Þjóðviljinn - 31.08.1957, Síða 6

Þjóðviljinn - 31.08.1957, Síða 6
'6) — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. ágúst 1957 IOÐVIUINN Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- ingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 25 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsstaðar. — Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiðja Þjóðviljans. Tími til kominn Þar losar þjóð sig við erlendar herstöðvar Viðíal við Bandaranaike, forsætisráðherra Ceylons Eftir enska blaðamanninn Gordon Schaffer að er æfinlega gott þegar menn hafa samvizkubit út af illum verkum — a.m.k. ef þeir bregðast mannlega við ; því og uppræta forsendurnar í stað þess að láta meinsemdina grafa um sig og spilla sálinni. Ungir Alþýðuflokksmenn hafa samvizkubit út af ástandinu í hernámsmálunum og fram- ferði utanríkisráðherra síns; það birtist í gær í ramma- klausu á síðu þeirra í Al- þýðublaðinu. Er þar reynt að verja Guðmund I. Guðmunds- son á fölskum forsendum með því áð hann hafi aðeins fylgt ,,kommúnistum“ að málum í hemámsstjórn sinni, og er komizt svo að orði: „Enda lýstu ráðherrar kommúnista því yfir á alþingi, að þeir t^ldu ekki „tímabært“ að semja nú um brottför hers- ins og vildu því fresta henni. Méira að segja Einar Olgeirs- son tók undir þetta. Það ligg- tir því opinberlega fyrir, að kdmmúnistar hafa sjálfir samþykkt áframhaldandi dvöl hihs erlenda hers.“ Ungir Alþýðuflokksmenn vita fullvel að þeir eru að fglsa staðrejmdir með slíkum málflutningi. Þegar viðræðun- nra ura brottför hersins var frestað síðastliðið hailst var þáð gert með tve:mur gerólík- tiih forsendum. Ráðherrar Al- þýðuflokksins og Framsóknar færðu þau r"k fyrir afstöðu sinnii að nú væri Island í hfeettu og þyrfti því á vernd að halda; ráðherrar Alþýðu- handalagsins höfnuðu hins vegar þeirri röksemd gersam- lega, en sáu að sjálfsögðu að von'aust var að semja endan- lesra um brottför hersins þá, ireðan sam-tarfsflokkarnir vn'ru þann;g á sig komnir. Um það efni knmrí Einar Olgeirs- son þannig að orði í ræðu smni á Alþingi 6. desember s. 1.: E~ g tel það rangar hugmynd- ir, sem utanríkisráðherra hefur gert sér um ástandið í veröldinni sem stendur og sem liggja til grundvallar fyr- ir frestuninni sem forsenda af hans hálfu. Hins vegar er þáð rétt, að þegar hugmynd- ir sem þessar eru ekki aðeins hjá honum he’dur einnig, býst ég við, hjá ráðherrum Framsóknarfiokksins, þá er óheppilegur timi til að ætla að knýja fram endurskoðun á samningnum á meöan, og þess v?gna álít ég að það hafi ver- ið algerlega rétt af ráðherr- ' nm Alþýðubandalagsins að fallast á að fresta um nokkra : mánuði því að endurskoðun ' hæfist, einmitt með tilliti til þessara innri aðstæðna, með tílliti til þessa huglæga á- stands hjá meiri hhita ríkis- stiórnarinnar .... Ég er því fyllilega sammála, að það er rétt með tilliti til þessara inari aðstæðna. að fresta um ’ nokkra mánuði að hefja end- urskoðunina, en hins vegar viðurkenni ég ekki þær for- sendur, sem utanríkisráð- herra færði fram af sinni hálfu fyrir þeirri frestun.