Þjóðviljinn - 24.04.1957, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 24. apríl 1957 — ÞJÍÆ)VILJINN----(3 •
76 metra djupur „sjór'1 framan við og
fremst undir Ireiðamerkurjökli
II fyrsfa smn ! sögu IslandsbyggÖar
gengur jökull i sjó fram
Framan við Breiðamerkurjökul hefur myndazt 76 að taka vatnsýnishorn og mæla
metra djúpt lón sem sjór gengur uppí og gœtir par pví
■fió&s og fjöru. Fremsti hluti jökulsins er sýnilega á floti
í lóni pessu og hefur pað lauslega verið áœtlað 5 ferkm.
Þetta mun í fyrsta skipti frá pví ísland byggðist að
jökull gengur í sjó fram og er paö ékki af pví að jökull-
inn hafi gengið fram, heldur hefur hann stytzt og sjór-
inn „gengiö á land“! Loðna hefur kastazt upp á bakka
Jökulsár og korkflá af neti á skör Breiðamerkurjökuls!
Eims og flestir aðrir jöklar
á íslandi héfur Breiðamerkur-
jökull stytzt verulega um all-
langt árabil, en mest þó hin
síðustu ár. Framain við jökul-
inn kom í Ijós lón, sem hefur
vaxið ár frá ári eftir því sem
jökullinn stýttist. Við mælingu
mun lón þetta hafa reynzt
dýpst 40 m og síðar fannst
töluvert meira dýpi.
Guðmundur Kjartansson
jarðíræðingur fór um páskana
austur að Jökulsá á Breiða-
merkursandi til að rannsaka
lón þetta. Hafði hann meðferð-
is tæki til að mæla hita og
taka sýnishorn af vatni á mis-
munandi dýpi. Athuganir þess-
ar f ramkvæmdi hann ásamt
Sigurði Bjömssyni bónda á
Kviskerjum, en hann hefur áð-
ur mælt dýpt lóns þessa og
hafði Sigurður útbúið sér tæki
til dýptarmælinganna: vindu
með stálvír þai' sem dýptin var
merkt á vírinn með vissu milli-
bili.
Nýtt ,,dýptarmet“.
Stórir jakar sem brotnað
hafa úr jöklinum eru á floti í
lóninu og fremsti sporður jök-
ulsins er sýnilega á floti. Dýpt
lónsins fast uppi við jökulinn
mældist 76 metrar, og er það
nýtt „met‘c, eða miklu dýpra
en xhælzt hefur nokkru sinni
áður, virðist lónið því fara
dýpkandi því lengra sem kem-
Ur innundir jökulinn.
Tugi metra meðan við
sjávarmál.
Jökulsá á B reiðamerkursandi
rennur úr lóni þessu til sjávar
og er það skammur vegur.
Sandurinn milli sjávar og jök-
uls er lágur, aðeins nokkrir
metrar yfir sjó og nær lón
þetta því tugi inetra undir
yfirborð sjávar, og mun þurfa
töluverðan spöl frá ströndinni
til að komast út á jafnmikið
dýpi í sjónum.
Loðnúhranmr á árbakka.
Fyrir utan silung og lax
hefur ekki verið um aðra fiska
að ræða til þessa í ám á ís-
landi, nema þá kannske horn-
síli. En á bökkum Jökulsár á
Breiðamerkursandi liggja nú
„hrannir" af loðnu sem skolazt
hefur á land. Er það ekki af
því að loðnan hafi nú breytt
háttum slnum og sé farin að
ganga í ár, heldur er ástæðan
sú að sjórinn liefur borið loðn-
una upp ána og í lónið.
Lónið heitast við botnimi!
Fram að þessu hefur það
þótt góð og gild eðlisfræði að
heitt loft og vatn leiti upp, en
hið kalda á botninn. Þessu er
á annan veg farið í Jökullóninu
á Breiðamerkursandi: það er
heitast við botninn!
Þeir Guðmundur og Sigurður
mældu hitann á mismunandi
dýpi í lóninu. Við yfirborð
reyndist hitinn O stig, en 2
stig á 70 rrietra dýpi. Varð
Guðmundur allhýr á svip er
hann sannreyndi þá kenningii
sína að svona myndi því hátt-
að. :
Á síðustu árum hefur Jökr
ulsá á Breiðámerkursandi sorf-
ið sundur . malarhaftið milli
jökullónsins . óg sjávarins unz
hún rennur inú í niðurgröfnum
farvegi nær ; hallalausiun. Af
þeim sökum rennur sjórimi inn
í lónið á flóði, þar gætir sem sé
flóðs og fjöru —: þetta er orð-
ið sævarlón; enda var korkflá
Helgi Björnsson,
' kföriim íointaður
Verkalýðs- ©g sjómanita-
iélags Hníísdælinga
í i3. sinn
V erkalýðs- og sjómannafé-
lag Hnífsdælinga. hélt aðalfund
sinn nýlega. í stjóm voru
kosiu: Helgi Björnsson, for-
maður, Benedikt Friðriksson,
varaformaður, Guðmunda Bene-
diktsdóttir, ritari, Jens Hjör-
leifsson, gjaldkeri og Guð-
mundur Ingólfsson, meðstjóm-
andí, en hann er jafnframt
foraaaður sjómannadeildar. —
Þetta er í fiinmtánda sinn sem
Helgi Björnsson er kosinn for-
maður félagsins.
