Þjóðviljinn - 08.10.1957, Page 7
Þriðjudagur 8. október 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Enginn skilur það betur en
vinur minn Hendrik Ottósson,
að ég beinlínis kveinka mér
>,við að tala um vini mína' í
heyranda hljóði. Enginn veit
betur en hann hversu illa mér
gengur að r'fja upp gamlar
minningar. En það er margs
að minnast frá samvistardög-
um okkar. Sjálfur hefur
Hendrik stálminni, mikla frá-
sagnargáfu og þá frásagnar-
gleði, sem gerir menn að góð-
um sögumönnum, sem unun er
á að hlýða. Hendrik hefur líka
sjálfur tekið af mér ómak’ið
—• og skrifað sjálfsævisögu
sína í tveim bindum. Sú saga
hefur að geyma mikinn fróð-
leik um marga þætti stjórn-
málasögunnar á Óðrum og
þriðja tug aldarinnar og eru
þar rifjuð upp fjölmörg atvik,
sem hætt er við að -annars
mundu hafa fallið í glejnnsku.
Að visu skrifar Hendrik meira
um aðra en sjálfan sig, en
þrátt fyrir það verður lesand-
inn margs fróðari um Hendrik
sjálfan. Því Hendrik kemur
mjög við sögu á þessu tíma-
bili. Hann stóð fremstur - í
flokki meðal ungra manna á
fyrstu árum Alþýðuflokksins,
hann er einn hinn fyrsti, sem
tók að flytja boðskap marx-
ismans í íslénzkri verkalýðs-
hreyfingu, hann - var . fulltrúi
íslenzkra sósíalista á 2. þingi
Alþjóoasambands kommúnista
1920, hann gekkst fyrir stofn-
un félags ungra kommúnista,
fyrstu kommúnistasamtakanna á
á Islandi, arið 1922, á hinum
miklu umbrotatímum í verka-
lýðshreyfingunni á árunum
1920 1926 lét hann mjög iað
sér kveða, og var einn helsti
forustumaður róttæka arms-
ins. Þótt hann væri kornung-
ur litu jafnaldrarnir á hann
sem „eldri og reyndari félaga“.
Hann. tók mikinn þátt í undir-
búningnum undir stofnun
Kommúnistáflokksins, og var
einn af stofnendum hans.
Hann var sömuleiðis einn af
stoínendum Sameinjngarf lokks
alþýðu — Sósíalisíafiokksins
og í honum hefur hann starf-
að síðan. Þeir munu því ekki
vera margir af jafnöldrum
Hendriks, sem eiga sér lengri
starfssögu að baki.
Hér hefur Jöng saga verið
gerð svo stutt sern verða má.
Með. þessurn fáu Iinum vlldi
ég aðeins koma á framfæri
þakklæti mínu fyrir langa við-
kynningu og samstarf. Þeir
munu nú asrið margir,
af þeirri kynslóð, sem tekin er
að reskjast, sem fengu fyrstu
hugmyndir sínar 'um sósíalism-
ann af vörum Hendriks, og
fyrstu hvatninguna til að
kynna sér hann. Ég er einn
þeirr.a. Við vorum bekkjar-
bræðiir í Menntaskólanum í
þrjá vetur. Ég var þá sveita-
drengur og allur áhugi minn á
stjórnmálum var bundinn við
sjálfstæðisbaráltuna við Dani.
Hendrik benti mér á að til
væri önnur hugsjón, ennþá
stærri i sniðum og rey.ndi að
útskýra fyrir mér tengslin
milli sjálfstæðisbaráttunnar og
frelsisbaráttu verkalýðsins. Ég
man hversu djupt þetta orkaði
á rnig og varð til ‘þess að ég
ásetti mér að kynria rriér stefn-
una til hlítar. Heimili Hendr-
iks var, eins kunnugt er-, mið-
stöð hinnar sósialísku hreyf-
ingar frá upphafi. Ég átti því
láni að fagna að vera þar tið-
ur gestur á unglingsárunum
og nánust voru samskipti min
að sjálfsögðu við jafnaldra
minn og bekkjarbróður, Hend-
rik. Ég hef þvi mikLa þakkar-
skuld að gjalda þessu heim-
ili.
