Þjóðviljinn - 09.05.1957, Blaðsíða 7
:r'
' ■ •
.
Á þjóðhátíðardegi Tékkóslóv-
akíu 9. maí er þess ekki aðeins
minnzt að þann dag fyrir 12
árum endurheimti landið sjálf-
stæði sitt éftir sjö ára hernám.
Þá er einnig litið yfir farinn
veg og rifjað upp, hvemig tek-
izt hefur að nytja auðlindir
landsins, sem í stríðslok voru
í niðumíðslu eftir rányrkju er-
lendra húsbænda.
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að Tékkóslóvakía er
eítt þeirra Evrópulanda, þar
Sem breytt hefur verið um
hagkerfi, áætlunarbúskapur op-
inberra aðila og samvinnu-
rekstur tekið við af einka-
rekstri. Strax haustið 1945 var
ailur stóriðnaður, námui’, bank-
ar og önnur stórfyrirtæki,
þjóðnýtt. Nú er svo komið að
mest allur iðnaður og verzlun
ðru I höndum rikisfyrirtækja,
fyrirtækja bæjar- og sveitarfé-
laga og samvinnufélaga.
Pyrsta verkefnið var að auka
framleiðslu iðnaðarins svo að
jafuaðist við það sem hún nam
ár'ið 1937, síðasta heila árið
áður en stjórn nazista í Þýzka-
lancft tókst að lima Tékkó-
slóvakíu í sundur. Þessu marki
var náð árið 1948.
Þé tók við fyrsta fimm ára
áætlunin. Framkvæmd hennar
hófst árið 1949 og lauk árið
1953. Á þessu tímabili tókst
að auka afköst iðnaðarins um
helming. Meginálierzlan var
lögð á tvennt. í fyrsta lagi var
komið upp öflugum vélsmíða-
iðnaði, svo að unnt væri að
smíða innanlands meginþorra
þeirra atvinnutækja, sem at-
vinnulífið þarfnast. í öðru lagi
var ákveðið að stefna að jafn-
vægi i þróun atvinnuveganna
tim landið allt. Fram til þessa
hafði Slóvakía búið við frum-
Stæða atvinnuhætti og lítið
haft af iðnaðinum að segja.
Lífskjör voru þar því mun lak-
ftri en í löndum Tékka. Árið
1953 var svo komið að iðnað-
arframleiðsla í Slóvakíu hafði
sjöfaldazt frá því sem hún var
1937. Nú eru stórverksmiðjum-
ar, sem reistar hafa verið í
Slóvakíu síðan 1945, orðnar.
230 talsins.
en náði ekki að komast fram
úr framleiðslumagninu á ár-
1 unum fyrir stríðið. Ástæðan
var sú, að eftirspumin eftir
vinnuafli í iðnaðinum hafði
þau áhrif, að fólki fækkaði
meira í sveitunum en svo að
Þrdun
atvinnu-
Uísins
í Tékkó~
slóvakíu
Á árum fyrstu fimm ára á-
ætlunarinnar jókst framleiðsla
neyzluvamings um 80 af hundr-
aði. Kaup fór hækkandi en
verðlag hélst stöðugt. Trygg-
ingakerfið og heilbrigðisþjón-
ustan voru endurbætt. Atvinnu-
leysi hvarf úr sögunni í fyrsta
skjpti síðan Tékkóslóvakía varð
iðnaðarland.
í landbúnaðinum var byrjað
að mynda samyrkjubú. Komið
var upp vélastöðvum, sem sjá
bæði samyrkjubændum og bú-
um einstakra bænda fyrir véla-
kosti. Landbúnaðarframleiðsl-
an jókst á áætlunartímabilinu,
aukinn vélakostur megnaði að
bæta það upp. Afrakstur af
ræktuðu landi jókst en rækt-
arlandið minnkaði nokkuð.
Niðurstaðan af fyrstu fimm
ára áætluninni varð því, að
settu marki hafði verið náð í
iðnaðinum, en ekki hafði ver-
ið nægilega vel séð fyrir þörf-
um landbúnaðarins. Ljóst var,
að á því þurfti að ráða bót,
ef halda átti áfram að bæta
lífskjörin. Einnig þurfti að
treysta undirstöðu iðnaðarins,
orkulindirnar. Sumstaðar kom
fjárfesting í nýjum verksmiðj-
um ekki að fullu gagni, vegna
þess að ekki reyndist unnt að
fullnægja algerlega þörfum
þeirra fyrir kol, raforku og
hráefni.
