Þjóðviljinn - 10.08.1957, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.08.1957, Blaðsíða 4
» V 3) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 10. ágúst 1957 fr- DlÓÐVILIINN Ó't-ffcfandi: Sameinlngarflokkar alþýðn - SóBlaílstaflokknrinn. — Rltstiórarj láagnús KJartansson. Simirðar QuBmundsson (áb.). — Fréttarltstlóri: J6n BJarnason. — Blaðamenn: Ásmunöur Slgurjónsson. Guðmundur Vigfússon, írar E. Jónsson, Magnús Torfi Óiafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- tngastiórl: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn. afgrelðsla,. auglýsingar. prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 25 4 OBln. 1 ReykJavík og nágrcnni; kr. 22 annarsstaðar. — Lausasöluverð kr. 140. Prentsmiöja ÞJóðvilJana. I Var myndiið vinstri stjórn til þess? THftir langa og mikla umhugs- un hefur Tíminn talið nauð- syn að birta annan leiðara til afsökunar olíuhneyksli Fram- sóknar, Sjálfstæðisfiokksins og Alþýðuflokksins. Er það allt í stíl við yfirklórið í fyrra leið laranum. leiðarahöfundur er þrunginn samúð með veslings olíufélögunum, sem manni skilst að séu alltaf að tapa, og xeki starfsemi sína sem hreina góðgerðarstarfsemi við almenn- ing! jlTTver maður getur sagt sér það sjálfur hvorl ekki sé eitfhvað bogið við það, að tveir stjfemarflokkar geri sanifylk- ingu við aðalfiokk stjómarand- stöðunnar i stofnun eins og Irmflutningsnefnd, þegar um •miídlsvert verðlagsmál er að ræðá, og ráði því til lykta þvört ofan í samkomuJag stjfemarflokkánna þriggja sl. vefúr. Tíminn talar af mikl- um fjáigleik um „meirihlut- anri'1 í Innflutningsnefnd, þatm meirihluta Framsóknar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- fiokksins sem réð verðlagn- ingu olíu- og benzíns til lykta á§. þann hneykslanlega hátt sem nú er öllum kunnur. Var mynd- uð vinstri stjóm í landinu til þess að ráða slíkum málum til lykia í samræmi við auð- félagahagsmuni Sjálfstæðis- fiokksins? Tíminn virðis’t álíta það. að er mejrihluti að skapi afturlialdsaflanna í Fram- sóknarflokknum, þeirra manna sem eru margflæktir í gróða- klíku og kerfi afturhaldsins í landinu og vilja hvað sem taut- ar samstarf við Sjálfstæðis- ílokkinn, m.a. um féflettingu fóiks með of háu verðlagi Þessum gróðasjónarmiðum er fylgt enda þótt framkvæmd þeirra þýði að mjsnotað sé það vald, sem vinstri stjórn hefur gefið Framsóknarflokkn- um og unnið gegn yfirJýstri stefnu ríkisstjómarinnar að halda niðri verðlagi í landinu. Þama verða vinstri öflin í Meinleg skipulagsveila Hér í blaðinu fyrir skömmu var birt greinarkorn um skipu- lagsmál verkalýðssamtakanna. Var þar m.a. tekið undir þá skoðun manna að sambands- þing ASÍ væru orðin helzt til þung í vöfum, sakir fjölmenn- is, og þá einkum með tilliti. til þess hve húsnæði í okkar höf- uðstað er takmarkað til þing- halds og þingstarfa fyrir fjöl- menni, en hins vegar varað við lítt hugsuðum, ótímabærum ráðstöfunum að því er snert- Framsókn að taka í taumana og hindra að afturhaldsklíka flokksins misnoti stjómarvald vinstri stjórnar til skemmdar- verka gegn stjórnarstefnunni. Og þess vegna finnur Tíminn þörf á að reyna að þvo olíubrák þessa síðasta olíuhneykslis af flokknum, að hann mun hafa fundið að Framsóknarmenn al- mennt vita hvað hér er að ger- ast, og fordæma það. A lþýðuflokkurinn 'virðist tæp- ast hafa sjálfstæða tilveru í þessu máli, heldur vera eins konar viðhengi Framsóknar. Hefði þó fuhtrúi AJþýðufiokks- ins getað hindrað hina hneyksl- anlegu afgreiðslu olíu- og benz- inverðsins í Innflutningsnefnd, ef hann hefði staðið þar með fulltrúa Alþýðubandalagsins, i stað þess að hlaupa i „meiri- hluta" með íhaldinu til óþurft- ■arverka gagnvart neytendum og stjórnarstefnunni. ir breytt skipulag sambands- ins. Sérstaklega var þó for- dæmdur allur útúrboruháttur og einráðar tiltektir einstak- linga og einstakra féla.ga á bak við heildarsamtökin og þá, sem þau hafa falið að hafa skipulagsmálin með höndum milli þinga. En þá var einkum haft í huga það tiltæki for- ystumanna Sjómannafélags Reykjavíkur sl. vetur, að boða til stofnfundar landssambands sjómanna í nafni félags síns, án samráðs við Alþýðusam- bandið eða milliþinganefnd þess í skipulagsmálum. 