Þjóðviljinn - 31.08.1957, Page 5

Þjóðviljinn - 31.08.1957, Page 5
Laugardagur 31. ágúst 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (5 ÞaS er nsanngjamf aS skila Islandi aftur þvi, sem þaS með réttu a' Utidanfarnar vikur hefur handritamálið verið allmikið' rætt í dönskum blöðum. Hafa þar tekið til máls lærðir, menri og leikir og greinzt mjög í tvo andstæöa hópa | eftir skoöunum þeirra á málinu. Sumir vilja skila hand-' ritur um og færa fyrir því ýmis rök, aðrir eru stórdanskir í anda og vilja halda fast um fenginn fjársjóð, því að gimsteinn er alltaf gimsteinn, hvernig sem hann er feng- inn Skoöanir danskra fræðimanna á þessu sviöi eru ís- lendingum allvel kunnar, en þeír liggja þar flestir einu megm hryggjar. Hins vegar mun flcstum öllu ókunnra, hvert álit danskir leikmenn í greininni hafa á þessu máli. Og þeim til fróðleiks, sem ekki lesa að staðaldri dönsk 'blöð skulu hér birtar nokkrar glefsur úr bréfum, sem þeim haía borizt frá lesendunum, og smágreinar um málið, er þau hafa birt að undanförnu. Við skulum hafa hygginna •flianna hátt og byrja á hinu ólystugasta fyrst, þá klígjar okkur síður við því, og sælir em þeir, sem eiga sinn jólamat óetinn. Þá verður fyrst fyrir 'foréfj sem birtist í blaðinu Vest- kysten í Esbjerg 14. þ.m. Það er undirritað E. Hágerup, civil- ingenior. Býr sá í Nykobing. Hann byrjar á því að kasta hnútum að dönsku stjórninni iyrir ýmsar sakir og skal það ekki rakið hér, því að slíkt er danskt innanríkismál- En það finnst honum taka út yfir allan þjófabálk, ef stjórnin ætlar að setjast að samningaborðinu með fslendingum um íslenzku handritin. Um það segir hann: ,.Háskólinn var arfleiddur að þessum handritum og þau eru foans éign, sem ríkið hefur eng- an rétt til að ráðstafa. Það eru dönsk, norsk og íslenzk hand- rit, bækur og brcf, sem öll þjóð- in á og ekki er hægt að af- henda erlendu ríki, er á mjög nærgöngulan hatt hefur hvað eftir annað krafizt viðræðna um afhendingu þeirra“. ísland heíur valið sér sitt hlutskipti Þessu næst spyr bréfritarinn, ‘hvérs vegna íslendingar hafi ekki krafið Svía um afhendingu þeirra handrita íslenzkra, er þeir vai’ðveiti í söfnum í Sví- þjóð. Jú, það er vegna þess, að þeir mundu gera sig hlægilega með slíkri kr"fu á þeim stað, segir hann, þvi að Svíar kunna 'betur að gæta fengins fjár en Danir. Og siðan heldur hann áf ram: ,,Við skulum segja í eitt skipti iyrir öll, svo að ekki verði um villzt: Island hefur árið 1943 ejálft valið sér sjálfstæði og þar með afsalað sér þeim rétt- indum, er þrátt fyrir allt voru foundin við sameiginlegan kon- angdóm“. Síðan kastar hann aftur skít í stjórnina um hríð, segir að thún geti gert margan skaða, „en“, bætir hann við, „látum foana ekki reyna ti] að afhenda jþjóðardýrgripi vora þeim, er foæst hrópar, eða setjast að eamningaborði um slíkt mál“. Þá veit maður það, að hand- ritin i Árnasafni eru danskir þjóðardýrgripir. Frelsi vV • vv veroi ,á niðursettu Og enn heldur bréfritarinn áfram i sarna dúr og lýkur máli sínu á þessa leið: „Þegar Ungverjaland siðast- liðið haust, í þungum straumi blóðs, svita og tára, barðist fyrir frelsi sínu, fékk það það ekki. í samanburði við það fékk ísland frelsið „á niðursettu verði“. Það kostaði aðeins spark i Danmörku á þeim tíma, þegar við höfðum annað að hugsa um en frelsi íslands. Á meðan fsland flóði í ameriskum dollurum. börðumst við fyrir frelsi okkar. Skilnaðurinn fór þá fram án þess að vekja mikla at- hygli — og hreinskilnislega sagt — án þess að nokkur hér sakn- aði íslands. ísland hefur engan her, engan flota, engin landa- mæri að verja, ekki þúsund ára sjálfstæði að baki eins og Danmörk, ekki stjórnmálalega reynslu í því, hvernig á að koma fram gagnvart öðrum þjóðum. Þess vegna sjá Islendingar eft- ir