Þjóðviljinn - 17.04.1957, Síða 7
Miðvikudagur 17. apríl 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (fc
Teikning, eftir Kjartan Guðjónsson
Úr lííi alþýðunnar
Magnús Jóhannsson:
Vomur í körlum
Himinninn er kólgugrár og
5 ljósahnífunum frá bátunum
sjást vindgærur á höfninni...
Það eru sog og læti við
bryggjuna og fangalínur á
sliti, enda gróinn í útsyðrinu
og vomur í körlunum.
Þeir hama sig nokkrir upp
við Skýlið, úlpuklæddir, bölv-
andi aflatregðunni og rosan-
um.
Ég hitti þar minn karl, sem
einnig er að liama sig og
bölva úrsynningnum. Helvitis
garri er þetta, segir hann og
hryilir sér. Manni er orðið
skitkalt. Já, hann er brælinn,
segi ég og fer einnig að
hrjiia mér, enda skollinn á
með él og ekkert útlit fyrir
morgunskæling. Það dynur á
Skýlisþakinu og úlpum mann-
anna, sem draga héttúmar yf-
ir höfúðin1 og grafa hendurnar
i vasan^. . _ , i :;.;
Meira helvítis brasið að
eiga við þetta þegar svona
viðrar.
Það er ekkert spaug, segi
ég. Eilífur helvítis úrsynning-
ur.
Það er ekki snefill af sjó-
veðri, segir hann. Þegar kem-
ur útá, veltubrim. Þeir skæld-
xist' nokkrir á tímanum, tiu
eða tólf bátar. Ég skil varla
þeir geri mikla lukku.
Það skil ég varla, samsinni
«g.
Nei, það er andskotans ekk-
ert næði, nema þá hér inn á
'Ál, eins og það er nú huggu-
legf eða hitt þó heldur, kal-
ýsurusl og gaddaskata. An-
skotinn eigi það í minn stað.
Helvíti hann skuli ekki
ganga til landsins, kólna, segi
ég. Þessi úrsynningur er að
drepa allt. Það verður létt
pyngjan hjá einhverjum ef
ekki fer að breyta til.
Þessi hafátt er eitur í allan
fisk, segir hann. Og svo er
allt morandi í síld.
Kannske hann fengist á
færi, segi ég. Þeir hafa verið
að lóða á einhverju í Fjalla-
sjónum.
Ekki ómögulegt, segir hann.
Hann er upp í sjó í síldinni.
En það þarf víst næði áann
á færin eins og línuna býst ég
við. Hvað viktaði þetta í gær?
Tvö tonn, rúmlega. ^
Helvítis ræfill, segir hann
og hlær kuldalega.
Já, það er aumt hvað það
eru ekki þrjú til fjögur tonn,
segi ég. Maður er ekki mat-
vinnungur.
Hvað er fæðið dýrt?
Fjórtán til fimmtán hundr-
uðkall, segi é£ M 15 . .!)J
Helvítis okraraniir,i : segir
liann.
Já, það er reynt að ná þess-
um skildingum aftur, segi ég.
En fæðið, er það mjög
slæmt ?
Það er ekkert yfir því að
kvarta, en það er bara of
dýrt, segi ég. Það er rán.
Það er hætt að dynja á
Skýlisþakinu.
Karlamir draga hettumar
frá andlitunum og það verður
hlé á tíðarfarsbölvinu.
Hann hefur lygnt.
O, fjandakomlnu, segir
einn. Hann er sjö á Höfðan-
um.
Það er víst ekki annað en
draga sig heiin í bælið til kell-
ingarinnar, segir annar. Mað-
ur er bezt geymdur þaríþess-
um garra.
Já, það er ekki ágjöfin þar,
segir einn, eða naglakulið.
Maður er orðinn kulvís eins
og pestargemlingur.
En þeir fara samt ekki heim
til kerlinganna frekar en
hinir, halda áfram tíðarfars-
úthúðuninni og aflatregðunni,
eins og það sé einhver svölun.
Komdu niðrí bát, segir karl-
inn. Kannske strákarnir eigi
á könnunni. Ég var búinn að
ræsa.
Það er gott að koma í lúg-
arinn úr kuldanum uppi á
bryggjunni, enda funheitt og
ilmur af nýlöguðu kaffi og
músík í útvarpinu.
Þetta er rúmgóður lúgar,
sex kojur, þríhyrningsborð,
talstöðin fram í ló og olíu-
kynt kabyssa, rauðglóandi.
Það verður gott að búa
héma á skakinu. Fínn karl,
fínir strákar. Betra er tæplega
hægt að hugsa sér til sjós.
Hásetarnir tveir, Gunnar og
Raggi ásamt vélst jóranum,
sitja við borðið og gæða sér
á kaffi og Frónarkexi.
Aldrei finnst manni kaffi
eins gott og til sjós, jafnvel
þó spilkommurnar séu ekki
sem hreinastar. En hér má
spegla sig í öllu, enda Raggi,
sem kokkar, köttur þrifinn.
Það gljár meira segja á skall-
ann á honum eins og fægðan
eirketil.