Hendrik hefur löngurn verið
mikill fræðasjór og á þar hægt
um vik, því hann er óvenju-
legur málagarpur, hefur grúsk-
að i ótrúlega mörgurn tUngu-
málum, þar á meðal mörgum
Austurlandamálum, og mun
vera allvel fær í mörgum
þeírra. Enda hef ég oft undr-
azt hvemig hann getur skegg-
ræ'tt við menn svo að segja
hvaðan sem þeir eru af hnett-
inum. Til marks um það er
eftirfarandi saga, sem ég skal
ekki ábyrgjast að ekki kunnj
að vera ofurlítið stílfærð. Þeg-
ar við vorurn saman í Moskvu
1920 sáum við föngulegan
mann írá Grúsiu og' langaði
Hendrik mjög að eiga tal við
hann. Einn daginn kernur
hann inn með miklu gleði-
bragði, sagðist hafa lent í bíl
með Grúsíumanninum, hefðu
•þeir att langt samtal um
stjórnmál, náttúruna í Kákas-
us og fslandi og yfirleitt spjall-
að um alla heima og geima.
var svarað. Þetta var danskur
máður.
Það verður mikill fjöldi
manns, sem sendir Hendriki
hlýjar kveðjur í dag. Mér þyk-
ir vænt um að mega vera einn
af þeim stóra hóp.
Brynjólfur Bjaxnason.
Kæri gamli vinu'r og félagi.
Úr því þú ert orðinn svona
gamall finnst mér hlýða að
senda þér línu. Og þá rifjast
upp fyrir mér gömul kynni
armaður Eyja skrifaði mér þá
austur. Svo brástu þér austur
i Rússland, til fólksi' sem hafði
afsett hina riku stjórnendur
þjóðarskútunnar, sett sjálft
menn að stýrinu og tekið
stefnu eftir áttaviía þeirra
Marx og Engels.
Og enn las ég fræðigreinar
þínar um bolsévismann. Og þú
hafðjr meira að segja skrifað
mér bréf um landsins gagn og
nauðsynjar, áður en ég sá þig
fyrst. Á Vesturgötu 29 kom ég
ttósson
Hefði þetta reynst alveg bráð-
skemmtilegur maður. Hvaða
máll töluðuð þið? spyr ég.
„O, það var enginn vandi“,
sagði Hendrík, „hann talaði
sitt móðurmál, en ég talaði
rússnesku“.
Ég geri ráð fyrir að margt
verði um manninn á heimili
afmælisbarnsins i dag, því
Hendrik á ótrúlega marga
kunningja, enda er hann vin-
sæll, mannblendin og mann-
glöggur svo áf ber, hefur gam-
ian af að ræða við flesta menn
og flestir menn hafa gaman af
að ræða við hann. Það er helzt
ekki hægt að gariga með hon-
um á götu, því áð hann er
stöðvaður í hverju spori og
flestir þurf.a að eiga við hann
löng samtöl. Einu sinni vorum
yið staddir niðri á hafnar-
bakka, þegar fólki var gefinn
kostur á að skoða nýtt strand-
ferðaskip. Var þar: múgur
manns og margir þurftu að
heilsa upp á Hendrik. Ég haíði
orð á því að það væri með ó-
líkindum hvað hann þekkti
marga. Hann kvaðst mundi
þekkja flesta Reykvíkinga,
sem ekki væru þá alveg ný-
fluttir í bæinn. Bauð hann
mér að reyna, hversu marga
hann þekkti, sem gengu upp
eða niður landgöngubrúna.
Þama var striður straumur af
fólki og þylur nú Hendrik
nafn hvers mann lengi vel og
nefnír oftast heimilisföng,
stundum ættfærir hann mann-
inn. Loks ,kom röðin á.ð manni,
sem Hendrik þekkti ekki, og
taldi óliklegt að hann væri
Reykvíkingur. Maður nokkur,
sem nærstaddur var, vildi
sannprófa þetta, gekk til
mannsins og spurði hann hvað
klukkan væri. „Hvad be’ ha“,
okkar. Eg vissi reyndar dejli
á þér nokkru, áður en við sá-
umst.
Það var, skal ég segja þér,
ekki um auðugan garð að
gresja á fjörðunum austur, að
því er snerti fræðilegt lesmál
um kenningar marxista í
kringum 1920. Alþýðublaðið,
lítið í sniðum þá en skeleggt
málgagn verkamanna, barst
mér með löngu millibili í
bunkum. Þar sá ég fyrst nafn
þitt.
Ekki skal hér farið að rekja
efni þeirra greina þinna, er
þá vöktu athygli mína, en
nokkuð er víst að af lestri
þeirra fékk ég, þá tvítugur ný-
liði í fámennum hópi virkra
félaga í nývakinni félagshreyf-
ingu verkamanna þar eystra,
fyrsta patann af því að verka-
lýðsstéttinni væri, af sögunni,
ætlað meira hlutverk en það
ejtt, að afla sér meira brauðs
í krafti samtakanna, og að
köllunarverk þeirra væri
hvorki meira né minna en það
að umbreyta öllum mannheim-
inum og búa þar mannkyninu
þá fullnæging þarfa, sem í vit-
und sanntrúaðra táradals-
byggja himninum ejnum var
fært að gera. Þar gafst mér
fyrsta þekkingarkornið af sögu
alþjóðabaráttu verkalýðsins og
þeirn straumhvörfum sem urðu
þegar leiðir skildu með al-
þjóðasamböndunum tveimur,
2. og' 3. Intemationale, upp úr
fyrri heimsstyrjöld.inni. Allt
þetta opinberaðir þú mér í Al-
þýðublaðinu og Rauða fánan-
um, um og upp úr 1920.
