Þjóðviljinn - 28.07.1957, Blaðsíða 2
2) — ÞJÖÐVILJJNN — Sunnudagiir 28. júSÍ 1957
Skákmaður er ég enginn og
'hefi ekkert vit á skák, ekki
fremur en kötturinn. En ég er
gæddur líkri náttúru og þeir
menn, sem hæst hrópa á í-
þróttamótum og knattleikjum,
bótt sjálfir séu lítt íþróttum
búnir og ósnjallir í hvívetna.
Ég hefi gaman af að horfa á
aðra tefla skák, þótt ég kunni
það ekki sjálfur.
Þessa dagana hefur staðið
yfir hér i Reykjavik mesta og
merkasta skákmót, sem haldið
hefur verið á Islandi í sam-
anlagðri kristni og heiðni.
Hefi ég að sjálfsögðu ekld
látíð svo merkilegan atburð
framhjá mér fara. Þetta er
f jórða heimsmeistaramót stúd-
enta í skák og fer fram í
Gagnfræðaskóla Austurbæjar.
Hafa margir lagt þangað leið
sína undanfarin kv.Rld til þess
að sjá heimsfræga skákmenn
þreyta hina göfugu íþrótt.
Hinir eru þó fleiri, sem heima
hafa setið, hvort sem þeim
hefur verið leitt eða ljúft, og
þannig fai’ið á mis við þá
ánægju að sjá spennandi
keppni. Af óskammfeílni hins
fávísa ætia ég nú að gerast
svo djarfur að bjóða þeim að
fylgjast með mér á stúd-
entaskákmótið, eina kvöid-
. stund eða tvær, þó ekki þeim,
sem eru svo fróðir að kunna
skil á spönskum leik, drottn-
ingarbragði, kóngindverskri
vörn eða. öðru baðanaf verra.
Þeir geta komizt af án minn-
ar leiðsagnar, enda a.ldrei tal-
ið heiliavæniegt, að blindur
leiði sjáandi.
Inn úr anddyri skólans
göngum við upp tröppur og
komum inn í veglegan sal. Þar
er margt manna. Um þvert
gólf er raðað borðum og svo
inn með báðum hiiðarveggjum
allt nð gafli, þannig að aðeins
er mjór gangur meðfram
þeim. Inn í þessari kró- sitja
keppendurnir á mótinu, 56 að
tölu, tve'r og tveir hvor gegn
rðrum við borð, sem sktpað
er í sjö raðir, tveim hvoru
megin við breiðan gang eftir
miðju gólfi.
A borðinu á milli sín hafa
skákmennirnir, auk hinna
nauðsynlegu hluta taflborðs
og taflmanna, forláta klukk-
ur, tvær samvannar, svo hag-
lega úr garði gerðar, að að-
eins önnur þeirra gengur í
einu, og þarf sá, sem leikinn
á, ekki annað að gera, þegar
h'ann er búinn að hugsa og
leika, en styðja á hnapp, þá
stöðvast hans klukka en sí-
amstvíbirri hennar, kiukka
andstæðingsins fer af stað og
flýtir sér eins og sá svarti
sjálfur væri á hælunum á
henni. Auk þess hafa skáií-
xnennirnir pappíra fyrir fram-
an sig, þa.r sem þeir. skrá
leikina jafnóðum og þeir
leika.
Utan \ið borðaferhyrning-
inn sitja og standa áhorfend-
urnir og fylgjast með því,
sem fram fer innan hans.
Þeir, sem ekki rúmast niðri í
salnum, geta setið eða stað-
ið uppi á svölum, sem eru
meðfram htiðveggjunum báðu
megin uppi á næstu hæð. Inni
í hliðarherbergjum þar uppi
eru einstakar skákir skýrðar
af skákfróðum mönnurn, og á
göngunum hanga skrár og
töflur tjl leiðbeiningar áhorf-
endunum.
Eftir að hafa kynnt okkur
allt fyrirkomulag hér inni,
skulum við virða skákmenn-
ina fyrir okkur. Þetta eru
menn af fjórtán þjóðernum
inðsvegar að úr heiminum og
harla ólíkir að útliti og yfir-
bragði. Ljóshærðir Norður-
landabúar og svarthærðir
Mongólar, Suður-Ámeríku-
og Austur-Evrópubúar,
Bandaríkjamenn og Rússar.
Við næsta- borð situr smá-
vaxinn Mongólí álútur yfir
skákinni og hugsar. Hann á
leikinn. Andstæðingur hans
tekur lífinu létt á meðan,
gengur um meðal borðanna
og virðii’ fyrir sér skákirnar.
En svo sé r hann útundan
sér, að Mongólinn er búinn
að setja hans klukku af st.að,
og liraðar sér aftur í sæti
sitt. Nú er það Mongólinn,
sem getur leyf t sér þann
munað að horfa á næstu borð.