Karlinn skenkir í könnurn-
ar, stingur gat á Baulumjólk-
urdós, hellir útí. Þetta er sopi
við minn smekk, sterkur, góð-
ur og heitur og rífur fljótt úr
manni bryggjuhrollinn.
Hann hríslast um mann all-
an og ekki frítt við maður
kippi eins og gæjamir segja.
Uppi þýtur og hvín, gnest-
ur og marrar. Úrsynningur-
inn er í essinu sínu núna.
Karlinn opnar viðtækið,
stillir á talstöðina.
Það. heyrist samtal tveggja
báta, ógreinilegt og orð ekki
numin nema á stangli sökum
tmflana.
En svo mikið heymm við,
þeir segja farir sínar ekki
sléttar, bölva hvor á sinni
bylgju og veðurguðinn á ekki
sjö dagana sæla.
Síðan kemur Englendingur
inná, yfirgnæfir samtalið með
púkablístri og hlátri. Helvítis
tjallinn, betur að væri kom-
inn torfuhnaus uppí kjaftinn
áonum, bölvar karlinn.
Þetta er einhver lord.
Það er annar hvor togari í
Englandi, sem he'itir lord eða
king.
Við skellum á tjallann og
karlinn segir það sé bezt að
hnýta slóða, þeir séu þá til
þegar sú guli komi.
Síðan hefst lærdómsrík
kennsla, því þegar til kemur
kann enginn að hnýta slóða,
utan vélstjórinn, sem er hreiiu-
asti hnútasérfræðingur, efj
svo mætti að orði komast ogg 1
er því sjálfkjörinn kennari. . i
Að hnýta slóða, verður hvec
maður að kunna, segir hann..
Minnst tvo í róðurinn. ÞáíS
kemur stundum fyrir að sai
guli fer með allt með sér^.
þá er gott að eiga til vara,
í hverjum slóða eru s|a
önglar.
Hann tók oft alla í fyrra,
sagði hann. Þá var gaman a8
lifa, ekki einungis þessir sjif
fastir, krapið undir. Það esr
dauður maður sem verðuir
ekki æðisgenginn við slíka
sjón, steindauður.
Okkur lærðist fljótt a5
hnýta slóða og það var hell&
uppá öðru sinni.
Bara hann fari nú að gangat
niður með þennan skolla, seg^*
ir karlinn.
Það verða netin og færin^
sem bjarga öllu við, segi égm
Við eigum eftir að hafa fjöru-
tíu þúsundir.
Betur að satt reyndist,
lagsi, segir hann.
Klukkan er orðin sjö ogg
engin von með útskot.
Það er slökkt í kabyssunnÉ
og við förum upp.
Tog bátanna í festamar er-
þungt og það marrar og ýlír„.
gnestur og brestur. Við verð-
um að bæta á hann böndum,
segir karlinn og lízt ekki á.
sogin í höfninni. Þetta er r.!lt.:
á sliti.
Við undum ofan af vír-
trommunni, settum fast urp í
bryggju og karlinn ssgði
meira væri ekki hægt að.
gera, það yrði að fara fceint
fara vildi.
Hann var mjög áhyggjuf \H-
ur útaf bátnum sínum, e :ia
nýkeyptur og glæstar vc íir
við hann tengdar.
Það dagar seint, enda é ia-
hreytingur öðru hvoru og vá-
legur sorti í hafinu.
Bærinn er þó að vakna a£‘
næturdvalanum, bílar korr. iir
á ferð og fólk á leið til vinnu,.
krúmpið og rauðnefjað v
nepjunni.
Magnús Jóhannsson !
Hafnarnesi
Fáskrúðsfirði.
Sýning Baldurs
Það lýsir næstum ofdirfsku
hjá ungum málara, að láta
sem hanri'. v-iti ekki um þá
byltingU, sem á sér stað í riú-
tíma málaralist, þar sem Hver
keppist um annan þveran að
sannfæra sjálfan sig og aðra,
að aðeins það nýjasta nýtt
frá París sé hin eina sanna
list. Að vísu getur hún orðið
eins úrelt eftir tuttugu ár og
jafn gamall kvenhattur, því
allt sem bindur trúss sitt við
tízkuna er háð örlögum breyti-
legs smekks. Nú þegar hefur
hin nýjasta stefna, abstrakt-
isminn, greinzt í tvær and-
stæðar fylkingar, er nefa sig
klassískan abstraktisma og
lýrískan abstraktisma. Þar á
milli koma svo hárfínar að-
greiningar, að óinnvígðum er
ógjöraingur að átta sig á
þeim.
En nú var það ekki ætlunin
að fara að skrifa um ab-
straktisma, því svo skal eitt
lofa að lasta eigi annað. En
þegar maður rekst á jafn
augljósa andstæðu eins og
sjá má á sýningu Baldurs
Edwins,' fer eEki hjá því að
hann komi manni í hug.
Eg kynntist þessum unga.
málara og list hans fyrir*
nokkrum árum. Það var þá.
þegar augljóst hvert hann;
stefndi og engan bilbug ás
honum að finna síðan. MeS\
Framhald á 11. sítSvL.
Apinn með blómið.