Þjóðviljinn - 04.10.1957, Side 10
10) — ÞJÓÐVTLJINN — Föstudagur 4, október 1957
Voru Esse
Framhald af 5. síðu.
,,Ókunnugum hlyti að finnast
sem þeir gættu ægilegs leynd-
ardóms," skrifar Jósefus. Ess-
enarnir héldu hvildardaginn
enn heilagri en hinir tveir
trúflokkar Gyðinga. Dýrfórnir
færðu þeir ekki, en kváðust
færa aðrar og hreinni fómir.
Essenunum var af þeirri á-
stæðu meinuð innganga inn í
musterisgarðinn í Jerúsalem,
og þeir munu hafa haldið sig
fjarri þeirri trúarmiðstöð
Gyðinga. Gagnstætt Saddúke-
unum, sem trúðu ekki á dauð-
leik sálarinnar og töldu sálina
farast með líkamanum, kenndu
Essenarnir, að sálin lifði, þótt
líkaminn dæi. Sálin væri gerð
úr hinum fíngerðasta Ijós-
vaka, en haldið niðri af álög-
um náttúrunnar, innibyrgð í
líkamanum; en við dauðann
losnaði sálin úr helsi og bær-
ist til himins. Essenamir
trúðu því, eins og Forn-
Grikkir, að dyggðugum sálum
væri helgaður reitur einhvers
staðar handan hafsins, þar
sem snjór, regn og hitar
þekkjast ekki og hægur and-
yari leikur jafnan um; en aft-
ur á móti lenda vondar sálir
í myrkri og róstusamri dýfl-
issu.
Jósefus og Filon eru á einu
máli um, að Essenarnir hafi
notið mikils álits. Að sögn
Jósefusar tóku þeir fram bæði
Grikkjum og öðmm þjóðum í
dyggðugu líferni og um ára-
foil gátu þeir haldið uppi þess-
um stranga aga sínum. Þeim
kemur lika saman um hörm-
ungar heims þess, sem Ess-
enarnir háfa dregið sig í hlé
út úr, en hafa getað boðið
siðferðilega byrginn. Antíókk-
«s Epifanes, (sá, sem fengið
hafði að erfðum ríki Alexand-
ers mikla við botn Miðjarðar-
liafsins og Gyðingar lutu),
lét steypa styttu af Seifi,
„.viðurstyggð eyðileggingar-
innar“, í musteri þeirra og
skipaði þeim að tilbiðja hana.
Undir forystu Makkabeana
tókst þeim að brjótast undan
kúgun þessari, en ekki var
langt um liðið, þegar leiðtog-
arar þeirra spilltust og urðu
eins grimmir og útlendu vald-
hafarnir höfðu verið, sem
steypt hafði verið úr stóli.
Og siðar, 70 e. K., biðu Gyð-
ingar algeran ósigur fyrir
herjum Rómverjans Titusar,
sem lagði musteri þeirra í
eyði, eins og her Nebúka-
desar hafði áður gert. Fílon
farast svo orð: ,,Enda þótt á
ýmsum skeiðum hafi hertekið
land þeirra valdhafar, hverir
öðrum ólíkir að geði og
skapsmunum; sem sumir
' íiverjir hafa verið grimmari I
villtum rándýrum og einskis |
narnir ....
dýrslegs ódæðis svifist og
hafa hvað eftir annað látið
lífláta þegna sína hrönnum
saman og jafnvel látið slíta
af þeim limina lifandi, skorið
af þeim lim eftir lim, eins
og þeir væru matgerðarmenn,
unz guðleg réttvísi jafnaði
við þá sakirnar og þeir urðu
að þola þá sömu vesöld og
þeir höfðú öðrum búið; en
sem sumir hverjir sneru
hamslausu dýræði sínu upp í
annars konar lesti, þótt þeir
hafi ekki kunnað að stilla
villimennsku sinni í hóf, og
hafa talað blíðlega til manna,
þótt skinið hafi í grimmúðleg
áform þeirra að baki blíð-
mælginnar, og hafa að liætti
laungrimmra hunda reynt að
koma sér í mjúkinn hjá vænt-
anlegum fórnarlömbum sínum,
sem þeir áttu eftir að valda
ómælanlegri eymd, og hafa
reist sér minnisvarða um guð-
leysi sitt og mannhatur í ó-
gleymanlegum þjáningum kúg-
aðra í öllum borgum, sem lot-
ið hafa valdi þeirra; hefur
enginn, jafnvel ekki neinn
hinna tryllingslega grimmu né
hinna fláráðu og hræsnisfullu,
getað borið fram neinar rök-
studda ákæru gegn þeim flokki
manna, sem Essenar eru
nefndir eða hinir heillögu."
