Þjóðviljinn - 24.09.1957, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.09.1957, Blaðsíða 1
Yísitalan óbreytt Kaupgjaldsnefnd hefur reikn,- að út vísitölu framfærslukostn- aðar í Reykjavík hinn 1 sept- ember s.l. og reyndist hún vera 191 stig. (Frá viðskiptamálaráðuneytinu)] Stórt seglskip um horB ferst með 90menn á Átbnzhafi Efnahagsvandamál vestur- landa rædd í Washington Talið er víst að þýzkt seglskip, Pamir, með um 90 menn um borö hafi farizt í óveðri á Atlanzhafi. Skipsins hefur verið saknað síðan á laugardag og leit að því hefur engan árangur borið. Á laugardaginn heyrðust neyðarskevti frá Pamir. Skipið var þá statt á Atlanzhafi í ofsa- veðri og höfðu öll segl rifnað og mikill halli var kominn á skipið. Bandaríska skipið Presi- dent Taylor, sem statt var á sömu slóðum og Pamir, hélt þegar af stað því til aðstoðar og önnur skip fóru síðar á vettvang. En í gærkvöld hafði Pamir ekki fundizt og eigendur skips- ins sögðu að ekki væri lengur hægt að vona að það væri of- ansjávar. Flestir sídpverja unglingar Með skipinu voru um 40 far- þegar, en á því var 51 manns áhöfn. Flestir skipverja voru unglingar við sjómennskunám. Pamir var á leið frá Buenos Aires til Hamborgar, hlaðið korni. í>að er eitt af örfáum seglskipum sem enn eru notuð sem kaupskip á úthafsleiðum, en það er um leið notað sem skólaskip fyrir þýzk skipstjóra- og stýrimannaefni. 52 ára gamalt Pamir og systurskip þess, Passatp, voru byggð fyrir 52 árum og sigldu lengi undir finnskum fána. Banki einn í Liibeck keypti skipið á nauð- ungaruppboði árið 1953, . en samtök vesturþýzkra skipafé- laga eignuðust skipið fyrir nokkru og gerðu það að skóla- skipi. Reynslan þykir sýna að seglskip séu sérstaklega vel fallin til slíks. Pamir var 105 metra langt, 14 metra breitt og samanlögð Þorsteien ö. Stephensen hlaut „Silfurlampan Það eru verðlaun Félags íslenzkra dómenda fyrir bezta leikafrek ársins „Silfurlampinn“, verölaun Félags íslenzkra leik- dómenda fyrir bezta leikafrek ársins, var í gærkvöldi veittur Þorsteini Ö. Stephensen fyrir túlkun hans á hlutverki Andrew Crocker-Harris í „Browning-þýðing- unni“. Verðlaunin voru afhent í hófi er félagið hélt í Þjóðleik- húskjallaranum, og voru heið- ursgestir félagsins Þorsteinn Ö. Stephensen, Gylfi Þ. Gísla- son menntamálaráðherra og Baldvin Halldórsson formaður Félags íslenzkra leikenda og frúr þeirra. Auk leikdómenda sátu hófið fyrri verðlaunahaf- ar, leilcararnir Haraldur Björnsson, Valur Gíslason og Róbert Arnfinnsson, og auk þess styrktarmenn félagsins fomir og nýir, en að þessu sinni gáfu til ,,Silfurlampans“: Egill Vilhjálmsson, Ingvar Vil- (hjálmsson, Kristján Ó. Krist- jánsson og Magnús Björnsson. Sveinn Skorri Höskuldsson. ritari félagsins, stjórnaði hóf- inu, en gjaldkeri þess Hallberg Hallmundsson afhenti Þoi1- steini Ö. Stephensen verðlaun- in með ávarpi, og þalckaði hon- •tun mikil afrek í þágu ís- lenzkrar leiklistar. Hann gat þess að leikdómendur hefðu nú orðið algerlega sammála í fyrsta sinn, þar sem atkvæða- greiðslan fór á iþá leið að Þorsteinn hlaut 700 stig af 700 mögulegum, en næstar að stigatölu urðu Emilía Jónas- dóttir með 275 stig fyrir Emmu Hornett í „Tannhvöss tengdamamma", og Inga Þórð- ardóttir með 125 stig fyrir Janet Spence í „Brosið dular- fulla“. Þorsteinn Ö. Stephen- sen þakkaði heiðurinn með ít- arlegri, snjallri og mjög at- hyglisverðri ræðu, er birt verð- ur hér í blaðinu innan skamms. Þorsteinn Ö. Stepliensen Meðal annarra ræðumanna í hófinu var Gylfi Þ. Gíslason ráðherra og sagði hann meðal annars að snilldar leikur Þor- steins í hlutverki Crocker- Harris hefði snortið sig mun dýpra en túlkun hins heims- fræga leikara Miehaels Red- grave í kvikmynd þeirri sem samin var eftir „Browning- þýðingunni“ og sýnd var hér á landi. f gær hófst í Washington aöalfundur Alþjóðagjald- eyrissjóðsins og Alþjóðabankans. Helzta umræðuefni fundarins verða efnahags- og greiösluvandræöi sem flest ríki vesturlanda eiga nú við að stríða. voru segl þess 3.600 fermetrar. Eigendur Pamir skýrðu frá því í gær að annað seglship í þeirra eigu væri u.