Þjóðviljinn - 01.10.1957, Page 7
Þriðjudagrir 1. október 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7
í Bæjarpóstmum fyrir nokkr-
um dögum tekur Gísli H. Er-
lendsson undir risagrein Jónas-
ar Árn.asonar, Hausinn sem fór
til tunglsins, er birtist í Þjóð-
viljanum fyrir skömmu. Rit-
stjóranum þykja skrif Gísla að
vonum heldur einhl'ða og dauf-
legar undirtektir, enda var á-
rás Jónasar á ungu skáldin
engin smásmíði, en það voru
skrif af þvi tagi, að þögnin
hæfði þeim bezt, þar til rit-
stjóri póstsins, að skrfum
Gísla enduðum, óskar beinlínis
eftir á’iti einhvers úr ung-
skáldahópnum *— og horfir þá
málið öðru vísi við. Eg hef
beðið í viku eftir að e'tthvert
ungu skáldanna tæki mokstur-
inn að sér, en þess er varla að
yænta héðan af. Ætla ég því
að þekkjast boð ritstjórans um
rúm i blaðinu.
Vil ég þá fyrst víkja nokkr-
um orðum að Gísla H. Erlends-
syni. Sá heiðursmaður er stór-
hrifinn af boðskap Jónasar og
sæmir hann umsv'falaust snill-
ingsheiti og kveður hann að
auki liklegan til að stækka
það að mun. Gísla er auðvitað
frjálst að gera sitt til að
sljóvga stærstu virðingarheiti
tungunnar á sama hátt og ís-
lenzk'r stjórnmálamenn eru á
góðum vegi með að ónýta
kröftugustu skammaryrði okk-
ar, en mér þykir nokkúð djúpt
tekið ’ í ári'nni að krýna rnenn
kórónu snillingsins strax í upp-
hafi listamannsferils sins. Með
þessum ummælum er ég ekki
að draga í efa hæf'ieika Jónas-
ar. Mér þykja verk hans held-
ur snotur, sumt meira að segja
mjög snoturt; aftur á móti hef
ég fengið nægju mína næstu
10 árin af færeyingasögum
hans og barnasamtölum og
þykir nóg að einn rithöf-
undur sérhæfi sig í þeirri grein
bókmennta, en um þetta mat
dejli ég hvorki við Gísla né
aðra, þetta er smekksatriði —
og urn smekk sinn deila menn
ekki eins og Gísli vafalaust
veit, heldur vitna þeir um
hann.
Er ég þá kominn að grein
' Jónasar. Eg kalla hana dellu-
skrif, og það er ekki smekks-
atr-iði. Þau ummæli mun ég
rökstyðja.
í grein sinni dregur Jónas
alla ungskáldahjörðina, að
sjálfum sér undanteknum, í
einn og sama ddkinn og gefur
í skyn að þau séu öll skrif-
• borðsrithöfundar og kaffihúsa-
lýður og ráðleggur þeim að
. far.a . út meðal alþýðunnar,
vinna með henni, kynnast
. henni og læra af henni. Eg
. spyr: Hvert heldur Jónas Árna-
son að ungu skáldin. sæki lífs-
. viðurværi sitt? Heldur hann
að þau lifi einhvers staðar fyr-
ir utan lögmál húsaskjóls og
ma'ar?
Það er ekki se'nna vænna
að Jónas fái upplýsingu um
þetta atriði.
Einar Bragi hefur stundað
algenga verkamannavinnu og
sjómennsku og stundar enn af
og til sér til he.'lsubótar, Hann-
es Sigfússon hefur unnið verka-
. niannavinnu, þ. á. m. grjót-
högg og grjótburð og var sölu-
rnaður til skamms tíma, Stein-
ar Sigurjónsson er prentari að
iðn. en síundar jafnframt
sjómennsku, Stefán Hörður
hefur stundað sjómenrtsku
og verkamannavinnu, sömu-
leiðis Thor Vilhjálmsson,
Jón Óskar hefur stundað
verkamannavinnu, sömuleiðis
Jónas Svafár, Ásta Sigurðar-
dóttir hefur stundað fiskvinnu
og mun stunda hana enn, Ind-
rii^i G. Þorsteinsson hefur stund-
að verkamannavinnu og verið
bílstjóri, Kristján Bender hef-
ur stundað verkamannavinnu
og undirritaður hefur stundað
sjómennsku, algenga verka-
mannavinnu, járnsmíði, tré-
smíði, múrverk, iandbúnaðar-
störf, verið bílstjóri og sitthvað
fle'ra og er i byggingarvinnu
þegar þetta er skrifað. Um Jón
Dan, Geir Kristjánsson og Elí-
as Mar er mér ekki kunnugt.