En allir hafa viljugir nauðug-
ir litið upp til þeirra sem>
frjálsra frá náttúrunnar hendi
og ekki undirorpna geðþótta
nokkurs manns og hafa róm-
að borðsiði þeirra og sam-
lyndi, — en orð brestur til
að lýsa gagnkvæmu trausti
þeirra — sem næga sönnun
um fullkomið og frámunalega
hamingjusamt líf.“ Jósefus
líkur lofsorði á hugrekki Ess-
enanna. Hann segir: „Þeir eru
æðrulausir í lífshættu og sigr-
ast á sársauka með viljastyrk.
Dauðdaga með sæmd meta
þeir meira en ódauðleika.
í stríðunum við Rómverja
reyndi á þiek þeirra í hvers
konar mannraunum. I því
augnamiði að neyða þá til að
formæla löggjafa sínum eða
neyta einhvers þess, sem þeim
var forboðið, voru þeir beittir
hvers kyns pyndingum, lagð-
ir á pyndingabekk og snúið
liggur leiðin
upp á handleggi þeirra eða
fótleggi, limlestir og brénndir,
eh við hvorugri kröfunni urðu
þeir og þess er ekkert dæmi,
að þeir hafi beðið kvalara
sína um miskunn eða tárfellt.
Pyntaðir brostu þeir og hædd-
ust góðlátlega að kvölurum
sínum og gáfu upp öndina í
trausti þess, að sál þeirra yrði
ekki grandað. Þegar þeir við
inngöngu í regluna unnu eið-
ana ægilegu, sem Jósefus
nefnir svo, sóru þeir að vinna
ekki framar eið, og þeir höfðu
þau orð um að sá, sem ekki
sé tekinn trúanlegur án skir-
skotunar til guðs, sé fyrir-
fram sakfelldur, og hvert orð
þeirra var þyngra á metunum
en eiður, (heldur Jósefus á-
fram). Hann segir svo frá, að
Heródes mikli hafi veitt regl-
unni undanþágu frá því að
sverja trúareiða; en getur
þess, að það hafi hann gert,
því að hann minntist þess,
að einn Essenanna liafði mætt
honum á förnum vegi, þegar
framtíðarhorfur hans voru
tvísýnar og klappað á öxl
honum og spáð, að hann yrði
siðar meir konungur. Essen-
inn hafði bætt því við, að
hann myndi spillast að lokum,
en Heródes hafði efni á því
að gleyma siðari hluta spá-
dómsins, þegar hann var kom-
inn til valda og gat sýnt stór-
lyncM með því að vera mildur
við Essenana.
Bæjarpósturinn
Framhald af 4. síðu.
strákling þessum kjálkað nið-
ur við hlið eina fullorðna
mannsins í hópnum. Sá sat í
fremsta sæti og virtist vera
foringi fararinnar. Þótti pilt-
.inum það mikil undur að í á-
ætlunarbifreið skyldi vera sér-
stakur fararstjóri. — Síðar
komst hann að raun um, að
hann hafði farið bifreiðavillt.
Þama var á ferðinni Gagn-
fræðaskólj ísafjarðar og mað-
urinn, er tók hann undir sinn
verndarvæng og veitti honum
ókeypis far til ákvörðunarstað-
arins var sjálfur skólastjórinn,
Hannibal Valdimarsson. —
Þannig hóf Pósturinn sína veg-
ferð út í lífið með því að fara
farartækja villt eins og Svip-
all, en þau mistök urðu hon-
um fremur til góðs en hitt.
NÝIR
Svefnsófar
á aðeins
Kr. 2900
Grettisgötu 69
kl. 2—9 í dag
Verltainanxiaflokkiiríbn
Frámhald af 12. síðu.
varaði við því að hún yrði
skuldbundin til að afsala sér
ráðum yfir kajrnorkuvopnum.
Slíkt myndi þýða að utanríkis-
ráðherra þeirrar stjórnar kæmi
tómhentur á samningafundi.
Mælska Bevans var slík að
Cousins bað um fundarhlé til
að han.n gæti ráðgazt aftur
við meðfulitrúa sína um af-
stöðu þeirra. Að fundarhléinu
loknu hafði hann skipt um
skoðun og tillagan var felld
með yfirgnæfandi meirihluta.
Vélskólinn
Framhald af 3. síðu.
anda.. Batna þá starfsskilyrði
til muna.
