Þjóðviljinn - 04.10.1957, Blaðsíða 7
■--- Föstudagur 4. október 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (t
Beatrice og Eddie (Regína Þórðardóttir og
Róbert Arnfinnssom).
' Arthur Miller er það leik-
skáld núlifandi sem mesta
athygii og aðdáun hefur vak-
ið á landi hér, „Horft af
brúnni“ er þriðji harmiéikur-
inrt, sem . Þjóðleikhúsið sýnir
eftir hann. Miller er vel að
þeiitt heiðri kominn, mikill
listamaður, djarfur, róttækur
og hreinskilinn svo að af ber,
og hefur aldrei hirt um al-
almannahylli; sannleiksþrá,
mannást og sálræn gérhygli
hiafa jafnan einkennt hann.
Áhugi hans líefur mjög beinzt
að þjóðíélagsmálum og mörg-
um sviðið undan hvassri og
beinskeyttn ádeilu hans, hann
hefur sagt löndum sínum ó-
vægilega til syndarina:, og
raúnar öllu'm þjóðum. í
„Horft- af brúnni“ er sjálf
mannsálin skáldinu efst í
Örlögin eru óumflýjanleg og
miskunnarlaus — þannig
minnir leikritið jöfmim hönd-;
um á sígilda sorgarleiki og
fsléndirigasögur. „Horft af
brún,ni“ er' ágætt listaverk,
meitlað að formi, áhrifaríkt
og sterkt.
Söguhetjur Millers em
hvorki konungar né afreks-
menn að fomum sið, heldur
óbrotni^ hafnarverkfunenn
ítalskrar ættar í Brooklyn,
New York; umhverfinu er
meistaralega lýst með fáum
skýrum dráttum, og bölvun
fátæktarinnar skáldinu rik i
húga. Eyrarvinnumaðurinn
Eddie ,er góður heimilisfaðir,
heiðarlegur og vel látinn af
félögum sínum og hefur vart
gert fflugu mein, en ber dulda
og sterka ást í brjósti til upp-
Katrín (Kristbjörg Kjeld), Rudolpho (Ólafur Jónsson), Beat-
' rice (Regína Þórðardóttir, Marco (Helgi Skúlason) og
Eddie (Róbert Arnfiimsson).
huga, trylítar ástriður og
duldar hvatir — undirstraum-
ar þeir gruggugir og þungir
sem mestu ráða um örlög hins
einstaka manns. Þar er drepið
á blóðskömm og kynvillu, og
af þeim sökum fann leikurinn
ekki náð fyrir augum ritvarð-
ai’ins brezka; slík siðavendni
er sem betur fer óskiljanleg
okkur íslendingum. — Miller
beitir stundum táknmáli að
hætti Ibsens, en „Horft af
brúnni“ er þó framar öllu
í ætt við harmleikina fornu
og birtir manninn í allri sinni
nekt; hliðstæða kórsins gríska
er lögmaðurinn i sjónleik Mill-
ers, sögumaður sem skýrir
atburðina jafnharðan og boð-
ar voða þann sem koma skal.
eldisdóttur sinnar seytján
vetra ; hann fær hvorki skilið
sjálfan sig né tjáð hug sinn.
Forlögin leika hann grátt. Inn
á heimilið koma bræður tveir
frá Sikiley, náfrændur Béat-
rice konu hans, og er smyglað
inn í Bandaríkin, fluttir í
land með ólöglegum hætti.
Marco á konu og soltin og
veik börn heima, Rudolpho
er ungur og ókvæntur, ljós-
hærður og fríður, glaðvær og
söngvinn. Katrín, fósturdóttir-
in unga, festir ást á honum
við fyrstu sýn, og er þá ekki
lengur að sökum að spyrja:
Eddie umhverfist, er ekki
lengur samur maður. Hann
gætir hvorki hófs né sæmdar,
liundeltir1 og svívirðir hinn
ungan mann, og gripur loks til
þess ráðs sem hrottalegast er
og ódrengilegast af öllu—selur
bræðumar í hendur lögregl-
unni, svíkur þá í tryggðum.