þ.b. að leggja úr höfn, hlaðið stykkja- vöru. Þeir tóku fram að engin breyting yrði gerð á áætlun þess. Níu þeld''kkir unglingar í Little Rock bjuggust í gær- morgun til að hefja skólagöngu í gagnfræðaskólanum, en Fau- bus fylkisstjóri neyddist á laug- ardaginn til að framkvæma úr- Gkurð sambandsdómstóls um að hann skyldi kalla burt þjóð- varðarliðið, sem samkvæmt fyr- irmælum hans hefur haldið vörð um skólann í tæpan mán- uð og varnað blökkubörnum aðgöngu. Fengu samt ekld inngöngu 35 lögreglumenn voru á verði við skólann í gærmorgun og lokað hafði verið nokkrum göt- um sem að skólanum liggja. Þegar unglingarnir níu komu að skólanum safnaðist þar saman hópur hvítra manna og létu þeir ófriðlega, æptu að þeim og ruddu lögreglumönn- unum til hliðar. Urðu þarna sviptingar og einn unglinganna var sleginn í rot af hvítum manni. Þegar síðast fréttist frá Little Rock var þar allmikill ókyrrð og Eisenhower Bandaríkjafor- seti hélt ræðu við setningu fundarins í gær. Hann lagði búizt við að rósturnar myndu halda áfram. Sjöunda umferð mótsins var tefld á sunnudagskvöldið; fjór- um skákum varð þá lokið en tvær fóru í bið. Einna mesta athygli vakti skák Stáhlbergs og Inga R. Jóhanns- sonar. Lenti Ingi í tímaþröng og féll klukkan á hann er hann átti eftir að leika síðasta leikn- um fyrir biðina. Staða Inga var þá talin sízt lakari en staða Stáhlbergs. Aðrar skákir fóru þannig, að Pilnik vann Arinbjörn, Guð- mesta áherzlu á þá hættu sem efnahagslífi vesturlanda stafar af sívaxandi verðbólgu í þeim flestum og sagði að það yrði að reyna að draga úr fram- leiðslukostnaði, ef ekki ættn að hljótast af vandræði. Eugene Black, forstjóri Al- þjóðabankans, tilkynnti fundin- um að bankinn hefði gert samning um að taka 75 milljóa dollara lán hjá vesturþýzka sambandsbankanum í Frank- furt am Main. Pundið hækkar Forvaxtahækkun Englands- banka er nú tekin að segja til sín á verðbréfa- og gjaldeyris- mörkuðum. Sterlingspundið hefur aftur hækkað í verði á kauphöllinni í New York og var skráð bar í gær á $ 2,78^2* Brezk ríkisskuldabréf sem höfðu lækkað allverulegá í verði eftir forvaxtahækkunina á föstudaginn hækkuðu aftur í verði í gær á kauphöllinni í London. Stjórn þingflokks Verka- mannaflokksins hélt fund í London í gær til að ræða á- standið eftir forvaxtahækkun- ina. Gaitskell, leiðtogi flokks- ins, krafðist þess eftir fundinn að brezka þingið yrði kallað naman hið fyrsta til að ræða ástandið í efnahagsmálum. Dauðadómar stað íestir á Kýpur Hæstiréttur Kýpur staðfestí í gær dauðadóma, er lægri rétt- ur kvað upp í júlí sl. yfir tveim ungum grískumælandi Kýpur- búum. Dauðasök l»eirra beggja var vopnaburður. mundur Pálmason og Benkö gerðu jafníefli eftir 31 leik, og einnig gerðu þeir jafntefli Guð- mundur Ágústsson og Guðmund- ur S. Guðmundsson. Skák þeirra Björns Jóhannes- sonar og Gunnars Gunnarssonar fór bið, og einnig varð biðskák hjá þeim Ingvari Ásmundssyni og Friðriki Ólafssyni, sem Ingv- ar þó gaf án þess að tefla frek- ar. í gærkvöldi var tefld áttunda Framhald á 12. síðu. Það er víðar en í Little Rock að óeirðir hafa orðið vegna skólagöngu þeldökkra unglinga við hlið hvítra í suðurfylkj- um Bandaríkjanna. í borginni Charlotte í Norðnr Karólínu safnaðist livítnr skríll fyrir framan einn gagnfræðaskólann i borginni til að hindra eina unglinginn af svertingjaættum, 15 ára stúlku að nafni Dorothy Counts, í að komast í skólann fyrsta skóladaginn. Skríllinn veittist að stúlkunni, hæddi hana, reif í hana og hrækti framan í liana, en eins og myndin sýnir lét hún það ekki á sig fá og bar liöfuðið hátt. Róstur magnast mi aftur í höfuðborg Arkansas Þjóðvörðurinn kallaður írá skólanum, en blökkubörnum enn meinaður aðgangur. í gær uröu aftur óeirðir í Little Rock, höfuðborg Arkansasfylkis í Bandaríkjunum, þegar unglingar af svertingjaættum reyndu aö komast inn í gagnfræöa- skólann í borginni. Tvísýn keppni á stórmóti Taflfélags Reykjavíkur Keppnin um efsta sætiö á stórmóti Taflfélags Reykjavíkur ætlar aö verða mjög hörð og verður því tví- synni sem á líöur mótiö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.