“ Iþessari ræðu komst Einar Olgeirsson einnig þannig að orði um afstöðu íslenzkra sós- íalista: „Hins vegar vil ég taka það fram, að það er skoðun sem ég hef oftar látið hér í ljós, að þó að stríðs- hætta væri meiri nú í veröld- inni en hún var í vor, þá álit ég einnig rangt að hafa hér her eða herstöðvar, og ég vil j að það sé munað í öllum þeim umræðum, sem fram fara um þessa hluti, að svo illt sem! það er að hafa her og her- stöðvar á íslandi á friðartím- um, þá er það ennþá verra á striðstímum. Það er hætta af þeim stöðvum sem hér starfa, margs konar hætta fyrir þjóðerni okkar og efna- hag og annað slíkt á friðar- tímum, en það er tortíming- arhætta fyrir þjóðina af þeim á stríðstímum .... Ég hef sagt það hér áður, og ég skal segja það enn, að það álít ég beztu varnarráðstöfun okkar, ef til styrjaldar væri að koma, að sprengja herstöðvarnar all- ar saman upp, þannig að landið okkar væri sem minnst eftirsóknarveri fvrir nokkra styrjaldarþjóð — og helzt að það væri hvergi hægt að lenda hér flugvélum. En það er ekki út frá umhyggju um það, liver eða hverjir myndu sigra í því striði, heldur út frá því, að það yrði þá reynt að forða einhverjum Islendingum lif- andi ef til slíkrar styrjaldar kæmi. Og ég held að það sé nóg verkefni íslenzkra stjórn- málamanna á hverjum tíma, þegar hætta vofir yfir, að til styrjaldar kojni í heiminum, að hugsa um að eitthvert fólk verði eftir lifandi í þessu landi, þegar því striði væri lokið, heldur en hitt að vera að leggja fram sinn skerf til þess, hvor muni standa bet- ur að vígi í þeim hildarleik.“ Afstaða íslenzkra sósíalista og Alþýðubandalagsins hefur alltaf verið skýr og ó- tviræð í þessu máli. Það voru ráðherrar Alþýðuflokksins og Framsóknar sem ekki voru reiðubúnir til þess að standa við ákvörðun Alþingis og yfir- lýsingar sínar s. 1. haust og af þeirri ástæðu einni var málinu frestað. Þeir mánuðir sem síðan eru liðnir hafa leitt ótvírætt í ljós að rök- semdir utanríkisráðherra og mat hans á heimsmálum hafa ekki staðizt, og það er fyrir löngu orðið tímabært að binda endi á frestunina. Sú stefna rikisstjórnarinnar að senda herinn af landi brott stendur enn óhögguð, og nú þarf að taka upp formlega samninga um brottförina á nýjan leik. Eru ungir Alþýðuflokksmenn ekki sammála þvi? COLOMEO i ágúst. Mr. Max- vell Gluck frá Texas, sem nýlega hefur verið skipaður bandarískur ambassador á Ceylon, hefur hlotið nokkra frægð, vegna þess að hann var Solomon Bandanaraike, forsætisráðherra Ceylons svo hreinskilinn að játa að hann hefði ekki hugmynd um hvað forsætisráðherra Ceyions héti. Það er engin nýung að stjórnmálamenn séu fáfróðir um lönd og þjóðir, þótt þeir eigi að hafa áhr.f á örlög þeirra. Eftir heimsstyrjöldina fyrri birtust mörg dæmi þess, hvernig stjórnmálamenn á Versalafundinuaj tóku til við að stofna ný ríki í Evrópu á landssvæðum, sem þe.r höfðu aldrei heyrt getið áður. En mér hefur skilizt að mr. Gluck sé nú önnum kafinn við að kynna sér ástandið á Ceyl- on, og í von um að hann rek- ist á þessar línur, sem einnig eru bixtar í bandariska blað- inu National Guardian, ætla ég að skýra frá tveggja tíma viðtalj sem ég átti við S W.R.D. Bandaranaike (svo heitir for- sætisráðherra Ceylon, mr. Gluck). ,,Móðurlandið“ van- rækti efnahagsmálin á Ceylon Á Ceylon búa 8.5 milljónir manna, og lifa e'nkum á því að rækta te, gúmtré og kók- óshne ur. Áður en landið náði sjálfstæði voru aðrar auðiind- ir vanræktar. Ceylonbúum bjóðast axiðug fiskimið. en þó er fluttur inn niðursoðinn fisk- ur í stórum stíl. Þar er hægt að framleiða svo til allar teg- und'r matvæla. en það var ekki fyrr en s.l. sumar að Ceyl- onbúar framleiddu nægilegt smjör handa sér. Landið flyt- ur inn 60% af hrísgrjóna- neyzlu íbúanna, allan