Ástriða hans er orðin að ó-
stöðvandi æði og ájlt það illa
sem býr í undirmeðvitund
hans leyst úr læðingi: logandi
afbrýði, ofsalegt ha.tur, dulin
kynvilla. Ekkert getur borgið
honum framar, hann, er bölv-
aður á jörðinni og fyrirlitinn
af öllum. Og kraftajötunninn
Marco sem aðeins viðurkenn-
ir lög þau sem gilda í ætt-
landi hans, lög blóðhefndar-
inriar, berst loks við hinn
sturlaða svikara og gengur
af honum dauðum.
Maðurinn er á valdi á-
stríðna simia og hvata að
dómi Millers, máttugria og
myrkra afla sem hann fær
hvorki hamið né skilið: svo
var fyrir tvö þúsund árum og
er enn í dag. Hvenær getum
við brotið fjötrana og unnið
sigur, hvenær? Þeirri spurn-
ingu svarar höfundurinn ekki,
en það er ekkert vonleysi eða
yíl í rödd hins mikla og bei>
sögla skálds.
Það er næsta torvelt- að
túlka harmleiki Arthurs Mill-
ers af slíku raunsæi og list-
fengi að hvergi slakni strcng-
ur né heyrist falskur tónn,
og krefst öruggari samleiks
og samstilltari krafta en Þjóð.
leikhúsið á j'fir að ráða, en
raunar hefði mátt skipa sum
sætin mun betur en gert er
í þetta sinn. Engu að síður
hreif sýningin áhorfendur,
hélt huga þeirra föngnum allt
til loka, og er snjallri leik-
stjórn Lárusar Pálssonar eigi
sizt að þakka. Lárus er jafri-
glöggsýnn á sérstætt um-
hverfi og manngerðir leiksins
sem algilt og sammannlegt
eðli, og þótt atriðin séu ekki
öll jafn vel túlkuð skortir
ekki svipmikla. heildarsýn: við
skynjum þunga undirölduna
í upphafi leiksins, sjáum háa
og geigvænlega brotsjói rísa,
horfum skelfingu lostin á ó-
farirnar í lokin. Ýmsar hóp-
sýningar tókust vel og mynd-
ræn og gagnhugsuð er skip-
an persóna á sviðinu. Leik-
tjöld Lárusar Ingólfssonar eru
gerð að .fyrirmælum skáldsins
en varla nægilega til þeirra
vandað, þar er lauslega lýzt
öllu í senn, híbýlum eyrar-
vinnumannsins, skrifstofu lög-
mannsins, götunni, brúnni; og
ljós látin skipta sviðum. Þýð-
ing dr. Jakobs Benediktsson-
ar er ljós og lifandi, orðsvörin
mergjuð og samboðin höfund-
inum.
Róbert Arnfinnsson tók í
haust við hlutverki Eddie
vegna veikinda annars ungs
og gáfaðs leikara, Rúrilcs
Haraldssonar, og vinnur minn-
isverðan sigur, ber sýning-
una uppi á sterkum herðum.
Ha.nn er í öllu ósvikinn erf-
iðismaður, frumstæður og ó-
brotinn í sniðum, stígur þungt
og seint til jarðar, mælir fá-
breytt orð djúpri, skýrri og
karlmannlegri röddu; útlit og
látbragð hæfa ólánsmanni
þessum sem bezt má verða. í
leik hans er hnitmiðuð stíg-
andi, okkur hlítur að renna
guun í veikleika Eddie og
yfirvofancli ógæfu þegar í
upphafi, við fyllumst ugg og
kvíða er ástríða hans brýzt
fram og verður að brennandi
báli, og við vorkennum hon-
;un þrátt fyrir allt þegar
smán hans er mest og hann
verður grimmiim örlögum að
bráð. Róbert lýsir þessum
þræli ástríðnanna af næmum
mannlegum slsilningi og mikl-
um þrótti, sýnir okkur sál
hans nakta; segja má að
Eddie sé snjöllust skapgerð-
ariýsing hins fjölgáfaða leik-
ara.
