Þjóðviljinn - 24.09.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.09.1957, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 24. september 1957 — ÞJÓÐV1L.IINN _ (7 ÞANN 19. þessa mánaðar kom hingað til lands ein- hver frægasti, en jafn- framt gagnrýndasti sagnfræð- ingur, sem nú er uppi, A. J. Toynbee. Hingað kemur þessi margfrægi prófessor í boði ís- lenzka Ríkisútvarpsins, og er það ekki að ófyrirsynju. Svo er mál með vexti, að sagn- fræðingar veraldar hafa yfir- leitt talið sér fært að skrifa álnaþykkar mannkynssögur án þess að minnast á Island, en vilji svo undarlega til, að þeir hvarfli þangað huganum, segja þeir oftast einhverja vit- leysu. Þetta á ekki við um A. J. Toynbee. Hann hefur ritað eins konar mannkynssögu í X bindum, sem sanna, að hann telur það fyllilega virðingu sinni samboðið að fjalla af nokkurri þekkingu um sögur hinna smæstu þjóðfélaga, hafi þau lagt eitthvað af mörkum til heimsmenningarinnar. Gagnrýnendur liggja Toynbee mjög á hálsi fyrir það að fylla rit sín styrjaldarfrásögnum, en sinna síður efnahagsþróun og atvinnuháttum. Þetta er erfðasynd, sem sagnfræðing- um tekst báglega að losna við, jafnvel hér heima á Islandi. Toynbee er því ekki einn um sökina, en rit hans A Study of History er m.a. að því leyti nýstárleg tilraun til þess að rita mannkynssögu, að þar eru dregin dæmi af sögu fleiri þjóða en tíðkazt hefur í slík- um verkum. En með þ\a er ekki allt fengið, því að mestu máli skiptir, hvers eðlis og hversu staðgóður fróðleikur- inn reynist. Toynbee gerir ís- lenzkri sögu allhátt undir höfði, en höfundur þesssa greinarkorns telur sig dóm- bærastan á vinnubrögð hans 4 þeim vettvangi. Um kristni- töku á Islandi farast honum orð á þessa leið í lauslegri þýðingu: Toynbee um kristni- töku á íslandi — Mestum ljóma stafar af einum atburði, en sá er kristni- takan á íslandi, en til þess liggja nokkrar ástæður. I fyrsta lagi lá hið skandinav- iska þjóðfélag á íslandi mjög langt frá kristnum þjóðum. í öðru lagi var stjómarfar þar og stjórnarfarshefð mjög bundið einstaklingshyggju, svo að á íslandi var erfiðara en í öðrum skandinavískum lönd- um að þvinga siðabreytni upp á landslýðinn með einræðis- tilskipun einstaklings eða sterks minnihlutan í þriðja lagi hafði sjálfsvitund ísiend- inga eflzt svo við innflutning frá öðrum löndum til lands, sem var ennþá harðbýlla en norska heimalandið, að þeir h'fðu lyft skandmavískri meimingu, sem þeir fluttu með sér, á hærra fagurfræðilegt stig og giætt hana meira and- legu afli en hún öðlaðist nokkru sinni í öðrum skandin- avískum löndum; með því að skipta á heiðni fyrir kristni voru íslendingar að fórna dýr- mætari og ágætari þjóðfélags- arfi en nokkrir aðrir skar.din- aviskir trúskiþtingar (Rússar, Sviar, Danir eða aðrir Norð- menn) þurftu að leggja í söl- urnar. En enda þótt áróður kristinna manna þyrfti að sigrast á öllum þessum sér- stöku erfiðleikum á Islandi, þá sýna heimildir Islendinga sjálfra um kristnitökuna það skýrt, að trúarskiptunum var komið á að fúsum \nlja eins og í öðrum skandinaviskum löndum, ef hægt er með réttu að nota hugtakið af fúsum vilja til þess að lýsa raun- særri viðurkenningu þjóðfé- lagslegrar og sálfræðilegrar nauðsynjar. (Þá tekur Toynbee upp lýs- ingar Njálu á kristnitökunni, en bætir við: — Það var hér á Islandi, þar sem minni þvingun var beitt en annars staðar í Skandinaviu til þess að Imýja kristnitökuna fram, að menn- ingarlegar afleiðingar trúar- skiptanna urðu mest eyðileggj- andi. Þessi andlega eyðilegg- ing er auðsæ þar af þeirri ástæðu, sem áður er um getið, að Islendingar höfðu lyft and- vana fæddri menningu Skand- inavíu til mestra afreka, og þeirri orsök, að hin skandinav- íska menning, sem stóð með svo miklum blóma á Islandi, var að mörgu leyti mj~g ólík sasntíma menningu rómverskr- ar kristni og var henni