því — of seint — að þeir ekki á sínum tima fiotuðu tæki- færið og kröfðust Árnasafns — samtals 2000 binda — og n-ú hefur islenzki sendiherrann hér sjálfsagt ekki annað til þess að drepa timann, en heimta hárri röddu þjóðardýrgripi vora“. Handritin tilheyra Danmorku í þessum anda lýkur bréfrit- arinn máli sinu, og skal það ekki rakið lengra, enda nóg komið af svo góðu. Nokkrir fleiri bréfriíarar hafa svipaðar skoðanir á málinu, þótt þeir stilli yfirleitt orðum sínum bet- ur í hóf. í grein, sem birtist bæði í Æro Avis og Vestollands Avis sama dag, 16. ágúst, og undirrituð er S.H. er einnig lagzt fast gegn aflrendingu handritanna, en með meiri rökum, og skulu hin helztu þeirra rakin hér. Greinarhöfundur byrjar á að ræða um upptöku málsins, en snýr sér siðan að handritunum sjálfum. Um þau segir hann: „Varla er hægt að bera á móti því, að handritin tilheyra Dan- mörku með öllum hugsanlegum lagalegum og siðferðilegum rétti“. Því næst víkur hann að því, að allir hafi aðgang að handritunum, þar sem þau eru geymd, fslendingar jafnt sem aðrir, en fáir hafi notfært sér það. Síðan heldur hann áfram: „Ekki er óalgengt, að i opin- berum söfnum og ríkisbóka- s' fnum um heim allan finnist dýrmæt frumrit, sem ekki beint snerta viðkomandi land, þar sem þau eru geymd, heldur aðrar þjóðir. Verðmætir hlutir hafa borizt til ýmissa staða eft- ir mörgum leiðum. Stríð færði listaverk oft heim til sigurveg- aranna sem herfang — og þar urðu þau kyrr hjá framandi þjóð. Það mundi í það minnsta setja margt bókasafnið á ann- an endan, ætti að flytja slíka hluti til baka- Hér í landi mundu menn ef ti! vill líta mildari augum á afhendingu íslenzku handritanna, hefðum við komizt yfir þau með þvi að beita valdi, en um það er ekki að ræða“. Þessu næst rekur greinarhöf- undurinn sögu þess hvernig handritin bárust til Danmerkur, og lýkur máli sínu á þessum orðum: „Lagalegur og siðferðilegur réttur Danmerkur er ómót- mælanlegur. Þau (þ.e. liandrit- in) eru gjöf frá einstaklingi til danska Háskólabókasafnsins i Kaupmannahöfn". Um niður- stöðu höfundarins geta verið skiptar skoðanir en hann flytur mál sitt af fullri kurteisi. ísland átti sjálít engan háskóla j Þótt ýmsir leggist þannig gegn samningum við íslendinga um handritin, eru hinir þó fullt svo margir, sem því eru fylgj- andi að afhenda þau fs- lendingum. Fyrir þeirri skoðun færa menn ýmis rök. I greinar- komi er birtist i Aarhuus Stiftstidende, 20. ágúst og er undirrituð með pl. kemur fram réttur skilningur á gjöf Árna Magnússonar. Þar segir svo: „Við dauða sinn lét hann dýr- gripi þá, er eldurinn hafði ekki grandað, ganga til Háskóla- bókasafnsins i Kaupmannahöfn, því að ísland var þá hluti af Danmörku (þ.e. danska kon- ungsríkinu) og átti sjálft eng- an háskóla eða viðlíka stofnun er gæti verið heimkynni svo ó- bætanlegra gripa“- Varðveizla handritanna skapar ekki eignarétt f annarri smágrein, er foirtist í Helsinger Dagblad 16. ágúst og einnig í Skive Folkeblad 19. ágúst, svifur andi norræns bræðralags yfir vötnunum. Þar segir: „Tvær norrænar bræðra- þjóðin verða að geta rætt þetta ■T* ■■*• . • % iWá' ;;tp- þfiii'«« sý? þfiurt "iðfíí þíi paa’ ín; ?$rirymi sðta /i lýÍM t:ý ' t-g 'h'ím þo tl- ns;i! fi;' am fmi ís«itw <f. V i>’ ím }í»«0mttmttf fym , ífrift r *1 tm ital -oeiý' tiKi e fmU pegflff mme c*«* etps tm cn «1 • lt Iptn# M ýg.