Þjóðviljinn - 24.09.1957, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjudagur 24. september 1957
i\0
Þíúðviuinn
^tgeíandl: Samelnlngarflokkur alþýtfu — Sósíallstaflokkurinn. — Rltstjórar:
Magnús KJartansson (áb), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: J6n
BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon.
ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýa-
ingastjóri: Guðgeir Magnússon. — RltstJórn, afgrelðsla, auglýsingar, prent-
emlðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 25 á
Kán i Reykjavik og nógrenni; kr. 22 annarsstaðar. — Lausasöluverð kr 1.50.
Prentsmlðja Þjóðviljans.
----------------------'
Hví ekki að spyrja Torfa?
T?kki er Bjarni Ben. fyrr kom-
•“ inn heim úr utanlandsreis-
unni en hann tekur upp þráð-
inrí þar sem frá var horfið.
Bjarna urðu það mikil von-
brígði að bakaradeilan leystist
með eðlilegum hætti, þ. e. að
aðilar sömdu sín í milli um
deiluatriði án afskipta ann-
arra. Hafði aðalritstjórinr. látið
blað sitt boða mikia verðhækk-
un á brauði og átti auðvitað að
kenna ríkisstjórninni um. Þeg-
ar deilan leystist og á daginn
kom að brauðverðið hækkaði
ekki varð Bjarni fyrir sárum
vonbrigðum. Lét hann þá blað
sitt búa til þá sögu að gerður
hefði verið „leynisamningur“
við bakarameistara um verð-
hækkun síðar eða önnur fríð-
indi.
S.agan um „leynisamninginn"
var strax borin til baka og
því yfir lýst að hún væri upp-
spun; frá rótum; engar yfirlýs-
ingar eða loforð hefðu verið
gefin af háifu ríkisvaldsins um
verðhækkun í sambandi við
lausn bakaradeilunnar. En við
þetta á Bjarni erfitt með að
sætta sig. Hann hafði lofað
hækkun á brauðverðinu og vill
ekki una þeim úrslitum sem
urðu. Bar aðalritstjórinn sig
illa undan þessu rétt áður en
hann fór af landi burt en síðan
hefur blaðið látið kyrrt liggja.
ú er Bjarni kominn heim
og tekur til við fyrri iðju.
Endurtekur hann ósannindi sín
í Reykjavikurbréfi Mbl. s.l.
sunnudag og segir þar „að
heitið var hækkun á brauð-
verði eða öðrum tilsvarandi
fríðindum til bakaranna, ein-
ungis mátti ekki þegar í stað
koma í Ijós hver fríðindin
yrðu.“ Auðvitað er þetta sama
vitleysan og fyrr en sýnir þó
hve iðinn aðalritstjórinn er við
ósannindin, hve erfitt hann á
með að sætta sig við að spá-
dómar hans reynist rangir. En
er ekk: rétt að sleppa öllu
karpi og leiða til það vitni sem
varla verður véfengt af Mbl
rrtorfi Hjartarson sáttasemjari
ríkisins hafði alla milli-
göngu um lausn bakaradeil-
unnar Engum er það kunn-
ugra en Torfa Hjartarsyni að
Bjami Ben. og Mbl. fara með
tilha tulaus ósannindi. En
hvernig væri að ganga hreint
til verks fyrir blaðið og spyrja
sáttasemjarann um hvort á-
sakanir Bjama séu á rökum
reistar. Enginn efast um að
hann myndi segja sannleikann.
En þorir Bjarni að spyrja
Torfa Hjartarson og birta svar
hans? Við bíðum og sjáum hvað
setur.
Bjarni Ben. sækir nýja línu
Nú þarf ekkj Atlanzhafs-
bandalag lengur vegna
hernaðarhættu, heldur einungis
til varnar gegn annars konar
vélabrögðum kommúnista. t.d.
eins og því hrollvekjandi til-
tæki að setjast í ráðherrastóla
á íslandi! Eitthvað á þessa leið
er nýjasti boðskapur Bjarna
Benediktssonar, en honum mun
hafa verið stefnt utan til að
meðíaka þessa nýju línu, sem
hann kemur svo á framfæri í
Reykjavíkurbréfinu á sunnu-
daginn.