Ágætur er samleikur þeirra
Róberts og Regínu Þórðar-
dóttur, en Beatrice er þriðja
húsfreyjan, sem hún leikur
í verkum Millers og vart að
undra þótt sumt sé likt með
skyldum. Túlkim Regínu er
svipmikil og sönn og þrótt-
meiri en stundum áður, hún
lýsir af mikilli nærfærni um-
burðariyndi og góðri greind
lúnnar afskiptu og mæddu
eiginkonu, sem allt kann að
r { ÞjóöIelkhúsiB 1 J
ftf
brúnnii
eftir ARTHUR MILLER
Leikstjón: Lárus Pálsson
fyrirgefa, er ein af fámálum
óþekktum hetjum hins virka
dags. Helgi Skúlason er
Marco og bregzt ekki heldur
skyldu sinni í neinu. Hann er
að vísu enginn kraftajötunn,
en útlitið eins og bezt hæfir
itöískum öreiga að mínu viti,
holdgrannur og sinasterkur,
þögull og þungbúinn, hrein-
skilinn og einfaldur. Eldur
Iogar í augum hefnandans, og
svik verða ekki fundin í hans
munni.
Hlutverk elskendanna eru
falin ungum og lítt þroskuð-
um leikendum sem fá að von-
um ekki við þau ráðið til lilífe.
ar og hljóta í ýmsu að rjúfá
samræmi leiksins. Kristbjörg
Kjeld lék í haust í „Sápu-
'’kúlum" eftir George Kelley,
og Keyridist efnilegur byrj-
andi, vandvirk, snotur og vel
máli farin, en hér em aðrar
og stærri kröfur til hennar
geriðar. Hún er eðlileg og
viðfeldin í leikbyrjun áður en
óveðrið skellur á, en leikur
síðan oftlega fremur af vilja
en mætti, á ekki nægans
þroska til að lifa hlutverkið,
lýsa heitri ást og djúpri sorg
hinnar ungu stúlku, sýna
hvemig Katrín breytist á fá~
um örlagaríkum mánuðu.m úr
barni í fullvaxna konu. Lakari
er hlutur Ólafs Jónssonar,
hann er þokkalegur piltur í
útliti og kann að syngja, eix
heldur ekki meira. Rudolpho
er hvorttveggja í senn, fjör-
kálfur og æringi og samvizku-
samur og hugsandi æskumað-
ur, ■ sem óhætt er að treysta,
en túlkun. Ólafs í mörgti fjarrí
lagi, hann gerir hinn unga.
ítala að lausagopa Og hálf—
gerðum kjána. Það liggur við
að það vcldi ekki mikilli furðú
■þótt Eddie harðneiti áð gefa
elstcaða fósturdöttur s&iá slík-
um manni, en það er sízt a,í
öllu ætlun skáldsins. •* :-i
Eigi skal gleyma sögumann-
gums
inum Alfieri lögfræðingij tals-
manni höfundarins sjálfs, sena
Haraldur Bjömsson íeikui?
með ágætum. Hann flytur ein-
töl hans og skýringár inn-
lega og fallega og lýsir um
leið manninum ljóst og' skýrfe
— Alfieri er virðulegur mað-
ur og góðviljaður, auðúgur að
lífsreynslu og vizku. Snjall-
astur er leikur Haralds þegar
lögmaðurinn tekur beinan þátt
í atburðunum, samtöl þeirra
Róberts em fáguðust og á-
hrifamest atriði í öllum leikn-
um, list sem unun er k að
hlýða. — Af aukaleikunim er
ástæða að geta þeirra Klem-
enzar Jónssonar og Jóns Að-
ils.
Ég hef ávítað Þjóðleikhús-
ið fyrir lélegt leikritaval á
síðasta leikári, og mjög» méð
réttu; í þetta sinn férs það
vel af stað. Boðuð hafa ver-
ið önnur ágæt verk og eru
sum í æfingu, en það er öllum
mikið gleðiefni er leikhúsið
þekkir sinn vitjunartíma og
stefnir brautina fram.
Á. Hj.
Róbcrt Arnfuuisson í hlutverki Edðie.