Svo frétti ég af för þinni
til Vestmannaeyja, þegar þú
skipulagðir hafnarverkfall með
verkamönnum þar ut af kaupi
og kjörum og gerðir þar „allt
vitlaust“, eins og einn útgerð-
sem ferðamaður vorið 1922,
að mig minnir, til að sjá þig
og fá línu, en hitti þig ekki
heima. Ekki stanzaði ég þar
nema drykklanga stund, en
nógu lengi til þess að skynja
þann anda, sem böm þeirra
Carólínu og Ottós voru uppal-
in í, og ég þekkti þig betur
eftir en óður.
Nokkru síðar hittumst við,
og með okkur tókst vinátta,
sem staðið hefur óslitið í
meira en hálfan fjórða áratug.
í þér fann ég ekki einungis
fi-æðimaiminn, heldur einnig
glaðværan strák á mínu reki
og skemmtilegan baráttumann.
Mér eru sérstaklega minnis-
stæðir fyrstu samfundir okkar
í hópi annarra ungra manna
hér í Reykjavik m.a. fyrir það,
að þá kenndir þú mér að
syngja „Burt, burt með auð-
valdið, burt, burt með auð-
valdið, auðvaldið burt“ o.s.frv.
eftir Ólaf Friðriksson, við lag-
ið Eldgamla ísafoíd, en þetta
sungum við' ujngir Alþýðuflokksl
menn í þann tíð til að striða
borgurunum við hátíðleg tæki-
færi. En þetta er ekki hægt,
eins og margir segja nú. Hvar
endar þetta, ef farið er að
rifja upp öll skemmtilegheit-
?n, sem því fylgdu að vera
ungur, blánkur Alþýðuflokks-
maður í þá daga.
Hitt skiptir meira máli, nú
á sextugsafmæli þínu, að mikí-
ir og góðir spámenn hafið þið
reynzt, þið ungir marxistar,
sem kvödduð ykkur hljóðs fyr-
ir fjörutíu árum. í dag eru öfl
sósíalismans hér heima orðin
svo áhrifamikil, að íslenzkt
heimaauðvald hefur áreiðan-
lega þungar draumfarir. Og
straumar heimshafanna í fé-
lagsmálum hafa orðjð þeir, að
sízt er ástæða fyrir sósíalista
að kvarta. Þrátt fyrir arid-
streymi, víxlspor og vonbrigði
í ýmsum greinum er þegar
morgunsár sósíaliskra samfé-
lagshátta á þriðjungi jarð-
kringlunnar og í auðvalds-
heimmum vinnur stefria s'ósí-
alismans á hröðum 'skrefum.
Ekki eru liðin full fjörutíu ór
síðan þú í fyrsta sinni sóttir
þá Lenin og félaga hans hehn
í fyrsta ríki verkamanna og
bænda og engir nema örfáir
menn, það er að segja þú og
þínir líkar, trúðu því að þessi
tilraun væri á rússneskan vet-
ur setjandi. Nú aftur á rnóti
fær alhliða efling Sovétríkj-
anna auðvaldsríkjunum vax-
andí ógleði. Er nú svo komið
að þau hafa á ótrúlega skömm-
um tíma hafið þjóðir sinar úr
dýpstu niðurlægingu gamla
tírnans á það stig að vera eitt
mesta stórveldi sögunnar á
sviði menningar og vísinda; og
nú skilar sovétþjóðunum með
slíkum hraða fram úr auð-
valdsheiminum á þessum svjð-
um að auðvaldssinnar mega
varla til lofts gá, af ótta við
það, að maðurinn í tunglinu
veifi framan í þá fyrirvara-
laust rauðum fána með hamri
og sigð.
Svo bið ég að heilsa konu
þinni, foreldrum og systkinum
og óska ykkur öllum til ham-
ingju með þig.
J. R.
Fjölskylda
jjjóðanna
Alþjóðleg ljósmyndasýning
Opin daglega frá 10 til 22
Aðgangur ókeypis.
Iðnskólinn við Vitastíg
Rafsuðumenn
geta fengið atvinnu
hjá oss. Upplýsingar á skrifstoíunni.