V/'mislegt er athyglisvert við
■“• nýju línuna sem Bjarna
hefur verið sagt að prédika
hér heima. Að vísu er það ekki
nema það sem all:r sæmilega
greindir Islend ngar hafa ailtaí
vitað, að A'lanzhafsbandalagið
væri ekki til vegna neinnar
hættu á hernaðarárás, heldur
stofnað og haldið við lýði sem
árásarbandalag: hinnar banda-
rísku heimsvaldastefnu. Enda
vlrð’st nú ekki einu sinni
Bjarni Ben né línugefendur
hans erlendis telja vænlegt að
reyna. lengur að halda áfram
þeim delluáróðri að Atlanz-
hafsbandalagið eigi að vera til
„varnar“ gegn hemaðarárás.
Hitt er svo fróðlegt að sjá,
hvori nýja línan, að bandalag-
ið eigi að þjóna til vamar gegn
„sókn kommún.ismans“, sem
fram ætti að fara á þann hátt
að Alþýðubandalagið á íslandi
fái tvo ráðherra í samsteypu-
stjórn, þykir verulega aðgengi-
leg, eða afsökun fyrir banda-
riskum herstöðvum á íslandi.
Það mun reynast, að Atlanz-
hafsbandalaginu dugi ekki að
sveipa sig í áróðursflíkur Hitl-
ers og Bandaríkjaauðva1dsins.
Gæra ,-bandalaga gegn komm-
únismanum" er orðin svo gat-
slitin að hún skýlir ekki þessu
árásarbandalagi auðvaldsins.
Oíkisstjórnir Atlanzhafs-
■*•*• bandalagsins hafa verið
önnum kafnar við að. sýna
heiminum ást sína á lýðræði
og þjóðfrelsi undanfarir ár.
Bretar á Kýpur og Kenya,'
Tyrkir og Portúgalar með fas-
isíísku stjórnarfari heima fyr-
r, Bandarík’n með aðförunum
gegn Guatemala, Jórdaníu og
víðar, Frakkar með hinu blóð- |
uga stríði gegn þjóðfrelsis-
hreyfingu Alsír, þar sem bein-
línis hefur verið beitt hersveit-
um Atlanzhafsbandalagsins.
Skal ekki dregið í efa, að
banda’ag sem í orði kveðnu er
stofnað t:l varnar fr.'ði, lýðræði^-
og þjóðfrelsi veiti af að reyna
að setja upp nýtt andlit til að
réttlæta tilveru sína eftir slíka
verklega kennslu í „vestrænu
lýðræði“. Hins vegar munu fs-
lendingar draga sínar ályktan-
Gísli H. Erlendsson:
Vatnsberinn
Aldrei geng ég svo fram hjá
Vatnsberanum hans Ásmund-
ar Sveinssonar, að ég fyllist
ekki af skáldlegu hugarflugi
og óseðjandi listhungri. Það
er mikil fegurðarnautn að
horfa á þetta góðlátlega
manntröll með steinskjólurn-
ar. Það er ekki hægt að kom-
ast hjá að skynja hinn hug-
myndalega bakgrunn stytt-
unnar, hann geislar út frá
steininum og er ekki, eins
og sumir ætla eingöngu fiski-
þorpið Reykjavík og vatns-
beramir þar, sem sóttu vatnið
fyrir frúmar. Hann er heill
herskari af vinnufólki og nið-
ursetningum, oft óhörnuðum
unglingum, sem unnið hafa
þetta verk frá því að land
byggðist, þar til vatnsveitum-
ar leystu það af hólmi.