Eg renni augunum yfir sal-
inn 'i leit að íslenzku kepp-
endunum en sé þá hvergi. Jú,
þarna sé ég loks bregða fyr-
ir kunnuglegu andliti í þröng-
inni á miðju gólfi. En hvert
þó í........? Þetta er Pétur
háskólaritari. Þú líka, Brút-
us, hugsa ég í skelfingu, en
svo átta ég mig. Pétur er
skákstjóri en ekki keppandi
og er hér eins og kommgur
á eftirlitsferð í ríki sínu.
Loks kem ég auga á Ls-
lendingana innst fyrir gafli.
Þarna er Friðrik, ljós yfirlit-
um, grannleitur og fölur í
Tal — sterkasti skákniaður
mótsins?
andliti, ekki mikill fyrir
mann að sjá en leynir á sér.
Við hlið hans situr Guðm.
Pálmason, öllu dekkri að yf-
irbragði, hæglátur, en þybb-
inn og traustlegur. Hinu meg-
in í salnum sé ég Ingvar,
dökkan á brún og brá, þéttan
á velli og snarlegan og ákveð-
inn á svipinn. Hann horfir
hvössum augum yfir borðið
á andstæðing sinn, ekki lík-
legur til þess að gefast upp
að óreyndu. Fjærst mér situr
Þórir og grúfist yfir taflborð-
ið og rýnir á stöðuha í gegn-
um gleraugun. Hann hreykist
ekki mikið í sætinu, en í
svipnum býr ódrepandi
seigia og baráttuvilji. Þetta
er lið, sem ekki lætur hug-
fallast þótt við ofurefli sé að
etja.
Eg sný mér nú að hinum
keppendunum og les nöfn
þeirra, sem ég ekki þekki af
myndum, á spjöldum á borð-
unum. Þarna er margt frægra
manna, Bent Larsen, kapps-
fullur og ákveðinn á svip,
Lombardy frá Bandaríkjun-
um, feitlaginn nokkuð og góð-
látlegur, Dr. Filip frá Tékkó-
slóvakíu, stór vexti' og eilít-
ið þyngslalegur. Og loks eru
þarna Spasskí og Tal frá
Sovétríkjunum, báðir kornung-
ir en algerar andstæður að
útliti. Spasskí er stærri vexti,
ljós yfirlitum, lítið eitt rauð-
leitur á hár, glaðlegur og
mjög íslendingslegur í hátt.
Tal er lítill, svarthærður með
íbjúgt nef, ákaflega snarleg-
ur og lifandi í hreyfingum,
leikur hratt og öruggt og
situr sjaldan lengi kyrr held-
■ur snarast frá borðinu að
loknum leik og hvarflar um
I’achmann — fararstjóri tékk-
nesku sveitarinnar.
salinn meðal borðanna, en er
jafnskjótt. kominn aftur, þeg-
ar þess er þörf, virðir fyrir
séry stöðuna stutta stund
og leikur.
Við skulum staldra lít.ið
eitt við og horfa á viðureign
okkar manna og Sovétskák-
mannanna, sem ég var að lýsa.
Þegar ég kem á vettvang er
kepphin byrjuð fyrir nokkru.
Áhorfendur eru óvenju marg •
ir og hafa þyrpzt svo i kring-
um borð Islendinganna bæði
niðri í salnum og uppi yfir
þeim á svölunum, að þaðan
er ekki viðlit að sjá neitt. Eg
fer því inn í eitt hliðarher-
bergjanna, þar sem nú er
verið að byrja að skýra skák-
irnar, og tek mér sæti. Skák-
irnar fjórar eru sýndar á
stórum borðum fyrir enda
stofunnar og leikirnir símaðir
eða sendir upp skriflega jafn-
óðum. Þar tekur Jón Þor-
steinsson við þeim, færir á
borðunum og skýrir gang
skákanna eftir föngum. Brátt
er stofan orðin full og menn
klifra upp á stóla og borð til
þess að sjá.
Mesta athygli vekur skák
Friðriks við Tal. Þeir leika
nokkuð hratt og leikirnir ber-
ast því ört fyrst í stað
Sama máli gegnir um skák
Ingvars og Gurgenidze. Hinir
fara sér að engu óðslega.
Skákin á fyrsta borði er frá
upphafi spennandi og tvísýn
og menn fylgjast með lienni
Söderborg- — I. borðs maður
Svíanna.
af lífi og sál. Nú fara skák-
mennirnir að hugsa sig leng-
ur um. Á meðan beðið er eftir
leikjunum eru ýmsar- leiðir
kannaðar og menn eru óspar-
ir að korna með tijlögur,
benda á ieiðir og rökræða
skákirnar. Einn vill leika
hróknum, annar drottning-
unni, þiriðji peðinu á c-línunni.
o.s.frv. Og allt er þetta reynt,
þótt misjafnlega gefist, og
búið að leika marga leiki
fram í tímann, þegár hinn
rétti leikur berst að neðan.
Svo er b.yrjað að bollaieggja
á nýjan leik.