1 fljótu bragði gæti ókunn- ugum virzt með öllu óskiljan- legt hvað fyrir forráðamönn- um SR vakir með sliku frum- hlaupi sem þessu. Augljóst er, að hér kemur ekki fáfræði til, svo félagsreyndir menn sem þeir flestir eru, allir vita þeir, að slík vinnubrögð eru þverbrot á öllum meginregl- um i félagslegu starfi og eru helzt til þess fallin að sundra og veikja. Hvað getur þá vakað fyrir þeim hægrimönnum, sem ráða Sjómannafélagi Reykjavíkur, með því, að hefjast handa á þennan hátt? Valdabarátta, eða hvað?, myndu margir geta til, sem sáu hversu þeir brugðust við því, að vera í minnihluta á síðasta þingi Alþýðusambands- ins, — og er þetta áreiðan- lega ekki fjarri sanni. En hvernig fá þeir hægri- foringjar S.R. svalað valda- fýsn sinni með stofnun hreins landssambands sjómanna, þat sem þeir eiga ekkert vísara en vera í minníhluta ? Rétt er það að visu, að al* kunnugt er að ráðamenn Sjó- mannafélags Reykjavíkur hafa sinar eigin skoðanir — og það liarla sérstæðar — um samsetningu stéttarfélaga verkafólks, þar sem þeir ráða ríkjum, I þessu felst kjárni málsins. Eins og flestir vita er Sjó- mannafélag Reykjavíkur lang fjölmennasta. sjómannafélag landsins og telur yfir 1600 menn á félagaskrá. Félagið hefur og haft jafnan um 16 fulltrúa á sambandsþingum ASÍ á sama tíma . og önnur staðbundin sjómannafélög eða deildir hefðu getað háft sém svaraði 1-3 fulltrúa. í þessu væri þó ekki neitt óeðlilegt að finna, ef allir fengju jafn- an hlut eftir höfðatölu. En þessu er ekki að heilsa„ að óbreyttu núverandi á- standi. I Sjómannafélagi Rvik- ur eru á, félagsskrá. með full um réttindum, menn utan sjó- mannastéttar úr öllum stétt- um þjóðfélagsins svo hundr- uðum skiptir, og kunnugir fullyrða, að þessi landmanna- skari sé furðulega stór lilutl stærsta sjómannafélags á landinu!! Þetta er hinn alkunni land- her, sem hægriforingjar Al« þýðuflokksins hafa bvggt völd sín á í Sjómannafélagi Reykjavíkur og beitt fyrir sig gegn sjálfstæðisbaráttu starfandi sjómanna innan fé- FVamh. á 6. síðu ÞAÐ SEM ALDREI KEMUR AFTUR T’ramhald af I. síðu í hálsinn á bróður hans. Hann rak upp hljóð og hne'ii- af baki. Hesturinn nam ; staðar og hreyfði sig ekki. Eldra bróðurn- um ,rann reiðin óðar. Hani^ kastaði sér grát- andi yfir bróður sinn og dró örina úr sárinu. Þama lá bróðir hans bieikur og blóðugur. Hann dró þungt andann og gaf ekkert hljóð frá sér. Hann tók hann varlega upp, kom honum á bak og gekk hnípinn við hlið hans og studdi hann. Það var ömurleg för. Ekkert heyrðist til yngra bróð- urins. Loks komu þeir að koti. Eldri bróðrinn tók sjúklinginn af baki, bar hann inn, þvoði sár hans og batt um það. Allan tíaginn sat hann graf- kyrr við rúm bróður síns og leit ekki af honum. Undir kvöld opnaði sjúk- lingurinn augun og sagði: — Eg er ekki reiður, bróðir minn, það var allt mér að kenna. Hesturinn jþinn er fljótari. Hann lá þegjandi nokkra stund, svo hvisl- ®ð: hann aftur: Bróðir, flýttu þér heim til föð- ur okkár; bara að hann verði ' ékki dáinn, þegar _jþú kemur. En ’ bróðir hans grét; honum fannst ómögulegt að yfirgefa hann í þessu astandi. Næsta morgun sagði yngri bróðirinn: — Nú treysti ég mér til að sitja á hestbaki. Nú skulum við flýta okkur. Ó að hann yrði ekki dáinn þegar við komum. Bróðir hans reyndi að aftra honum, en það dugði ekki. Þeir stigu á bak. Þögulir riðu þeir lilið við hlið. Seint gekk þeim, þvi þeir fóru hægt eins og líkfylgd. Þegar þeir komu heim