Þjóðviljinn - 11.10.1957, Blaðsíða 1
-v—-/v^r — — ■
VILJINN
f n •;> • *53
Föstudagur 11. október 1957 — 22. árgangur — 229. tölublað.
Dómur í
Mykle-málinu
5. síða
ÞjóBvíljinn vœnfir þess aS sfuSningur les—
endanna verSi eins góSur og jafnan fyrr
Sala á happdrætti Þjóö'viljans er nú að hefjast, og
þessa dagana fá margir af kaupendum blaösins senda
happdrættismiða með ósk um að þeir veiti Þjóðviijanum
fjárhagslegan stuöning með því að kaupa miða og að-
stoðá við að selja þá.
Enda þótt tekjur Þjóðviljans
hafi sífellt aukizt á undanföm-
um árum hafa útgjöld blaðsins
einnig vaxið jafnt og þétt, og
er því árlega verulegur halli á
útgáfunni. Það bil hefur blaðið
alltaf brúað með ágætri hjálp
lesenda sinna og stuðnings-
manna, sem ár eftir ár hafa
lagt miklar upphæðir af mörk-
um til þess að tryggja útgáfu
blaðsins og efnahagslegt sjálf-
stæði þess. Nú um nokkurt
skeið hefur happdrætti verið
helzta fjáröflunaraðferðin, og
hafa þúsundir manna um land
allt tekið ágætan þátt í að afla
Þjóðviljanum tekna með því
móti. Væntir blaðið þess — og
veit það raunar — a,ð svo muni
enn verða.
Vinningarnir
Ágætir vinningar eru í happ-
drætti Þjóðyiljans í ár eins og
að undanfömu. Aðalvinningur-
inn er fimm manna bíll af Fíat-
gerð, 85.000 kr. að verðmæti.
Næsti vinningur er vandaður
útvarpsfónn, þá eru sex segul-
bandstæki og loks f jögur ferða-
útvarpstæki. Heildarverðmæti
Forseti sameinaðs þings Emil Jónsson
Alþingi var sett í gær. Hermann Jðnasson, forsætis-
ráðherra, setti þingið í umboði handhafa forsetavalds,
vegna fjarveru forseta íslands.
vinninganna er kr. 150.800,00.
Dregið verður á Þorláksmessu,
23. desember næstkomandi.
Hver miði kostar 10 kr., en þeir
eru einnig seldir í tíu miða
blokkum. og fylgir þá með
krossgáta sem sérstök verð-
laun eru veitt fyrir að leysa.
Stuðningurinn mikils-
verðastur
Happdrættið sjálft hefur
þannig ærið aðdráttarafl, en
fyrst og fremst treystir Þjóð-
viljinn þó á stuðning og um-
hyggju lesenda sinna. Sú að-
Framhald á 3. síöu
Býðst jalnísamt til þess að láta viima
með honum þau verk seiu Beykfa-
vikurbæ em nauðsynleg
Bæjarsjóður Reykjavíkur hefur að undanförnu átt í
vandræðmn með að greiða sinn hluta af jarðbor þeim
sem ríki og bær ákváðu að kaupa sameiginlega. Hefur
ríkisstjórnin nú boðizt til að ríkið eitt kaupi borinn að
fullu en lýsir sig jafnframt fúsa til samninga við Reykja-
víkurbæ um að framkvæma með bornum þau verk sem
þegar hefnr verið ákveðið að framkvæmd verði fyrir
bæinn og önnur verk sem um kynni að semjast.
Aðflutningsgjöld þau, sem
greiða ber af jarðbor þessum,
eru ákveðin með lögum frá Al-
þingi, og eru vitaskuld hlið-
Bæjarstjóm Re^javíkur
skoraði nýlega á ríkisstjórnina
að fella niður eða lækka veru-
lega gjöld til ríkisins af fyrr-
nefndum jarðbor. Þjóðviljinn
fékk í gær þær upplýsingar, að
forsætisráð.herra liafi sent
borgarstjóranum svarbréf í gær
og ‘hafi í svarinu falizt eftir-
farandi.
stæð .þeim gjöldum, sem ákveð-
in eru af margskonar öðrum
tækjum og vélum. Þessi gjöld
greiða allir að sjálfsögðu jafnt
samkvæmt lögum, enda eru þau
Framhald á 3. síðu.
