Þjóðviljinn - 13.08.1957, Page 3
Þriðjudagur 13. águst 1957— WÓÐVILJINN — <3
f— t \ ÍÞRÓTTIR
RITSTJOKl: FRIMANN HELGASOI*
DYi&osna ircsi&n Frcsm
IIjfij&jfír' | í
me
©
Það munu margir hafa gert
ráð fyrir að Fram mundi þurfa
oftar en þrisvar sinnum að
sælcja knöttinn í mark sitt í
\-mgar sigor-
sælir í Daomörk
II. flokkur KR hefur að
nndanförnu dvalizt í æfinga-
búðum á Jótlandi, eins og áð-
ur var greint frá. í flok*n-
um eru m. a. allir þrír „gull-
drengir“ félagsins. Hafa þeir
vakið sérstaka athygii og æf-
ingar þeirra verið kvikmyndað-
ar.
Flokkurinn hefur leikið tvo
leiki í ferð sinni. Annar leik-
urinn var við sænskt. úrval frá
Stokkhóbni, og sigraði KR með
3:2, Hinn var við úival frá
Jótlandi, og sigfaði KR með
6:3.
I gær hófst svo Norðurlanda-
keppni II. flokks liða. og fer
fram í Bagsværd. Lék KR
fyrst við Söborg boldklub, en
síðdegis í gær höfðu ekki borizt
fréttir af leikslokum,
hrmm sigraði
Um síðustu helgi fór fram
íslandsmeistaramót kvenna i
handknattleik utanhúss. Mótið
var háð á Sauðárkróki og sá
Ungmennasamband Skagafjarð-
ar um framkvæmd þess. Þátt 1
því tóku sex félög víðsvegar að
af landinu. Til úrslita. léku Ár-
mann og KR og lauk þeim leik
með sigri Ármanns 7:5. Dóm-
arar á mótinu voru Ragnar
Jónsson og Daníel Benjamíns-
son. Ármann sigraði einnig i
móti þessu í fyrra.
Urval Suðvestur-
laods gego
Dynamo Kieíí
V
Úrvalslið Suðvesturlands hef-
ur nú verið valið, en það leik-
ur við Dynamo Kieff í kvöld á
leikvanginum í Laugardal, og
er það helzt markvert við það
val, að Sveinn Teitsson mun
leika sem vinstri innherji. Lið-
ið er skipað þessum mönnum
talið frá markma.nni:
Helgi Daníelsson, Kristinn
Gunnlaugsson, Ámi Njálsson,
Reynir Karlsson, Halldór Hall-
dórsson, Guðjón Finnbogason,
Gunnar Gunnarsson, Ríkharður
Jónsson, Þórður Þórðarson,
Sveinn Teitsson, Þórður Jóns-
gon. Varamenn: Björgvin Her-
mannsson, Jón Leósson, Páll
Aronsson, Guðrnundur Óskars-
eon, Halldór Sigurbjömsson.
leiknum við Dynamó. Það ólík-
lega. skeði samt að aðeins tvö
mörk skildu liðin að í leiknum,
sem var allan tímann undrajafn
og tvísýnn. Fram náði betri leik
en nokkurn óraði fyrir, og eftir
fyrri hálfleik hefðu leikar eins
getað staðið 2:2, en leikar
stóðu 2:1 fyrir Rússana.
Það hleypti kjarki í Fram-
ara að þeir skoruðu mark á 5.
mín leiksins eftir gott áhlaup
þar sem knötturinn gekk fram
miðjan völlinn, þar fær Dag-
bjartur knöttinn, milli miðju og
vítateigs. Hann sendir hann út
til Karls sem rétt strax sendir
hann aftur til Dagbjarts, sem
sendir hann til Björgvins Áma-
sonar sem skorar óverjandi af
stutt.u færi.