var fað- ir þeirra liðið lík. Hann hafði andazt daginn áð- ur. Eftir nokkra daga héldu s.vnimir aftur af stað; þeir riðu leiðar sinnar í djúpum hugsun- um. Loks rauf yngri bróð- irinn þögnina: — Heyrðu bróðir, veiztu hvað það er, sem aldrei kemur aftur? — Já, ég veit það, sagði eldri bróðirinn lágt. — Ör, sem skotið er af boga kemur aldrei aftur. Ó, hvað ég óskaði heitt að geta afturkallað ör- ina, þegar hún flaug af boganum. — Þú hefur rétt að mæla, en ég átti samt ekki við örina, svaraði yngri bróðirinn. Nei, það er talað orð, sem aldrei verður aftur tekið. Ég var ekki fyrr búinn að segja Ijótu orðin en ég vildi feginn taka þau aftur. Langa stund heyrðist ekkert annað en fótatak hestanna. Loks sagði eldri bróðirinn: Heyrðu bróðir, það er ennþá eitt, sem aldrei kemur aftur. Tíminn, sem við glötuðum kemur aldrei aftur. Bræðumir höfðu rétt afi mæla. Það sem aldrei kemur aftur er: Unnin verk, töl- uð orð og liðin stund. Helga í Öskustónni LITLA KROSSGÁTAN Lárétt: 1 braut 3 aukreitis 5 á andliti (þf) 7 skartgrjp- ur 8 ónefndur 9 snjókom. Lóðrétt: 1 skemmtilegt 2 í munni 4 hæð 6 garðávöxtur. Lausn á síðustu gátu. Lárétt: 1 máni 2 sá 5 rata 7 - auki 8 ná 9 mala. Lóðrétt: 1 mýrin 2 nóta 4 árina LENGI LIFI PABBI GAMLI! í Ameríku gera menn miki'ð veður út af feðra- deginum. Til dæmis hef- ur blaðið Sentinel á hverju ári birt á feðra- GATUR Anna Gréta, sem á heima austur á Vopna- firði, sendir okkur eftir- farandi tvær gátur. Þetta er í annað sinn að við fáum gátur sendar frá Vopnafjrði. Kannski er önnur þessara eftir Erlu. Ef Anna Gréta veit.það, ætti hún að láta okkur vjta. Þið öll, sem sendið okkur efni, eigið að láta höfundamafn fylgja, ef þið vitið það. Hvað gerir allt í heim- inum? Treður túnið slétta tvo ber fætur létta, Magur á munn5 gekk. Lúðist Iítt við þetta, leið fór jafnan rétta fylgd ef góða fékk. Sjónlaus sína fæðu fann. Feriiinn riiktu menn. Skrefin urðu að orðum allt svo stóð í skorðum. daginn fjölda af bréfum frá drengjum, sem skrifa um hvað pabbi þeirra er mikið ágætur. Hér koma svo glefsur úr þessa árs blaði: „Pabbi minn er stór- kostlegur, hann verður næstum aldrei reiður, og ef hann verður það, þá hefur hann líka góða á- stæðu til þess — MIG. „Pabbi minn gaf mér harmóniku. Ég má spila á hana niðri í kjallara. Þegar ég spila, fer pabbi alltaf upp á loft, af því að hann segist njóta tón- listarinnar betur úr fjar- lægð“. „Pabbi okkar er mjög séður. Við erum fimm krakkamir heima, og við vildum að hann gæfi okkur cocker spaniel hund, en svo kom pabbi heim með greifingja- hund. Greifingjahundur er betri, sagði hann, því þið getið öll í einu klapp- að honum á bakið án þess að slást um það“. Hvers vegna eru egg fuglanna mislit ? Þið, sem hafið fundið hreiður útj í móanum eða njðri vjð ströndina, hafið eflaust tekið eftir því, að eggin eru breyti- leg á lit eftir því hvaða fugl á í hlut. Kriuegg eru til dæmis móleit með dekkri blettum en andaregg Ijósgræn. Egg fugla af sömu tegund eru alltaf ejns Iít, þó það komí fyrir að svolítill munur geti verið á eggj- um einstaklinga inn- byrðis. Sérhver kvenfugl hefur í sér efni, einskon- ar litunarefni, sem litar eggin. Mjög oft eru eggin þannig iit, að þáu líkjast svo mjög umhverfinu, sem þau eru orpin í, að varla er hægt .að koma auga á þau. Þetta er til verndunar eggjunum, ó- vinir fuglsins eiga erfitt með að finna þau. Egg fugla, sem verpa á dimmum stöðum, eru oft einlit, myrkrið veitir næga vernd. Stundum ef eggin eru litskær er hreiðrið þannig útbúið að það íelur þaul RÁÐNÍNG á gátunum er: regnbog- inn, en nafnið er Nikulás. Lausn á beilabrotum: Pehingámir skiptust þannig, áð það voru 100 tuttugú og fimmeyririg- ar (samtals 25..00 kr.) og 30 krónupeningar. Jaróarför.( Teikning eftir 13 ára íelpu)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.