Allt. í einu gefur Tal Frið-
rik tækifæri til að vinna peð,
sem hann þiggur. En upp úr
því lendir hann um hríð í
dálitlum örðugleikum. Spenn-
ingurinn vex. Hlauparar eru
sendir 'fram á svaiirnar til
þess að gá niður og kalla
leikina upp jafnskjótt og þeir
fara fram, því að símleiðin
er stundum ekki nógu fljót-
farin fyrir fréttirnar. Og a.ll-
ir leggja sitt til þess að skýra
skákirnar, gamlingjar og
strákapattar, jafnvel ung-
iingsstúlkan, sem gætir sím-
ans. Eg einn þegi og skamm-
ast mín niður í tær fyrir fá-
fræðina.
Loks virðist mesta hættan
liðin hjá, en þé berast þær
fregnir, að Tal hafi boðið
jafntefli og Friðrik þegið.
Sumum léttir, aðrir eru ó-
ánægðir og vilja að þeir
hefðu barizt til þrautar. Svo
beinist athygiin að hinum
skákunum. Skák Ingvars er
komin út í endatafl, þar sem
hann á. peði minna, og brátt
fer að halla meir á hann og
hann gefst upp.
Hjá Guðmundi Pálmasyni
og Spasskí gengur ailt ró-
lega. Guðmundur virðist í öllu
meiri sókn, en margt rnanna
er enn á borðinu og hættur
leynast á, báða taóga. Þá býð-
ur Spasskí jafntefli og Guð-
mundur þággur, enda tímirn
orðinn naurnur. Aftur verða
hinir áköfustu óánægðir en
liinir gætnari fagna.
Knattspyrinunót íslands — 1. deild
1 kvöld kl. 20.30 keppa
AKUREYRINGAR OG VALUR
Dómari Helgi Ii. Helgason
MÓTANEFNDIN
Síðastri Jýkur skák Þóris
við Gipslis. Hún er sýnd á
stóru borði fvrir enda salar-
ins og fylgjast flestir með
henni þar. Þar eru líka klukk-
ur sem sýna tíma keppend-
anna. Salurinn er troðfullur
og svalimar ííka, en loks fæ
ég stæði í stiganum, þar sem
ég sé vel á. borðið. Níu eða
tíu leikir eru enn eftir og
Þórir á aðeins þrjár eða
fjórar mínútur eftir til um-
hugsunar en Gipslis hálftíma.
En Þórir er peði yfir og stað-
an virðist sízt, verri hjá hon-
um. Hinir bjartsýnustu eru
farnir að sjá hilla undir jafn-
tefli við Rússana, en tíminn
er naumur og margar liættur
geta levnzt í stöðunni. Menn
híða með öndina í hálsinum.
Skyldi homnn takast að
sleppa heiil á húfi ur tíma-
þrönginni? Ætlar hann ekki
að fara að leika? Tapar taann
á tíma ? — Svo koma leik-
irnir með ieifturhraða. Og
allt í einu dynur ólánið yfir.
Þóri yfirsést í tímaþröng-
inni, drottningin fellur óbætt
og það er mát í næsta leik.
Hann gefur. Áhorfendurnir
andva'rpa, sumir bölva í
hljóði, aðrir upphátt. Sv.o
taka þeir að sýna á sér far-
arsnið. Harðri og skemmti-
legri keppni er lokið með ó-
sigri Éslendinga eftir tvísýná
og drengilega, baráttu.
Að lokum vil ég bjóða ykk-
ur með mér á. mótsstaðinn í
þann mund sem biðskákum.
er að ljúka fyrir síðustu um-
ferð. Við erum seint á ferð-
inni, öllum skákunum ér lok-
ið nema eilifðarskák þeirra
Ingvars og Rúmenans Ghites-
cu. Áhorfendur' eru fáir að
þessu sinni og margir keþp-
endanna fjarverandi. Þó
sitja margir þeirra enn
að tafli. Sumir ér.ú að
fara í sameiningu yfir
skákir, sem þeir voru að
Ijúka við að tefla. Þeir raða
mönnunum upp aftur og
rekja leikina. eftir minni,
hratt og örugglega, staldra
við vafasama leiki og benda
hvorir öðrum á leiðir. Stund-
um skilja þeir ekki mál. hvors
annars, þá er notszt við bend-
ingar, fingramál og látbragðs-
leik. Og allt skilst, þegar
vilji er fyrir hendi til þess áð
skilja andstæðinginn.
Flestir eru þó að tefla.
hraðskák sér tii gamans, og
nú er líf og fjör á ferðum,
ekki alvarleiki keppninnar.
Kringum eitt borðið er dá-
lítill hópur áhorfenda. Þar
eigast við Tal og Ungverjinn
Háag. Tal virðist hafa mikið
yndi af skák, því að á. kvöld-
in, þegar hann hefur átt fri
eða verið búinn að máta and-
stæðinga sína, hefur hann
setið og teflt hraðskák við
Pilnik kunningja okkar. Hjá
þeim Háag veltur á ýmsu.
Þeir tefla af miklu fjöri skák
eftir skák, og áhorfendurnir,
skákmenn frá mörgum þjóðr
um, taka þátt í leik þeirrat,
hlæja með þeim og benda
þeim á yfirsjónir og afíei.ki
eftir á, því að betur sjá augu
en auga.
Því miður má ég ekki vera
Framhald á 7. síðu