Þrjú yngstu skáldin, Hannes
Pétursson, Gyifi Gröndai, Jón
E. Einarsson, svo nokkur séu
nefnd, stunda langskólanám,
Jóhann Jónsson er prentari.
Enginn þessara manna hefur
bitling af neinu tagi, enginn
skartar silkihúfu í neinni op-
inberri stofnun, allir ganga þeir
til v.innu sinnar með alþýðu
manna og langflestir hafa þeir
stundað, og stunda sumir hverj-
ir enn, óbreytta stritvinnu með
íslenzkrí alþýðu, og í púlvinn-
unni voru þeir ýmjst eða höfðu
verið árum saman þegar Jónas
Árnason reis upp af stól sínum
á ritstjórnarskrifstofu Þjóð-
viljans til að fara að vinna
með aiþýðunni.
í grein sinni lætur hann líta
svo út. að hann sé brautryðj-
andi á þessu sviði. Eg hef sýnt
fram á sannleiksg ldi þess.
Er þá ein stoðin undir stóru
greininni dottin.
Um efnisval skáldanna er
þetta að segja: Þessir menn eru
íslenzkir rithöfundar og af
sjálfu leið.'r að þeir skrifa all-
ir meira og minna um íslenzka
alþýðu og sækja yrkisefni sín
til hennar. Nokkrir þeirra, nær
eingöngu ljóðskáldin, eru 'jafn-
framt að gera tilraunir með ný
tjáningarform. Það er að sjálf-
sögðu þe'rra einkamál og kem-
ur þeim einum við, og er við-
leitni þeirra þakkarverð frem-
ur en hitt, og er vonandi að
þeir hafi erindi sem erf;ði þeg-
ar tímar Hða. En undir merki
þessara tilrauna flokkar Jónas
alla ungu skáldakvnHóðina
eins og hún leggur sig, sögu-
skáld jafnt sem ijóðskáld, að-
eins einn er normal: Jónas
Árnason. Eg spyr: Eru svona
vinnubrögð sæmandj manni
sem á að heita með öilum
mjaiia? Og í krafti þess telur
Jónas Árnason sig þess um-
kominn. í upphafi rithöfundar-
ferils síns, að taka heila
skáldakyns’óð til bæna, burt-
séð frá því að hann gerir það
á röngum forsendum. Ef mað-
urinn gefir þetta í kraftj þeirra
ritsmíða sem hann hefur sent
frá sér til þessa dags, þá er
sjálfsánægja hans í draugalegu
ósamræmi við afrekin. Eg veit
ekkert vonlausara, mér liggur
við að segja vitlausara, en að
ráðleggja skáldum um verk-
efnaval og tjáningarform.
Skáid fara allra manna mest
sínar eig’n götur, enda væri
ekki mikils af þeim að vænta,
ef svo væri ekki.
Þá er Jónas þungt haldinn
af þeirri firru, að skáldum sé
það lifsnauðsyn að vinna að
staðaldri str tvinnu með alþýð-
unni dil að. gleyma ekki upp-
runa sínum. Það er eins og
maðurinn haldi að íslenzk þjóð-
arsál og menningararfleifð
geisli aðeins í svo sem tveggja
: metra radíus út frá, brattri
br'ngu sjómannsins, bóndans
eða verkamannsins. Eg veit
ekki betur en að allir menn,
fæddir og uppaldir á ísiandi,
séu skilgetin afkvæmi íslenzkr-
ar þjóðarsálar og menníngar,
og þessi tvö fyrirbæri lýsa upp
þjóðlifið eins og sól. Maður
opnar ekki svo dagblað, ís-
lenzka bók, hlustar á útvarp
eða heyrir á tal manna, að
maður sé ekki undir stöðug-
um áhrifum frá íslenzkri
menningu og þjóðarsál. Jónas
getur þess vegna fullt eins vel
haidið því fram, að það sé full-
vöxnurp manni brýn nauðsyn
að hafa daglega símasamband
við móður sína til að gleyma
ekki uppruna sínum og halda
sönsum.