hita á mismunandi dýpi eftir
í vörzlu Sigurðar bónda Björns
sonar á Kvískerjum, en hann
hefur, sem fyrr segir, áður
fengizt við mælingu lónsins og
mun nú halda áfram rannsókn-
um þess. Eru þeir Kvískerja-
bræður séi’stakir menn að því
leyti að þarna á einum af-
skekktasta bæ landsins, sem
umlukinn er miklum söndum á
tvo vegu með jökul að baki og
sjó fyrir framan, hafa jieir afl-
að sér ótrúlega mikillar þekk-
ingar í náttúruvísindum.
Afli Norðfjarðarbáta í vet-
ur var mjög misjafn
Fyiirsjáanlegt að útgerð frá Neskaupstað {
verði mikil á komandi sumri
Neskaupstaði í gær. Frá fréttaritara. 1
Sex af níu Norö'fjarðarbátum, sem geröir voru út frá
verstöövum syðra í vetur, eru nú komnir heim. Afli bát-
anna, sem voru í Keflavík og Sandgeröi, hefur veriS
mjög tregur, en sæmilegur hjá þeim tveim, sem vom í
Eyjum.
Auk framantalinna báta voru
fjórir Norðfjarðarbátar með
handfæri við Vestmannaeyjar í
vetur og er aðeins einn þeirra
kominn heim. Þá hefur Hrafn-
kell verið í útilegu og aflað
sæmilega, mest við Suðaustur-
land.
Frá 17. til 22. april lögðu þrír
bátar upp netafisk hér: Hrafn-
kell tvisvar, alls 107 lestir, Gull-
Enn aukast utanferðir íslendinga
F. í. flutti þriðjungi fleiri farþega fyrsta
fjórðung þessa árs en í fyrra
Á fyrstu þrem mánuðum þessa árs fluttu flugvélar
Flugfélags íslands 1545 farþega milli landa, en 1131 á
sama tíma í fyrra.
Lætur nærri að tala farþega í millilandafluginu hafi
aukizt um þriöjung á þessum tíma miðaö við s.l. ár.
faxi tvisvar, alls 91 lest og Goða-
borg 55 lestir. Miðað er viS
siægðan fisk með haus. Allia
þessir þátar eru úti nú.
Triilubátar hafa róið nokkud
í vor og oft fengið sæmilegatt
afla. Flestir vertíðarbátannai
munu fara á veiðar með hand-
færi bráðlega.
Fyrirsjáanlegt er að mikil út«
gerð verður héðan í sumar.;
Ætla má að 11 Norðfjarðarbátaií
fari á síld.
Vöruflutningar milli landa
jan-febr.-marz 1957 námu
57339 kg. en 37500 á sama
táma í fyrra. Póstur fluttur
milli landa á þessu tímabili
nam 7100 kg., en 5930 kg.
s.l. ár.
1 innanlandsfluginu urðu
farþegar nokkru færri fyrstu
þrjá mánuðina í ár, sem staf-
ar af rekstrarstöðvun vegna
verkfalls á flugflotanum.
Farþegar fyrstu þrjá mán-
uðina í ár voru í innanlands-
fluginu 6140, en 6738 í fyrra.
Vörur fluttar innanlands voru
í ár 210 þús. kg. en 240 þús.
Sveit Harðar
sigraði
Dagana 17. til 21. apríl fór
fram á Akureyri landsmót í
af neti sem borizt hafði utan bridge. 8 sveitir tóku þátt í
aí hafi upji á sporð Breiða-
merkurjökuls enn ein söimun
þess.
Sýnishom verða rannsökuð.
Guðmundur Kjartansson tók
nokkur sýnishorn af vatni á
mismunandi dýpi í lóninu, og
verða þau rannsökuð innan
skamms og þá fyrst og fremst
seltumagnið. Fæst þá úr því
skorið hver hlutföllin em nú
milli sjávar og jökulsvatns í
lóniuu. Rétt er að geta þess
að Guðmundi fannst bragðið
af vatninu frá botninum mun
saltara en við yfirborðið.