ágæt- ari á flestum sviðum, þar sem þær greindi á. — (A Study of History II. bls. 354 — ’55; Lauslega þýtt.) ,,0g dó áður en hún fæddist" Ef þessi kafli er tekinn sem dæmi um vinnubrögð Toyn- bees, þá sýnir hann, að höf- undur skyggnist ekki djúpt í orsakir atburðanna og ber í bresti vanþekkingar sinnar með skrúðmælgi. Hann hefur það fram yfir aðra mannkyns- söguhöfunda að vita talsvert um kristnitöku á Islandi og íslenzka menningu og er svo glöggskyggn að sjá, að það ber að gera fyrirbrigðinu skil í srgunni, en fyrirfram á- kveðnar skoðanir hans á túlk- un hennar hamla því, að hann skilji eðli atburðanna og leiða hann út í herfilegar mót- sagnir. Hann veit, að blóma- skeið íslenzkra bókménnta er frá því um 1150—1300, tveim- ur til þremur öldum eftir siða- skiptin, hann þekkir „konung skandinavískrar sagaritunar, Snorra Sturluson" og getur jafnvel talsvert um Hauk Er- lendsson, sem lét gera elztu, stóru skinnbókina, sem varð- veitzt hefur. En samt sem áð- ur segir hann, að ,,hinn upp- runalegi skandinavíski andi (ethos), sem náði mestri þenslu og fínustu samræmi á íslandj,, dpfngði þar og rugl- aðist sökum siðasþiptanna, er Isleridingar tóku kristni“v . en að vísu ekki án baráttu. Toyn- bee véit- því, að íslenzk menn- ing 12. og 13. aldar er „krist- in“, þ.e.a.s. vestur-evrópsk, og þess vegna getur hún ekki dofnað og dáið sökum trúar- skiptanna, sem gátu hana af sér, veittu henni líf. Ha.nn tal- ar að vísu um, að menning Skandinavíu á víkhigaöld sé andvana fædd, en hvernig á slíkt fyrirbrigði- að bera ávöxt, öðlazt þroska og samræmi? Þessi kafli verður endaleysa., hvernig, sem á málin er litið, og hin landfræðilega skýring, að Isiand hafi verið harðbýlla en Noregur á þjóðveldisöld og erfiðleikarnh’ hafi hvatt menn til dáða, er einnig út í bláinn. Noregur er feiknarlega langt land, og mönnum ber að hafa það Iiugfast, þegar þeir slá slíku fram, Ef syðstu héruð- in og landið upp af Víkinni er undanskilið, þá mun megin- hluti íslands hafa verið betur fallinn til iandbúnaðar en Nor- egur með þeirri tækni, sem tíðkaðist á miðöldum. Allar kenningar um það, að landiö hafi brugðizt, harðæri og óár- an hafi lamað þjóðina, t.d. á 14. öld eru úr lausu lofti gripnar, því að árferði á ís- landi í víðtækustu merkingu þess orðs er betra út allar miðaldir en annars staðar á Norðurlöndum á sama tíma. Hér er enginn vettvangur til þess að fjalla um aflvaka ís- lenzkrar menningar, en þroska sinn á hún eflaust því að þakka, að á Islandi kemst hin alþjóðlega evrópska menning í snertingu við frjálst bænda- samfélag á upplausnarstigi. Engar haldgóðar heimildir eru til um það, að menningarlíf fyrir kristnitöku hafi staðið með meiri blóma á íslandi en annars staðar á Norðurlönd- um. Kristnitaka komst hér friðsamlega á, af því að meiri jöfnuður ríkti í' þjóðfélag- inu en annars staðar sökum landnámsins, og heiðni hafi ekki náð að festa hér jafn- djúpar rætur og í heimalönd- um landnámsmanna. Þyrigst á ' metunum verður þó, að kristn- inni var ekki brotin leið á Is- landi af valdaræningjum, sem reyndu að nota hana, sem skálkaskjól drottnunarstefnu. Slíkt kristniboð veldur og olli mikilli andspymu jafnt hjá Karli mikla, kristniboðskóng- unum norsku og kristniboðum heimsveldasinna á vorum dög- um. Þótt íslenzku kristniboð- greindum kafla, og þess vegna lendir hann í óskiljanlegum mótsögnum. Dýrlingur eða loddari Annars er tímabrengl al- gengt í sagnfræði Toynbees og alls ekki einskorðað við kafla-um Island. Hann telur t. d., að ræturnar að hruni Rómaveldis liggi í Pelops- skagaófriðnum, sem var háður áður en Rómaveldi varð til sem slíkt og nær þúsund ár- um áður en það liðaðist sund- ur. Slikar kenningar, eins og margt annað hjá þessum höf- undi, em skyldari dulspeki en sagnfræði. Nú er rangt að dæma annað eins stórvirki og mannkyns- sögu Toynbees