ýatiftt mtatt «njróS*m$Mt vt' ■ fie ffimtA cjj í»*Íí» pipm f VcSo >> f%>Aíiftp rififts hm** k)>fft tð fe <tf þcu rsíi\Jj tf» þn rtnlui o ; múffdgs þi! 1i»c mOhn ‘tnia (j nt&a. wmí +• in»váft'ifpt tpttt vntit nm fmiw tiy* m ■ §n «$ titfh •«» fl nn «1 jsbí# ý-ft ^ wm* mtá : fe****,.v"»» 0igi tkri $ Íktetim atm jjíiWnfvt ma2*n þnfeil xma 'f Fmtftýjw ftségm* <». Jwfr ntcgc ve&a afto «J Írm sanjja? \)tmm0Í0m n\e ttsp/ Pftrfai &#'« pH fhmim tpits mtt vtxw áVi* gjýhjt 08« i*tf pntOvi tg nif ff#* fcedx tmt aÞm £*•& c! Qtftpym mifru « fcmu » . K pyifí. &»»;'•• • Þessi mynd er af blaði úr Jónsbókarhandriti, einum dýrgripnum í Árnasafni. Jónsbók var lögbók fslendinga langa hríð eftir lok þjoðveklisins, kennd við Jón Einarsson lögmann, er Magnús konungur lagabætir sendi liana með til fslands 1281. vandamál með umburðarlyndi og svo miklu hleypidómaleysi, að menn byndi sig ekki fyrir- fram við ákveðið sjónarmið. Danskar stofnanir hafa bjarg- að íslenzku handritunum og þau verið varðveitt í Danmörku öldum saman. Þau hafa gildi fyrir öll NorðurDnd, en mest þó fyrir fsland, þar sem þau eru skrifuð af íslendingum og fjalla að mestum hluta um ís- lendinga. Kirkjubækur og dóma- bækur eiga auðvitað heima í því landi, sem þær varða, og þótt hér sé um annað og meira að ræða, já, ef ti! vil! einmitt þess vegna, er það sanngjarnt að skila fslandi aftur því, sem það með réttu á. Umhyggja okkar fyrir handritunum og þáttur okkar i björgun þeirra frá glötun getur ekki skapað eilífan eignarétt, hafi ísland frumlegri rétt til þess, sem það hefur sjláft skapað. Það, sem máli skiptir, er ekki i hve mikið eða lítið ísland á að fá af þeim dýmíætu bókum, sem við geymum í Háskóla- bókasafninu og Konunglega bókasafninu. Mestu varðar, að við með vináttuhug reynum að ná samkomulagi við ísland um ákjósanlega lausn þessa vanda- máls, sem má ekki verða, svo áratugum skiptir, uppspretta ó- vináttu og kulda milli tveggja þjóða af sama stofni“. Danska þjóðin óskar ekki aó beita lagakrókum Hér er á málið litið af mikilli sanngirni og góðum skilningi og mjög á sömu lund skrifar Gustav Hansen í bréfi til Dag- ens Nyheder 21. ágúst. Bréf hans er svar við allrætinni grein, er háskólalektor, dr. phil- P. Holst-Christensen, hafði birtl i sama blaði þrem dögum áður. Þar hafði hann haldið fram ó- tvíræðum lagalegum rétti Dana til islenzku handritanna á mjög áþekkan hátt og gert var i grein þeirri, er hér var fyrst vitnað til. Svar Gustav Hansens við röksemdafærslu hans er á þessa leið: „Þér byggið r "ksemdir yðar á lagalegum rétti til handrit- anna, sem ef til vill er okkar megin; en þegar þér talið fyrir munn dönsku þjóðarinnar, finnst mér ég skyldugur til að mótmæla, danska þjóðin mun áreiðanlega biðjast undan svari, er svo einhliða byggir á lögun- um. Ég held, að danska þjóðin óski þess ekki að þstta mál verði til lykta leitt með laga- krókum og málaflækjum. Marg- ir okkar sjá alltof oft, að fyrsta flokks lögfræðingur er þriðja flokks maður. íslenzka rikið er cnn i rcifun- um, og þér, dr. Ilo’st-Christ- ensen, viðurkennið það.þó — a. m. k. í grein yðar — sem bræðraþjóð. Haldið þér ekki að nýtt ríki þarfnist stuðnings bæði efnalega og monningar- lega? Ég held, að ég sé samkvæm- ari dönsku þjóðinni en þér, þegar ég legg til, að við h*rðum ekki um lagalegan rétt. én af- hendum íslenzku bræðraþjóð- inni handritin sem gjöf. Það mundi vera virðingarverð framkoma í ófriðvænlegum heimi- Það er siðferðileg skylda okkar, og látum okkur virða hana meira en lagakróka og þjóðe.rnisrembing“. Að sjálfsögðu þyggjum við íslendingar engar gjafir af Dönum, þótt þeir skili okkur aftur handritunum okkar, en engu að síður ber okkur að þakka og virða þann góða hug, sem liér kemur fram í okkar garð. Og vonandi verður loka- svar Dana í handritamálinu meira i anda Gustav Hansens en E. Hágerups og Holst-Christ- ensens, þegar þar að kemur. Það, sem hér hefur verið til- fært af skrifum danskra blaða um handritamálið, er að sjálf- sögðu ekki nema lítið brot þeirra, en ætti þó að sýna, hvernig Danir almennt líta á málið, þeir sem annars láta sig það nokkru varða.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.