Gjafir til skólans
Skólanum bárust tvær gjafir,
önnur frá fyrirtækinu Rafeind,
sem gaf rafmagnsmælitæki, og
hin gjöfin, indikator, frá vél-
stjórum er tóku þróf frá skól-
anum fyrir 20 árufn.
I.okaoráum síimrn beindi
skólastjóri til nýsveina skól-
ans og baó þá að hafa í huga
skyldur sínar við þjóftfélagrið,
stétt sína og ekki sízt þá
sjálfa.
Vincenzo Demetz
Framhald af 1. síðu.
Þó að Stefán íslandi hverfi
af landi brott eftir helgina verða
sýningar á Toscu ekki felldar
niður í Þjóðleikhúsjnu. ítalski
söngvarijin Vincenzo Maria
Demetz, sem dvalizt hefur hér
á landi við söngkennslu sl. tvö
ár, tekur nú að sér hlutverk
Cavaradossi, en hann hefur áð-
ur sungið það hlutverk oft i
heimalandi sínu og víðar. Fyrsta
sýningin með. Demetz í lilut-
verkinu verður n.k, miðviku-
dagskvöld.
Bókamarkaðttr
Frámhald af 12. síöu.
Heklu, sem væntanleg er á
markað í byrjun næsta mánað-
ar.
Bækur Helgafellsforlagsins
einar fylla að mestu meðalstóra
bókabúð, sag'ði Ragnar Jónsson,
forstjóri Helgafells, er frétta-
maður Þjóðviljans leit inn í
Listamannaskálann í gær. Það
er því útilokað iað hafa þær al-
mennt til sýnis og sölu í bóka-
búðum. Því hefur forlagið öpn-
að sérstaka búð, Unuhús, fyrir
forlagsbækur sínar og efnir öðru
hverju til sýninga. og rýmingar-
sölu hér í skálanum. Fyrir for-
laginu vakir nú sem fyrr að
gefa fólki kost á að kaupa
jóiagjafabækurnar með fyrra
móti.
Það sem forlagið hefur leyfl
til að selja af málverkaprentun-
um sínum hér í bænum og ná-
grenni verður selt á markaðn-
um. Sérstaklega skal fólkl
bent á myndirnar tilbúnar til
séndingar til útlanda, pakkaðar
í alúmínhólk.
Á markaðnum er lítið eitt
gamalla bóka og nokkrar sér-
útgáfur og einnig nokkur ein-
tök af fáeinum bókum Daxness
í fyrstu útgáfu. Að öðru leyti
verða öll verk Laxness seld í
heild gegn afborgunum og nokk-
ur önnur verk, en ekki einstak-
ar bækur.
Guíuhoriim
Framhald af 1. síðu
í gær að fara þess á leit við
ríkisstjórnina að felldir verði
niður eða lækkuð verulega
gjöldin til rikissjóðs í sam-
bandi við kaupin á bornum.
Guðmundur Vigfússon tók
undir þessi ummæli og kvað
eðlilegt að gjöld þessi yrðu
fellcl niður, þar sem hér væri
um stórfellt nytjatæki að ræða.
V iðskiptamenn
eru vinsamlega beðnir að athuga, að búðir félags-
ins eru núna aðeins opnar til kl. 18 á föstudög-
um og til kl. 16 á laugardögum, frá 1. október
til 1. janúar,
Kaupfélag Bsykjavíkur og nágrennis
Múrarar óskast
Löng vinna
Byggmgarfélagið Bær hi.
Símar 33-560, 19-874, 34-892.
HVER
Um litlu telpuna „Skottu“ eru komnar út
margar bækur á Norðurlöndum, og hafa fáar
unglingabækur orðið vinsælli. Höfundur er
skáldkonan Lisbeth Verner.
Fyrsta bindið er nú komið í bókaverzlanir, og
segir af „Skottu“, réttu nafni Eenta Winter,
þégar hún var send í heimavistarskóla út á
Sjáland, meðan faðir hennar sigldi til útlanda,
en hún hafði áður misst móður sína.
„Skotta“ er hugrökk stúlka, kát og djörf, og
lendir fljótt í mörgum spennandi ævintýrum,,,
eignast góðar vinstúlkur en líka óvini. Hún
verður fyrir tortryggni og margt stríðir á
ER
SK0TTA?
hana,, en rætist að lokum vel úr öllu, vegna
þess hve Skotta er réttlát og hreinskiiin. Hún
hefur orðið vinur allra sem lesið hafa sögu
hennar, og svo mun einnig verða á Islandi að
allar stúlkur vei'ða hrifnar af Skottu.
„Skotta í heimavist“ er komin í allar
bókaverzlanir. — HEIMSKHINGIA