Vatnburður í bæ og fjós
var til skamms tima heil at-
vinnugrein. Og það var kald-
samt og erfitt verk á vetrum
að sækja vatn fyrir fólk og
fénað, víða langan veg, kann-
ske hálftíma gang í vondu
veðri. Fyrst að moka upp
vatnsbólin, sem oft vom kaf-
fennt, síðan að ausa með
minna íláti í fötumar, þeg-
ar vatnið var lítið sökum lang-
varandi frosta; þá að keifa
gegn um klofdjúpa skafla,
oft með hriðina í fangið, og
detta svo við bæjardymar og
hella niður því sem stormur-
inn hafði skilið eftir í fötun-
um. Skjögra á ný út að vatns-
bólinu, kjökrandi af reiði og
þreytu, glorhungraður og
krókloppinn, oft með munn-
herkju af kulda. Þetta er
geysifjölmennur hópur, heil
stétt af stritandi einstakling-
um, oft lítilsigldasta fólkinu
sem heimilin höfðu á að skipa,
drengir og telpur innan við
fermingu, kannski tökubörn,
sem ekkert fengu að éta nema
roð og bein. Margt af þessu
fólki varð úti með vatnsföt-
umar milli bmnns og bæjar,
króknaði og dó. Hjá hverjum
einasta einstakling í þessum
stóra hópi, er það óskin um
að sigrast á.yrfiðinu, sem
knýr það gegn*1 um skaflana,
og gleðin að sjá kýrnar svala
þorsta sínum stundum einu
verkalaunin. En samt sem áð-
ur, — hin mannlega reisn,
krafan um að vaxa yfir erf-
iðleikana, verða herra strits-
ins, lá í reifum í hjarta hvers
niðursetnings, sem gleynti
hríðina við vatnsburðinn. Og
hver er sá af þessu gam’a
fólki, sem ekki hefir óskað
sér að hafa krafta jötunsins,
og geta borið sína tunnuna í
hvorri hendi og sparað sér
að fara nema eina ferð; og
kannske ef svo vildi verkast
ir af aðförunum og nota fyrsta
tækifæri t!l að losna úr þeirri
smán og þeirri hættu sem aðild
að Atlanzhafsbandaiaginu bak-
ar þeim.
haft endaskipti á nízkum hús-
bændum, sem ekki tímdu að
gefa því að éta.
Þetta er í fátæjklegum drátt-
um bakgmnnur Vatnsberans,
sá sem blasir við; víðara
horft er hann öll heimsbyggð-
in. Og þeir, sem næmir em
á boðskap og möguleika mik-
illar listar, segja að austur-
lenzka konan sem gaf Kristi
a.ð drekka fyrir tvö þúsund
árum sé líka í þessum bak-
granni.
Óskin sem fyllti brjóst
margra kynslóða af óhörðn-
uðum unglingum, niðursetn-
ingum og lánleysingjum, sem
í aldaraðir sóttu vatn á Fróni,
í þungum tréfötum, þó að þau
ættu stundum fullt í fangi
með að valda sínum eigin
skrokk, hvað þá þungri byrði,
hefir því ekki sem betur fer
dáið út; listamaðurinn greypti
hana í stein, bjó til úr henni
höggmynd; Vatnsberann.
Það er vandséð hvernig
hægt væri að reisa þessu
gleymda fólki sannari og verð-
ugri minnisvarða. Það hljóta
að vera sjóndöpur augu sem
ekki sjá kraftinn í myndinni;
glæsilega og verðuga unpreisn
þrælkaðra hjúa, ofþjakaða
starfsgetu þróaða upp í ósigr-
andi trölldóm, reisn og prýði
mannssálarinnar, fégurðina.
Þarna ér risinn,- sem bliVndaði
í sál hvérs emasta einstakl-
ingáj'sem bórVð héfir vátn í bæ
og fjós á íslandi frá land-
námsöld, risi mannlegrar
seiglu og möguleika.
Það er ómaksins vert að}
virða fyr'r sór Vatnsberann,
þetta stórbrotna og máttuga
kumbl yfir löngu horfnu fólki,
ckki sízt því, sem króknaði við
vatnsburðinn; líka það hefur
sigrað. Llstamaðurinn hefir
séð um það.