Það er varla nauðsynlegt að
rökstyðja svona augljóst mál.
Samt skal það gert. Einn er sá
rithöfundur islenzkur, sem
aidrei hefur unnið handtak
með íslenzkri alþýðu svo vit-
að sé, aldrei glímt við annað
verkfæri en sjálfblekung og
r'tvél, nerna hann var sem
krakki mjólkurpóstur um skeið
í Mosfellssveit. Enginn hefur
skrifað betur um og fyrir al-
þýðu manna en þessi rithöf-
undur. Hann heitir Halldór
Kiijan Laxness og hefur fengið
nóbelsverðlaun fyr'r verk sín.
Geri ég nú ráð fyrir að farið
sé að losna urn enn eina uppi-
stöðuna í grein Jónasar.
Meinið er nefn'lega ekki það,
að ungu skáldin vinn; ekki nóg
með alþýðunni, heldur hitt að
þau eru svo önnum kafin í
brauðstriti með alþýðunni, að
þau hafa engin skilyrði bæði
t:l að skrifa og fylgjast með
þvi sem er að gerast í bók-
menntaheiminum. Engir rit-
höfundar í veröldinni standa
eins illa að vígi og ísl. og veldur
þar fámenni þjóðarinnar. Ungur
rithöfundur hér á landi getur
verið þess fullviss, að það er
sama hversu vel hann gerir,
hann á þess aldrei kost að geta
nýtt hæfileika sína til fulls
nema honum tæmist arfur eða
vinni i happdrætti, en íslenzku
skáld’n eru alþýðufólk og þar
af leiðandi arflaust fólk. Þann-
ig hefur það verið og verður
'um ókomin ár — og nóg um
það.
Jónas fer hjartnæmum orð-
um um það, hversu gott og
heilsteypt fólk alþýðan sé. Mér
þykir maðurinn segja fréttir.
Eg veif ékki betur en að þetta
sé reynsla allra skálda hvar
s'em er á hnettinum frá alda
öðl.l, og sjálfur uni ég mér
bezt. í félagsskap verkamanna,
bænda og sjómailna, og þykist
ég ekki hafa sagt neitt merki-
legt með þeirri fc'firlýsn'ngu.
Hins vegar kann íslenzk al-
þýða ekki að sama skapi vel
við s;g í sálufélagi við ung ís-
lcnzk skáld, hún les nefnilega
ekk; bækur þeirra, og er ekki
úr vegi að tilnefna nokkur
dæmi fólki til fróðleiks og
skemmtunar. Eg veit um smá-
sagnasafn, (yrkjsefnin sótt í
líf alþýðunnar) sem út kom
fyrir þremur árum. Bókin hafði
til að bera óvéfengjanlegt list-
gildi. íslenzk alþýða heiðraði
höfundinn með því, að þrjú-
þúsundasti hver íslendingur
keypti eintak af bókinni, bók-
in seldist sem sé í 40—50 ein-
tökum, safnarar keyptu flest
þeirra. Ljóðabækur ungra höf-
unda seljast yfirleitt í 50—200
eintökum, prósi svipað, og þær
bækur sem slá í gegn sem kall-
að er, seljast í 5—7 hundruð
e'ntökum þegar bezt lætur,
aldrei yfir þúsund, og jafnvel
þessar bækur færa höfundin-
um ekki eyri í ritlaun nema
hann hafi skap í sér til að
þiggja ritlaun af útgefanda sem
tapað hefur á útgáfu bókar
hans. Prentarinn fær sitt,
pappirssalinn s;tt, bókþindar-
inn sitt og bóksalinn sitt, það
er aðeins einn sem fær oftast
ekkj neitt, sá sem bókina reit
og jók með því bókmenntir
lands síns. En islenzk alþýða
er á góðum vegi með að setja
he'msmet í lestri glæparita, ef
hún á ekki þegar metið. Ein-
takafjöldinn sem liún kaupir
af þess konar lesefni er að
nálgast hálfa milljón á ári,
það er að blaðsíðutali 200 sinn-
um meira en það sem hún
kaupir af bókum þeirra ungu
höfunda sem gera bezt, og tví-
tugfalt það sem hún kaup'r af
verkum nóbelsverðlaunaskálds-
ins. Geri aðrar þjóðir betur.
