Þjóðviljinn - 22.09.1957, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.09.1957, Blaðsíða 11
Sunnudagur 22. september 1957 •— ÞJÓÐVILJINN (11 Myiídarleg herra- peysa gróf herra- peysa úr þykku ullar- garni er æv- inlega kær- komin gjöf þegar vetur- inn fer í hcnd hvort sem v'ðtak- andi er skíöagarpur, göngumað- ur eða bara venjulegur heimakær maður. — Pej'san er tvihneppt og ungi Eng- lendingur- inn hefur bundið háls- klut fyrir innan háls- máíið, sem er kraga- laust. rSnr <sg nágreisiai ■ i Slátrun liefst í sláturhúsi mínu aö Víðistöðam, næstkomandi mánudag. — Daglega nýslátraö I dilkakþit 1 heilum skrokkum. ,5 !j •, .■Aji’/iPk h/ . av!,*) [i .v i .... ■ Sláíurhús Guðmundar Magnússonar. Sími 50 — 791. JÓHANN STEINÞÓRSSON, húsgagnasmíöameistari, Kársnesbraut 2 a., Kópa- vogi, veröur jarösettur á mánudaginn, 28. þ. m., frá Fossvogskapellu, kl. 2 e. h. Athöfninni verður útvarpaö. Blóm vinsamlega afþökkuð. Helga Amundadóttir og börnin. Ragnheiður Ámundadóítir og systkini. Málning og lakk kemur víða í stað hillupappírs. Hillupappír i verður fljótt óhreinn o'g oft þarf að skipta um hann. Meðhöndlun með glæru lakki er ágæt í eldhússkápa sem ekki verða fyrir miklu sliti. í búrinu getur verið hentugra að nota plastþynnur, línóleum eða þykkan voxdúk og auðvitað er iíka hægt að nota sérlega þykk- an og sterkan hillupappír. Hilluskápar verða skemmti- legir séu þeir máiaðir með fall- egmn lakklitum, en það þarf að vanda valið á lakkinu. Notið ekki hert plastlakk, af því er leioinleg lykt sem erfitt er að losna við úr skápunum. Bezt er að lakka tvisvar því að tréð ,,lyftist“ oft eftir fyrstu yfirferð. Flötinn ber að slípa með meðalgrófum sand- pappír áður en málað er í ann- að sinn. Strax daginn eftir er venjulega hægt að raða í skáp- , ana aftur, en þó er skynsam- Jlégt að íáta skáphurðimar stahdá óþnar í nokkra daga, þar til lakklyktin er alveg horfin. Laugarnesbúdr Syiía píaKÓkcniisIu 1. oktðbcr Aage Lorange, Laugarnesvegi 47. Sími 33016. Útbreíölö ÞlöSyUlann 89. Ofurstinn leit á lækinn sem rann hægt undir brúna. „Er nokkur fiskur í þessum lækjum, Fisby?“ „Ekki svo ég viti, ofursti.“ „Fari það kolað, maður,“ sagði ofurst- inn. ,.Þið látið mikið af góðu vatni fara til spillis hér.“ Milli furutrjánna kom hann auga á rautt múrsteinsþak. Hann leit enn einu sinni á lækinn fyrir neðan sig, sneri síðan við og gekk í áttina þangað. Byggingin var lágreist og löng. Þakið var slútandi en upsirnar vissu upp að kín- verskum sið og hliðarnar voru hvítmúr- aðar. „Þetta er vöruhús Innflutnings og útflutningsfélag Tobiki þorps?“ . „Það er aðalverzlunarfélagið á staðnum. Ég er framkvæmdastjóri og formaður fé- lagsstjórnar. Við önnumst sölu á öllum vörum utan þorpsins. Og auðvitað gerum við líka innkaup utan frá.“ Ofurstinn virti bygginguna vandlega fyrir sér og Þegar þeir gengu meðfram henni strauk hann hendinni um hvítan múrvegginn. „Fisby, hvar fenguð þér þetta byggingarefni?“ spurði hann. Byggingavörufélag Akiyoschi bræðra framleiðir múrsteinana og steinsteypuna,. hér í þorpinu, ofursti. Timbrið fluttum við frá stóra Koza.“ Þegar þeir komu fyrir hornið komu þeir út á breiða götu lagða hörðum bláum leir og báðum megin við hana stóðu svipuð hús og vöruhúsið en misstór. Fyrir fram- an vöruhúsið síóðu fimmtán eða tuttugu bláir og rauðir hestvagnar — hver um-sig með stóru hvítu númeri — og ökumenn- irnir dottuðu í morgunsólinni, en mong- ólsku hestarnir nörtuðu í heypoka sem stóðu fyrir framan þá. Purdv ofursti leit á vagnana sem hlaðn- ir voru trékerjum með þéttum lokum. „Hvað er í þe'ssu, Fisby?“ spurði hann. Fisby hristi höfuðið. „Ég veit Það ekki ofursti. Ökumannasambandið var að koma með þetta. Við skulum koma upp á skrif- stofuna og kornast að því.