sykur og korn Eftir að íbúar Ceyl- ons losnuðu undan yf rdrottn- un Breta hafa þeir samið á- ætlanir um að rækta sex milljónir ekra af landi sem áð- ur var ekki hagnýtt og um að hagnýta regn og fljót til á- veituframkvæmda og orkuvera, sem framleiði rafmagn til iðn- aðar og landbúnaðar. Við viljum vináttu við allar bjðir T 1. lausnar þessum vanda- málum þarf Ceylon á vélum, fjármagni og vísindalegri að- stoð að halda. Ég spurði for- sætisráðherrann í upphafi um það hvernig land hans hygð- ist tryggja sér þá aðstoð. „Við erum vinir a'lra þjóða“, svar- aði hann, ,en við munum aldrei selja fullveldi okkar fyrir nokkra aðstoð, hvorki efna- nagslega, hernaðarlega né aðra“. Forsætisráðherrann hélt á- fram: „Við eigum við sömu vandamál að etja og flest þau 'önd sem lotið hafa nýlendu- stjóm. Fyrst verðum við að stofna frjálst þjóðfélag, og við verðum að tryggja frjálst efna- hagslif í stað nýlenduhagkerf- is ns áður“. ,Og þér teljið að það sé kleift, þótt Ceylon sé áfram í brezka samveldinu?“ spurði ég. „Vafallaudt", svaraði hann. ,,Við fögnum a’lri aðstoð, sem brezka samveldið getur látið okkur í té, og að sjálfsögðu leggjum við einnig mikið af / -------------------------—\ Ceylon rauf fyrst landa verzlunarbannið við Kina 1952,*vegna bess að Kína gat selt hrísgrjón fyrir gúm. Á myndinni sjást fyrstu ldnversku hrís- gr.jónasekkirnir sem komu á land á Ceylon. mörkum til brezka samveldis- ins og sterling-svæðisins En við reynum að tryggja gott samband við aðrar þjóðir á jafnréttisgrundvelþ. Við . höf- um samning við Kína um skipti á gúmi og hrísgrjónum. Við rufum viðskiptabannið við Kína fyrstir þjóða, vegna þess að hrísgrjónaverðið var orð.ð gersamlega óviðunandi vegna Kóreustyrjaldarinnar, og við gátum aðeins fengið hrísgrjón með því að selja Kínverjum gúm. Við höfum gert viðskipta- samninga við Sovétríkin. Ung- verja’and, Tékkóslóvakíu og Pólland, og v. 'ijum mjög gjarn- an eiga viðskipti við önnur iönd í kommúnistíska ríkja- .sambandinu. Einnig gerum við okkur vonir um að auka við- skipt; okkar við önnur lönd í brezka samveldinu“. Sósíalistískt lýð- ræðisríki Ég spurði forsætisráðherrann hvort hann teldi að unnt yrði að halda þeirri stefnu að eiga vináttu við allar þjóðir í heimi sem sundraður er af köldu stríði. ,,Við erum“, svaraði hann, „sósíalistískt lýðræðisríki. Við erum ekki kommúnistar, en hví skyldum v.'ð ekki hafa við- skipti, menningartengsl og önn- ur samskipti við kommúnist- ísku löndin? Við gagnrýnum harðlega stefnu Frakka í Alsír. Engu að síður leggjum' við á- herzlu á vinsamlegt samband við Frakka, og ég er nýbúinn að sk'pa ambassador í París. Við teljum ekki að Eiscnhower- kenningin sé i samræmi við hagsmuni þjóðanna í nólægari aus'urlöndum, en við leitum vináttu við Bandarík'n án nokkurra kenninga, þegar und- an er -skilin sú kenning að eng- inn hafi heimild til að skipta sér af innanlandsmálum okk- ar“. Þegar ég vik að því að Ceyl- on hefur ne'tað að gerast að- ili að SEATO-bandalaginu, minnti Bandaranaike mig á það, að meira að segja fyrri stjórn undir forustu hins mikla andkommúnista John Kotela- wala hefði neyðst til að standa utan við SEATO vegna almenn- ingsálitsins. Nú hefur ^tjórn Bandaranaike haldið áfram á braut hlutleysisins og fengið loforð Breta um það, að þeir muni í haust hverfa úr flota- stöðinni við Trincomalee og Framhald á 11. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.