Þetta veit Jónas Árnason
jafnvel og ég, en hann leiðir
hjá sér að fjalla á breiðum
grundvelli um þetta ískyggi-
lega soramark á söguþjóðinhi,
veit sem er að það er ekki
vænlegt tjl vinsælda með al-
þýðu, hann einangrar því fyrir-
bærið kringum skipsfélaga sína
og lætur í það skína að sorp-
ritalesturinn niegi að einhverju
leyti rekja til þess, að ungu
skáldin hafi brugðizt hlutverki :
sinu. Það er enginn smávegis ?
krókur sem maðurinn tekur á
sig til að styggja ekki elsku
alþýðuna. sem hann hefur tek-
ið eins konar patent á. Ég
biðst undan að hreinsa ungu
skáldin af áburðinum nema ;
með einni setningu, svo fjarri
lagi er hann: Á íslandi er gefið
út það mikið af þýddum góð-
um bókum, að það eitt er nóg
til að svala lestrarlöngun
mestu les.trarhestanna meðal
alþýðu, hún þarf ekki að
leggjast i sorpr'tin þess vegna.
— Jónas segir frá því í grein
sinni, hversu honum ofbauð
þessi ofboðslegi glæpa- og
klámritalestur skipsfélaganna,
rekur svo hvernig fór þegar
hann hvatti þá til að lesa held-
ur ungu skáldin. Sjómennirn-
ir segja verk þeirra ekki al-
dælu og máli sínu til sönnunar
lesa þeir yfir honum eitt atóm-
ljóð um haus sem fór til -
tunglsins. Með þetta eina Ijóð
að vopni reima þeir svp ræki-
lega að Jónasi, að hann kcmur
engum vörnum v;ð í kappræð-
unum. Hann horfir eins og dá-
leiddur hani á betta eina voða-
lega atómljóð, sér ekkert nemsi
það, það byrgir alla útsýn fyr-
ir honum og hann sér alla
ungu skáldakynslóðina standa
í tákni þess. Með niðurstöðuna
hleypur hann síðan í blöðin’
og messar þar yfir allri urig-
skáldahjörðinni í einhverrí
stærstu grein sem sézt hefur í
Þjóðviljanum.
Eg veit um konu sem týndl
þyngdarpunktinum í likama
sínum og sat á rassinum það
sem eftir var æfinnar, og sitt-
hvað annað furðulegt hef ég
heyrt og verið vitni að .urn;
dagana. Einu s;nni vann ég
t. d. með ungum múrara, vand-
virkasta manni sem ég hef
verið samtíða; hann gekk svo
upp í starfi sínu að hann nálgSnt
aðist aldrei svo blautan mújý s
vegg, að andlitið á honum yrði
ekki langt og innfjálgt eins og:
á munki sem nálgast Maríu-
mynd og hann lagði meiri inni-
leik í orðið „múr“ heldur err
ég hef heyrt nokkum mann
leggja i nafn unnustu sirinar
— og vei þeim sem truí’.aðt
hann í miðjum vegg. Á hiniS
bóginn veit ég engin dæmi
þess, að það að draga þorsk
hafi slegið annarri eins blindu
í augu nokkurs manns, eins og
fram kemur í grein Jónasar
Árnasonar.
í kappræðunum við sjómonn-
ina man hann ekki eftir noma
einum höfundi og einni bók
til að benda sjómönnunum á,.
sjálfum sér og bók sinni f>jórr
og menn; hann man ekki eftir
neinum öðrum höfundi né-‘
ne'nni annarri bók sem vcigur
er í, ekki ljóðum Einars Bragafe’
sem m. a. hefur orkt um síld„
ekki Ijóðum Hannesar Pé.urs-
sonai-, ekki sögum Jóns Ósk-»
ars, ekki ljóðum Stefáns Harð-
ar sem m. a. hefur orkt af->-
bragðs ljóð um lif bátasjó-*-
manna, ekki sögum Jóns Dari
eða Kristjáns Bender, ekkíjl
Strandi eða Dymbilvöku Hr.nn—
esar Sigfússonar, ekki sögurnft
Indriða G. Þorsteinssonar —
eða eru verk þessara v.ngrji
Framhald á 10. síðu.