eftir smáklausu um eitt atriði, en af því er skemmst að segja, að verk hans hefur orð:ð fyrir heildar- árásum sagnfræðinga, og það er orðið að tízku á Vestur- löndum að skamma Toynbee. I heimalan'öi sínu hefur hann orðið fyrir svo svæsnum árás- um á síðustu ámm, að þess finnast varla dæmi, að hógvær sagnfræðingur séiborinn síík- um svívirðingum. Tiltölulega óþekktir prófessorar hafa orð- ið stórfrægir á einni nóttu af því einu að skrifa froðufell- andi skammargreinar um Toynbee. Á þennan hátt öðl- uðust frægðina bæði þeir Pet- er Geyl próf. í Utreckt í Hol- landi og próf. H. R. Trevor- Roper í Oxford. Um þann síð- amefnda veit ég það eitt, að honum hlotnaðist sá heiður hjá Bretum að gefa skýrslu sér upp við asnann, en skamm- irnar hrlfa, sérstaklega getá gagnrýnandinn komið fram sem verjandi vestrænnar menningar, og hvað það nú ' heitir allt saman, og aihjúp- andi falsspámanns. Greinina í Encounter hefur Trevor-Rop- er á þennan hátt: — Biblía Arnolds Toynbees — þannig er helzt hægt a5 nefna tíu binda Sögurannsókn- ir hans — heíur eklti hlctið hlýjar viðtökur hji starfandi sagnfræðingum. Ég er scm- mála þekn í því að telja verk- ið ósatt, órökrænt og kreddu- bundið. En í þessari ritgerð ætla ég ekki að deila um sagnfræðilega sannfræði þess eða misræmi, visindalegan styrk þess eða veikleika. Ég ætla að athuga gildi þess sem skýrslu um okkar eigin lima. Hvort sem verk'ð er satt eða. logið, rökrænt eða órökræntv vísindalegt eða hugstætt (ab- strakt), þá hefur það dregið' að sér mikla athygli. Þótt sér- hver kafli þess hafi verið tættur í sundur af sérfræöing- um, og þó stíll þess sé slíkur,. að ritháttur Hitlers og Rosen- ’ bergs minni- á skýrieika Gíþb- ons við samanburð, þá liefur. það verið hyllt af ólærðum al- menriingi, a.m.k. í Ameríkut eins og „ódauðlegt meistara- verk“, „mesta verk vorra. tíma“, „sennilega mesta sagn- fræðiverk, sem nokkru sinni hefur verið ritað“. Okkur er- sagt, að það standi einungiss vískii að baki sem dollara- vara. Gifta þess hefur flutt áður víðförulan höfund sinn £ hringferð eftir hringferð ma hn"ttinn, prédikandi blómum- Björn Þoxsteinsson, sagnfrœöingur: Laun heimsins arnir hafi ekki verið blindir á það, að guðhræðslan er til margra hluta nytsamleg, þá skorti þá afl til valdbeitingar og neyddust til að beita mild- ari meðulum, sem urðu ís- lenzkri menningu giftudrjúg. Hins vegar sigrar kirkju- og konungsvald á íslandi í lok 13. aldar og drap hið frumlegasta í menningu þjóðarinnar, en það er kirkjuvaldið en ekki kristnin, sem þar er að verki, og próf. Toynbee hefur fallizt á það í viðtali við mig um þessi mál, að rétt muni stund- um að draga línur milli krist- indóms og kirkjuvalds, en það hefur honum láðst í fyrr- um endalok Hitlers að stjTj- aldarlokum, frægðina hlaut hann fyrst eftir að hafa ritað a. m. k. tvær greinar um Toyn- bee: Sunday Times 17. okt. 1954 og Encounter 45. h., júní 1957. Það er jafnan til, mikils ó- liagræðis fyrir fræga rith'f- unda að vera lifandi, því að smámenni freistast til þess að slá sér upp á kostnað þeirra. Það er t.d. ekki viðlíka freist- andi að hæla Toynbee og skamma hann; eftir hólinu tekur enginn maður, það mun af flestum talið sjálfsagt; í hæsta lagi kunna tilfyndnir menn að hugsa, asninn nuddar krýndan frá Kína til Peró, Sannarlega þarfnast þette- fyrirbæri skýringar. Það er- ekki ncg að segja, að ritið sé> andlegt stórvirki. Við veróumn að grennslast fyrir um, hversn vegna slík vitleysa (error); ' hefur komizt í tízku. Hvert er- gildi þess boðskapar, rem. Toynbee flytur, fyrir okkar- tíma? Til þess að svara þcss- ari spurningu verðum við að- líta á boðskap Toynbees neð öðru hu.garfari en flestirgrgn- rýnendur hafa litið á h?.nn, Þeir hafa flestir fjallað um. sannleika hans. Þeir rann- Framha’J A 10. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.