eru til þess að tals- verðum erlendum gjaldeyri verði varið til ferðalaga erlend- is og birti Innflutningsskrif- stofan nýlega auglýsingu þar að lútandi. Meðfylgjandi mynd er tekin við brottförina af Reykjavík- urflugvelli í gærmorgun. (Ljós- inynd: Sv. Sæm.) í haust er væntanleg á ís- lenzku mikil ferðabók, og’ er lvöfundur hennar hálfur Islend- ingur og liálfur Norðinaður. Máski verður hún látin heitaS Frá íslandi til Amazon, en i henni segir frá löngu ferðalagf. Höfundur bókarinnar er Erl- ing Brunborg, en liann var héB á landi fyrir nokkrum árunJi með móður sinni, Guðrúm* Brunborg, og mun eiga héB margt kunningja. I bókinni seg- ir hann frá ferð yfir Islandf til Kanada, og þaðan suður yfir, Bandarikin og um endilangai Suður-Ameríku. Þaðan fórhana til Galapagoseyja og var þar f þrjá mánuði. Síðan hélt hanu til Perú og vann þar eitt ár fyrir tímarit sem gefið er út £ Líma. Á vegum þessa tímarita ferðaðist hann um allar strend- ur Perú og skrifaði um fisk- veiðar. Einnig fór hann unt landið í erindum tímaritsins, m. a. oft í flugvél yfir Andesa- fjöllin. ' Útdráttur úr þessari bók kont’ út á norsku í fyrra fyrir jólin, en frú Guðrím Brunborg ætlar að gefa hana út í heild á' ís- lenzku. Má vænta þess að þetta verði skemmtileg bók — sem, margir vilja lesa. Skógrœktar- frímerki ] I ráði er að póststjómin gefi' út einhverntíma á næstunni tv9 frímerki með trjámyndum. Eigal þau að vera mönnum til um- hugsunar um skuld sína ogl skyldur við landið og hvetjai menn til skógræktar. Frú Barbara Árnason hefutj teiknað merkin og eru þau mjögL vel gerð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.