“ Við skrifstofudvj-nar var verið að af- ferma einn vagninn undir eftirliti nokk- urra eyjarskeggja. Þegar Fisby og ofurst- inn nálguðust litu þeir upp og brostu út að eyrum. „Góðan daginn, húsbóndi,1' sögðu þeir. Og Fisby veifaði hendinni. „Góðan daginn, piltar.í' Hann sneri sér að ofurstanum. „Já, þetta er ails konar fiskmeti. ofursti. Ég veit það vegna þess að þarna er Kenzo, elzti sonur frú Kamakura. Hann og bræður hans stjórna fiskiðjunni." Fisby horfði á Kenxo, lágvaxinn þrek- inn pilt á þrítugsaldri með sífellt bros á vör. „Hvernig gengur það, Ken?“ spurði hann. Kenzo klappaði trékeri, strauk fingri yf- ir ennið eins og hann væri að þurrka aí sér svita og hristi höfuðið með feginleika- svip. „Fisby, hvað á hann við?“ spurði ofurst- inn. . ,,Ó, hann á, við það að þeir séu búnir að útkJjá öll vandræði og hann sé regtu- lega íeginn. „Vandræði?" Purdy ofursti leit tor- tryggnisaugum á Kenzo. „Plvers konar vandræði?“ „Jú, ofursti þegar Ken og bræður hans þrír fóru að starfrækja íiskiðjuna, gerðu þeir samning við sjómannafélagið um að taka alian afgangs fisk — það er að segja allan þann fisk sem ekki selzt í þorpinu á hverjum degi. En um tíma vissum við ekki hvort sjómennirnir hefðu rétt ti.1 að selja Ken fiskinn sinn. Og það kom í Ijós að svo var ekki." Purdy ofursti varð alvarlegur á svip. „Fisbv, eigið .þér við að maður geíi ekki selt þann fisk sern hann veiðir?" Fisby tók af sér hjálminn og þerraði á sér ennið. „Venjan kér, ofursti, er sú a.ð sjómennirnir geta aðeins selt fisk sinn í heildsölu. Það er einmitt það. Þeir verða að selja hann í heildsölu til eiginkvenna sinna. Síðan selja eiginkonurnar hann i smásölu og hirða ágóðann. En mönnunum í Sjómannafélaginu datt í hug hvort þeir gætu ekki farið í kring.um þetía ákvæði og fengið dálítinn aukreitis ágóða. með því að selja Ken fiskinn beint í srnásölu." Fis- by strauk sér um ennið. ,,Hamingjan góða. Ofursti, það var’ Ijóti fyrirgangurinn í kvenmönnunum." Purdy ofursti rétti úr sér. „Þessi fiski- mannafífl hefðu átt að vita betur. Segið mér, hvernig réðuð þér fram úr þessu?” Fisby hikaði. „Tja, ég skipti mér ekki af því, ofursti, því að mér fannst þetta heyra undir heimiliserjur. En kvenmenn- irnir helltu sér yfir Ken og héldu því fram að hann beiti óheiðarlegum verzlun- araðferðum. Loks varð hann svo yfirkom- inn, að hann varð að fara til liíla Koza og taka nokkurra daga hvíld. Læknirinn sagði að hann væri að því kominn að fá taugaáfallV „Er það mögulegt?" „Já, herra ofursti. Og ástandið varð svo slærnt hérna heima fyrir sjómennina að þeir þorðu ekki að lenda. Þeir sátu bara úti í bátunum þar til þeir urðu uppi- skroppa með mat. Þá urðu þeir að láta sig. Ég er feginn að þetta er um garð gengið, ofursti." „Ég skal segja yður eitt, Fisby," sagði ofurstinn. „Þetta minnir mig á þegar frú Purdy hélt því fram að ég — “ Hann ræskfi sig. „Iim, já, þessi tréker. lívað er í þeim?“ „Andartak, ofursti. Ég skal spvrja Kamamoto, forstjóra vöruhússins. Kann sér um að vega vörurnar.". Fisby benti á ker. „Kamamoto San. Ncni . . . hvað?“ Kamomoto var mágur náungi á sjötugs- aldri með úfið hár og hann leit á bréf- blokk. „Mauk, húsbóndi. Fimrn vagnar." „Það er fiskimauk, ofursti," útskýfði Fisby. „Það er svipað sildarmauki, en við höfum eins mörg afbrigði og fisktegunjd- irnar eru margar. Kamamoto San. ATajíi, nani — fleira?" „Fjórir vagnar deig, húsbóndi. Fimin vagnar Sallað shiba-ebi. Þrír vagnar saltað bonito. Þrír vagnar ka.rasumi.“ „Ég skil.“ Fisby sneri sér að ofurstgn- um. ..Það cru fjögur vagnhlöss af fiskideigi fimm af þurrkuðum og söltuðum rækj- um, þrjú af þurrkuðum og söltuðum fiski sem heitir bonito og þrír farmar af kavíar. „Kavíar!" Ofurstinn rak upp stór augu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.