Framarar náðu hvað eftir
annað góðum samleik sem kom
Rússunum sýnilega. nokkuð á
óvart. Það var líka athyglisvert
hvað Framararnir voru hreyf-
anlegir, þegar }>eir höfðu ekki
knöttinn, en það opnaði þeim
möguleika til þess að láta
knöttinn ganga frá manni til
manns. Það sýndi sig einnig að
Framarar höfðu úthald, því
þeir gáfu ekkert eftir í síðari
hálfleik.
Fyrri hSlfleikur var mun bet-
ur leikinn af báðum aðilum, og
mátti þá sjá mörg góð áhlaup
af beggja, hálfu. Knattmeðferð
og uppbygging Rússanna var
þó betri, en það var eins og
þeim mistækist illa er upp að
marki Fram kom, og fengju
ekki skotin til að fara rétta
leið. Síðari hálfleikur var ekki
eins góður og sá fyrri. Hann
var þófkenndari og ekki eins
skemmtilegur á að horfa. Leik-
ur Rússanna var ekki eins ná-
kvæmur og maður hefur átt að
venjast af þeirn í leikjunum
undanfarið.
í fyrri hálfleik komu mörg
skemmtiieg atvik, og munaði þá
oft litlu. Á 11. mín.-er vinstri
útherji Rússanna kominn inn-
fyrir alla. og á ekki annað eft-
ir en að skora, en skotið Jenti
beint á markmanni sem varði.
Litlu síðar er Björgvin Árna-
son kominn innfyrir og örstutt
frá marki, en skotið misheppn-
aðist og fór framhjá.
Á næstu min. ver Geir vei
með því að hlaupa fram og slá
knöttinn af skalla eins Rúss-
ans, ef svo mætti segja.
Það er ekki fyrr en á 20.
mín. að Rússunum tekst a.ð
jafna, en þá er það miðherjinn
sem skýriir af löngu færi, og
fer knötturinn útvið stöng. Geir
var nokkuð seinn að átta sig,
sennilega ekki séð til hans fyrr
en of seint.
Litlu síðar er hægri innherji
Rússanna. kominn tit í hornið
vinstra megin og sendir þaðan
knött fyrir markið, og á ein-
liveni óskiljanlegan hátt skýzt
knötturinn framhjá markmann-
inum og í netið, og þó átti
markið að vera lokað.
Fleiri mörk komu elcki í hálf-
leiknum, þrátt fyrir góð áhlaup
af beggja hálfu.
í síðari hálfleik gerðu Rúss-
armr ekki nema eitt rnark, og
þrátt fyrir nokkrar góðar til-
raunir tókst' þeim aldrei að
skapa sér opin tækifæri.
Þetta eina mark, sem gert
var í hálflei.knum, kom eftir
sendingu fyrir mark Fram frá
hægri, en knötturinn lenti í
Gunnari Leóssyni og þaðan í
mark Fram.
Lið Fram mun sjaldan hafa
komið jafnheilsteypt til leiks og
einmitt nú og eins og fyrr seg-
ir tók það fram það bezta sem
það á og maður hefur séð við
og við í sumar, en nú hélt það
út allan leikinti, þó því tækist
ekki eins vel upp í síðari hálf-
leiknum eins og í þeim fyrri.
Þeir léku yfirleitt eftir þeirri
r-eglu að finna næsta mann eða
þann sem var hezt staðsettnr
og að halda knettinum niðri,
og það ánægjulega var, að liðið
virtist hafa útlxaldið i lagi.
Vörn Fram var sterk og eýnir
það bezt hve illa hinum snjöllu
leikmönnum Dynamó tókst að
komast í gegnum hana og
skora. eða skapa sér tækifæri.
Allt liðið lék hæði í sókn og
vörn og slitnaði því aldrei í
sundur, og það gaf Rússunum
aldrei frið til að atbafna sig.
Halldór Lúðvíksson átti góð-
an leik og mun aldr-ei hafa
verið öruggari og sterkari.
Sama er að segja um Reyni
Karlsson. Hinrik og Guðmund-
ur voru einnig öruggir. Gunn-
ar Leósson var betri en oft
undanfarið, en liann skyldi
gjalda varhug við að hrinda.
með þeim hörkuaðferðum sem
bann notaði í þessum leík; af
því geta hlotizt. meiðsli, og slíkt.
| er ekki álitsauki fyrir þá sem
temja sér slíkar leikaðferðir.