Gervitungl, um loft þé il&r
6009
Áður en þing var sett hlýddu
þingmenn guðsþjónustu í Dóm-
kirkjunni, og prédikaði sr. Guð-
mundur Sveinsson. Setningarat-
höfnin í þingsalnum hófst með
því að forsætisráðherra las for-
setabréf um samankvaðningu
Alþingis og lýsti þingið sett.
Risu þingmenn á fætur og hróp-
uðu ferfalt húrra fyrir forseta-
og fósturjörðinni.
Aldursforseti, Jóhanii Þ. Jós-
Emil Jónsson
efsson, tók þá við fundarstjórn,
og minntist fyrst nýlátins fyrr-
verandi alþingismanns, Barða
Guðmundssonar þjóðskjalavarð-
ar, og heiðruðu þingmenn minn-
ingu hans með því að rísa úr
sætum.
Samkvæmt þingsköpum skal
kjósa forseta samemaðs þings
á fyrsta fundi þingsins. Urðu
nokkur orðaskipti um það milli
Ólafs Thórs og forsætisráð-
herra, hvort kosningin skyldi
fram fara þá þegar. Sagði Ólaf-
ur, að forsætisráðherra hefði
skýrt formanni þingflokks
Sjálfstæðisflokksins svo frá, að
forsetakosningin færi ekki fram
þennan dag. Hermann Jónasson
kvaðst hafa sagt, að forseta-
kosning yrði sennilega ekki
fyrsta dag þingsins, og væri
sjálfsagt að fresta henni, ef
fram kæmi ósk um það. En
Ólafur Thórs taldi þá enga
ástæðu til að fresta kosning-
unni og fór hún fram.
Foseti sameinaðs þings var
kosinn Emil Jónsson (endur-
kosinn) með 28 atkvæðum, Jón
Pálmason hlaut 17 atkvæði og
Einar Olgeirsson 1.
Að lokinni kosningu forseta
Framhald á 3. síðu.
Félagsheimili
Óháða safnaðar-
ins vígt
Félagsheimili Óháða safnað-
arins verður vígt á sunnudag-
inn kemur, en kirkja safnaðar-
ins er nú ltomin undir þak, og
verður lagður homsteinn að
henni á sunnudaginn.
Kirkjudagur safnaðarins er á
sunnudaginn. Verður þar guðs-
þjónusta og síðan fagnaður í
félagsheimilinu. Verður nánar
sagt frá þessu í blaðinu á morg-
un.
Annað sovézkt gervitungl
út í geimiiin eftir mánuð
Verður búið margvíslegum mæliiækjum
til að kanna eðli efri laga gufuhvolfsins
Sovétríkin munu senda annað gervitungl út í geiminn
innan eins mánaðar og veröur það búiö margvíslegum
mælitækjum sem eiga að veita aukna vitneskju um eðli
efri laga gufuhvolfsins.
Sovézki vísindamaðurinn
Blagonravoff, sem hefur ásamt
nokkrum iöndum sínum að
undanförnu tekið þátt í ráð-
stefnu jarðeðlisfræðiársins í
Washington, skýrði frá þessu
í gær. Talið er nær víst að
ætlunin sé að senda þetta nýja
gervitungl út í geiminn fyrir
7. nóvember, þegar 40 ár verða
liðin frá því októberbyitingin
hófst.
Hljóðmerkin frá geivitungl-
inu hafa enn ekkert dofnað,
en hins vegar hafa þau breytzt
úr reglubundnu pípi í stöðugan
són. Því er haldið fram í
Moskva að lítil sem engin
breyting hafi enn orðið á liraða
og braut tunglsins, umferðar-
tími þess styttist aðeins um 3
sekúndur á sólarhring og því
megi gera ráð fyrir að það
muni haldast mjög lengi á lofti
enn. Ekki ber þó öllum vís-
indamönnun!Psaman um þetta.
Blagonravoff taldi lítinn vafa
á því að hann myndi lifa að
eldflaug yrði skotið til tungls-
ins. Hann er nú 63 ára gamall.
Geimfararáðstefna stendur
nú yfir í Barcelona með þátt-
töku margra kunnustu sérfræð-
inga heims í eldflaugasmíði. I
gær var borin fram tillaga um
að komið væri á fót alþjóðlegri
stofnun til að rannsaka öll
vandamál í sambandi við geim-
farir og er talið að hún
hafi stuðning bæði fulltrúa
Sovétríkjanna og Bandaríkj-
anna.
r
a
1 gær var dregið í 10. flokki
happdrættis Háskólans um 838
vinninga að upphæð 1.050.000
krónur.
100.000 kr. komu á nr. 24053,
Framháid á 2. siðu.