Framkvæmir áframhaldandi
rannsóknir.
Guðmundur skildi tækið til
keppninni og urðu úrslit þessi:
1 Sveit Harðar Þórðars. R 12 st.
2. — Árna M. Jónss. Rvík. 11 —
3 — Óla Kristinss. Húsav. 8 ■—
4 — Ásbjamar Jónss. R 8 —
5. — Eggerts Benónýss. R. 5 —
6 — Mikaels Jónss, Ak. 4 —
7. — Karls Friðrikss. Ak. 4 —
8. — Sig. Kristjáns. Sigluf. 3 —
Sveitin, sem sigraði, fær rétt
til að spila við sveit, sem Bridge-
samband íslands velur, og keppa
þær um réttinn til að spila á
Evrópumeistaramótinu í Vín,
sem fram fer í ágústlok í sumar.
f sveit Harðar eru þessir menn:
Einar Þorfinnsson, Gunnar Guð-
mundsson, Lárus Karlsson, Stef-
ári Stefánsson ög Kristinn Berg-
þórsson. Hörður spilaði ekki
sjálfur.
kg á sama tíma í fyrra.
Hins vegar jókst póstflutn-
ingur í lofti nokkuð. Var fyrstu
þrjá mánuðina 1957 53012 kg.
en á sama tíma 1956 var hann
45344 kg.
Lík finnst í
hrauninu við
Vífilsstaði
Á föstudaginn langa fannst
lik i hraiutskúta suðvestur af
Vífilsstöðuin. Reyndist þetta lík
Baldvins Skaftasonar, sem hvarf
í janúarmánuði s.í.
Baldvin var fæddur 11. sept.
1909. Hann hvarf 19. jan s.l.
og spurðist síðast til hans, er
hann fór þann dag úr áætlunar-
bifreið við Fífuhvammsveg í
Kópavogi. Var talið að Baldvin
hefði ætlað þaðan fótgangandi
til Vífilsstaða, en þar hafði hann
verið sjúklingur um langt skeið.
Veður var vont, er Baldvin fór
úr bílnum, og er talið að hann
hafi ætlað að stytta sér leið en
villzt í hrauninu.
Sjómaður
drukknar
Á miðvikudagskvöldið var
gerðist það slys að ungan sjó-
mann, Rögnvald Axelsson, tók
út af togaranum Norðlendingi
og drukknaði hann.
Togarinn var að veiðum
djúpt úti af Garðskaga þegar
slysið skeði. Rögnvaldur var
tvítugur að aldri, uppalinn í
Ólafsfirði og hafði verið á tog-
a.ra þessum frá því að hann
kom til Norðurlands.
Gott tíðarfar \
í Neskaupstað |
Neskaupstað í gær.
Frá fréttaritara.
Síðan um 20, marz hefur tíðars'
far yfirleitt verið gott, oft stillui*
og sólskin. Snjórinn sem orðinnj
var talsvert mikill rann á fá-
um dögum. Snjólétt er nú taliffl
á Oddsskarði og er þess vænzt*
gð vegurinn um það verði opn-
aður á næstunni.
Verður áfengis-
útsala opnuð ú 1
nýju á Isafirði?
Héraðsbann hefur um skeid
verið í gildi á Isafirði en nú
er ákveðið að atkvæðagreiðsla
fari fram um hvort opna skuli
þar áfengisútsölu að nýju. Fer
atkvæðagreiðslan fram sunnu-
daginn 28. þ.m. og verða afc-
kvæði talin daginn eftir.
OrSsending
\
Frá Bamavinafélaginu „Siunal-
g,jöf“ til barna í Reykjavík.
Kæra barn.
Barnavinafélagið Sumargjöf
sendir þér kveðju, og fer fram á,
að þú hjálpir til við sölu ú
merkjum, ,,Sólskini“ og ..Sumar-
deginum fyrsta.“ Þú færð 110%:
sölulaun (þ. e. 10 krónur, eí þú
selur fyrir 100 krónur). Auk:
þess verður sölubörnum boðið á'
kvikmjmdasýningu (væntanlega
fyrsta laugardag í sumri) ogr
bókaverðlaun veitt fyrir framúr-
skai-andi dugnað. Fáir þú leyff
foreldra þinna til þess að gerast
sölitmaður, mætir þú á næsta
sölustað miðvikiidaginn 24. apriL
Afgreiðslan hefst kl. í e. h.
Sölustaðir eru: Vesturborg,
Drafnarborg, Anddyri Melaskól-
ans, Brákarborg, Steinahlíð,
Grænaborg, Barónsborg, Laufás-
borg, Listamannaskálinn, Skálf
við Útvegsbankann, Skáli við
Sundlaugar, Skáli í Bústaða—
hverfi við Hólmgarð 32.