Innherjarnir Guðmiuidur og
Björgvin unnu mikið í leiknum
og byggðu vel upp, og sama er
um Dagbjart að segja,. Skúli
Nielsen var ekki eins virkur
og maður hefði getað búizt við,
cnda var hann ekki mikið not-
aður. Karl Bergmann sótti sig
er á leið og var í nokkur s-kipti
sá sem „startaði1* áhlaupunum,
með því að koma nokkuð ó-
venjulega langt aftur.
Geir í markinu stóð sig vel,
nema hvað hann átti að verja
annað markið. Hann gerir al-
veg rétt í því að reyna að
senda knöttinn til samherja,
ef hann er nærri og vel stað-
settur, í stað þess að spyrna
langt uppá von og óvon að
samherji nái knettinum, og það
einmitt á því augnabliki sem
allt liðið virðist innstillt á
það að leika stutt saman,
Það er í rauninni erfitt að
gera upp á milli Rússanna.
Þeir raða allir yfir mikilli
leikni og sýna oft leikandi
samleik, þó þeir fái eltki það
útúr leik sínum sem manni
virðist eðlilegt miðað við getu
þeirra og kunnáttu. Vafalaust
mun malarvöllurinn þeim nokk-
ur fjötur um fót. í framlínunni
eru það miðherjinn og vinstri
Framhald á 6. síðu
BÆJARFRÉTTIR
★ f dag er Jirið.judagurinn 13.
ágúst — 225. dagur ársins
i— líippolytus — Tungl í
hásuðri kl. 3.13 — Árdeg-
ishátlæði ld. 7.58 — Síð-
degisháflæði kl. 20.14.
Fastir liðir eins
og venjulega. Kl.
.13.55 Útvarp frá
Rvíkurflug-veHi:
-— Lýst komu
finnsku forsetahjónanna í opin-
bera heimsókn til íslands. —
Leiknir þjóðsöngvar Finnlands
og Islands. 19.00 Hús í smíð-
um; XXII. Múrhúðun (Mar-
teinn Björnsson verkfræðing-
ur). 19.30 Þjóðlög frá ýmsum
löndum. 20.15 Finnsk tónlist.
Útvarp frá veizlusal að Ilótel
Borg: Forseti íslunds og for-
seti Finnlands flytja ræður.
21.30 Erindi: Úr sögu Finn-
lands (Ölafur Hansson mennta-
skólakennari). 22.10 Kvöldsag-
an: Ivar hlújárn eftir Seott,
XXI. (Þorsteinn Hannesson
flytur). 22.30 Þriðjudagsþáttur-
inn. — Jónas Jónasson og H.
Morthens sjá um flutninginn.
23.30 Dagskrárlok.
Loftleiðir:
Saga. er væntan-
leg kl. 8.15 árd.
frá N. Y. Flug-
vélin heldur á-
frarn kl. 9.45 áleiðis til Bergen,
K-hafnar og Hamborgar. Edda
er væntanleg kl. 19 í kvöld frá
Hamborg, Gautaborg og Osló;
flugvélin heldur áfram kl. 20.30
áleiðis til N.Y. Hekla er vrent-
anleg kl. 8.15 árdegis á morg-
un frá N. Y. Flugvélin lieldur
áfram kl. 9.45 áleiðis til Glas-
gow og I>ondon.
Flugfélag íslands:
Gullfaxi fer til Glasgow og K-
hafnar kl. 8 í dag. Væntanleg-
ur aftur til Rvíkur kl. 22.50 í
kvöld. Flugvélin fer til Osló, K-
tíáfnar og Hamborgar kl. 8 í
fyrramálið.