Árin 1954 óg 1955 var hlut-
fallslega minna fé varið til að
reisa nýjar verksmiðjur en á
árum fyrstu fimm ára áætlun-
arinnar, en þeim mun meira
fé fest í landbúnaðinum og hrá-
efnaframleiðslunni. Jafnframt
var hlutur neyzluvöruiðnaðar-
ins í héildarframleiðslu iðnað-
arins aukinn. Markmiðið með
þessum ráðstöfunum var að
bæta lífskjörirí örar en unnt
hafði verið meðan verið var
að koma atvhmulífinu á traust-
an grundvöll. Þessu marki var
náð. Meðalneyzla á mann var
á síðasta ári fjórðungi meiri
en árið 1953.
Árið 1956 kom svo til fram-
kvæmda önnur fimm ára á-
ætlunin, sem á að standa til
1960. Á því tímabili er ætlun-
in að auka iðnaðarframleiðsl-
una um 50 af hundraði. Þar af
á framleiðsla framleiðslutækja
að aukast um 57 af hundraði
en neyzluvarnings um 40 af
hundraði. Ætlunin er að auka
framleiðslu landbúnaðarvara
um 30 af hundraði. Meðal-
neyzla á mann á að aukast um
30 af hundraði.
Að því er stefnt, að Tékkó-
slóvakía ríái sem fyrst háþróuð-
ustu iðnaðarlöndum Vestur-
Evrópu í framleiðslumagni und-
irstöðugreina (raforku, stáls) á
nef hvert. Stjómendur Tékkó-
slóvakíu telja þetta engar skýja-
borgir, og benda því til sönn-
unar á reynslu liðinna ára.
Sé framleiðsluaukningin í
nokkruin greinum frá árinu
1937 iil ársins 1955 borin sam-
an, verður niðurstaðan þessi:
Raforkuframleiðslan hefur auk-
izt um 300 hundraðshluta í
Tékkóslóvakíu, um 120 hundr-
aðshluta í Frakklandi, 170 í
Syíþjóð og. HQ,.á ítaliu. Kola-
Hln mikla stálverksmlðjusanit,
steypa Gottwald í Ostrava <efr|
myndin) og hverfi nýbyggðra
sambýlishúsa í tékkneskri borg.
framleiðslan í Tékkóslóvakíu *
jókst um 46 af hundraði,
Bandaríkjunum 22 af hundraði,
Frakklandi 19 og Bretlandi 14
af hundraði. Hrájámsfram,-
leiðslan í Tékkóslóvakíu er núi
97 af hundraði meiri en 1937.
í Bandaríkjunum er aukning-
in á sama árabili 47 af hundr-
aði, Bretlandi 37, Belgíu 33 og
Frakklandi 32 af hundraði. Ár-
ið 1937 var iðnaðarframleiðsla
á nef hvert í Tékkóslóvakíu
83.5 hundraðshlutar af sam-
svarandi tölu í Frakklandi. Ár-
ið 1955 var iðnaðarframleiðsl-
an á mann í Tékkóslóvakíu
orðin 119 hundraðshlutar af
því sem hún var sama ár i
Frakklandi.
Aukin orka er undirstaða'
aukinnar iðnaðarframleiðslu.
Nú er unnið að því að gemýta
vatnsaflið í þeim tveim ám
Tékkóslóvakíu, sem bezt eru
fallnar til virkjunar. Stíflur i
ánni Váh í Slóvakiu og raf-
stöðvar við þær verða alls 22
talsins. Stórvirkjanir við ána
Vltava i Bæheimi verða þrjár.
Einni þeirra er lokið og vinna
er hafin við hinar báðar.
Breytingar á kaupgjaldi og
vöruverði bera vott batnandi
lífskjörum almennings í Tékkó-
slóvakíu. Frá árinu 1953 tii
1956 hækkuðu meðaítekjuU
iðnverkamanna á mánuði úr
1145 tékkneskum krónum i
1307 krónur. Á sam;í tima
lækkaði útsöluverð matvæla
um 14 af hundraði að meðal-
tali og útsöluverð iðnaðarvarn-
ings um 20 af hundraði. Áhrifl
aukins kaupmáttar launanna
segja til sín í aukinni neyzlu.
Kjötneyzlan á mann jókst til
dæmis frá 1953 til 1955 ún
38.5 kílóum á mann í 42,2 kíló,
sykumeyzlan úr 27.9 kílóum t
Framhald á 8. síðu.
I
r-