Vel má vera að ég eigi
hægra með að njóta þessa
listaverks og skilja það, af því
að ég bar vatn upp vonda
brekku þegar ég var drengur,
og þó held ég ekki. — Þessi
saga býr í steinrisanum hans
Ásmundar og er auðlæs hverj-
um sem er. J
Vitanlega em þessir þankar j
mínir um Vatnsberann engin I
viðhlítandi skýring á lista-
verkinu, þeim er ekki heldur
ætlað að vera það. Til þesa
að teikna til hlítar jarðveginn
sem myndin er sprottin úr
þarf meiri kunnáttu en ég -hef,
og auk þess penna með blóði.
Auðvitað em vatnsberarnir
í Reykjavík, áður en vatns-
veitan kom, líka í bakgmnni
þessa listaverks. Sigurinn yfir
erfiðinu, kuldanum, klæðleys-
inu og drambi þeirra, sem
þeir sóttu vatnið fyrir, — og
þeir unnu aldrei, hefir tekið
sér varanlega bólfestu í þess-
arri frægu höggmynd.
Ef einhverjir vilja tjóðra
þetta listaverk við Reykjavik
eina, þá getur það vel táknað
sameinaðan mátt reykvískra
vatnskarla og kerlinga albúina
til sóknar fyrir meiri mann-
réttindum; slík samtakahug-
mynd lá í reifum í hugskoti
þeirra þó að hún kæmist aldrei
í framkvæmd, sakir umbóta,
sem útrýmdu þessu starfi.
Þeir geta líka litið á Vatns-
berann sem risa, sem getur
haft það til að taka tíu tunnu
ámu fulla af vatni og skvetta
úr henni á fólkið, sem deildi
lífsgæðunum, og setti vatns-
berana hjá.
Það er svo annað mál að
túlka má starf þessa horfna
fólks í þrengri merkingu; t.d.
búa til höggmynd af kerlingu
styttri upp á mitt læri, sem
hefir skrikað fótur á hálkunni
og misst fötumar. Slíkt gæti
vitanlega orðið hið ágætasta
listaverk í höndum manns,
sem kynni það. En það myndi
engu bæta við Vatnsberann
hans Ásmundar, m. a. af þvi
að einnig slík mynd felst í
honum.
Það er menningarleg skylda
þjóðarinnar, að láta steypa
þessa stórfenglegu höggmynd,
Vatnsberann, í varanlegan
góðmálm, sem jafnvel tönn
tímans vinnur lítt á. Um hitt
má deila hvort það nær til-
gangi sínum, að staðsetja
hana á torgum eða gatnamót-
um, til menningarauka fyrir
vegfarendur. Það er ekki ó-
hugsandi að nútímafólk mis-
skilji listaverkið, af því að það
túlkar baráttu og draum fólks
sem er löngu horfið, og
stríddi við erfiðleika,, sem nú
eru úr sögunni og þykja ekki
frásagnarverðir. Samt mun
uppi hjá vatnsgeymi vera
hægt að finna stað þar sem
þessarri mikilúðlegu styttu
tækist að vinna hylli allra
manna, ekki sízt þeirra, sem
þykjast ekki skilia hana. Á
listasafni myndi Vatnsberinn
auðvitað skipa sæti sitt með
prýði, og skyggja með sæmd
á ósanna list eða gerfilist, sem
þangað kynni að s1æðast.
Gísli H. Erlendsson.
Diirermálverk
finnst í Noríolk
Fyrir nokkru fannst áður ó-
þekkt málverk eftir Albrecht
Dúrer á sveitasetri í Norfolk í
Englandi. Málverkið er talið
málað á árunum 1465—1-500.
Einn forfaðir núverandi eig-
anda þess keypti það fyrir rúm-
um hundrað árum fyrir 100
sterlingspund, en þá var ekki
vitað hver hefði málað það.
Málverkið er nú metið á a.m.k.
20.000 sterlingspund, eða millj-
ón krónur.