Innanlandstiufi,:
I dag er áætlað að fljúga til
Akureyrar 3 ferðir, Blönduóss,
Egilsstaða, Flateyrar, Isafjarð-
ar, Sauðárkróks, V estmanna-
eyja 2 ferðir og Þi.ngeyrar, á
morgun er áætlað að fljúga til
Akureyrar 3 ferðir, Egilsstaða,
Hellu, Hornafjarðar, Isafjarð-
ar, Siglufjarðar, Vestmanna-
eyja 2 ferðir og Þórshafnar.
Skipadeild SÍS
Hvassafell fór 10 þm. fsá Sigiti-
firði áleiðis til Helsingfors og
Abo. Arnarfell er í Leníngrad.
Fer þaðan væntanlega 15. þm.
áleiðis til Islands. Jökulfell e«“
i Riga. Fer þaðan væntanloga í
dag til Stettin. Dísarfeíl er
væntanlegt til Hangö í dag. Fer
þaðan til Abo og Riga. Litlafell
er í Rvík. Helgafell fór frá
Þorlákshöfn 9. þm. áleiðis til
Stettin. Hamrafell fór framhjá
Gíbraltar 11. þin. á leið til
Batum. Sandsgard fór frá, Riga
5. þm. áleiðis til Islands.
Eimskip:
Det.tifoss er í Hamborg, fer
þaðan um miðjan mánuð ti! R«
víkur, Fjallfoss fór frá Ant-
verpen í gær til Hull og R-
víkur. Goðafoss fór frá Rvík
í gæi-kvöld til N. Y. Gullfoss
fór frá Rvík sl. laugaidag til
Leith og R-hafnar. Lagarfoss
íór frá Húsavík 9.8. til Vent-
spils. Reykjafoss er í Rvík.
Tröllafoss fór frá Rvík 3.8. til
N. Y. Tungufoss er á Akra-
nesi. Drangajökull fermir í
Hamborg í vikunni til Rvilíur.
Vatnajöku.11 ferrair í Hamborg
um 15.8. til Rvíkur. Katla
fermir í Kaupmannahöfn og
Gautaborg um 20. ágúst til R-
víkur.
Ski{»aútgerð ríkisins:
Hekla, er væntanleg til Rvíkut’
árdegis á morgun frá Norður-
löndum. Ésja fór frá Reykja-
vík í gærkvöldi vestur um land
í hringferð. Herðubreið er á
Austfjörðum á silðurleið.
Skjaldbreið er væntanleg til R-
víkur árdegis i dag að vestan.
Þyrill fór frá Rvík í gær til
Austfjarða. Skaftfellingur fer
frá Rvík í kvöld til Vestm.-
eyja.
Slysavarðstolan
Heilsuverndarstöðinni er opin
allan sólarhringinn. Nælurlsakmr
Ij.R. (íyrir vitjanir) er á sama
3Íað írá kl. 18—8. Síminn er 15030.
Næturvörður
er í Iðunnarai>óteki sírai 1-79-11.
Holte apótek, Apótek Austurbæ.t-
ar og Vesturbæ.iai'apótek eru
opin daglega til kl. 8, uema á
Iaugardögum til kl. 4 og á sunnu-
dögum frá kl. 1—4.
SKlTAR
Stttlhur, plltar, ljósáifar og yifmgar
Mætið stundvlslega kl. 12.30 i Skátaheimilinu
í dag.
Mætið’ í búningi.
STJÓRNIR FÉLAGANNA.
\ 'ffi*
í jy.
Rússneska knattspyrnufélagið
DYNAM0
leiknr í Reykjavík
4. leikur fer fram á íþróttasvæðinu í Laugardal, þriðjudaginn 13. ágúst, klukkan 8 e.h.
I»á leikur Dynamo og úrvai Snðvesturlands
Tekst úrvalinu að sigra?
Aðgöngumiðasala hefst á íþróttavellinum í dag kl. 1 til 8 e.h. og eftir kl. 7 úr bílum z
Laugardal.
Verð stúkusæta kr. 40,00, stæði kr. 20,00 og fyrir börn kr. 5,00.
MÓTTÖKUNEFNDIN.